Norðurland - 05.09.1903, Qupperneq 2
Nl.
198
blað? Ætti að þurfa nema eina slíka
grein til þess að gjöra blað það, er
með hana kemur, óalanda, óferjanda,
óhæfilegt til að koma inn í nokkurt
heiðvirt hús, ef velsæmistilfinningin
væri nógu mikil hjá almenningi?*
»Bjarka»-greinin sem höf. vitnar til,
er alt annars eðlis, og mér finst alveg
rangt að heimfæra hana undir þennan
flokk. Það er ein af þeim greinum í
því blaði, sem stóðu með rithöfundar-
markinu dr. X. Hún er um ódauðleikann,
að lífstilveran sé engin eftir dauðann
og að mönnunum sé ekki nauðsynlegt
að trúa á annað líf. Síra J. B. segir
sjálfur, að hún sé »stillilega. orðuð.«
Þar er, með öðrum orðum, ekkert við-
sjárvert, nema skoðunin, sem fram er
haldið.
Eg er alveg jafn - ósamdóma þeirri
skoðun eins og síra J.B. Eg trúi því, sem
Kristur hefir um það efni sagt. Og eg
er sannfærður um það, að það sé vís-
indalega sannað, að lífstilvera vor haldi
áfram eftir dauðann. Eg er líka sam-
mála síra J. B. um það, að »þótt benda
megi á stöku menn, sem lifað hafa
vönduðu lífi í siðferðislegu tiliti án
trúarinnar á lífstilvon eftir dauðann,*
þá verði þó aðalreglan þessi: »Rang-
lætistilhneigingin, syndsemin í mann-
legu eðli, fær lausan taumin við það
að ódauðleikatrúin er deydd.« Eg tel
það því hið mesta ólán mannkynsins,
ef sú skoðun yrði ofan á, sem haldið
er fram í þessari grein f «Bjarka«.
En eg get ekki með nokkuru móti
látið mér skiljast, að bókmentavöllur-
inn sé saurgaður með ritgjörðum móti
ódauðleikatrúnni. Allar rangar skoðanir
eru hættulegar, jafnvel þótt um þau
efni sé að tefla, sem smávægileg eru
talin. Þær geta allar orðið stórhættu-
legar. í því efni er ekkert sérstaklega
ástatt iwn rangar skoðanir um ódauð-
leikann. En hvaða vit væri í því að
telja allar rangar skoðanir óhafandi
saur? Hvað yrði þá úr frelsi manns-
andans ?
Siðuðum þjóðum hefir komið saman
um það, að eitt af skilyrðunum fyrir
þekking og viðurkenning sannleikans
sé einmitt það, að allar skoðanir, hvort
sem þær eru rangar eða réttar, hafi
rétt tii þess að koma fram. Viður-
kenning þess er einn af hinum miklu
áttavitum mannkynsins. Missum vér
sjónar á þeim áttavita, fer ekki hjá
því, að vér komumst út í verstu ó-
göngur. Hreinleikur eða óhreinleikur
ritgjörðanna fer ekki eftir skoðununum,
sem fram er haldið, heldur þeim hrein-
leik eða óhreinleik hjartans og hugar-
farsins, sem þar kemur fram. Vísvit-
andi lygar koma æfinlega frá saurugu
hjarta. En efninn um ódauðleikann hefir
oft búið í hinum hreinustu sálum. Og
engar óhreinar hvatir þurfa að stjórna
gjörðum mannanna, þó að þeir reyni
að sætta mannkynið við þau forlög,
sem þeir eru sannfærðir um að bíði
þess. Síra J. B. gerir mjög mikið úr
velsæmis og hreinleika-tilfinning Eng-
lendinga. Hvað mundu þeir nú segja,
ef farið væri að kenna þeim það, að
Stuart Mill hefði saurgað bókmenta-
völl þeirra? Þeir mundu segja, að það
næði engri átt. Og þó hefir enginn
maður ritað ákveðnara móti ódauð-
leikatrúnni en hann.
