Norðurland - 05.09.1903, Side 3
ár, 5 kr. af hundraði hverju í 4 °/o vexti
og aiborgun; sýslumaður innheimtir gjaldið
hjá ábúendum á manntalsþingum og reikn-
ast það frá þeim tíma, er efnið kom á þá
höfn, sem um var beðið, en sé það ófáan-
legt frá ábúanda á einstaks manns eign,
skal jarðareigandi greiða gjaldið. Gjaldi
þessu fylgir lögtaksréttur.
10. gr. Sé tún eigi algirt, þegar 2 ár
eru liðin frá því hlutaðeigandi átti kost á
að veita efninu móttöku, er öll skuld hans
fyrir girðingarefnið þegar fallin í gjalddaga
með 6 °/o vöxtum.
15. gr. Þegar leiguliði á jörð, sem hvorki
er landssjóðseign né kirkjneign, hefir komið
upp girðingu um tún leigujarðar sinnar með
aðstoð landsstjórnarinnar, samkvæmt lög-
um þessum, og eigi hefir verið öðru vísi
um samið milli hans og landsdrottins, þá
skal leiguliði við burtför sína frá jörðunni
fá hjá landsdrotni endurgoldið verð fyrir
þann Vt hluta girðingarefnis, er hann hefir
Iagt til, eða komist hjá að leggja til, með
því að hlaða garð undir vfggirðinguna, á-
samt verði fyrir hlið og máttarstólpa sam-
kvæmt mati úttektarmanna, enda afhendi
hann þá túngirðinguna alla í gildu standi
eða með fullu álagi.
Hafi aftur á móti landsdrottinn sett upp
á sama hátt girðinguna á slíkri jörðu, þá
getur hann, ef eigi hefir öðru vísi verið
um samið, heimtað, að ábúandinn taki við
girðingunni til fullrar ábyrgðar, og greiði
honum sem landskuld 4°/o ársvexti af verði
fyrir þann Vt hluta girðingarefnisins, er
hann hefir lagt til, ásamt verði fyrir hlið
og máttarstólpa eftir mati úttektarmanna.
Ráðgjafaábyrgðiu.
1. gr. Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnar-
athöfninni, og má því krefja hann ábyrgð-
ar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa,
er hann hefir orðið sekur um, ef málið er
svo vaxið, að hann hefir annaðhvort af
ásetningi eða stórkostlégu hirðuleysi farið
í bága við stjórnarskipunarlög Iandsins eða
önnur lög þess, eða að öðru leyti fyrirsjá-
anlega stofnað heill almennings eða einstak-
Iings í hættu.
2. gr. Það varðar ráðherrann ábyrgð eftir
lögum þessum:
a. Ef hann útvegar konungsundirskrift
undir bráðabirgðarlög, tilskipanir eða aðrar
ályktanir, er fara í bága við stjórnarskip-
unarlög Iandsins, sérstaklega ef hann út-
vegar konungsundirskrift undir bráðabirgð-
arfjárlög, án þess að þinginu hafi verið gef-
inn kostur á að leiða fjárlögin til Iykta. Hið
sama er og ef hann lætur farast fyrir að
bera upp fyrir konungi lög, tilskipanir eða
aðrar ályktanir, er konungsundirskrift út-
heimtist til, eftir stjórnarskipunarlögunum.
b. Ef hann framkvæmir sjálfur, fyrir-
skipar framkvæmd á eða lætur viðgang-
ast, af ásettu ráði eða fyrir stórkostlegt
hirðuleysi, að framkvæmt sé nokkuð það,
er fer í bága við stjórnarskipunarlög lands-
ins, eða lætur farast fyrir að framkvæma
nokkuð það, sem þar er fyrirskipað, eða
veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir.
c. Ef hann verður þess valdandi, að
nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt, er
skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins.
3. gr. Og enn varðar það ráðherrann á-
byrgð eftir lögum þessum, ef hann veldur
þvf, að brotið sé gegn öðrum lögum lands-
ins en stjórnarskipunarlögum þess:
a. Með því að Ieggja fyrir konung til
undirskriftar ályktan, tilskipun eða erindi,
er fer í bága við lögin, eða með því að
láta farast fyrir að útvega konungsundir-
skrift undir ályktan, tilskipun eða erindi,
þar sem konungsundirskrift er lögmælt.
b. Með því að framkvæma eða valda því,
að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága
við fyrirmæli laganna, eða með því að láta
nokkuð ógjört, sem heimtað er í lögum,
eða verða þess valdur, að slík framkvæmd
farist fyrir.
