Norðurland


Norðurland - 30.05.1903, Qupperneq 2

Norðurland - 30.05.1903, Qupperneq 2
NI. 142 frægu málverki, sem sýnir ljóslega hina viðbjóðslegu eyðileggingu og grimd stríðanna, ólík þeim bardaga- myndum, sem annars tíðkast, með leiftrandi vopnum og glæsilegum hermönnum. Af þessu fáa geta menn gert sér í hugarlund stefnu bókarinnar, og er ekki að undra að katólskir menn séu óvinveittir hinni nýju siðfræðis- kenslu. Katólsku skólarnir hafa því ekki viljað innleiða þessa og því- líkar bækur, en kenna hina kristi- legu siðfræði eins og áður. En rík- ið eykur stöðugt fjölda skóia sinna, svo þeir eru orðnir margfalt fleiri en hinir, og fær því megnið af al- þýðu uppfræðslu í ríkisskólunum. Hins vegar reyna katólskir menn að auka sína skóla og stendur því baráttan enn, og er óvíst, hvernig hún endar. ABalatriði þessarar greinar hefi eg tekið eftir rit- gerð í tímaritinu „Tilskueren", sem danskur maður, P. Munch, hefir skrifað og eg vil benda mönnum á að lesa, þvf hann hefir dvalið lengi á Frakklandi og er því málinu kunnugur. '4 Frá París hefir síra Matthías Jochumsson fengið bréf frá verzlunarmanni einum, G. Manoury að nafni. Ferðamaður, sem hér kom * fyrra, hefir frsett hann um það, að héðan sé flutt mikið af Iýsi. Hann býst við að geta útvegað þeirri vöru markað, en biður síra M. J. að gefa sér leiðbeiningar um, hvernig það sé framleitt (o: hvernig því sé náð úr lifur þorksins, annar tilbúnaður þess, hreinsun o. fl.) og um söluverð þess hér. Sumargjöf. Tíu bsendur í Engihlíðarhrepp í Húna- vatnssýslu gáfu Árna Á. Þorkelssyni óðals- bónda á Geitaskarði forkunnarfagran staf í sumargjöf í vor. Hr. Á. Á. Þ. varð fimt- ugur í vetur og hefir verið hreppsnefndar- oddviti og sýslunefndarmaður 20 ár. Auk þess komið á fót búnaðarfélagi í hrepnum og stjórnað því. Vorið 1887 reyndist hann hrepnum bjargvættur í harðindum, er þá gengu. Fyrir alt þetta og margt fleira gott vildu sveitungar hans votta honum þakk- læti sitt. Stafinn hafði smíðað Einar bóndi Skúla- son á Tannstaðabakka, bróðir Jóns stór- bónda á Söndum. Á tveggja þuml. breið- um hólk fyrir neðan handfangið er þetta grafið: »Frá nokkurum bændum í Engi- hlíðarhreppi til sjálfseignabónda Árna Ás- gríms Þorkeissonar á Geitaskarði á 50 ára afmæli hans 1902.« Ofanvert við þenn- an hólk er annar hólkur, sem gengur upp í bogið handfang, og á honum eru framan við þumalfingursgreipina, þegar við hann cr stuðst, úthleyptur spormyndaður stailur, sem tvær vængjaðar myndir eru grafnar á; þær eiga að tákna dag og nótt, og þykir hin mesta snild á jieim. Framan á rósgrafinni plötu á húfu, sem er í enda handfangsins, er með gotnesku letri grafið »Á. Á. Þ.« Hitt letrið er snar- hönd. Hálfum þuml. fyrir neðan hólka þá, sem áður er um getið, er hólkur með 8 blöðum, er snúa upp og beygjast ekki að stafnum; við það verður svipur stafsins miklu tilkomumeiri. Neðan á þeim hólk eru smá lauf, er falla fast að stafnum. Allur búningur stafsins að ofan er af hreinu silfri. < ----Æska, æska! Enn þá fæ eg, æskulýður, Andlit þitt að sjá; Gleðst við andann, ylinn, sláttinn Ungum hjörtum frá. Fjör og kraftur frískra sveina Framkvæmd rnargri spá; Augu brosa djúp hjá drósum Dökk og himinblá. Veltur burt af veldisstóli Vetrarþokan