Norðurland - 05.12.1903, Blaðsíða 4
44
»1.
»Eg hefi lesið inngang þinn að umtali
um þingið. Mér líkar það vel — mjög vel.
— Sérstaklega er einkar maklegum orðum
farið um túngirðingaflanið. Það verður sann-
arlega einhvern tíma markvert dæmi upp
á fálm f loftið — sem á að vera framfarir,
en er bara fálm. Bótin er, að bændur lands-
ins verða alment það skynsamari en þingið,
að þeir nota eigi slíkt lán, nema þá gintir
af einhverjum gösprurum á stöku stað. En
framgangur þess á þinginu, eins og ýmis-
legt fleira, sýnir, hvernig valdakapphlaupin,
kosningaloforðin, rógurinn og ósannindin
eru búin að spilla þinginu.
»En hvað segir svo nýja stjórnin? hver
verður hún ? Heldur hún áfram á sömu
braut: að kitla kjósendur með fögmm orð-
um og hátíðlegum heitum, sem verða kák
og hálfverk, er til efndanna kemur? Eða
verður hún framfarastjórn — sönn og ein-
Iæg framfarastjórn ?«
%
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framhald.]
»En það getum við ekki,« mælti Páll.
»Við getum ekkert séð; við getum að eins
hafst eitthvað við, Marian, og það höfum
við bæði gert, þó að guð megi vita, hvað
það er, sem við höfum hleypt okkur út í
og hvernig það fer! Á þessu augnabliki
erum við í ey nálægt Finnlandi, og hér
verðum við þangað til lygnir og sjóinn
Iægir. Þá förum við út á »Esmeröldu«
aftur og á morgun komum við til Stokk-
hólms.*
Hún klappaði saman höndunum, starði
svo fram undan sér og mælti:
»Þetta er heil veröld af eyjum, líflaus
veröld. Enginn blettur getur verið eins
einmanalegur í heiminum eins og þessi.
Og þó finst mér þetta nú eins og borg.
Eg gæti hugsað mér fuglana sem menn,
klettana eins og kirkjur og stórhýsi. Ald-
ingarðurinn Edin er ekki torfundinn, þeg-
ar maður hefir ekki séð sólina heilan
mánuð.«
Hann klappaði henni og bað hana að
gleyma þvf, að það gæti verið undir dutl-
ungum veðursins komið, hve nær hún
yrði frjáls kona.
»Þér þykir vænt um að vera frjáls, Mar-
ian; þér þykir jafnvænt um það og mér.
Einhvern tíma kann að koma sá dagur, er
við minnumst þessa dags og tölum um
hann eins og morgun ástar okkar. Eg
held ekki, að þeir elti okkur; þeir eru
fáir, sem rata um þessar slóðir; jafnvel
fiskimönnum er ekki mikið um það gefið
að koma hingað; þetta er sannkölluð sjó-
mannagröf og að því hefir mörgum vösk-
um dreng orðið.«
»Og samt hættir þú þér hingað.«
»Eg átti einskis annars úrkosta. Við gát-
um ekki komist fram hjá skipunum, sem
send höfðu verið á eftir okkur, og við
gátum ekki snúið aftur; þetta var eina
höfnin, ef við ætluðum ekki að snúa aftur
til fangelsisins, sem hinir vildu koma
okkur í.«
Hrollur fór um hana og hún hallaði sér
upp að honum.
»Við snúum aldrei aftur, elsku-vinur;
er ekki svo?«
Hann fór að taka upp smásteina og
fleygja þeim út í freyðandi öldurnar.
»Eg veit það ekki,« sagði hann eftir
langa þögn. »Hver veit, hvað framtíðin ber
í skauti sínu? En rússneskur maour er eg
ekki lengur. Ættjörð á eg enga framar.«
Oendanlega djúp tilfinning var í orðum
hans, og hún gat ekki dulist Marian. Síðan
er hún fór út úr klefanum í Alexanders-
víginu, hafði hún aldrei skilið jafn-vel og
nú, hve mikið hann hafði í sölurnar lagt.
»Æ, Páll, Páll,« mælti hún gremjulega,
»en sá glæpur, sem eg hefi drýgt, að eg
skuli hafa leitt yfir þig aðra eins ógæfu!
Láttu mig snúa aftur til Krónstaðar. Eg á
ekkí það skilið, sem þú leggur í sölurnar
fyrir mig; og eg get aldrei endurgoldið
það. Enn er ekki orðið of seint að snúa
aftur«.
Hann hló að sorg hennar. Hann sá eftir
því, að hann skyldi hafa sagt þetta, og
hann svaraði henni með því að taka hönd-
unum utan um kinnar hennar og horfa
inn í tárvot augun.