Auk þess, sem minst er á blöðin
hér heima, tilfærir höf. dæmi úr vestur-
íslenzkri blaðamensku um saurgun bók-
mentanna, og verður víst ekki annað
sagt, en að ummælin séu rétt og
makleg.
Si'ðari hluti fyrirlestursins stendur
í mjög lausu, nálega engu sambandi
við fyrra hlutann, og er það óvenju-
legt um fyrirlestra síra J. B. Hugsana-
sambandið er þar ve-njulega mjög fast.
Þessi síðari hluti byrjar á staðhæf-
ingum um, að það sé »nýjungagirni,
breytingafýsn, byltinga-tilhneiging, sem
einkennir þjóðflokk vorn á þessum síð-
ustu tfmum«. Þessi galii á að vera
aðalþröskuldurinn. Enga tilraun gerir
höf. til að sanna þetta. Og þess gerist
þó full þörf. Það þarf meira að segja
að ganga vandlega frá sönnunum fyrir
annari eins staðhæfing og þessari, ef
komast á hjá því, að hún verði blátt
áfram hlægileg í augum þeirra manna,
sem nokkuð hafa athugað þetta mál.
Þjóð sem býr í sams konar híbýl-
um eins og fyrir 1000 árum, þjóð, sem
hefir yfirleitt sama búskaparlag og
sömu vinnuaðferð eins og fyrir 1000
árum, þjóð, sem af íslenzkum bókum
les langhelzt þær, sem ritaðar voru
fyrir 600-—700 árum og að mjög
miklu leyti hugsar sömu hugsanirnar
eins og fyrir svo löngum tíma, þjóð,
sem telur sig öll hafa sömu trú, þjóð,
sem aldrei fær einu sinni neitt að
heyra, sem teljandi er, um andlegar
og atvinnulegar byltingar í veröldinni,
þjóð sem hefir að kalla má alt sitt kven-
fólk í þjóðbúningi o. s.frv., o. s. frv.,þessi
þjóð á aðalega að vera í hættu stödd
af »nýjungagirni, breytingafýsn, bylt-
ingatilhneiging«!
»Margt er sér til gamans gert,«
segir skáldið, og margt má segja
okkur íslendingum hér heima í fá-
sinninu. En mér finst samt, að annar
eins maður og síra J. B. ætti að finna
til einhverrar ábyrgðar á því, sem hann
leggur til mála vorra.
Eg sagði áður, að engin tilraun væri
gerð til þess að sanna þessa breytinga-
fýsnar-staðhæfing. Það, sem höf. minn-
ist á tilhneiginguna til að búa til ný
orð og á stafsetningarruglinginn, tel
eg alls enga tilraun. Er það nokkuð
undarlegt, eða lýsir það nokkurri breyt-
ingafýsn, þó að verið sé að mynda ný
orð í tungu eins og íslenzkunni, sem
hingað til hefir verið beitt við tiltölu-
lega fáar hugmyndir? Jafnvel í tungum
menningarþjóðanna miklu er alt af verið
að mynda ný orð. Eg er, til dæmis að
taka, þessa dagana að lesa enska bók,
sem úir og grúir af orðum, sem ekki
eru til í nýjustu og stærstu orðabókum
enskum. Og um stafsetningarmálið er
það að segja, að í raun og veru er
þess engin von, að þar sé komin sú
skipun á, sem allir lúta. Eftir hvaða
fyrirmynd ættu menn að fara? Hvers
vegna' hefir ekki síra J. B. sjálfur sömu
stafsetning eins og fornaldarrithöfund-
ar vorir? Af því að þá ætti alþýða
manna mjög örðugt með að lesa rit
hans. Hvers vegna hefir hann þá ekki
sömu stafsetning eins og t. d. Magnús
konferenzráð Stephensen? Af því að
henni ber ekki saman við þekking
hans. Þriðja spurningin kemur oss til
hugar; en henni getur víst síra J. B.
einn svarað: Hvers vegna hefir hann
sjálfur aðra stafsetning en allir aðrir
hafa nú og hafa haft frá því, er fyrst
var farið að rita íslenzku? Einmitt á
síðustu árum hefir verið gerð alvarleg
tilraun til þess að koma sér saman
um stafsetning, er íslendingar geti
alment aðhylst. Og naumast verður
annað sagt, en að sú tilraun hafi
tekist vonum framar.
