Norðurland


Norðurland - 06.06.1903, Blaðsíða 2

Norðurland - 06.06.1903, Blaðsíða 2
Eg kem. Eg kem, þegar dvínað er dagsljós skært Þú heyrir ekki’, er við himinský Og doínaðar hugsun og gætur Og hallarðu sofandi höfðinu vært Að hjarta koldimmrar nætur. Þá líð eg af blikandi sólskins sæ Á söngbylgjum munblíðra hljóma, Vafinn í árdagsins ástþýða blæ Og angan sprettandi blóma. Og hljóðlega inn í hús þitt eg fer Og hirði ei um lokur né branda: Þau ljón voru’ ei huguð til höfuðs mér, Að baki er geigvænlegt dimmunnar djúp, Sem hnarreist á brautunum standa. En dagur og sól fyrir höndum. Og þangað sem hugsana gróður þinn grær Því nú fer að lyftast úr ljósvaka sæ Frá húmi og nóttunni flýgur, Andlátsveinanna ymjandi gný, Sem upp frá jörðunni stígur. Né litla barnið, sem líki hjá Liðinnar móður grætur; Allra-lengst sker sig þó ómurinn sá Urn auðnir þögullar nætur. Svo líðum við áfram, unz huliðs hjúp Hrekur af mari og löndum; Svo greiðlega inn eg mér smeygi, Sem elskuð minning um atvik kær Frá æsku sólbjörtum degi. Og hóglega skaltu hafinn af sæng Og barðendum þarftu ei kvíða, Því aldrei sveifstu á óskanna væng Svo ómþýtt um bláloftið víða. Og eg skal bera þig blítt í draum Burt yfir úthafið kalda; L'angt fyrir ofan stórviðra str&um Og stunur súgandi alda. Land mitt í geiminum tóma; Vafið í árdagsins ástþýða blæ Og angan sprettandi blóma. Og þar er sólskin og sæla nóg, Og sumar um gjörvallar tíðir, Þar leikur frelsið um laufgan skóg Og lífið um blómgaðar hlíðir. Og alt færðu þar, sem orð mega tjá, Og óskir djörfustu fala; Alt, sem að hjarta þíns instu þrá Orkað getur að svala. I. P. urinn segi til sín við bólusetning- una og geta lifað árum saman, án þess að á nokkuru beri. Nú er auð- vitað áríðandi að bólusetja dýrin áður en þau sýkjast, og vill því Behring helzt láta bóiusetja kálfana 3 til 6 vikna gamia. Hann hyggur, að bæði dýr og menn taki oftast tæringuna á fyrstu árum æfinnar, eða jafnvel fyrstu mánuðunum, þótt misjafnlega langt líði til þess er sjúkdómurinn kemur í ljós. Behring hefir látið reyna þessa bólusetning sína á fjölda kúa, og lýst aðferðinni fyrir nokkuru í dýra- læknablaði einu. Sjálfur hefir hann reynsiu fyrir henni um 1—2 ár að minsta kosti, og er hann þess full- trúa, að aðferðin sé tryggileg við tæringu á nautgripum. Reynist þetta satt, þá er um stórkostlega uppgötv- un að ræða, því nautgripatæring veldur í flestum löndum stórskaða, sem að eins verður talinn í milj- ónum króna. Nú blasir það beint við, að á sama hátt muni mega gera börn ó- næin fyrir tæringu, með því að flytja tæringarbakteríur kúnna inn í blóð þeirra. Petta er þó allsendis óvíst, enda erfiðara að gera tilraunir með slíkt, því hver þorir að láta flytja lifandi tæringarbakteríur inn í blóðið á barni sínu, þótt aldrei nema þær séu úr kúm! Aðferðin er og verður glæfraleg, þó vel geti veriö, að hún sé hættulaus. Að dýrki verða ónæm fyrir sjúk- dómnum eftir bólusetninguna hyggja menn að stafi af því, að eins konar varnarefni (antikörper) rnyndast í lík- amanum og hafa menn meðal ann- ars fundið, að efni þessi finnast til muna í mjólk hinna bólusettu dýra. Ungir kálfar, sem lifa af slíkri mjólk, fá þannig stöðugt töluvert af varnar- efnum þessum inn í líkamann með mjólkinni og má vænta þess, að þeir verði ónæmir að minsta kosti meðan mjólkurinnar nýtur við. Svo er að sjá, sem þetta sé ekki full- reynt, en gæfist það vel, er þetta líklegur vegur ti! þess að vernda ungbörn fyrir tæringu, því mjólkin er annars að öllu leyti sem önnur mjólk og ósaknæm. Behring segist muni gjöra tilraunir í þessa átt, þegar hann hafi fyrst reynt þetta vandlega á dýrum, en fyr ekki, og er því algerlega óvíst, hvort gagn verður að þessu barni. Annars er Behring lítiltrúaður á flest þau ráð, sem notuð hafa verið til þess að hefta útbreiðslu