Norðurland


Norðurland - 25.07.1903, Síða 3

Norðurland - 25.07.1903, Síða 3
175 Nl. eftir var æfinnar, enda var henni sá staður kærari öllum öðruni. Mann sinn misti hún á sóttarsæng árið 1875, og af 9 börnum( sem þau eignuðust, voru 3 dáin á undan henni, 2 nokkuð á fót komin, og einn sonur fullorðinn (er drukknaði). Börn hennar, sem lifa, eru: Árni próf. á Skútustöðuin, Sigurður sýslunefndarmaður í Yztafelli, Helgi bóndi á Orænavatni, Hjálmar búfræðingur á Ljóts- stöðum, Quðrún gift kona á sama stað, Hólm- fríður gift kona í Skóguni í Reykjahverfi. Þuríður sál. var vel greind, minnug, ættfróð, hóglát, óhlutdeilin, vinsæl, vinföst, guðhrædd, góðgjörðasöm, börnum sfnutn bezta móðir, elskaði sínar æskustöðvar og bar breytingar lífsins með þolgæ&i, trausti og trúarstyrk. Hún hafði góða heilsu fram á síðari árin, óskerta sjón og heyrn til dauðadags, og vann vel og trúlega dagsverk sitt. Blessuð sé hennar minning. Sonur hennar, Árni prófastur, mælti eftir- farandi erindi fram við gröf hennar: Nú ertu sofnuð, elsku mamma mfn, og andi þinn til drottins hæða liðinn, og nú er komin kyrð um hvílu þín með hvíld og ró og þreyða hjartans friðinn. Þú feldir áður hérna höfug tár, er harmi þrungin stóðst á grafarbarmi. Nú eru læknuð öll þín sáru sár, því svefninn lokað hefir þreyttum hvarmi. Það er svo tómlegt auða rúmið þitt, svo undra þögull brostinn lífsins strengur, sú hrygðin læsir sig um hjartað initt að heyra aldrei, aldrei til þín lengur. Þótt komi eg heim, og hitta vildi þig, og heyra spakleg orð af þínum vörum, þú kveður eigi oftar frétta mig, né eftir hlustar mínum til þín svörum. Þótt raeði eg enn í huga hljótt við þig, og hafi sömu löngun þig að inna um fyrri tíma, er þú fræddir mig, og feður okkar, hvað þeir gjörðu vinna. Þótt árin væri orðin mörg og þung, og ekki bæri fóturinn þig víða, þá fanst mér samt þú altaf vera ung og um þig skína ljósið fyrri tíða. Þvf sálarþrekið sama var og fyr, og sjónin hvöss - þótt yrði þrátt að vaka — og svona var það fram við dauðans dyr, þér duldist fátt, er horfðir þú til baka. Það ljómar enn þá þessi sama sól um sveitina, er kær var hjarta þínu, og enn þá koma blíð og blessuð jól, en — byrgir moldin þig í skauti sínu. Þú fær nú samt að finna börnin þín, sem fagna þér, og við þig máske segja: „Nú komdu sæl og blessuð mainma mín, við mundum þig, þótt yrðum fyr að deyja, og hérna er góði pabbi okkar, en við aldrei framar reynum nokkuru vanda, en biðum þess, að börnin komi senn, er búa kyr, og hinum megin standa." * * * Svo tekur þögnin fyrir málið mitt, er moldin fellur yfir kistu þína, en drottinn láti ljósið blíða sitt á leiðið þitt um alla daga skína. í Jesú friði sofðu sætt og rótt, en sálin þín við drottins fótskör vaki. Við segjum hljóðir: helga, góða nótt og hjartans þökk að síðsta andartaki. Árni Jónsson. 22. júlí lézt á spítalanum á Akureyri Friðrik Sigurðsson frá Reistará á Oálmaströnd eftir langa legu og stranga. Friðrik heitinn var fæddur 30. maí 1879, og gekk í Möðruvalla- skóla. Vorið 1897 útskrifaðist hann þaðan með ágætiseinkunn, en hann vildi afla sér meiri mentunar, og gekk í latínuskólann. Þar settist hann í annan bekk, og var þar efstur, en heilsan leyfði ekki, að hann lyki námi sínu í skólanum. Sumarið eftir, að hann gekk upp í þriðja bekk, tók hann veiki þá, sem dró hann til dauða, berklaveiki bæði að utan og innan, og lá hann í henni í full tvö ár. Friðrik heitinn var mesti námsmaður og jafnvígur á náttúrufræði og tungumál. Mestar