Norðurland


Norðurland - 06.06.1903, Blaðsíða 3

Norðurland - 06.06.1903, Blaðsíða 3
i47 Nl. breytingu eða aukakostnaður fyrir utan þann, sem þegar er getið? Eini aukakostnaðurinn, sem eg þekki eða get hugsað mér, er vátrygging kirkn- anna. En slíkt er nauðsynlegt, þótt engir ofnar séu í kirkjum og ætti að komast á um Iand alt. Annmarkar hafa aftur á móti engir kom- ið fram. Þvert á móti eru allir mjög ánægð- ir með þessa breytingu, því nú þurfa þeir ekki að óttast að heilsu þeirra sé háski búinn, þótt þeir fari til kirkju. Vil eg því fastlega ráða öllum prestum og söfnuðum til að gangast sem fyrst fyrir þessari þarflegu breytingu, sem óefað get- ur orðið til blessunar fyrir safnaðarlífið á landi voru. Hofi 4. marz 1903. S. P. Sívertsen. % íslenzkar handspunavélar. í tilefni af fyrirspurnum, sem mér hafa borist víðsvegar að, viðvíkjandi spunavél- um þeim, sem eg hefi smíðað, vil eg leyfa mér að biðja hinn háttvirta ritstjóra >Norð- urlands« að birta svar mitt gegn þeim í blaði sínu; það gæti verið til skýringar þeim, sem óska vitneskju hjá mér og hafa í hyggju að fá hjá mér þessar spunavélar. í sambandi við þetta vil eg biðja þá, sem pantað hafa spunavélar hjá mér áður — og vænst eftir þeim næstl. vetur eða í vor—afsökunar á því, að það ekki hefir getað orðið, þar eg þurfti að láta sitja í fyrirrúmi að koma mér upp skýli ofan yfir mig, en eigi þeim efnum til að dreifa, að eg gæti samhliða komið mér upp verk- stæðum, sem útheimtist til þess smíðis eða rekið spunavéla-smíðið samhliða. En nú vonast eg eftir að verða búinn að koma mér þeim upp fyrir næsta vetur og mun þá leggja mig fram við það smíði. Eftir ósk manna skal eg gefa lýsingu af vélum þessum og þeirri reynslu, sem eg veit af þeim. Það eru 15 ár síðan eg smíð- aði fyrstu vélina; síðan hefi eg smíðað 4 fyrir nærsveitirnar við mitt fyrra heimili (Stóruvelli í Bárðardal). Upphaflega hafði eg mér til hliðsjónar við smíðið útlendar spunavélar, en gerði þær breytingar, sem eg áleit að þyrfti, til þess þær væru við hæfi íslenzkra heimila. Þar kemur aðal- lega til greina stærð og léttleiki. Þó hefi eg gert eina dálitla breytingu, sem eg veit ekki til, að sé á þeim út- lendu, sem þykir til stórmikilla bóta. Fyrsta vélin, sem eg smíðaði, hefir verið notuð á hverjum vetri síðan og spunnar á hana fyrir fleiri heimili frá 6—8 hundruð hespur á vetri (120—150 pd. af ull). Reyn- ist spuninn fult svo góður og af rokk, — en sérstaklega áferðarfallegri voðir, — og mun jafnari en úr þeim útlendu stóru spunavélum. Á þær má spinna fínt og gróft eftir vild, sé kembingin í góðu lagi. Ekki getur heitið vandi að spinna á þær, sízt meiri en á rokk, en mjög fer það eftir æfingu, hvað fljótvirkur maður getur orðið. Á þessa fyrstu, sem eg smíð- aði, hafa verið spunnar 40 hespur á dag (af ívafi og þræði til samans) af vel æfð- um manni, og jafngildir það því, sem 10 vel góðar spunakonur myndu spinna á rokk. Engin ofætlun er það fyrir kven- menn að vinna á þessar litlu vélar; þær eru ekki svo erfiðar; en mjög er um vert, að lagvirkur maður fari með þær, sem önnur margbrotin áhöld, svo alt sé í sem beztu lagi. Mjög er og áríðandi, að kemb- ingin sé í góðu lagi frá kembivélunum. Þessar spunavélar, sem eg hefi smíðað og talað um hér að framan, éru af 15 þráða stærð. Stærðina miða eg við stærð kembivélanna, sem menn ætla að brúka, og sVara þær, sem hér á landi hafa verið notaðar, til 15, 20 og 25 þráða spunavéla. 