4. gr. Loks verður ráðherrann sekur eftir
lögum þessum, ef hann framkvæmir nokk-
uð eða veldur því, að framkvæmt sé nokk-
uð, er fyrirsjáanlega getur orðið almenningi
eða einstaklingi að tjóni, þótt eigi sé fram-
kvæmd þess bönnuð í lögum. Hið sama
er og, ef hann lætur farast fyrir að fram-
kvæma nokkuð það, er fyrirsjáanlega gat
forðað almenningi eða einstaklingi við tjóni,
199
Nl.
eða veldur því að slík framkvæmd ferst
fyrir.
5. gr. Brot gegn 2. gr. varða embættis-
missi eða sektum frá 500—5000 kr., ef
málsbætur eru.
Brot gegn 3. gr. varða alt að 5000 kr.
sektum eða embættismissi, ef miklar sakir
eru.
Brot gegn 4. gr. varða alt að 5000 kr.
sektum.
Hafi ráðherrann jafnframt brotið gegn
hinum almennu hegningarlögum, bætist
hegning sú, er hann hefir unnið til eftir
þeim, við hegningu þá, er honum er gerð
í lögum þessum.
9. gr. Ákvarðanir laga þessara ná einnig
til landritarans, þegar hann gegnir ráðherra-
störfum á eigin ábyrgð, enda dæmi hæsti-
réttur, þangað til öðru vísi verður ákveðið
með lögum, í málum á móti honum, eftir
sömu reglum og í málum á móti ráðherr-
anum.
Útrýming fjárkláðans.
1. gr. Landsstjórninni veitist heimild til
að gera ráðstafanir til algerðrar útrýming-
ar fjárkláða og ráða til þess starfa einn
framkvæmdarstjóra fyrir land alt. En hann
tekur sér aðstoðarmenn eftir þörfum.
2. gr. Eftir tillögum framkvæmdarstjór-
ans semur Iandstjórnin reglugjörð um fram-
kvæmd verksins, og má þar ákveða sektir
fyrir brot á reglugjörðinni.
3. gr. Baðlyf þau og baðpottar, er með
þarf 1' hvern hrepp, skal flutt þangað frá
næstu kauptúnum á kostnað fjáreiganda í
hreppnum. Hreppsnefndin annast um flutn-
inginn og jafnar flutningskostnaðinum niður
á fjáreigendur eftir fjártölu og innheimtir
hann. Gjald það má taka Iögtaki. Húsbóndi
hver leggur ókeypis til baðker, nægilega
aðstoð við böðun og skoðun fjár á heimili
hans, og flutning baðlyfja og böðunaráhalda
til næsta bæjar.
Allur annar kostnaður við ráðstafanir til
útrýmingar fjárkláðanum greiðist úr Iands-
sjóði.
Lög um skipun umboðsstjðrnarinnar.
Laun ráðherrans eru þar ákveðin 8000
kr. á ári, risnufé 2000 kr. og aðrar 2000
kr. til uppbótar fyrir embættisbústaðinn,
þangað tii hann fær hann til afnota. Eftir-
laun ráðherrans má konungurinn ákveða
alt að 3000 kr. á ári. Laun Iandritara eiga
að vera 6000 kr. og skrifstofustjóranna
3500 kr. handa hverjum. Annar skrifstofu-
kostnaður 14,500 kr. á ári. Til að breyta
landshöfðingjahúsinu í stjórnarráðsskrif-
stofur má verja 11,000 kr.
* *
*
Fjárlögin urðu tiltölulega mikið svip-
uð því, sem fjárlaganefndin ætlaðist
til í áliti sínu, en eru ókomin, þegar
þetta er ritað (laugardagsmorgun). Þau
voru loks samþykt í sameinuðu þingi.
Efri deild vildi fella burt mikið af fjár-
veitingunum, þar á meðal ýmsar, sem
ætlaðar voru til norðlenzkra framfara-
fyrirtækja, svo sem skipakvíarinnar og
brúár á Jökulsá. En í sameinuðu þingi
bar neðri deild hærra hlut.