mætur mun hann hafa haft á dýrafræði, en svo hefir líka Jón A. Hjaltalín skólastjóri, sem kendi Friðriki latínu undir skóla, sagt, að aldrei hafi hann þekt efnilegri inálamann. Sjávarafli. í þessari viku hafa komið hákailaskipin „Anna" ineð 58 tunnur, „Brúni" með 20 tnr. og „Erik" með 70 tnr. Fiskiskipin „Otto Jakob" með 7000 og „Geysir" með 16,500 fiskjar. ' Drifsíldarveiði Norðmanna er nú byrjuð hér úti fyrir. „Albatros" sagði að alls væri búið að leggja upp á Siglufirði, þar sem flest þeirra hafa aðalstöð sína, um 1000 tnr. Síldin úti fyrir óvenjumikil, að sagt er, og alt seni veiðist stór hafsíld.—Frézt hefir, að Stefán Th. Jónsson, hafi fengið 200 tnr. af síld á einum sólarhring á drifsíldarskip sitt. Aflabrögð hér úti á firðinum altaf treg, vantar beitu, en talsvert í aðra hönd, þegar beita fæst. Sparisjóóirnir á Akureyri. Þess er getið í 41. nr. Norðurlands, að sparisjóður Norðuramtsins sé runninn sam- an við sparisjóðinn á Akureyri. Tilraunir voru gerðar í þessa átt, en ekkert hefir orðið úr þeim og verður víst ekki í bráðina. Siglingar. 19. þ. m. kom „Marz", vöruskip Gránu- félagsins frá Englandi með kol til pöntunar- félagsins hér i bænum. 20. Seglskipið „Danmark", gert út af fiskifél. „Danmark", sem stofnað var í Höfn í vetur. Skip þetta á að gefa sig við drif- síldarveiði, og hefir auk þess konar áhalda pokanót og almennar nætur. Olsen, stofn- andi félagsins var með skipinu. 21. „Hermes", gufuskip með trjávið frá Noregi tilj.OunnarssonarogSigtr.Jóhannes- sonar. Með skipinu kom Jónas Ounnarsson kaupm. 22. „Familien", kúttari með trjávið frá Noregi til Snorra Jónssonar. 23. „Albatros" frá Siglufirði, til þess að sækja fólk á uppboðið á Siglufirði þ. 24. Tíðarfar sæmilegt um þetta leyti, eins og veður- skýrslan ber með sér. Allir bændur byrjaðir á túnum. Einstaka menn heyjað dáiítið fyrir völl, með minsta móti samt. Alþingi. Alt var þar með friði og spekt 17. júlí, og allar fregnir, sem þaðan hafa borist um ósamlyndi milli flokkanna, uppspuni einn. Fjárkláðamálið á alþingi. Samkvæmt bréfi úr Reykjavík 17. júlí er talið víst, að iögskipuð verði algerð útrým- ing fjárkláðans, og að Myklestad verði ráð- inn framkvæmdarstjóri um land alt. Búið var. að panta tóbak til baðlyfja I Norður- og Austuranitinu, og verður því víst byrjað á útrýmingunni þar þegar næsta vetur. X Veðurathuzanir á Möðruvöllum I Hörgárdal. Eftir Valtý Stefa'nsson. 1903. Júlí. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. Loftvog (þuml.) Hiti (C.) ti i •3 *0 & nj é s- ■jj | Úrkoma Fd. 17. 75.7 18.5 0 10 7.9 Ld. 18. 75.8 14.5 0 3 8.o Sd. 19. 75.7 16.o 0 9 R 6.2 Md.20. 75.8 18.4 S 1 7 R 8.9 Þd.21. 75.5 17.6 0 9 IR 9.o Md.22. 75.8 15.o NAU 1 9 9.2 Fd.23. 75.9 10.6 NAU 1 10 R 9.o X Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] »Hersirinn, herra herforingi.< Stefanovitch kinkaði kolli tvisvar eða þrisvar sinnum. »Sendi hann yður yfir um til þess að hafa tal af þessari ensku stúlku?« »Honum kom til hugar, að hún myndi segja mér ýmislegt, sem óvíst væri, að hún vildi segja öðrum« svaraði Páll ein- beittlega. »Eg hefi verið vinur hennar, eða Iézt vera það réttara sagt.« Stefanovitch brosti, þegar hann heyrði þetta. Hann kinkaði aftur kolli, eins og honum væri fullljóst, hvað Páll átti við. »Þér hafið þózt vera vinur hennar,« tók hann upp eftir Páli, eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvað lá f orðunum í raun og veru, »en þér eruð það vonandi ekki lengur, herra höfuðsmaður.