E. H.
%
2rá útlöndum.
Rússneskur konsúll, Rostkovsky að
nafni, var myrtur í Monastir, næst-
stærstu borginni í Makedóníu, af
tyrkneskum hermanni 8. f. m. Kon-
súllinn var talinn valmenni, og kristn-
ir menn áttu þar athvarf; jafnframt
gekk hann ótrauðlega fram í að
leiða í ljós hermdarverk Tyrkja, og
var því óþokkaður af þeim. Rússa-
stjórn gengur ríkt eftir hefndum.
Þ. 10. f. m. kviknaði í vagnalest,
sem var að fara eftir jarðgöngum í
Parísarborg. Samtímis brunuðu aðrar
lestir inn í göngin. Þar varð svo
mikill reykur og hiti, að ekki varð
líft og alt komst í uppnám. Þar
köfnuðu 90 manns, alt eða mestalt
verkafólk. Líkin voru óskemd af eldi,
en kolsvört af reyk, og hræðilega
afskræmd eftir dauðastríðið. Hand-
leggirnir stóðu beint upp í loftið,
hnefarnir kreptir, en fæturnir kross-
lagðir.
X
Frá alþingi.
Þessi lög hafa verið afgreidd frá
alþingi í sumar:
Frá sfjórninni.
Um breýtingu á stjórnarskrá um hin
sérstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874.
— Fjárlög fyrir árin 1904 og 1905.—
Fjáraukalög fyrir árin 1902 og 1903.
— Um samþykt á landsreikningnum
fyrir árin 1900 og 1901. — Fjárauka-
lög fyrir árin 1900 og 1901. — Um
aðra skipun á æðstu umboðsstjórn ís-
lands. — Um gagnfræðaskóla á Akur-
eyri. — Um frestun á framkvæmd laga
25. október 1895 um leigu eða kaup
á eimskipi og útgerð þess á kostnað
landssjóðs. — Um kosningar til alþing-
is. — Um verzlanaskár, firmu og pró-
kúru-umboð. — Um vörumerki. — Um
heilbrigðissamþyktir fyrir bæjar- og
sveitarfélög. — Um varnir gegn berkla-
veiki. — Um breyting á gildandi á-
kvæðum um almennar auglýsingar og
dómsmálaauglýsingar. — Um viðauka
við lög 8. nóv. 1895 um hagfræðis-
skýrslur.
Frá þingmönnum.
Um ábyrgð ráðherra íslands. — Um
að skifta Kjósar- og Gullbringusýslu
í tvö sýslufélög. — Um löggilding
verzlunarstaðar við Selvík í Skaga-
fjarðarsýslu. — Heimildarlög um á-
fangastaði. — Um stækkun verzlunar-
lóðarinnar í Reykjavík. — Um heim-
ild til lóðarsölu fyrir Reykjavíkurkaup-
stað. — Um breyting á kgsbr. 3. apr.
1844 viðvíkjandi Brúarkirkju í Hof-
teigsprestakalli. — Viðaukalög við lög
nr. 17, 13. sept. 1901 um breyting á
tilsk. 20. apr. 1872 um bæjarstjórn í
kaupstaðnum Reykjavfk. — Um verð-
laun fyrir útflutt smjör. — Um lög-
gilding verzlunarstaðar f Bolungarvík
í Hólshreppi í Norður-ísafjarðarsýslu.
— Um breyting á lögum nr. 4, 19.
febr. 1886, um utanþjóðkirkjumenn.—
Um breyting á 24. gr. í lögum um
bæjarstjórn á ísafirði frá 8. okt. 1883.