Gagnfræðaskólalögin eru líka ókom-
in. Þau voru loks samþykt f sameinuðu
þingi með sæmilegri fjárveiting og all-
mörgum heimavistum.
Af ótta við það, að ekkert muni
verða úr stofnun hlutafélagsbankans
hefir alþingi samþykt lög um að Lands-
bankanum skuli heimilt, ef hinn bank-
inn kemst ekki á fót, að gefa út inn-
leysanlega seðla, er nemi 1 miljón
króna, en á að hafa trygging, er nemi
'/2 miljón. Lögin ókomin.
4
Ræktunarfélagið
hefir, eins og áður hefir verið frá
skýrt, látið gera tilraunir með tilbúin
áburðarefni á nokkurum stöðum við
Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu. Arang-
urinn af þessum tilraunum er eigi enn
ljós. Sumstaðar er enn eigi búið að
slá eða taka upp af þeim blettum,
sem tilraunirnar hafa verið gerðar á.
A einum stað er þó kunnugt um
árangurinn. Það er hjá kaupmanni
Snorra Jónssyni á Oddeyri. Sn. J.
hefir látið plægja, jafna og herfa 3
dagsláttur af landi í óræktarmóum,
nokkuð fyrir utan Oddeyri.
í land þetta var sáð höfrum síðastl.
vor, og í nokkurn hluta þess gras-
fræi. Jarðvegurinn er djúpur leir og
sandi blandinn, mjög líkur jarðvegi í
vanalegum óræktarholtum. Aburð vant-
aði í mikinn hluta af flaginu, og þess
vegna hafa hafrarnir sprottið lítið.
A 72 [] fóðmum hafa verið gerðar
tilraunir með tilbúin áburðarefni. Þetta
var gert á tveimur stöðum í flaginu;
hinar sömu tilraunir á báðnm stöðum
til samanburðar.
Hverjum blett hefir verið skift í
smá reiti; hver þeirra var 4 Q faðm-
ar. A hvern reit hefir verið borið sér-
stakt áburðarefni, eða þeim blandað
saman.
Tilgangurinn með tilraununum er
að komast að raun um, hver áburðar-
efni vanti í jarðveginn, svo jurtirnar
geti náð þroska. Hver reitur er sleg-
inn sérstaklega og heyið viktað af hon-
um. Eftir því er svo hægt að reikna út,
hve mikið hey fæst af dagsláttunni, ef
grasið er eins mikið og á þessum og
þessum reit.
Ef reiknað er út eftir tilraunum þeim,
sem gerðar hafa verið hjá Snorra Jóns-
syni, þá virðist kalíáburður að hafa litl-
ar verkanir. Af því má drega þá álykt-
un, að gnægð sé af kalí í jarðveginum.
Fosfórsýruáburður verkar mest; en bezt
er sprettan, þar sem fosfórsýru- og köfn-
unarefnisáburður er borinn á saman.
í tölum kemur þetta þannig út. Af
einni dagsl. fæst af þurru hafra-heyi:
Þar sem ekkert er borið á 800 pd.
Með fosfórsýruáburði .... 3800 —
Með fosfórsýru og köfnunar-
efni.....................6000 —
Fosfórsýra hefir verið borin á í efni,
sem nefnist Superfosfat. Af því þarf
að bera 150 pund á dagsl. Það kost-
ar um 6.25 kr. hingað komið.
Köfnunarefnið var borið á í efni,
sem nefnist Chilisaltpétur. Af því þarf
um 200 pund á dagsl. Það kostar um
20 kr.
4
Sverð fundið.
Nálægt Skógum í Fnjóskadal fann
lítill drengur sverð í vikunni, sem leið.
Skeftið var dottið af því, en látúns-
naglar, sem það hafði verið fest með,
stóðu eftir og vottaði fyrir tré kring-
um þá. Blaðið var um 28 þml. á lengd
og um 1 ’/á þml. á breidd. Ofurlitið
var það afturfatt og tvíeggjað fram
undir oddinn. Það hefir haldið sér vel,
er enn nokkuð sterkt. Þegar er dreng-
urinn kom með sverðið heim að Skóg-
um, var farið til þess að forvitnast
um, hvort ekki fyndist neitt meira á
sama staðnum. En drengurinn var svo
ungur, að hann gat ekki vísað á, hvar
hann hafði fundið sverðið.