« »Eg er ekki vinur nokkurs manns, sem er óvinur lands míns« svaraði Páll, og dró niður í honum. »Eg er kominn hingað, af því að eg held, að fröken Best sé ekki ó- vinur okkar.« >En skjölin, en uppdrátturinn, sem hún sendi til Lundúna!< mælti Stefanovitch með ólundarlegum róm. »Hún ber ekkert skynbragð á slíkt. Hún vissi ekki, hvað hún gerði, herra herfor- ingi. Hún bjó til uppdráttinn, af því að frændi hennar í Lundúnum bauð henni fé. Henni kom ekki til hugar, að slíkt væri glæpur. Eg hefi spurt hana spjörun- um úr, og eg veit, að hún hefir sagt yður alt um þetta mál. Nú er ekki eftir meiru að grenslast. Sá, sem refsingin á að bytna á, er maðurinn, sem fekk kvenmann til þess að takast slíkt verk á hendur. Ef hann væri staddur á Rússlandi —.« Stefanovitch hló kuldahlátur. Hendin á Páli hafði alveg ósjálfrátt krefst að hand- fanginu á korða hans, og yfirmaður hans hafði tekið eftir því. >En hann er ekki í Rússlandi, og hann er of hygginn til þess að koma hingað. Ef þér viljið skera hann á háls, þá verðið þér að fara til Lundúna, og svo verðið þér hengdur eftir á. Þar bíða þau Iaun þess, sem ver sóma sinn, og okkur kalla þeir skrælingja. En mig langar til þess að frétta meira um för yðar til Alexanders- vígisins. Sagði hún yður nokkuð markvert ? Játaði hún nokkru á sig?« »Hún sagði mér ekki annað en það, sem hún sagði við yður, herra herforingi. Það var alveg auðséð, að hún sagði dagsatt. Eg set líf mitt í veð fyrir því.« Stefanovitch leit á Pál, og honum þótti auðsjáanlega hálfgaman að honum. Hann vissi út í æsar, hvers vegna Páll var svona alvarlegur. Það var föst regla hjá Nikolaj Stefanovitch að unna öllum konum, en aftur gat hann ekki skilið í því, að mögulegt væri að unna nokkurri konu hugástum. Honum hafði þótt gaman að Marian, meðan hún átti heima hjá honum. Ný kenslukona átti að fara til hans að nokkurum dögum liðnum, og viðbúið var, að honum myndi líka þykja gaman að henni, en það var blátt áfram hlægilegt að láta sér koma til hugar, að breyting þessi hefði nokkur óþægindi í för með sér fyrir hann. >Þér metið ekki lif yðar mikils, mælti herforinginn, ef þér viljið hætta því vegna kvenmannahjals.« »Það er hverju orði sannara, herra hér- foringi, að eg vil ekki eiga líf mitt undir orðum allra kvenmanna, en eg vil fúslega Ieggja það að veði gegn því, að fröken Best segir satt. Það eru ekki aðrir en heimskingar, sem geta ekki séð, þegar kvenfólk lýgur að þeim. Þessi kvenmaður hefir aldrei logið. Sannsöglin skín út úr augunum á henni.« >Og þar hafið þér lesið sannleikann, ha, ha, ha. Eg verð að senda ritverðinum þetta rit. Hann getur borið um, hvort það sé holt fyrir foringjana mína að lesa slíkar bækur.« Stefanovitch Ieit til Páls með gleðibragði. Það var auðséð, að honum þótti gaman að fáti því, sem kom á hinn unga mann. Samt voru spurningar hans og forvitni þýðingarlausar í raun réttri. í Krónstað þektu menn mál Marian Best’s út í æsar, en þeir áttu erfitt með að varna því, að fregnir bærust um hana til St. Pétursborgar, og auk þess var hægt að kæra þá fyrir hirðuleysi, en alls ekki auðvelt að hrinda slíkum kærum af sér. Bótin í þessu vand- ræðamáli var sú, að bandinginn var geymd- ur í Alexandersvfginu. Herforingjarnir í Krónstað hikuðu við að senda hana til höfuðborgarinnar. Þeir óttuðust, að ein- hver enskur ferðalangur kæmi sögunni um mál hennar fyrir almenningssjónir, og að þá kæmi ýmislegt upp úr kafinu, sem kynni að geta komið þeim í bobba. Stef- anovitch hafði þetta í huganum, um leið og hann spurði Pál, hvort hann hefði skýrt Bonzo nokkuð frá því, sem hann hefði sagt sér. »Nei, herra herforingi!