— Um breyting á lögum nr. 8 um vegi
frá 13. apr. 1894. — Um löggilding
verzlunarstaðar við Kálfshamarsvík í
Vindhælishreppi f Húnavatnssýslu. —
Um ráðstafanir til útrýmingar fjákláð-
anum. — Um eftirlit með mannflutn-
ingum til útlanda. — Um hafnsögu-
skyldu í ísafjarðarkaupstað. — Um við-
auka við lög um meðgjöf með óskil-
getnum börnum. — Um löggilding
verzlunarstaðar á Grenivík við Eyja-
fjörð. — Um friðun fugla. — Um við-
auka við lög 9. jan. 1880 um breyt-
ing á tilskipun 4. maf 1872 um sveitar-
stjórn á íslandi og breyting á lögum
9. ágúst 1889 um viðauka við nefnd
lög. — Um leynilegar kosningar og
hlutfallskosningar til bæjarstjórna í
kaupstöðum. — Um að stjórninni veit-
ist heimild til að makaskifta þjóðjörð-
unni Norður-Hvammi í Hvammshreppi
fyrir prestsetursjörðina Fell f Dyrhóla-
hreppi. — Um eftirlit með þilskipum,
sem notuð eru til fiskiveiða eða vöru-
flutninga. — Um viðauka við lög 14.
des. 1877 um tekjuskatt.—Um stofn-
un lagaskóla á íslandi. •— Um breyt-
ing á 1. gr. í lögum 19. febr. 1886
um friðun hvala. — Um ýmisleg at-
riði, er snerta síldveiði. •— Um löggild-
ing verzlunarstaðar á Ökrum í Hraun-
hreppi í Mýrasýslu. — Um stofnun
seðladeildar í landsbankanum í Reykja-
vík. — Um löggilding verzlunarstaðar
við Heiði á Langanesi f Norður-Þing-
eyjarsýslu. — Um heimild til að kaupa
lönd til skógarfriðunar og skógar-
græðslu. — Um breyting á 1. gr. í lög-
um nr. 24 frá 2. okt. 1891. — Um fólks-
innflutning til íslands. — Um kosningu
fjögurra nýrra þingmanna. — Um þing-
sköp til bráðabirgða fyrir alþingi. •—
Um lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda
fiskiveiðar á þilskipum. — Um breyt-
ing á lögum 11. nóv. 1899 um út-
flutningsgjald af hvalafurðum. — Um
heimild til lántöku fyrir landssjóð. —
Um eftirlaun. — Um skyldu embættis-
manna til að safna sér ellistyrks eða
kaupa sér geymdan Iffeyri. — Um tún-
girðingar.
Norðurl. mun skýra nákvæmar frá
efni helztu laganna svo fljótt sem kost-
ur verður á. Hér fara á eftir helztu
atriði fáeinna merkislaga.
Túngirðingulögin.
1. gr. Á tímabilinu 1905—1909, að báð-
um árum meðtöldum, má á ári hverju verja
til lánveitinga 100,000 kr. úr Iandsjóði, til
að kaupa galvaníseraðan gaddavír, gal-
vaníseraða járnteina og galvaníseraða járn-
stólpa í túngirðingar.
2. gr. Hver eigandi eða ábúandi jarðar,
sem vill algirða tún sitt, getur fengið til
pess lán úr Iandsjóði á þann hátt, sem
mælt er fyrir í lögum þessum, og ver
landsstjórnin því til að kaupa girðingarefni
það, sem nefnt er í 1. gr., og til fiutnings-
kostnaðar á því til hafna þeirra, sem ósk-
að er, og strandferðaskipin koma á.
Sýslunefndir annast um, að menn séu á
höfnunum, er veiti girðingarefninu mót-
töku, og gjöra aðrar þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar eru, og skulu sýslusjóðir kosta
uppskipun, geymslu og afhendingu efnisins.
3. gr. Á jörðum einstakra manna og stofn-
ana Ieggur Iandssjóður fram 3/4 af verði
girðingarefnisins; þó leggur hann það alt
fram, þar sem hlaðinn er svo hár garður
undir, að eigi þarf fleiri en 3 strengi ofan
á hann, til þess að hann sé fullkomin vörn
fyrir öllum búpeningi.
Á öllum landssjóðsjörðum og kirkjujörð-
um skal verð fyrir girðingarefnið að öllu
leyti Iagt fram af landssjóði.
4. gr. Af láni því, er Iandssjóður leggur
fram til girðinganna, greiðast árlega, í 41