Norðurland


Norðurland - 30.05.1903, Blaðsíða 3

Norðurland - 30.05.1903, Blaðsíða 3
143 Nl. sé skift í deildir eftir því, sem haganlegt þykir. í hverri deild á að vera 1 kynbóta- naut og eru allir félagsmenn skyldir að halda kúm sínum undir það og borga 2 — 3 kr. f nautstoll. Geti þeir einhverra orsaka vegna ekki haldið kúm sínum undir félags- nautið, greiða þeir nautstollinn engu að síður. Hver félagsmaði'.r greiði og 1 kr. til- lag á ári. Félagsmenn eru skyldir til að halda nákvæmar fóður- og mjólkurtöflur. Sýningar skal halda að minsta kosti annað hvort ár og þá úthluta þrennum verðlaunum Þessir menn voru kosnir til þess að gang- ast fyrir stofnun hinna ýmsu deilda: Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Davíð Sigurðsson á Reistará og Kristján Pálsson á Ytri-P'akka í hinni fyrirhuguðu Gálmastrandardeild, Guð- mundur Guðmundsson á Þúfnavöllum, Árni Jónsson í Lönguhlíð og Friðfinnur Pálsson í Skriðu í Staðartungudeild, Jón Guðmunds- son á Krossastöðum, Guðm. Jónsson á Þrí- hyrningi og Friðfinnur Jóhannsson á Rauða- læk í Þelamerkurdeild, Stefán Beigsson á Þverá, Sigurður Jónasson á Bakka og Jó- hannes Jóhannesson á Hrauni í Oxnadals- deild og loks Kristján Jónsson í Glæsibæ, Benedikt Guðjónsson á Hóli og Eggert Dav- íðsson í Krossanesi í Kræklingahlíðardeild. Ein deild, Möðruvalladeild, komst þegar á laggirnar á fundinum og var kosinn deildarstjóri fyrir hana Guðmundnr Magn- ússon oddviti í Ytrakoti og til vara Gutt- ormur Einarsson á Ósi. Formaður félagsins var kosinn Stefán kenn- ari Stefánsson Möðruvöllum. Vonandi er, að sem flestir taki þátt í þess- um mjög þarfa félagsskap. Mun þetta vera hiö fyrsta þess konar félag, sem stofnað er hér á Norður- og Austurlandi, en óskandi að þeim fjölgi bráðlega. Hin nýprentuðu form fyrir mjólkur- og fóðurskýrslum eftir búfræðiskandidat Guð- jón Guðmundsson, setn virðast mjög hentug og óbrotin, koma nú í góðar þarfir, enda ættu sem flestir að nota þau. Skipakví hér við tjörðinn. Fundur var haldinn uin það mál 25. þ. m. samkvæmt fundarboði frá nefnd manna úr verzlunarfélaginu hér í bænun'. Fundar- stjóri kaupmaður Friðrik Kristjánsson og ritari kaupmaður M. B. Blöndal. Magnús Kristjánsson kaupmaður var frum- mælandi. Taldi skipastól manna hcr í voða, cf hann aetti að búa við sama kost og að undanförnu. Skipakvíin setti að vera í Odd- eyrarbótinni í sambandi við hafnarbryggju þá, sem byrjað er á á Torfunefi. 50 þús. kr. styrk mundi þurfa úr landssjóði, og svo mundi Akureyrarbær leggja nokkurt fé fram. Sn. Jónsson kaupmaður gerði ráð fyrir að þörf mundi verða á 100,000 kr. lands- sjóðsstyrk. Páll Briern amtmaður taldi nauðsynlegt að leggja fyrir þingið sem glöggvasta á- ætlun og alla vitneskju sem nákvæmasta, svo málinu yrði sint. Sýndi fram á með mörgum dæmum, hve mikið aðrar þjóðir legðu í sölurnar til þess að bæta hafnir og koma upp skipakvíum og skjólgörðum, og það þótt miklu fámennari bæir en Akur- eyri settu hlut að máli. Nauðsynlegt að rita í blöðin um málið og sýna fram á, í hve miklum voða skipin eru hér í vetrarlegum. Skoðun ræðumanns, að þinginu bæri að sjálfsögðu að leggja fram nauðsynlegt fé til þessa