15 þráða vélarnar munu kosta hjá mér um 150—160 kr., en hinar stærri ekki innan við 180 kr. Þeir, sem panta hjá mér spuna- vél, ættu að láta mig vita, hvaða kemb- ingarverkstæði þeir ætla að brúka; eftir því haga eg stærðinni. Akureyri 28. maí. Albert Jónsson. Sfórgripaábyrgð. Fyrir milligöngu hr. Chr. Popps kaupmanns á Sauðárkrók býðst »Krea- tur-Forsikrings Foreningen for Konge- riget Danmark« til að stofna ábyrgð- ardeild hér á landi fyrir hesta og nautgripi. Þessari íslenzku deild er ætlað að bera sig, svo að ef ábyrgð- argjáld allra íslenzkra félagsmanna samtals hrekkur ekki fyrir útborgun- um til þeirra, er fyrir tjóni verða, á að leggja á aukagjöld, og eins færa ábyrgðargjöldin niður, ef afgangur verður. Aðalhlunnindin, sem félagið býður, eru í því fólgin, að það býðst til að leggja fram það fé, sem þörf verður á, meðan íslenzka deildin á engan varasjóð sjálf, svo að þeir, sem fyrir tjóni verða, fá það bætt án frek- ari dráttar en þess, er ekki verður hjá komist. Stjórn fyrirtækisins verður alger- lega f höndum félagsins í Danmörk, en með því að ekki er til þess stofnað að neinn ágóði verði af deildinni hér á landi, verður stjórnarkostnaður reikn- aður svo lágt, sem framast er unt. Sjúkrahússjóður Skagfirðinga, sem stofnaður var með samskotum, þegar Guðm. Hannesson var læknir í Skagafirði, eykst nú óðum. I vetur gaf bóndi einn í Blönduhlíð, Jóbann í Vaglagerði, sjóðnum allar eig- ur sínar eftir sinn dag. Þórður læknir Pálsson hefir haldið samsöngva og gefið sjúkrahússjóðnum ágóðann, sem nemur 200—300 kr. Og að lokum hefir sýslu- nefndin látið þær 200 kr. ganga til sjóðs- ins, semundanfarandi árhafaverið veittar til sjúkrahalds í héraðinu. Telja má sjálf- sagt, að sjúkrahúsið komist upp næstu árin, enda er þess brýn nauðsyn fyrir svo víðlent og mannmargt hérað sem Skagafjörður er. Eflaust styrkir lands- sjóður byggingu sjúkrahússins að sfn- um hluta. Bæjarsfjórnarfundur. Miðvikudag 3. júní. Frestað til aukafundar að svara beiðni frá Sigvalda Þorsteinssyni kaupmanni um að fá að hafa „fiskikvíanót" við rauða stólpann. Einari Jónssyni frá Bragholti og Sigurði Þorsteinssyni veitt aðsetursleyfi. Sigurður Pálsson héraðslæknir kom hingað með »Skálholti« síðast snöggva ferð og fór aftur með því vestur. Hann er enn sjúkur af kjálkameini sínu, þó að hann sé á fótum og geti gegnt flestum störfum. Talið er víst, að meinsemd- in batni ekki án skurðar, en honum var skotið á frest þangað til síðar í sumar. Vöxfur Akureyrar. Titnburmeistararnir Jón Chr. Stefánsson og Davíð Sigurðsson hafa nýlega lokið virð- ingargjörð á þeim húsum, sem reist voru hér á síðastliðnu ári frá vori til vors 19o2 — 19o3. Eigendur og virðing kemur hér á eftir: Pétur Þorgrímsson: Viðbót við pakkhús kr. 350. Páll Jónsson og Guðbjörn Björnsson: í- búðarhús kr. 4,900. Anna Erlendsdóttir: Viðbót við íbúðar- hús innanvert kr. 1000. Sigtr. Jónsson: Viðbót við íbúðarhús ínn- anvert kr. 500. Kl. Jónsson