grá. Iðgræn móti sól og sumri Sveita túnin gljá. Sættir mig við haustsins hríðar, Hnignun, fall og dá, Þoigóð hönd, er lífsins lauka Leiðun lantar hjá. Brosir við mér sól og sumar, Syngja fuglar dátt. Birtist alt með bros á vörum Bæði hátt og lágt. Þú átt mikinn, æska, æska, Eld og töframátt, Geta birt svo ljúfu ljósi Lengstu vetrarnátt. Marga kantu list að leika, Ljúfa dóttir mín. Vonir þínar víða reika, Vörm er lundin þín. Gengur þú til gleðileika, Geislinn bjarti skín. — Heima amma blinda, bleika, Blæs í kaunin sín. Þó er ekki þig að saka Þar um, barnið mitt. Amma er búin út að taka Upp á kaupfé sitt. Bleikum fingri réttra raka Ritar dauðinn »kvitt«, — Eða’ hann flytur upphæð staka Yfir á blaðið þitt. Ættarskottan ! — Fylgjan falda, Fyllir brjóstið hroll. Koma syndir eldri alda Yngri þjóð f koll. Þau eru ekki ráð á reilci. — Ræðum nú um hift: Þína æskulist og leiki, Ijúfa barnið mitt. Hvað þú getur höndulega Harm við gleði slceytt. Guðspjöllum og Buslubænum Blandað trútt í eitt. Snúið, þegar þörfin krefur, Þér til guðs í trú. Einum fæti hölt til himins Hoppað getur þú! Alt af máttu borgir byggja Býsna hátt við ský. Þó að stöðugt hallist, hrynji, Hrofað upp á ný. Getur siglt á lilju laufi Löðri drifin höf. Sveiflað þér í »sextúr« kringum Sjálfan dauða og gröf! Fjölmargt kantu’ og bragð og brellu, Brúkar hami tvo. Fyrst er leikið lambið, dúfan, Ljón og refur svo. Frá þi stigi er að eins eftir Ofurlítil spönn, Þangað til að naðran nagar Næmri voðatönn. Eg bið forláts, ef eg hneyksla Ungan svein og fljóð. Þetta á við okkar gömlu Oumskornu þjóð. Þú ert barn í þessum sökum, Þó er ugboð mitt Að dæmi vort og móðurmjólkin Muni vinna sitt. Þið eruð voru hold af holdi, Heillabörnin góð! Mun ei alt frá okkur runnið Ykkar hjartablóð? Þér við gáfum, æska, allan Okkar reynslu sjóð. Okkar kosti, okkar bresti, Okkar kulda’ og glóð! Æ, því miður, eitinig bresti. Er með þyrnum rós. Kemur dúfa úr hrafnsins hreiðri? — Hálf er vísan ljós. — Stöðugt kring þig æska, æska, Ómar sigurhrós: Guðdómskraftar ára’ og alda Eilíft verði ljós! Ut þig getur enginn reiknað, Æska, vors um stund. Eðlisstrengjum þúsundþættum Þín er ofin lund. Þig er naumast á að ætla, — Ertu hugljúf samt — Upp í þina ermi að lofa Er þér nokkuð tamt. Unga fljóðið, — lífið leiksins, Lausakona, hjú, Hreppsómagi, heimasæta, Heita máttu nú. Eignast kantu, áður en varir, Eiginmann og bú; Kanske líka ertu að ári Orðin drembin frú! Kanske líka ertu að ári Ekki lengur til, Nema eins og ómur, bergmál, Eftir þagnað spil; Eins og dropi örsmár, fallinn Ofan í dauðans hyl. — Eða kanske eins og harðspor Eftir ferð í byl. Blóminn fölnar, æska, æska! Enginn hindrar það. Sömu áttu sögu í vændum Sem hið visna blað: Roði vangans, eldur augans, Ylur hjartans deyr. Gekk svo vorum áum öllum. Eins erum við sem þeir. Fyrir því er ekki að æðrast: Enn er blaðið grænt. Þó skal fyrri brunninn byrgja En barnsins lífi er rænt. Enginn sig við elli Iosar, Ef hún manni nær; Reyn sem lengst að halda henni Hræddri og sneyptri fjær. Gakk þó ei til Páls og Péturs Pytlu og glas að fá, Þótt þeir hafi eflaust ýmsum Elli bjargað frá. Sérhver á ( sjálfs sín brjósti Sína heilsulind. Grannans verm þig ei við elda, Ofn þinn sjálfur