fyrirtækis og þvílíkra fyrirtækja. Friðr. Kristjánsson: Ætti að gera svo fullkomna kví, að stór skip gætu hlaðið og affermt fyrir innan kvíarvegginn o. s. fiv., mundi ekki veita af 150,000 kr. En eigi að eins að Ioka Oddeyrarbót með görðum, sem næðu t. d. fram á 19 feta dýpi, mundi það kosta um 50,000. Kl- Jónsson sýslumaður vildi styðja málið af fremsta megni, ef hann yrði á þingi. En hugði nauðsynlegt skilyrði fyrir fjár- veiting frá þinginu að skipaeigendur og bærinn hér Iegðu fram nokkurt fé til móts við landssjóð. Spurði fundarboðendur, hvað þeir hefðu hugsað sér um slíka hluttöku. Porv. Davíðsson kaupmaður leit svo á, sem skipaeigendur ættu ekkert fé að leggja fram til að koma upp kvínni, því að þeir ættu síðar að borga fyrir að nota hana. Landið og bærinn ættu að bera kostnaðinn. Magnús Kristjánsson tók í sama streng. Hafði hugsað sér, að bærinn legði fram i mesta lagi '/« móti landssjóði. Eftir nokkurar frekari umræður var sam- þykt með öllum atkvæðum svo hljóðandi fundarályktun (M. Kr. tillögumaður): >Fundurinn lýsir því yfir, að hann álítur brýna nauðsyn á að skipakví verði bygð hér við fjörðinn sem allra fyrst, með því að hún sé skilyrði fyrir því að skipastóll Norðlendinga geti þrifist; og að Oddeyrar- bót sé fyrir allra hluta sakir sjálfkjörinn staður fyrir hana.< Fundurinn fól fundarboðendum »að láta mæla dýpi, gjöra kort og áætlun yfir kostnað við skjólgarða þá, sem nauðsyn- legir eru, til þess að tryggilegt vetrarlægi fyrir skip fáist í Oddeyrarbót<. Enn fremur samþykt með samhljóða atkv. svo hljóðandi áskorun frá M. Kr.: >Fundurinn skorar á bæjarstjórn Akur- eyrar að leggja málið fyrir næsta þing og fara þess á leit, að á næsta fjárhagstíma- bili verða veittar 50 þús. kr. til skipakví- ar í Oddeyrarbót, og að hlutast til um, að Akureyrarkaupstaður leggi fram fé að einhverju Ieyti til þessa fyrirtækis. Ut af ræðu Sn. Jónssonar um skipa- ábyrgðarsjóð skoraði fundurinn á hann að halda því máli vakandi og fá því fram- gengt á sem heppilegastan hátt. Lífil athugasemd við greinina „Góu-páskar — Sumar-pásk- ar", „ísafold" 30. árg. 1903, bls. 83. í grein- inni er víst prentvilla: 1869 fyrir 1859, því þá bar sumar-páskana upp á 24. apríl. Sama mun og vera um sumar-páskana, sem þar er sagt að eftir reglunni verði 1906, en hljóta að verða 23. apr. 1905. Karl. \ Afturför. Þegar eg las ritgjörðina í 25. tbl. „Norður- lands" um búnaðinn á Norðurlandi, eftir Sigurð Sigurðsson, datt inér í hug, að nú væri Þistilfirði gengið, eða að hann ætti að muna fífil sinn fegri. í greininni er látið mjög illa yfir ástandi sveitar þessarar, eða hag bænda þar, og það svo mjög, að eg get naumast trúað; og eftir greininni að dæma, og því, setti eg þekti til í Þistilfirðinum fyrir 40—50 árum hefir efnahag og búskap bænda þar farið svo mjög aftur, að ótrúlegt er, og eg, sem var ungur og fjörugur, þegar eg kyntist þar í sveitinni og hafði trú á framtíð lands- ins, hefði ekki trúað því, þótt einhver spá- n-.aðurinn úr ganila testamentinu hefði risið upp úr gröf sinni, og sagt tnér að svona mundi verða ástandið í sveitinni um alda- mótin 1900. En samt hefir mér fundist bú- skap manna hafa að