sýslumaður: íbúðarhús kr. 11,000. Vigfús Sigfússon: Hótel og hesthús kr. 30,100. Sigv. Þórsteinsson: íbúðarhús með búð kr. 10,300. Síra Geir Sæmundsson: íbúðarhús kr. 6,700. St. Stephensen umboðsmaður: Viðbót við íbúðarhús kr. 1200. O. C. Thorarensen: Fjós kr. 300. Otto Tulinius: íbúðarhús með búð kr. 13,725. Goodtemplarastúkur: Samkomuhús kr. 2,500. Bogi Daníelsson: íbúðarhús (viðbót) kr. 3,800. Friðrik Kristjánsson: Viðbót við íbúðar- hús innanvert kr. 4,000. Eggert Laxdal: íbúðarhús með búð og geymsluhús kr. 13,300. Albert Jónsson: fbúðarhús kr. 4,900. Magnús Jónsson: íbúðarhús kr. 2,500. Sigtr. Jóhannesson og Jónas Gunnarsson : íbúðarhús kr. 8,800. Eggert Stefánsson: íbúðarhús kr. 3,500. Jón Guðlaugsson og Jón Guðmundsson: íbúðarhús kr. 3,600. Guðm. Jónsson og Hallgr. Kristjánsson: íbúðarhús kr. 7,925. Jósep Jóhannesson: íbúðarhús kr. 4,000. H. Bebensee: fbúðarhús kr. 4,500. Guðm. Ólafsson: íbúðarhús kr. 3,800. Jón Dalmann: íbúðarhús og skúr kr. 5,680 B. Björnsson og Jón Stefánsson: íbúðar- hús kr. 4,800. Jósep Jónsson: Viðbót við hús kr. 1000. Páll Hrútfjörð og Brynj. Hrútfjörð: fbúð- arhús kr. 5,200. Metúsalem Jóhannsson: íbúðarhús kr. 11,000. Guðbr. Guðmundsson:fbúðarhús kr. 4ooo. Snorri Jónsson: Skúr kr. 5oo. J. V. Havsteen konsúll: Geymsluhús kr. 2,4oo. C. Havsteen : Geymsluhús kr. 2,000. Sjóliðsstjórnin: Kolahús kr. looo. Gránufélag: Viðbót intianhúss kr. 725. Samkvæmt þessu hefir þá húsagjörð hér á Akureyri numið alt að 184 þús. kr. síð- astliðið ár. þilskipin. Þessi hákarlaskip hafa komið inn síðan „Nl." kom út síðast: „Erik", með 34 tn.; „Anna*, 104 tn.; „Víkingur", 41 tn.; „Christi- an* hefir lagt upp 97 tn. á Siglufirði. Sigling. Seglskipið „Carl" frá Höepfners verzlun kont 31. maí með salt á leið til Skagastrand- ar og Blönduóss. Það hefir verið óvenjulega fljótt í förum: lagði út frá Blönduós 7. maí til Bergen, lá þar 8 daga og kom hingað þann dag, sem áður er sagt. Eldgos hafa Þingeyingar séð, sent talið er rnuni vera í Vatnajökli. Settur er f samband við það, og sennilega með réttu, sandur, sem kom á þiifarið á seglskipinu „Carl" um 3o mflur austur af Langanesi á Ieið skipsins hingað. Skipstjóri ætlaði tneð sandiun til Khafnar til þess að láta rannsaka hann þar efnafræðislega. Torfunefsbryggjan er nú í undirbúningi, verið að flytja frant ntöl úr brekkunni til þess að fylla upp fram að henni. Uppskipunarbátum ætlað að geta lagst við hana í sutnar. Upp að Nausfum er nú farið að leggja veg frá suðurenda Akureyrar. Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] VIII. Fförutíu dögum síðar. Járngreipar vetrarins sleptu Krónstað, þegar síðustu, nöpru vindarnir f marzmán- uði hættu að geisa. Mild gola kom á eftir stormunum. Trén laufguðust, - ióinn leysti og grasið gægðist aftur upp úr sverðinum. Hafið var ekki lengur í fjötrum, né heldur skipin, sem verið höfðu um veturinn í kaupmannahöfninni. Marian lá vakandi langar, langar nætur í klefa sínum og heyrði bylgjurnar leika sér eftir alt ófrelsið eða lemjast þunglamalega upp að múrum virkisins. Fyrir kom það, að vingjarnlegur sólargeisli komst inn um járnbenta glugg- ana og féll á dýrlingsmyndina f fangelsis- horninu. Marian