Norðurland


Norðurland - 15.08.1903, Side 3

Norðurland - 15.08.1903, Side 3
187 NI. Stjórnarskrárfrnmvarp síðasta þings var samþykt við 3. umrœðu í efri deild 31. júlí, að viðhöfðu nafnakalli, með öllum atkv. gegn einu (Sig. Jensson). * * * Heimullegar kosningar. Efri deild liefir samþykt kosningalagafrumvarp stjórnar- innar (leynilega atkvæðagreiðslu og kjör- stað í hverjum hreppi), en hafði þó áður breytt því í ýmsum greinum eftir upp- ástungu nefndarinnar, er deildin skip- aði í málið. Til þess að afstýra hé- gómlegum og meiningarlausum þing- menskuframboðum var því ákvæði bætt inn í frumvarpið, að hvert þingmanns- efni skuli láta fylgja framboði sínu yfirlýsingu að minsta kosti 12 kjós- enda í kjördæminu um að þeir styðji kosningu hans. Með þessu hugði nefnd- in að náð yrði sama takmarki og með 50 króna kjörfylgisveðinu, er ákveðið var í frumvarpi síðasta þings, en stjórn- in neitaði að staðfesta, af því að það kæmi í bága við stjórnarskrána. Nokkur þingmannafrumvörp. Nýju þingmennirnir. Efri deild hefir afgreitt frá sér frumvarpið um kosn- ing nýju þingmannanna fjögurra. Til- laga kosningalaganefndarinnar um að láta kjósa þá sinn í hverjum lands- fjórðungi var feld, en samþykt í þess stað að skifta þeim jafnt milli kaup- staðanna Reykjavíkur, ísafjarðar, Akur- eyrar og Seyðisfjarðar, er hver kjósi einn þingmann. Um útflutningsgjald af hvalafurðum. Nefndin í fiskiveiðamálinu leggur fram frumvarp um breytingu á útflutnings- gjaldi af hvalafurðum á þessa leið: 1. Af hverri tunnu hvallýsis kr. 1.25 2. Af hverjum IOO pd. af hvalkjötsmjöli..............— 0.50 3. Af hverjum 100 pd. af hvalguano................-— 0.25 4. Af hverjum 100 pd. af hvalbeinamjöli..............— 0.25 Gjald þetta er sem stendur, samkv. lögum 11. nóv. '99: 0.50; 0.25; 0.10; 0.10. Um leynilegar kosningar og hluta- fallskosningar til bæjarstjórna í kaup- stöðum. Flm. Hannes Hafstein og Þórh. Bjarnason. Um eftirlit með þilskipum, sem not- uð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga. Frá nefndinni í fiskiveiðamálinu. Frumvarpið mælir svo fýrir, að öllum þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga, og skrásett eru hér á landi, skuli fylgja svo margir skips- bátar, að skipverjar geti allir farið í land í senn, ef þörf krefur. Útgerðarmaður skal skyldur að senda lögskráningarstjóra, eða umboðsmanni hans, fyrir lok janúarmán. ár hvert, til- kynningu um það, hvaða þilskip hann ætli að nota til fiskiveiða eða vöru- flutninga á því ári og hve marga menn hann hafi áformað að láta lög- skrá á hvert þeirra. Skipin skulu síð- an skoðuð af tveim valinkunnum og óvilhöllum skoðunarmönnum, er kjósa sér oddamann, ef ágreiningur verður. Álíti þeir að skip sé þannig úr garði gert, að lífi eða heilsu skipverja sé hætta búin, sakir þess, hve skipið er veikbygt, eður sakir fúa eða annara galla, þá má eigi lögskrá menn á slíkt skip fyr en sannað er með vott- orði skoðunarmanna, að bætt sé úr því, sem ábótavant þótti. Virðist skoð- unarmönnum íbúðarrúm skipverja illa útbúin, of lítil eða loftill fyrir þá tölu skipverja, sem ætlað er rúm í þeim, má eigi lögskrá fleiri menn á skipið en skoðunarmenn meta, nema héraðs- læknir telji það óhult. Um stofnun lagaskóla á íslandi. — Við skólann eiga að vera tveir fastir kennarar: Forstöðumaður með 4000 kr. launum og annar kennari með 3000 kr. Flm. Jón Magnússon. Um breyting á I. gr. í lögum 19. febr. 1886 um friðun hvala, — að allir hvalir, nema smáhveli, svo sem hnýsur, höfrungar og marsvín, skuli vera frið- helgir fyrir skotum hvervetna í land- helgi árið um kring, nema í ísvök sé eða fastir á grynningum, eða haml- aðir á annan hátt þvílíkan. Flm. Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson. Um afnám svonefndra Maríu- og Péturslamba, — að fóðurskylda þeirra verði afnumin frá fardögum 1904 að telja, en hlutaðeigandi prestaköllum greidd uppbót úr landssjóði fyrir tekju- rýrnun, er af því stafar. Flm. Jóh. Jó- hannesson. Um ýmisleg atriði er snerta síld- veiði, — um bann gegn því, að útlend skip séu notuð við síldarsöltun eða aðra verkun síldar til útflutnings, né heldur innlend skip í samfloti við út- lend. Lögreglustjóri má skipa eftir- litsmenn til að hafa umsjón með síld- veiðinni, og fá þeir að launum 5 aura af hverri tunnu síldar, sem út er flutt. Af öllum síldarnótum, sem fluttar eru út frá íslandi, skal greiða útflutnings- gjald, 1 kr. fyrir hvern ferhyrnings- faðm í nótinni. Flm. Hannes Hafstein, Stefán Stefánsson. Um lyfjasölu héraðslækna, — að þeir skuli hafa einkarétt til lyfjasölu í þeim héruðum, þar sem engin löggilt lyfja- búð er; þó mega aðrir læknar, er rétt hafa til lækninga, selja meðul, er þeir sjálfir ráðleggja sjúklingum, ef þeir hafa fengið þau hjá héraðslækninum eða lyfsala innanlands. Flm. Jón Jónas- sen. Um að undirbúa nýtt jarðamat. Meiri hluti landbúnaðarnefndarinnar flytur frumvarp um það, að allar jarðir á landinu skuli meta til dýr- leika í hundruðum króna. Matið skal framkvæmt af 3 mönnum í hverri sýslu, er sýslumaður kveður til. Mats- menn skulu leysa starf þetta svo af hendi, að þeir geti verið við því búnir að staðfesta gjörðir sínar með eiði. Páfinn andaður. Leó páfi 13. andaðist 20. f. m. eftir rúma hálfsmánaðar legu. Hann var fæddur 2. marz 1810. Páfi varð hann 3. marz 1878. Hann er talinn með mestu vitmönnum og lærdóms- mönnum, sem í páfastóli hafa setið. I Ágætur afli. Hjalteyri þ. 9. ágúst 1903. Nú getum við fært blaðinu okkar, »Norðurlandi«, góðar fréttir, því að nú hefir verið lífvænlegt hér út með firðinum hvað aflabrögð snertir, og skal hér skýrt frá því, eftir því, sem kostur er á. Eins og kunnugt er, hefir verið lítill afli hér á firðinum framan af í sumar. En um miðjan mánuðinn síð- astliðinn fór þorskafli að aukast, og innan fárra daga var orðinn hlaðafli alstaðar hér út með firðinum, alt hingað inn fyrir Hjalteyri. Vikuna frá 20.—26. f. m. voru hlutir á dag um 6—7 kr. víða á bátum. Samt var misfellasamt með róðra sökum beituleysis fyrst, en um þ. 22. f. m. urðu menn varir við mikla síldargöngu út af Ólafsfirði og inn fyrir Hrólfssker, sem liggur út af Hrísey. Næstu nætur var lagt fram undan Yztabæ, og fengu menn full net. Nú fóru menn sömuleiðis að leggja vestan fjarðarilns, á Svarfaðar- dal og inn strendurnar, — því allar víkur og vogar voru svartar af síldar- torfum. Hér við Hjalteyri hefir síldaraflinn verið mikill, — og verður vikan frá 29. júlí—4. ágúst mönnum lengi f minni. Fyrst voru lögð þ. 28. nokkur net, sem næsta morgun voru full af síld. Þ. 29. fóru allir að leggja og fengu fyrirhöfn sína fyllilega borgaða. Því margir bátar fengu 10—20 tn. yfir nóttina í fá net hver. Sem sérstakt dæmi upp á þessa síldarhrotu skal geta þess, að einn bátur fekk hér utan við 70 tn. á þremur dægrum í 4 net — þannig að netin fyltust jafnóðum og úr var tek- ið. Þessi bátur er nú búinn að fá um 160 tn. á liðugri viku — enda köllum við formanninn, sem heitir Ól. Odds- son, síldarkong, og á hann það nafn með réttu fyrir dugnað sinn og hag- sýni í síldarveiðum. Mannahlutir munu vera yfir vikuna frá 60 kr. upp í 250 kr. eftir afla og mannafjölda á bátunum — geri þeir betur í Klondyke. Hér á Hjalteyri er búið að salta um 750 tn. af síld við verzlun Ó. Möllers. Á Litlaársskógsandi mun Lars- sen nótaútgerðarmaður vera búinn að kaupa fullar 1000 tn., og í Hrísey var búið að kaupa, þegar síðast frétt- ist, fullar 400 tn. Þetta er alt netasíld veidd á einni viku, og er það mjög mikið, þegar þess er gætt, að heyskapur stendur yfir, og margir hér út frá eru bæði land og sjávarbændur. En sumir hafa fleygt frá sér orfinu og hætt að slá um tíma, til þess að ná í síldarhlaup þetta. Síldarverð hefir verið 6—8 kr. hér út frá. í morgun er lítil síld, en við von- um, að hún komi aftur upp og Norður- land eigi eftir að fá aðra skýrslu frá okkur innan skams líka