tæringar. Tæringarspítalarnir koma því til leið- ar að hans áliti, að miklu fleiri tær- ingarsjúkir menn lifa í þjóðfélaginu, giftast og auka kyn sitt, en annars myndi vera, og börnum slíkra manna er mjög hætt við að fá sjúkdóminn. Þó játar hann, að mannúðin heirnti spítalana og réttlæti þá. Hann er mjög efablandinn urn það, að varúð með iiráka og uppgang tæringar- sjúklinga sé veruleg vörn gegn lít- breiðslu sjúkdórnsins og þykist hafa veitt því eftirtekt að kálfar sýkist, jafnvel í fyrirmyndarfjósum, ef sjúkt dýr er þar á annað borð inni og hyggur ýrur þær og úða, sem slöngv- ast út úr munni hóstandi manna og dýra engu síður flytja sóttnæmið á milli heldur en þornaða hráka. Af öllu þessu má sjá, að Behring hyggur bólusetning eina trygga veg- inn til þess, að uppræta sjúkdóminn, en alt annað neyðarúrræöi; og svo er að sjá, sem hann sé þess fulltrúa, að finna megi bólusetning, sem geri menn ónærna fyrir honum. Því er ekki að leyna, að ýmislegt í þessurn kenningum Behrings sýn- ist ósennilegt, t. d. að menn og dýr sýkist oftast á barnsaldrinum, en miklu síður eftir fyrstu árin. Þessu sýnist reynslan mótmæla. Þess má og geta, að undanförnu árin hefur tæring minkað til góðra muna í flestum löndum og þakka það flesíir aukinni þekkingu á sjúkdómnum, varúð með uppgang og tæringar- gröft og ekki sízt tæringarspítölun- um. En hvað sem þessu líður, þá væri trygg bólusetning ólíku ein- faldara og tryggilegra úrræði og munu margir óska þess af heilum hug, að hinum fræga vísindamanni verði eftir trú sinni og að hann finni eitthvert það heillaráð, sem dugar. Hitun kirkna. Óhætt mun að fullyrða, að ein af ástæð- unum fyrir hinum alt of tíðu messuföllum í fjöldamörgum prestaköllum á landi voru sé kuldinn í kirkjunum á veturna. Iieíi eg heyrt margan manninn segja, að þótt hann feginn vildi fara til kirkju sinnar á vetrar- dag, þyrði hann það ekki heilsunnar vegna, því að þegar hann kæmi heitur af reið eða gangi, þyldi hann ekki að sitja skjálf- andi í köldu húsi. Þess eru einnig dæmi, að menn hafa orðið innkulsa í kirkjum og komið veikir heim. Þótt slíkt muni ef til ekki hafa komið oft fyrir, þekkja þó ýmsir einhver dæmi lík þeim sem síra Eyjólfur Kolbeinsson nefnir í grein sinni í 18. tölubl. »NorðurIands« þ. á. Þessar umkvartanir um íslenzka kirkju- kuldann eru auðvitað æði gamlar, en hafa þó aldrei verið eins háværar og almennar eáns og hin síðustu árin. Og þetta er í raun og veru mjög eðlilegt og liggja til þess margar ástæður. Þar á meðal má nefna meiri kröfur til Iífsþæginda en áður tíðkuðust og breytt fyrirkomulag á kirkju- byggingunum. Torfkirkjurnar voru bæði minni og hlýrri en timbur- og steinkirkj- urnar, sem komu í þeirra stað. Þótt kalt væri í tor fkirkjunum fyrst eftir að menn voru komnir inn, hvarf mesti kuldinn brátt fyrir mannhitanum, þegar margir voru við kirkju. En þetta getur miklu síður átt sér stað í timbur- og steinkirkjunum, sem bæði eru hærri og stærri um sig. Það væri því fásinna að búast við svo fjölmenn- um söfnuðum í íslenzku sveitakirkjunum, að hægt sé að hita þær með líkamshita í kuldum á vetrardag. Sú krafa er því eðlileg og sanngjörn, að kirkjur séu hitaðar með ofnum eins og alment er nú orðið um íbúðarhús. Hvorki prestar né söfnuðir geta lengur gert sig ánægða með að h#lda guðsþjónustur i köld- um kirkjum. Þeir, »em vanir eru að búa í heitum húsum, geta engan veginn látið sér nægja að sitja skjálfandi í kirkjunni sinni. Þótt þeir séu svo hraustir að þeir þoli slíkt, missir þó guðsþjónustan við það þann aðlaðandi blæ, sem á henni þarf að vera, ef hún á að geta orðið að tilætluðum notum. Það er því þýðingarlaust, að halda því fram, að mönnum sé ekki meiri vorkun á að sitja í ofnlausum kirkjum nú en áður fyrri. Eins og nú er ástatt, er upphitun kirkna orðin bein nauðsyn, sem bæði