Norðurland


Norðurland - 06.06.1903, Blaðsíða 1

Norðurland - 06.06.1903, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 37. blað. Skri/stofa og afgreiðsla „Norðurlands“ er í Aðalstrœti 8 (sama húsinu og að undanförnu) uppi á lofti Yindlar með verksmiðjuverði. Margar sortir, frá verksmiðju herra H. Th. A. Thomsens í Reykjavík eru til sölu á Apótekinu á Akureyri í ’/i — 1/2 og 1/4 kössum, MEÐ VERK- SMIÐJU VERÐI. Til sýnis er verðlisti frá Thomsen því til sönnunar, að vindlarnir séu seld- ir með verksmiðjuverði . Vindlarnir verða AÐEINS SELDIR MÓT PENINGUM ÚT í HÖND, en eklci í viðskiftareikning neins manns. Akureyrar Apótek þ. 29. Maí 1903. O. C. Thorarensen. O Kinr]) af Ljóömælum UllIUl sírci Matth. Jochumssonar kemur að forfallalausu út í september næstk. 2). Östlund. Jllþingiskosningar. ^fturhaldiö að sigra? Húnavatnssýsla. Hermann Jónasson með 162 atkv. og Jón Jakobsson með 144 atkv. Páll Briem fekk 132, Björn Sig- fússon 109 og Júl. Halldórsson 18. Skagafjarðarsýsla. Ólafur Briem með 206 atkv. og Stefán Stefánsson með 157 atkv. Flóvent Jóhannsson fekk 63 atkv. Eyjafjarðarsýsla. Klemens Jónsson með 363 atkv. og Hannes Hafstein með 213 atkv. Stefán Stefánsson fekk 192 og Guðm. Finnbogason tók framboð sitt aftur. Suður-Þingeyjarsýsla. Pétur Jónsson með 82 atkv. Páll Jóakimsson bauð sig fram á fundinum í því skyni að fá mál- frelsi, en mun engin atkvæði hafa fengið. Akureyri Bólusetning við tæringu. Eftir Gubm. Hannesson. Árið 1890 barst sú fregn út um allan heim, eins og eldur í sinu, að hinn nafnfrægi, þýzki læknir Ro- bert Kock, sem fyrstur fann orsök tæringarinnar, tæringarbakteríuna, hefði nú fundið óyggjandi meðal við þessari landplágu. Mér er það í fersku minni, þegar fregnin kom til Kaupmannahafnar. Alt komst í uppnám. Helzta blaðið fekk ritgjörð Kocks samstundis símritaða og kost- aði það ærið fé. Stjórnin sendi einn af háskólakennurunum suður til Ber- línar á fund Kocks, en þangað streymdi um þær mundir svo mikill fjöldi lækna, að ekki varð þverfótað fyrir þeim í sjúkrahúsum borgarinnar. Svo miklu máli þótti þetta skifta, sem von var. En — engin ósköp standa lengi, því eftir tæpan árs- tíma var það fyllilega sannað, að meðal þetta var gagnslaust, eða því sem næst, til þess að lækna tæringu á mönnum, og gat jafnvel verið hættulegt sjúklingunum. Eigi að síður var uppfundning Kocks stórmerkilegur viðburður. Lyf hans var búið til úr efnum, sem tæringarbakteríurnar mynda, og er það þess eðlis, að öllum, sem eigi höfðu tæringu, varð ekki meint við það, en tæringarsjúklingar einir fengu af því hitaveiki, sem hvarf síðan eftir einn eða tvo sólarhringa, jafnframt því sem þroti myndaðist og áköf blóðsókn utan um tæring- arhreiðrin, hvar sem þau voru í líkamanum, jafnvel þótt veikin væri á svo lágu stigi, að hennar fyndist enginn vottur með almennum rann- sóknaraðferðum. Lyf þetta nefndi Kock tœringareitur — túberkúlín. Pað liggur í augum uppi, að lyf þetta gat stórlega hjálpað til þess að þekkja sjúkdóminn. Þeir, setn höfðu tæringu einhverstaðar í lík- amanum, sýktust af því; aðrir ekki. Þetta var afarmikilsvert fyrir dýra- lækna, sem síðan nota mjög þessa aðferð til að finna, hvort kýr hafi tæringu eða ekki. Minna hefur verið í það varið til þess að þekkja tær- ingu á mönnum, þótt nokkuð liafi það notað verið í því augnamiði. Flestir eru þó ragir við að nota það sökum þess, að ekki þykir ó- hult, að eigi spilli það heilsu sjúkl- inganna. Þegar vonir manna brugðust um að lækna tæringu með tæringareitr- inu, voru flestir trúlitlir á að auðið væri að finna lyf, sem læknaði sjúk- dóminn eða verði menn fyrir hon- uin. Hugur flestra snerist að stofnun tæringarspítala, sem læknuðu eink- um með því, að láta sjúklingana liggja áreynslulausa í útilofti og ala þá á úrvalsfæðu svo sem mest mátti. Reynsla var fengin fyrir því, að þessi lækningaaðferð bætti fjölda manna og slíkir spítalar þutu nú upp hvar- 6. júní 1903. vetna í löndunum og hafa án efa gert stórmikið gagn, enda hefur stórfé verið varið til þeirra. En meðan alþýða manna barðist móti sjúkdómnum með ýmsum laga- ákvæðutn og tæringarspítulum, unnu ýmsir fræðimenn nótt og nýtan dag að frekari rannsóknum á sjúkdómn- um og leituðu jafnframt eftir ein- hverju ráði til þess að lækna hann eða gjöra menn ónæma fyrir hon- um. Fjöldi frægra manna hefur feng- ist við slíkar rannsóknir síðustu 10 árin auk Kocks, sem telja má fyrstan og frægastan; en einn hinna allra- helztu er eflaust hinn þýzki læknir Behring, sem frægur