fagnaði slíkum stundum, þó að beiskja væri í hug hennar. Hún mintist þess, að nú var vor 1' Devonshire, og að barnið var þar án hennar. Rík löng- un eftir að ganga þar f skógargöngunum og finna ilminn af blómunum fekk vald yfir henni. Ömurleikur klefans þjáði hana ekki, því að nú var hún orðin vön við skort og þrautir. Hún hafði ráðið af að sætta sig við það, sem hún varð að þola fyrir ógætni sína. En hún varð næstum brjáluð af hugsuninni um það, að hún ætti alúrei framar að fá að heyra rödd Dicks litla, og að hann væri upp á aðra kom- inn. Hún hafði nú verið 40 daga í fang- elsi, og spurði sjálfa sig, hvernig alt mundi komið, þegar dagarnir væru orðnir að árum. Ekki komu nema fáir að heimsækja hana í fangaklefanum fyrsta sprettinn og dagarnir voru dauflegir. Þeir höfðu sent til hennar stúlku, sem þjónaði henni, og hún hafði séð liðþjálfann einu sinni eða tvisvar, en hann hafði samt ekki talað nokkurt orð. En Bonzo gamli kom nærri því á hverjum degi, og færði henni stöð- ugt sama loforðið. »Segið þér okkur sannleikann, fröken«, sagði hann, >þá skal verða farið vel með yður. Eitt herbergi er til í Katrínarvíginu, þar sem þér getið séð sól og athugað skipin á hafinu. Það skuluð þér fá, ef þér eruð skynsamar, en áður verðum við að fá að vita nöfnin á vinum yðar í Krón- stað og á vinum yðar í Lundúnum. Þér getið ekki bjargað þeim með því að þegja. Við fáum samt að vita það fyr eða síðar. En ef þér hjálpið okkur, skulum við sjá það við yður«. >Eg á enga vini«, svaraði hún. >Eg hefi sagt yður satt. Eg var fátæk, og menn freistuðu mín. Eg get ekki sagt yður meira«. Þá misti Bonzo þolinmæðina og hafði hótanir í frammi, en hún lét ekki hug- fallast. »Við hýðum yður; þá getið þér víst eitt- hvað sagt«, hafði hann þá til að segja; »ætlið þér að bjóða okkur birginn, fröken? Fjandann ætli eg gæti ekki molað yður sundur milli handa mér!« »Já, þér eruð að minsta kosti nógu stór til þess.« Svo fór Bonzo út úr klefanum og skelti hurðinni á eftir sér. Hann hafði hingað til slegið því á frest að framkvæma allar þær hótanir, sem hann hafði ausið úr sér. Hann gleymdi því ekki, að Marian Best var ensk stúlka, og að-sá dagur gat komið, að mönnum yrði kunnugt um afdrif hennar. En hann lét ekkert ógert, sem ætla mátti að skyti henni skelk í bringu. Einn morgun fór hann með hana út í kastalagarðinn, til þess að sýna henni mann, sem verið var að hýða. Vöndurinn féll hrottalega niður á hrygg mannsins, og henni fanst hann koma við herðarnar á henni sjálfri. Vesl- ings maðurinn hljóðaði og stundi, eins og hann væri að biðja hana að leita sér líkn- ar. Það leið yfir hana, þegar hún sá blóðið renna úr manninum, en hún svaraði Bonzo alt af því sama. östudaginn þann 12. júní verður OPINBERT UPP- BOÐ haldið hjá verzlun- arstjóra Jóh. Christensen og þar seldir ýmsir munir, svo sem borð, skápar, rúmstæði, síld- arnet, trássur, tómar tunnur, dálítið at verzlunarvarningi, nokkurir nýir líi.ustokkar,ýmislegur fatnaður, skipa- dót, svo sem segl, kaðlar o. fl. Járnrúm með madressu til sölu í Höepfners verzlun. \_JTOTT reiðhross er til sölu fyrir sanngjarnt verð. Rit- stjóri p. bl. vísar á.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.