þessari. Fiskiskipið »Mínerva« (Ó. M.) kom hér inn um daginn með á fimta þús- und. Tíðarfar kalt. Tún ffemur vel sprottin og lítur út fyrir fremur gott grasár hér ytra. '4 Siglingar. Sd. 9. ágúst kom seglskipið »Ingeborg“ með kolafarm frá Englandi til Höepfners verzlunar. Md. 10. ág. kom „Vesta" að sunnan. Farþegar hingað Sigurður Magnússon læknir af Dýrafirði með fiú sinni, Júlíus Halldórs- son læknir af Blönduós, Claessen kaupmaður af Sauðárkrók og m. fl. „Vesta" fór héðan aftur daginn eftir. Með henni tóku sér far meðal annarra Sörensen stórkaupmaður með frú sinni og syni til Khafnar og Gránu- félagsfulltrúar á fund félagsins á Seyðisfirði. Föstud. 14. ág. kom gufuskipið „Krystal* af Austfjörðum. Með skipinu kom sú frétt, að „Mjölnir" sé lagður á stað til útlanda. S. d. kotn „Ceres" frá Reykjavík austan um land. Með henni komu auk margra annarra: Frá Reykjavík Guðm. Björnsson héraðslæknir, frk. Ragna Stephensen, frk. María Stephenseu, Jón Þórðarson kaupmað- ur, justizráð Hansen, frú Lund; frá Seyðis- firði Þorv. Davíðsson kaupm. hér, Halld. Jón- asson stúdent og Þorst.Skaftason prentsmiðju- eigandi; síra Þorleifur Jónsson á Skinnastað. Enginn síldarafli hefir verið hér innfrá meira en viku, og er ótíðinni kent um. Hinn seffi sýslumaður vor og bæjarfógeti, Guðm. Björnsson, lagði á stað héðan heimleiðis í gær. Siglufjaröarpósfferðin. f síðasta NI. er sagt, að póstferðin milli Akureyrar og Siglufjarðar sé tvær dagleiðir á sumrum. Pósturinn (hr. Hallgr. Kráksson) hefir bent oss á, að ekki sé unt að fara þá ferð á svo stuttum tíma með póstflutning vegna krókanna, sem eru á póstleiðmni (að Hjalteyri, Kvíabekk og Haganesv(k) og vegna viðstaðanna á afgreiðslustöðunum. Allra-fljót- asta ferð fyrir póstinn er 2Va dagur hvora leið, en jafnaðarlega ganga til hennar 3 dagar fullir á sumrum. Bœjarsfjórnarfundir. Þriðjudag 14. júlí. Samþykt að leigja barnaskólann til gagnfræðakenslu næsta vetur, samkvæmt beiðni frá Hjaltalín skólastjóra. Beiðni frá Magnúsi Einarssyni um launa- hækkun vísað til skólanefndarinnar. G. Dinesen neitað um leyfi til að setja niður netakvíar á þeim stöðum, sem Chr. Havsteen var leyft að hafa þær í fyrra og skorað á oddvita að hlutast til um, að Havsteen láti hreinsa svæði það, sem neta- kvíarnar stóðu á, svo að þar séu ekki staurar né annað til fyrirstöðu fyrirdrátt- um. Sigurði búfræðing Þorsteinssyni gerður kostur á íbúðarhússlóð við Eyrarlandsveg- inn, ef hann legði fram skilríki fyrir næstu mánaðarmót fyrir því, að hann gæti komið húsinu upp á þessu sumri, Leyft að Ieigja gagnfræðaskólanum stof- una, sem er við enda bæjarþingsstofunnar í leikhúsinu, gegn því að leiga sú er bær- inn borgar þar, væri færð niður um 5 kr. á mánuði. Þriðjud. 28. júlí Frestað beiðni Sigurðar Sigurðssonar um land. Sömuleiðis frestað beiðni Sigurðar Sig- urðssonar og Péturs Þorgrímssonar um land. Vísað til byggingarnefndar beiðni frá Benjamfn Benjamínssyni um lóð við Eyrar- Iandsveg. Veittar 20—30 kr. til hreinsunar á göt- um bæjarins. Þriðjud. 6. ágúst. Höepfnersverzlun gerði kost á að selja lóðina frá rauða stólpanum inn að bakara- húsi verzlunarinnar og óskaði að tekið væri upp í kaupsamninginn, að lóðin væri eigi seld til verzlunar. Verðið átti að vera 1000 kr. Bæjarstjórnin ákvað að kaupa lóðina fyrir 1000 kr. með öllum gögnum og gæðum til lands og sjávar, kvaðalausa, og fól oddvita að semja um kaupin og taka lán til að borga kaupverðið, ef þess gerðist þörf. Ákveðið með 4 atkv. gegn 1 (J. V. Hav- steens) að byggja yfir hið auða svæði á milli hinna tveggja brúa, sem ákveðið hefir verið að leggja fram á bryggjuhöfuð- ið fram af bryggju bæjarins á Akureyri og verja til þess alt að 650 kr. Eyrarlandsnefnd falið að láta smala land bæjarins og reka sauðfé til afréttar. Benjamín Benjamínssyni leyft að reisa smiðju í gilinu fyrir ofan Mr. Jones með ýmsum skilyrðu.m N

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.