< »Því þá ekki?« »Af því, að eg vildi fyrst tala við yður. Mig Iangaði til þess að láta yður vita, að bandinginn er sjúkur. Þér hafið sett hana inn í suðurklefann, og látið hana eta rúg- brauð. Guð veit, að mér þótti óskemtilegt að sjá það, þegar eg kom til hennar. Hún faldi brauðið bak við diskinn sinn, herra herforingi. Hún kvartaði ekki, en eg varð samt margra hluta vísari. Hún er svelt. Hún lifir ekki lengi með þessu móti. Og hún er svo lítil og varnarlaus, og hún hefir ekki ætlað að gera neitt, sem miður má fara. Eg sagði, að eg skyldi tala við yður, þvf að þér gætuð ekki haft neina vitneskju um, hvað fram færi. Eg sagði, að þér munduð hlýða á mig og hafa það hugfast, að hún er ensk, að þér munduð láta fara með hana til Katrínarvígsins. Eg vissi, að hersirinn myndi ekki skilja mig, og að ekki væri til neins að tala við hann, en eg get vel talað við yður um þetta mál. Þér getið ekki gleymt því, að hún hefir verið vinveitt börnum yðar. Krónstaður græðir ekkert á því, að þessi stúlka bíði bana. Það yrði til eilífðar smánar fyrir borg- ina, ef fregnir bærust um mál hennar til Englands, og eg er viss um, að alt kemst upp. Enskir njósnarmenn eru á hverju strii. Einhver verður til þess að segja þeim, að enskur bandingi sé í Alexandersvíginu, og að hún sé dauðans matur. Svo verður sagt, að þetta sé yður að kenna, yður, sem eruð faðir borgarinnar, og sem hafið áunnið yður ást barna yðar. Þér sendið hana til Kat- rínarvígsins, herra hershöfðingi. Eg vona, að þér neitið mér ekki um bón mína. Stefanovitch hafði ávalt komið alúðlega fram við Pál, og hafði mismunur sá, sem var á tign þeirra engin áhrif haft á samvistir þeirra, en nú var Páll svo alvarlegur, að jafnvel Stefanovitch varð forviða. Öll þau ár, sem hershöfðinginn hafði kynzt Páli, hafði hann aldrei séð hann svona viðkvæm- an, eða heyrt til hans slíka mælsku. Hon- um var sjálfum lítið gefið um mælsku, og hann sneiddi hjá öllu því, sem truflaði hversdagsfrið hans, en nú gat hann ekki að því gert, að mætur þær, sem hann hafði á Páli, höfðu áhrif á hann og aðvörunarorð þau, sem Bonzo hafði gleymt að segja, urðu ekki til þess að draga úr því góða skapi, sem hann var í. Stefanovitch sagði við sjálf- an sig, að Páll hefði rétt að mæla. Það var ensk stúlka, sem um var að ræða, og póli- tískir vinir enskra kvenna gátu stundum verið erfiðir viðfangs. »Páll minn góður,« sagði hann. >Þér tal- ið, alveg eins og þér væruð bróðir þessarar stúlku eða unnusti hennar.« Páll sótroðnaði. »Eg heimta ekkert handa sjálfum mér, herra herforingi,« mælti hann. >Það er alt um garð gengið. En eg tala, eins og hver heiðvirður maður talar, þegar hann sér, að kvenfólk á bágt.« »Og' þér haldið, að þessi kona hætti að eiga bágt, þcgar hún er komin í Katrínar- vígið.« »Hún hættir ekki að eiga bágt, en hún lifir ekki lengur í myrkri. Hún fær ekki lengur þetta ógeðslega, svarta brauð. Hún sér skipin, og hún heyrir mannamál. Getur þetta haft nokkuð tjón í för með sér fyrir Kronstadt, herra hershöfðingi? Nei, þér vitið vel, að það getur ekki átt sér stað.< Augnaglerin féllu af nefinu á Stefanóvitch, og hann hugsaði málið stundarkorn. Páli kom til hugar, að sér kynni að hafa tekist að tala herforingjanum hughvarf, og kom á hann óstyrkur. Loksins tók Stefanó- vitch til máls. X

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.