prestar og söfnuðir ættu að leggast á eitt með að koma í framkvæmd. Það er ein af þeim framförum, sem enginn kirkjulega sinnaður maður má sporna á móti. En hve mikið kostar slík breyting? Um það er eg svo heppinn að geta gef- ið nokkurar upplýsingar. Því síðan eg kom hingað til prestakallsins, hefi eg séð um byggingu á tveimur kirkjum, og í báð- um eru ofnar. Skal eg leyfa mér að skýra frá, hve mikið ofnar þessir hafa kostað og gefa þær upplýsingar um upphitunarkostnaðinn, sem mér er unt eftir minni stuttu reynslu. Verðið á ofnunum var sem hér segir: Til Hofskirkju var keyptur ofn frá Jens Hansen í Kaupm.höfn. Það er reglulegur kirkjuofn (Luftopvarmnings Magasinovn for Ktrkcr Nr. o), sem kostaði: 1. Ofninn sjálfur.............Kr. 132.00 2. Ofnpípur.....................— 14.50 3. Flutningsgjald til Vopnafj. . — 13.50 Samtals . . . Kr. 160.00 Til Vopnafjarðarkirkju var keyptur ofn (Stedsebrænder Ovn), frá N. Brörup í Km.höfn og kostaði: 1. Ofninn sjálfur...............Kr. 135.00 2. Ofnpípur ásamt kröppum . . •— 38.73 5. Umbúðir, ábyrgð ogflutnings- gjald..........................— 22.43 Samtals . . . Kr. 196.16. Reykháfar eru á báðum kirkjunum, en hve mikið þeir hafa kostað, get eg ekki nú í svipinn gefið nákvæmar upplýsingar um. Enda mundi ódýrara að hafa leirpíp- ur í reykháfsstað þar sem ofnar eru settir í eldri kirlcjur og auk þess hægra að koma þeim fyrir. Þetta kosta þá ofnar af hentugustu og beztu gerð með járn og stálþynnuhylkjum. En auðvitað mætti í litlum sveitakirkjum nota vanalega magasínofna, og sparaðist við það talsvert fé. En hve dýr verður þá upphitunin? Síðan 23. febr. 1902 hefi eg haldið ná- kvæma skýrslu um upphitun Hofskirkju og skal eg stuttlega lýsa reynslu þeirri, sem með því er fengin. Fyrst verð eg þó að geta þess, að stærð aðalkirkjunnar er 16 áln. á lengd, 12 á breidd og vegghæðin 6 áln., og að í henni var messað annan hvorn sunnudag, nema á tímabilinu frá nóv. byrjun til lönguföstu. Alls var lagt 18 sinnum í kirkjuna á þessu tímabili: Árið 1902 í febr. 1 sinni, í marz 2, í apríl 2, í nóv. 2 og des. 4 sinn- um; en 1903 í jan. 4 sinnum, febr. 2 og marz 1 sinni. Á tímabilinu frá maí til októbermánað- arloka þurfti aldrei að hita upp. Mest var brent 32 pd. af kolum í einu, en minst 10 pd.; oftast 20—30 pd. Alls var eytt 400 pd. af kolum á rúmu ári, frá 23. febr. 1902 til 1. marz 1903. Oftast var lagt í kl. 8—9 árdegis, aldrei fyr en kl. 7 eða seinna en kl. 10. Fór slíkt eftir því, hve mikill kuldinn var. Eins og menn sjá af þessu, getur upp- hitunin naumast orðið mjög dýr, þótt bætt sé við kostnaði við ílagningu og upp- kveikju og gert ráð fyrir að talsvert meiri kolum sé eytt til jafnaðar en á þessum vetri, sem verið hefir svo aðdáanlega mildur. En hver á að bera þennan kostnað við að setja ofna í kirkjur og hita þær upp? Eg álít sömu reglu heppilega í því efni eins og þá, sem tíðkast hefir við kaup á hljóðfærum til kirkna og borgun fyrir organslátt. Samkvæmt Iögum frá 22/s. 1890 mun sú venja hafa komist á, að þegar efnaðar kirkjur áttu í hlut, báru þær allan kostnað, bæði við orgelkaup og hljóðfæra- slátt. En þegar um fátækari kirkjur var að ræða, var kostnaðinum annaðhvort skift eftir því, sem bezt þótti fara, eða söfn- uðurinn bar hann algerlega. Hefir þetta fyrirkomulag gefist svo vel, að nú munu allflestar kirkjur á landinu eiga hljóðfæri, sem notuð eru við guðsþjónusturnar. Mundi þetta sama fyrirkomulag ekki reynast heppilegt til þess að fá kirkjur vorar upphitaðar? Um það get eg ekki efast. Vildi eg óska hins sama, framkvæmdar- sama áhuga á þessu máli eins og sumstað- ar kom fram á því að útvega hljóðfæri til kirknanna. Þá veit eg, að ofnlausu kirkj- unum mundi óðum fækka. En éru þá engir annmarkar við þessa

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.