er um heim allan fyrir það, að hafa fundið meðal við barnaveiki (barnaveikisblóðvatn) o. fl. Það er alkunnugt, að Behring hefir nú síðustu árin fengist mestmegnis við rannsóknir á tæringu, einkum á nautgripum, en til skamms tíma hef- ir hann látið lítið uppskátt um til- raunir sínar, og hefir hann ber- sýnilega ekki viljað að neinu hrapa eða gefa mönnum tálvor.. sem að litlu yrðu, eins og farið hafði fyrir Kock. Þó gat hann þess fyrir nokk- uru, þegar hann var staddur í Stokk- hólmi til þess að taka á móti Nó- belsverðlaunum, sem voru veitt hon- um fyrir uppgötvun á barnaveikis- blóðvatninu, að sér hefði tekist að finna ráð til þess að verja nautgripi fyrir tæringu og þóttu þetta hvar- vetna hin mestu tíðindi. Síðan hefir hann eigi látið neitt frekara upp- skátt um þetta, til þess er hann hélt fyrirlestur um tilraunir sínar fyrir læknuin í Vínarborg* í febrúarmán- uði síðastliðnum. Hann skýrði þar frá því, að hann hefði fundið bólu- setning, sem verði nautgripi fyrir tœr- ingu, og var góðrar vonar um að aðferð sfna myndi einnig mega nota við menn, þótt alla vissu vantaði enn í því efni, því til þess hefði hann eingöngu gert tilraunir sínar á naut- gripum. Eflaust tekur hann nú til óspiltra málanna að rannsaka, hvort slík bólusetning geti varið menn fyrir tæringu. Það sem mestu máli skiftir: lækn- ing á tæringarsjúkum mönnum eða varnir gegn sjúkdómnum á þeim, er þannig óráðin gáta enn, eðá að minsta kosti ekki nema hálfráðin. Eigi að síður er iiér sennilega að ræða um mikil tíðindi, sem ef til vill leiða til þess að varnir finnast gegn tæringu á mönnum. Allir þekkja kúabólusetninguna og hve miklu góðu hún hefir komið til leiðar, en færri munu vita, hvern- ig henni nánar er farið. Bólusótt- kveikjan er örlítið frumdýr afarlíf- seigt, sem aðallega sýkir menn og veldur þá hjá þeim bólusótt, en * Behring á annars ekki heima i Vínar- borg heldur Marburg. II. ár. getur einnig sýkt nautgripi, þót' veikin á þeim verði vægri og á nokkuð annan veg. Við það að ganga þannig í gegnum líkama kúnna breytist sóttnæmið á einhvern veg svo, að þó að það frá kúnum berist aftur í líkama manna, þá sýkj- ast þeir ekki af hinni hættulegu, næmu bólusótt, heldur fá að eins kúabólu þá, sem allir þekkja af bólusetningunni. Sóttkveikjan, sem veldur kúabólunni, er hin sama og bólusóttarkveikjan, og kúabólan er í raun og veru ekkert annað en einkennileg og væg tegund af bólu- sótt. Henni fylgir því það sama eðli og sjálfri veikinni, að sá, sem hefir fengið kúabólu, fær ekki, eða miklu síður, hina eiginlegu bólusótt, því að í bólusótt leggjast fæstir nema einu sinni. Nú er að nokkuru leyti líkt á- statt með tæringu og bólusótt. Tær- ingarsóttkveikjan getur sýkt ýms dýr önnur en mennina og fær í líkama þeirra eigi alllitla breytingu, svo lengi hefir deila staðið um það, hvort um sömu sóttkveikju sé að ræða, og er hún ekki enn á enda kljáð. Tæringarbakteríur frá sjúkuin mönnum sýkja mjög treglega kýr og sennilega sýkja tæringarbakteríur kúnna mennina miklu síður en þær, sem stafa frá sýktum mönnum. R. Kock heldur jafnvel, að menn sýk- ist aldrei af kúrn, mjólk þeirra eða kjöti, þó fult sé það af tæringar- bakteríum kúnna, en efasamt er það þó, að það sé rétt mál. Bólusetning Behrings við tæringu á nautgripum er nú fólgin í því, að flytja tœringarbakteríur mannanna inn í blóð kúnna. Eins og fyr er getið, eru nautgripir lítt næmir fyrir tæringarbakteríummannanna ogsýkj- ast ekki eða lítilfjörlega af þeim, ef dýrin annars eru heilbrigð; en þetta hefir reynst að hafa þau áhrif á kýrnar, að þær sýkjast ekki, eða miklu síður af kúatæringu á eftir, jafnvel þótt sóttnæminu sé spýtt inn í blóðið í svo ríflegum skamti, sem annars ótvírætt drepur sams konar dýr óbólusett. Alt öðruvísi verkar þessi bólusetning á dýrin, ef þau eru tæringarsjúk. Þau fá þá hitaveiki og lungnabólgu, sem getur orðið alvarleg, en batnar þó venju- lega. Bólusetning tæringarsjúkra dýra er því varúðarverð. Áhrifin eru þann- ig ekki ólík áhrifum tæringareiturs- ins, sem að eins hefir áhrif á tær- ingarsjúklinga og sýkir þá með hitaveiki. Nú hefir það komið f ljós við rannsóknir Behrings bæði við bólu- setninguna og eitis við innspýting á tæringareitri, að nautgripir taka tæringu ótrúlega fljótt, ef kálfarnir annars eru í fjósum innan um tær- ingarsjúk dýr eða kúatæringarsótt- næmi finst í mjólk þeirri, sem kálf- utium er gefin. Annars sýnast dýrin oft að öllu heilbrigð, þótt sjúkdóm-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.