sumu leyti farið aftur á síðari árum. Þegar eg var á Hólsfjöllum á árunum frá 1850—60, þekti eg vel til í Þistilfirðinum, og þá var hat;n álitinn mjög velntegandi sveit; efnahagur manna var þar yfirleitt mjög góður og bændur fjártnargir, enda voru þar stórríkir bændur innanum, svo sem í Dal, Flvannni, Kollavík, Svalbarði, Álandi, Kerastöðum og Gunnarstöðum, og t. d. átti bóndinn á Gunnarstöðum, Gunn- iaugur Sigvaldason, um hundrað sauði, og bóndinn í Dal, Jón Björnsson, átti svo mikið af sauðaskinnum, að hann þakti heyhlöður sínar með þeim, þegar mikið rigndi, og voru þær þó ekki svo fáar. í greininni segir, að í sveitinni séu um 200 leiguær, og leigan eftir ána sé 10 —12 krónur á ári. Það er ótrúlegt, að þetta sé rett, eða að nokkur tnaður taki ána fyrir svo háa Ieigu, að ársleigan verði alt að því eins mikil og dýrleiki ærinnar, og þó að fátæktin sé mikil og bændur verði að ganga að neyðarkjörum, hvað leiguna snertir, finst mér, að þessi kjör verði rétt til að drepa niður búskapinn og sökkva bændutn enn dýpra niður í fátæktina, og því séu þau rétt nefnd „drápskjör". Höfundur greinarinnar segir á einutn stað, þar sem hann er að lýsa Axarfirðin- unt: „Inn í Axarfirðinum er hið einkenni- lega og nafnkenda Ásbyrgi". Það er ekki rétt að Ásbyrgi sé inni í Axarfirði, heldur er það fyrir vestan Jökulsá f Kelduhverfi, en héraðið fyrir austan ána heitir Axarfjörð- ur. En þetta er líklega misritun hjá hinum heiðraða höfundi. Tilgangur minn með þessum fáu línum var, að sýna, hve tnikið sveit þessari hefir farið aftur á síðastliðnum 50 árunt, og þó að mér hafi ekki tekist það sem allra bezt, af því að eg er óvanur ritstörfum, held eg að menn geti fengið dálitla hugmynd utn þá afturför, sent þar hefir átt sér stað. En af hverju hún stafar, vildi eg fá að vita. Gamall Þingeyingur. % Siglufjarðarfréttir. Tveir rnenn farast á hvalabát og einn lœrbrotnar. Af Siglufirði er NI. skrifað 23. þ. m.: í gærdag kom inn hvalaveiðabáturinn »Minerva< með fiagg í hálfa stöng; hafði meðferðis 2 menn dauða og einn Iærbrot- inn, Hvalur hafði barið mennina til bana með bægslinu; þeir voru f pramma og ætluðu að leggja hvalinn, en þá var hann ekki dasaðri en svo, að hann braut pramm- ann, og vann á mönnunum. Stórhríð í allan gærdag og ekkí nema i° hiti yfir hádaginn; sömuleiðis í dag. Afli á hákarlaskipum héðan fremur lítill enn: >Siglnesingur<, »Latibrúnn< og Christ- iane« komu inn f dag með lítinn afla, frá 20—60 tnr. lifrar. Enginn hafís fyrir Horni í gær (22. þ. m.) en ís á Húnaflóa, eftir því, sem norskt hvalaveiðaskip segir. 5» Siglingar. »Amy<, seglskip, kom þ. 22. með trjávið til Sn. Jónssonar. »Skálholt< og »Hólar« komuþ. 25. Með »Skálholti< fór meðal annarra amtmaður Páll Briem vestur í Húnavatnssýslu til þess að vera þar á kjörfundi. »Sylvia«, seglskip, kom með kol til J. V. Havsteens þ. 26. »Erlingur SkjáIgsson«, hvalabátur, kom með sjúkan skipstjóra þ. 26. »Albatros«, gufuskip frá konsúl Falck í Stafangri kom hingað þ. 27. til þorskveiða og reknetaveiða. »Familien«, seglskip, kom þ. 27. með trjávið til Sn. Jónssonar. Seglskip frá Bergen kom þ. 29. til þorsk- veiða og reknetaveiða. Um miðjan