Norðurland


Norðurland - 05.12.1903, Qupperneq 1

Norðurland - 05.12.1903, Qupperneq 1
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 11. blað. Akureyri, 5. desember 1903. III. ár. Norölenzk stúlka, 16 til 17 ára gömul,-helzt úr sveit, — getur fengið góða ársvist sem innistúlka frá 14. maí 1904. Menn snúi sér í þessu efni munnlega eða bréflega til forlags- bóksala Odds Björnssonar á Akureyri, Aðalstræti nr. 17. fiilskipaútgjörðin * uið (jyjajjörð. Reykvíkingar eru urn þessar mund- ir að ieggja höfuð sín í bleyti, til þess að komast að niðurstöðu um, hvernig þilskipaútgjörð þeirra megi svara kostnaði. Um það mál er nú mikið rætt í Reykjavíkurblöðunum, og mönnum er nokkuð kunnugt um, hvernig hljóðið er í mönnum þar. Vér göngum að því vísu, að les- endum „Norðurlands" muni ekki þykja ófróðlegt að fá tii samanburð- ar nokkura vitneskju um þilskipa- útgjörðina hér við Eyjafjörð, hvernig litið er á rnikilvægi hennar og fram- tíðarhorfur af þeim, sem því eru kunnugastir. Til þess að afla oss þeirrar vit- neskju höfum vér Ieitað til eins af hinum athugulustu og reiknings- glöggustu útgerðarmönnum hér, og fer það hér á eftir, sem hann fræddi «Norðurland" um munnlega. Um miðja öldina síðustu var eng- in þilskiþaútgjörð hér. En þá voru hér einstakir, hagsýnir menn, sem sáu, að óhentugt var að stunda há- karlaveiði á opnum báturn, hættu- •egt og arðlítið. Hákarla veiðar. Þá var farið að smíða þilskip til hákarlaveiða, og það kom brátt í ijós, að þar var um allarðsaman at- vinnuveg að tefla, svo skipum fjölg- aði óðum síðara hluta 19. aldarinnar, °g um tíma munu hafa gengið til hákarlaveiða héðan 20 skip. Á síðari árum hefir þeim fækkað heldur, einkunr af því, að sum skip, sem áður hafa verið notuð til há- karlaveiða, ganga nú til þorskveiða og síldveiða. Nú sem stendur ganga 15 skip til hákarlaveiða hér frá firð- inum. Venjuleg vertíð er 4 mánuðir fram- an af sumrinu. Auðvitað er aflinn talsvert mismunandi á þessum skip- um, en þó mun mega fullyrða, að meðalafli sé að nrinsta kosti 400 tn. lifrar á skip um vertíðina. Á liverju skipi eru venjulega 12 menn, og er þá aflanum skift í 20 átaði. Þar af fá skipverjar 1 hlut hver, íretna formaður 2. Útgerðarmaður (eða útgerðarmenn) tekur 7 hluti fyrir skip og veiðarfæri. Hverja lifrar- tunnu má telja 16 kr. virði. Verður þá aflinn á skip um ver- tíðina 6400 kr. virði. í hlut koma 20 tn. lifrar, sem nema 320 kr. Formaður fær 40 tn., sem verður 640 kr. Útgerðarniaður fær 140 tn. lifrar = 2240 kr. Eftir þessu fær hver háseti 80 kr. í sinn hlut um mánuðinn, en for- maður 160 kr. Venjulegan útgerðar- kostnað má telja 1600 kr., ef engin stórslys bera að höndum. Ágóði útgerðarmanns, að fyrningarfé með- töldu, nemur þá 640 kr. Nú kunna einhverjir að segja, að þess séu dæmi, að aflinn nemi miklu minna á einstökum skipum, og það er alveg satt. En svo eru þess líka dæmi, að aflinn nemur langtum meiru. Eins og áður er sagt, eru 400 tn. áreiðanlega ekki of hátt meðaltal, og við meðaltal verður að sjálfsögðu að miða. Þorsliveiðar. Frá Eyjafirði ganga nú um 10 skip til þorskveiða. Venjuleg vertíð er 5 mánaða tími. Mannafjöldi er misjafn nokkuð á þessum skipum, en meðaltal mun