kynd. Þér var barni gleðin gefin, Gull í hjartans sjóð. Gleðin hreina á að yngja Okkar líf og blóð. Ein hún megnar ögn að deyfa Ellistálið hvast. Vefjið hana æskuörmum Innilega og fast. Vefjið hana á mærum morgni, Meðan döggin skín. Og er hádags hitinn þreytir Hönd við störfin brýn. Vefjið hana, er dagsljós dvínar, Daprast augað hvast. Vefjið hana alt til enda Innilega og fast. I. P. Skiptaparnir. Oak og Skjöldur. Því miður er nú orðið alveg von- laust um, að þau skip hafi komist af. Engar fregnir komu um þau með »Skál- holti* né »Hólum», og allar fregnir, sem um þau hafa borist áður, hafa reynst óáreiðanlegar. 31 maður hefur þar farið í sjóinn, flestir á bezta aldri. Margur á nú um sárt að binda, eins og að líkindum ræður. Eftirfarandi vitneskju hefir »N1.« afl- að sér um skipverja. A »Oak« voru þessir menn: Skipstjóri: Finnur Björnsson frá Odd- eyri. Stýrimaður: Anton Sigurðsson frá Seyðisfirði. Ilásetar: Bjarni Bjarnason frá Hjalt- eyri, Valdimar Jóhannsson frá Hjalt- eyri, Gunnar Bjarnason frá Flatey, Árni Waage frá Húsavík, Sigurjón Jónsson frá Végeirsstöðum í Fnjóska- dal, Jón Teitsson frá Reykjavík, Jón Hallgrímsson frá Einarsstöðum í Krækl- ingahlíð, Stefán Pálsson frá Garði í Fnjóskadal, Sveinbjörn Björnsson frá Hallanda (bróðir skipstjórans), Stefán Þorsteinsson frá Vopnafirði, Baldvin Pétursson frá Dældum á Svalbarðs- strönd, Sigurður Unason frá Vest- mannaeyjum, Ágúst Kristjánsson frá Hraukbæ í Kræklingahlíð, Benedikt Pétursson frá Efri-Glerá í Kræklinga- hlíð, Jón Halldórsson frá Skógum á Þelamörk, Davíð Flóventsson frá Sjávarbakka í Arnarneshreppi. Matsveinn: Kristján Oddsson frá Svínárnesi. 6 af mönnunum munu hafa verið kvæntir: Finnur Björnsson, Anton Sig- urðsson, Bjarni Bjarnason, Valdemar Jóhannson, Sigurjón Jónsson og Gunn- ar Bjarnason; hinir ókvæntir og flestir ungir og efnilegir menn. Á »SkiIdi« voru þessir: Skipstjóri: Albert Finnbogason frá Skriðulandi, fjölskyldumaður mikill. Stýrimaður: Jóhann Þorsteinsson af Oddeyri, kvæntur. Hásetar: Jósep Jósepsson frá Hill- um, fátækur fjölskyldumaður; Albert Guðmundsson frá Fagraskógi, ekkju- maður, átti 3—4 börn; Jón Jóhannes- son frá Götu, ungur maður ókvæntur; Baldvin Jónsson frá Kleif, ungur mað- ur, ókvæntur; Baldvin Ólafsson og Jón Jónsson, unglingspiltar, vinnumenn Sæ- mundar í Stærraárskógi; Valdemar Hall- dórsson frá Borghyl í Fljótum, ókvænt- ur; Sigursveinn Sveinsson úr Ólafsfirði, ungur maður, ókvæntur; Guðmundur Guðmundson, Skaftfellingur; sonur Sig- urgeirs bónda á Vöglum á Þelamörk, unglingspiltur. 4 Kúakynbótafélag var stofnað á fundi að Möðruvöllum Hörgárdal 16. þ. m. og samþykt lög fyrir það. Félagið heitir Káakynbótafétag Hörgdœl- inga og er „tilgangur þess að bæta kua- kynið á félagssvæðinu, svo að kýrnar mjólki sem mest með sem minstu fóðri og mjólkin sé sem bezt, séu hraustar og sainkynja að útliti og eiginleikum og með föstu arfgengi. Félagið vill og beitast fyrir því af fremsta megni að efla þekkingu félagsmanna á bygg- ingu, eiginleikum og eðli nautgripanna og öllu yfirleitt, sem að nautgriparækt lýtur." Er ætlast til að félagið nái yfir þrjá hreppa, Arnarness-, Skriðu- og Glæsibæjarhrepp, og

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.