mánuðinn kom inn á fjörð- inn rússnesk skonnorta með salt til pönt- unarfélaga hér við fjörðinn. Þann 27. rak skipið á land í Hrfsey í sunnanveðri á svonefnt Sandshorn. Svo var gengið að því með atorku að ná saltinu úr því. Þá losnaði skipið og var alveg óskemt. Mannaláf. Föstudaginn þ. 22. þ. tn. lézt á Akureyri merkiskonan Sigurborg Ólafsdóttir, eftir langvarandi heilsttleysi. Sigtirborg sál. var dóttir Ólafs Guðmuttds- sonar, er seinni hluta æfi sinnar var borgari í Flatey á Breiðafirði, og Guðrúnar Odds- dóttur, Hjaltalfns læknis. Hún var fædd í Bár í Eyrarsveit 2. nóvember 1846, en flutt- ist 14 ára með foreldrum sínunt til Flateyjar, þar sem hún giftist manni sínum, kanpm. Eyjólfi E. Jóhannssyni í Flatey, % 1874; börn þeirra vortt Ó. G. Eyjólfsson og Jónína, sem bæði eru til heimilis á Akureyri. Árið 1901 varð hún ekkja og árið 1902 fluttist hún til sonar síns hér á Akureyri, og dvaldi þar til æfiloka. Sigttrborg sál. var prýðisvel greind kona og fróð, ágæt móðir barna sinna og fóstur- barna. Hún var hjartagóð kona, sem etoc- ert aumt mátti sjá, álti því marga vini, ekki fæsta á meðal bágstaddra manna. Heimili hennar í Flatey var viðbrugðið fyrir rausn og gestrisni, og þegar hún fór þaðan, eftir 40 ára dvöl, tnun hennar hafa verið saknað af öllunt þorra sveitarinnar og fleirum. Reknefasíldarveiðar hér við land ætla Norðmenn að reka af kappi í sumar. Falck konsúll í Stafangri ætlar að setja upp reknetaveiðistöð á Siglu- firði og halda út nokkurum skiputn þaðan. Ekki allfá skip er nú verið að smíða í Nor- egi til reknetaveiða hér. pilskipin. Fiskiskipið »Julius« kom hingað þ. 23. með 21,000 fiskjar eftir vorið. Önnur þil- skip hafa ekki komið inn síðan er síðasta blað Nl. kom út. Tíðarfar. Vikuna, sem nú er að enda, hefir tíðar- far mjög breyzt til batnaðar, leysing mikil og víða að koma dálítill gróður. % Veðurathusrnnir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Valtý Stefánsson. 1903. Maí. lím miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. O — £1 jS j Hiti (C.) & 3 <0 > & n i JK m Úrkoma | Md.ll. 75.9 8.1 0 7 -i- 1.2 Þd. 12. 74.3 5.0 NAU 1 10 R 0.2 Md.13. 73.8 6.6 0 8 R 0.8 Fd. 14. 74.2 4.4 0 10 Þ 0.9 Fd. 15. 75.o 3.0 NAU 3 10 S -r- 0.5 Ld. 16. 75.8 5.1 0 2 -4- 3.5 Sd. 17. 75.7 9.2 VSV 3 7 R 4- 3.6 % Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] »Fröken«, svaraði Stefanovitch og lyfti upp hendinnþeins ogtil þess að vara stúlkuna við þeirri stcfnu, er hún hafði tekið. »Þér þurfið ekki að auka á sekt yðar með ó- sannindum. Eg vonast eftir, að þér segið mér, að þér séuð þess albúin að skýra okl*- ur frá því, hvað vinir yðar bæði á Rúss- landi og Englandi heita.« »Eg vil ekkert segja yður,« svaraði hún með þvergirðingi. »Þér vitið ekkert. Það eruð þér, sem segið ósatt. Þér hafið ekki rétt til að flytja mig hingað. Eg er ensk kona. Þér hafið ekki rétt til að gera mér neitt mein. Eg skrifa til Englands. Það er heigulskapur af yður að kvelja mig með þessum spurningum.« Hún sló saman höndunum og stappaði í gólfið reiðulega, því að hún var yfirkomm af æsingu. Nú gat hún ekki lengur haft

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.