vera 14 á skip, og við það verður miðað hér á eftir. Óhætt mun að fullyrða, að ekki sé of hátt ágizkað, ef talin eru 200 skpd. af verkuðum fiski af hverju skipi. Ráðning á þessi skip er marg- vísleg, og mun því réttast að gera hér grein fyrir útkomunni, bæði þeg- ar menn eru ráðnir upp á part af aflanum, og þegar ráðið er upp á kaup. Sé nú gert ráð fyrir, að menn séu ráðnir upp á venjuleg hálf- dráttarkjör, og hver háseti dragi 16 skpd., sem tæplega mun vera meðalafli, og verð á fiskinum sé 35 kr. skpd., nemur hiutur hásetans 280 kr., auk fæðis, sein útgerðar- maður leggur til og láta mun nærri að nemi 80 kr. um vertíðina. Hlutur hásetans nemur þá alls 360 kr. Það verða 72 kr. um mánuðinn. Auk þess, sem hér er gert ráð fyrir litl- um afia, svo litlum, að góðir fiski- menn afla miklu meira, er og verð- ið á fiskinum sett lágt, eins og ailir sjá. Afli hásetanna samtals nemur eftir þessari ágizkun 192 skpd. Þá eru eftir 8 skpd. af þeim 200, sem á var minst. Þessi 8 skpd. er skip- stjóra og matreiðslumanni ætlað að draga, sín 4 hvorum. Þeim er ekki ætlað meira, af því að þeir hafa mörgum öðrum störfum að gegna. Sé nú aftur á móti gert ráð fyrir, að mennirnir séu ráðnir upp á kaup með venjulegum kjörum, mun hæfi- legt að ætla hverjum háseta 40 kr. á mánuði og auk þess 5 kr. af hverju skpd., sem hann dregur. Þá verður kaup hásetans um 5 tnánuði 200 kr.; „premía" af 16 skpd. 80 kr. Fæði er metið eins og áður 80 kr. Þetta verður samtals 360 kr. — alveg eins og hjá hálfdrættingnum. Kjör skipstjóra etu mjög margvís- leg. Þó mun ekki fjarri sanni að gera ráð fyrir, að þeir séu ráðnir fyrir 3 kr. af hverju skpd., sem á skip kemur. Með 200 skippunda afla verður það 600 kr. Auk þess af eigin drætti 10 kr. af skpd., af 4 skpd. 40 kr. Það verður samtals með fæði 720 kr. Ekki er heldur óvenjulegt, að skip- stjórar séu ráðnir upp á mánaðar- kaup og „premíur" af aflanum, t. d. 60 kr. kaup á mánuði og kr. 1.50 „premíu" af skpd. Af eigin drætti fá þeir eins og áður er sagt, og fæði að auk. Það verður jafn- mikið og hinir hafa, ef aflinn er sami. Kaup matreiðslumanns mun tnega telja álíka hátt og kaup háseta, en útgerðarmaður ber þann kostnað að mestu leyti. Eftir því, sem telst til hér að of- an, nemur aflinn á skip 7000 kr. Þar af fer Kr. kaup og „premía" 12 háseta 3360 fæði 14 skipverja.............1120 kaup og „premía" skipstjóra 640 kaup og „premía" matreiðslum. 280 Þessi kostnaður verður samtals 5400 Þá verður eftir handa útgerðar- manni 1600 kr. Kostnaður við út- gerðina, auk þess, sem nú hefir verið talinn, mun láta nærri að vera 1200 kr. Ágóði útgerðarmanns og fyrningarfé nemur þá 400 kr. Eftir þessum reikningi verður auð- sætt, að hagurinn af þessari veiði lendir aðallega hjá skipverjum. Rekn eta veið ar. Um reknetaveiði er ekki mikið hægt að segja með vissu að svo stöddu, þar sem reynslan er svo lítil í því efni. Síðastliðið sumar gengu héðan nokkur skip til rek- netaveiða og hepnaðist ágæta-vel. Næsta sumar má búast við að 20 skipum verði haidið út til þeirra veiða síðara hluta sumars, 6 vikna tíma. Sé nú gert ráð fyrir, að afl- inn verði 500 tn. á skip, sem ekki er mikið, eftir þeirri reynslu, sem fengin er, verða