Sláttuvél.
Skólastjóri S. Sigurðsson keypti í fyrra
á sýningunni í Þrándheimi sláttuvél. Hann
hefir verið að reyna hana hér þessa daga.
Sláttuvél þessi er að því Ieyti frábrugðin
öðrum sláttuvélum, sem reyndar hafa vérið
áður hér á Iandi, að fyrir henni gengur að
eins einn hestur. Þó má breyta henni þann-
ig, að tveir hestar geti dregið hana.
Reynt hefir verið að slá með vélinni í
hólmunum fyrir framan Akureyri og á tún-
um. Þar, sem vélin var reynd í hólmunum,
sló hún vel, einkum þar sem jarðvegurinn
er eigi mjög harður. Á túnum skilur hún
eftir um V2 þml. langa stúfa, þar sem jarð-
vegurinn er harður, annars slær hún nærri
rótinni, ef jarðvegurinn er linur. Sláttuvél-
in er Iétt fyrir einn hest, og þeir, sem sáu
hana vinna, létu það álit sitt í ljósi, að
þessi vél mundi óefað geta komið að mikl-
um notum hér á landi. S. S. hyggur, að
hægt sé að láta breyta sláttuvélinni þann-
ig, að hún slái nær rótinni.
Björn Jónsson,
ritstjóri ísafoldar, var á mjög góðum bata-
vegi, þegar síðast fréttist, og talinn úr allri
hættu.
Tíðarfar.
Aðfaranótt síðasta mánudags voru 4 frost-
stig á Möðruvöllum. En um og eftir helgina
var þurkur nokkura daga, svo að menn náðu
inn miklu af heyjum. Síðari hluta þessarar
viku óþurkar aftur. Alt af snjóar í fjöll.
Sýslumaður
KI. Jónsson kom heim af þingi Iandveg
í gær. Stefán Stefánsson og Pétur Jónsson
eru ekki væntanlegir fyr en um iniðjan
mánuðinn, vegna búnaðarþingsins.
Sifllingar.
Oufuskipið »Ekko" kom frá Noregi með
tunnur og salt þ. 31. f. m.
„Skálholt" kom í gær. Með því kom
meðal annara Sigh. Bjarnason bankabókari,
og ætlar suður með því aftur.
„Laura" kom í dag sunnan að á leið til
útlanda. Með því eru meðal annara banka-
stjóri Tr. Gunnarsson til Khafnar og Mr.
Jones trúboði hingað.
VeOurathugranir
á Möðruvöllura í Hörgárdal. Eftir Valtý Stefdnsson.
1903. Ágúst. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum.
O — 2& Hiti (C.) -< 3*3 «0 u >* & ra E f cn Úrkoma |
Md.12. 75.4 10.0 0 10 R 5.0
Fd. 13. 75.4 9.o N 1 10 R 4.o
Fd. 14. 75.4 7.5 N 2 10 R 4.o
Ld. 15. 75.4 9.0 N 1 7 4.9
Sd. 16. 75.2 9.0 N 2 10 R 3.9
Md.17. 75.3 5.o N 2 10 R 2.5
Þd. 18. 75.1 6.0 NAU 1 10 R 1.0
Md.19. 75.4 11.0 N 1 6 3.0
Fd. 20. 75.7 9.0 N 1 10 R 4- 0.2
Fd. 21. 75.7 4.o N 2 10 R 3.o
Ld. 22. 75.8 6.5 N 2 9 2.8
Sd. 23. 75.o 4.o N 1 10 1.7
Md.24. 75.9 7.0 N 1 10 R 2.0
Þd.25. 75.8 7.0 N 1 8 1.9.
Md.26. 75.5 7.9 NAU 1 10 -4-0.5
Fd. 27. 74.9 7.3 0 7 0.0
Fd. 28. 75.1 8.0 0 6 -4-0.1
Ld. 29. 75.3 8.5 NAU 1 9 R O.o
Sd. 30. 75.7 9.0 NAU 2 6 -4- 0.2
'4
Ferðamenn.
Frk.Fejlberg, dóttir íslandsvinarins inspek-
törs Fejlbergs hefir dvalið hér á Akureyri