það 10,000 tunnur. Sé síldin rnetin á 7 kr. tunnan, verða það 70,000 kr. Á hvert skip mun vera hæfilegt að gera ráð fyrir 10 manns, sem séu ráðnir upp á helming aflans, og verður það á mann 25 tn. eða 175 kr. Skipsútgjörðin fær 1750 kr. Þar af greiðir útgjörðarmaður kaup skip- stjóra og matreiðslumanns, sem gera má ráð fyrir að nemi samtals 400 kr. En þess ber að gæta, að kostn- aður við þessa útgerð er ákafiega mikill, með því að veiðarfæri eru dýr og mjög mikilli hættu undir- orpin. Er því ekki auðvelt að gizka á, hver hagnaður muni verða af út- gerðinni. En í fljótu bragði virðist sem þessi veiðiaðferð muni vera arðvænlegust, bæði fyrir skipverja og útgerðarmenn. — » — Þetta, sem hér að ofan er sagt, gæti gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga. Að þessu sinni skal hér að eins það endurtekið, sem þegar hefir verið vikið að. Samkvæmt þessari ágizkun — og hún er víst fremur of lág en of há — nemur hákarlsaflinn hér við fjörð- inn á 15 skip að meðaltali 96,000 kr., þorskaflinn á 10 skip að með- altali 70,000 kr. og reknetaafli sá, sem von er á að sumri, samkvæmt reynslu síðasta sumars, 70,000 kr. Þetta verður samtals 236,000 króntir. Hverjum manni hlýtur að vera auðsætt, hve mikilvæg þessi fram- leiðsla er, ekki að eins fyrir þetta hérað, heldur og fyrir landið í heild sinni. \ Vörn fyrir Jslenctinga. ii. (Síðari kafli.) Nú hefir nýr tími barið að dyr- um á íslandi, þessu afskekta, veður- harða landi með fáum og dreifðuin landsbúum. Útlendir menn hafa sezt þar að til þess að hagnýta sér at- vinnuvegina þar, og þessir útlend- ingar standa í beinu sambandi við hinn mikla heimsmarkað. En hver sein veit, hve mikið þarf til þess að breytt verði gömlum atvinnu- vegum með vinnuaðferðum, sem gengið hafa að erfðum mann frá manni, hann furðar sig ekki á því, að jafnvel þjóð með öðrum eins andans gáfum eins og íslendingar hefir enn ekki tekist að reisa sig við og ná þeirri framtakssemi, er stafar af auði, sem myndast hefir við gagngerða skifting vinnunnar. Þetta hefir gengið fullseint í Noregi, þar sem menn hafa þó átt langtum auðveldara aðstöðu. Enn eru í Nor- egi, skamt frá þeim sveitum, þar sem fjörugt líf er vaknað, aðrar sveitir, sem virðast tilheyra alt öðru tímabili. í Noregi fá afskektar sveit- ir aðstoð frá þeim sveitum, sem lengra eru á veg komnar, til þess að losna við úreltar vinnuaðferðir og koina á hjá sér hentugri skift- ing vinnunnar, og þessi aðstoð er enn ríkari í þeim löndum, þar sem þéttbýli er meira. Svo veitir og stjórn landanna þessa aðstoð. ísland hefir farið á mis við slíka aðstoð. Hvernig ætli að nú væri ástatt í Trums og Finnmörk, ef þessi ömt væru ein sér úti í hafi og hefðu ekkert haft við að styðjast nema sjálf sig, hefðu ekki haft gufuskipa- samband við umheiminn nema nokk- urum sinnum á ári þar til fyrir sköminu, er gufuskipaferðirnar hefðu orðið tvær á mánuði? Hvernig mundi nú vera ástatt vestan á Jót- landi, tneð sandhólunum og heið- unum þar, ef land og landsbúar hefðu losnað frá öðrum hlutum Dan- inerkur og fluzt út í veraldarhafið einhverstaðar nálægt Baffinsflóanuin, og hefði svo haft það samband við

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.