• Glæpurinn, sem þú hefir drýgt,« sagði
hann, »er sá að vera yndislegasta stúlkan
í veröldinni. Þér hcfir orðið það á, og
annað ekki, að koma mér til að unna þér
hugástum, svo að mér finst enginn heim-
ur vera til nema þar sem þú ert. Hvers
vegna ertu að tala um endurgjald? Gera
þeir nokkuð í endurgjaldsskyni, sem unn-
ast? Er þá ekki alt sameiginlegt með
þeim? Sá, sem gerir þér mein, gerir mér
líka mein. Þegar þú ert ánægð, er eg
það líka. Eg missi eitt Iand og vinn alla
veröldina. Þó að eg sé ekki Rússi lengur,
er eg maðurinn þinn. Við skulum ekki
vera að tala um þetta; það er vanþakk-
læti, þegar lífið er fyrir framan okkur með
annari eins auðlegð; bregðist það okkur,
þá fyrst getum við farið að kvarta. Verði
vindurinn hagstæður, komumst við til
Stokkhólms á morgun. Þar hefi eg skipa-
skifti og fer með ensku gufuskipi til Lund-
úna. Þá verður þú að gleyma því, að þú
ert ensk kona. Þú átt þá að verða kona
Zassulics og vinur Rússlands. Þú verður
að gleyma öllu því, sem þú hefir lært í
Krónstað, og þú verður framvegis ekki í
neinum kunningsskap við þá vini þína,
sem freistuðu þín. Við byrjum lífið af
nýju eins og pílagrímar í ókunnu Iandi,
en við verðum samferða á Iífsleiðinni og
ferðin verður okkur auðveld.«
Skuggarnir hurfu af andliti hans meðan
hann var að tala um alt það, er hann
ætlaði að gera í Lundúnum, og hve mik-
ils góðs hann vænti sér af einum frænda
sínum og þekkingu sinni sem verkfræð-
ingur. Marian hlustaði á hann með bros
á vörunum; en alt af sagði hún jafnframt
við sjálfa sig, að hún yrði að afstýra því,
að hann legði alt þetta í sölurnar, og
neyða hann til að snúa aftur til starfs
síns og ættjarðar sinnar, ef þess yrði auð-
ið, ekki sem mann, er ratað hefði í ónáð
yfirboðara sinna, heldur sem mann, er
barist hefði við mikla freistingu og unnið
sigur á henni. Að því, er til sjálfrar henn-
ar kom, efaðist hún ekki um, að hún
mundi verða svo sling að finna einhver
ráð til þess að komast heim til ættjarðar
sinnar. Hún gerði sér enga grein fyrir
þeirri hættu, sem hún var i stödd einmitt
þá — að rússnesku skipin gátu fundið
þau á hverju augnabliki sem var. Nú gat
hún aftur horft á himininn og andað að
sér hreinu lofti. Henni fanst sem hún Iéti
berast í báti úti á reginhafi, og það ferða-
lag fanst henni ekki óviðkunnanlegt.
»Þú verður að snúa aftur, Páll,« sagði
hún í mjög ákveðnum róm, þegar hann
hafði Iokið máli sínu. »Þú verður að finna
einhver úrræði og einhverja afsökun.«
A 111 f* peir, sem
skuldavið
/ % verzlun undirskrif-
aðra við næsta ný-
ár, verða að borga 6 aura af
hverri krónu sem ]oeir skulda.
Oddeyri, 1. des. 1903.
Kolbeinn & Ásgeir.
Óskilakindur í Þistilfirði.
1. Móbotnóttur geldingur, mark: gagn-
fjaðrað hægra og gagnbitað vinstra.
2. Hvít lambgimbur með sama marki.
Réttur eigandi getur vitjað and-
virðisins að frá dregnum kostnaði.
Ytra Álandi 19. okt. 1903.
Hjörtur Þorkelsson.
Auglýsing.
Hrossamark Hallgríms Jónssonar
á Hnúki í Húnavatnssýslu er tveir
bitar framan hægra, vaglskora aft-
an vinstra.
Þeir, sem vilja
fá skiprúm á
hákarlaskip-
um, snúi sjer sem
fyrst til undirritaðs.
Akureyri, 5. des. 1903.
Joh. Christensen.
Vegna sjúkdóms er óskað eftir
góðri stúlku, annaðhvort fyrir
svo sem tvo mánuði eða allan
veturinn. Menn snúi sér til
A. Schiöth, Bakaríinu, Akureyri.
Nýtt og?gott smjör
svo og ný hœnuegg
er keypt fyrir peninga og
vörur fyrst um sinn við
Höepfners verziun.
Haustull
og Rjúpur
alt af keypt í Höepfners verzlun
með hæsta verði.
S 1 • r keyptur
Priona --
/ verði í
saumur verzlun
Þeir, sem þurfa að kaupa
ýmislegt til heimilisparfa
pr. contant svo sem kaffi,
sykur, export, hveiti og
tóbak, kaupa það hvergi
billegra en við Qudmanns Efterfl.s
verzlun. Engir dagprísar, engin verð-
hækkun.
Akureyri 28. okt. 1903.
Jóhann Vigfússon.
suamamamauammaamamamm >
Haustull, §
í Prjónles, í
*■ RjÚþUr og æ-
> Smjör
«■ ■ er keypt hæsta verði við
verzlun <
Gudmanns Efterfl.8 ■ 'W'
1“ ■ ■■■■■■■■"■■■ ■
Bezta Jólagjöf
Nýja Testamentið (vasa-útgáfa)
með 50 myndum,
þar á meðal 20 litmyndum, í skraut-
bandi kr. 1.50, 3.00 og 5.00 hjá
Friðk. H. Jones, Akureyri.
t Nýtt! t Nýtt! t
Fallegustu jólagjafirnar eru kúnst-
ofnu myndirnar hjá Einari Jónssyni
málara. Slíkur vefnaður hefir ekki
sést hjer áður.
Sosdrykkja uerksmiðja
Eggerts Einarssonar á Oddeyri hefir ætíð
nægar birgðir af allskonar limonaðetegund-
um, svo sem: Jarðarberjalimonaðe, Hind-
berjalimonaðe, Appelsinlimonaðe, Ánanas-
limonaðe, Grenadinlimonaðe, Vanillelimon-
aðe, Sitrónvatn og Sódavatn.
Samskotaloforö
til sjúkraskýlis í Höfðahverfishéraði (í
krónum).
Safnað af Ólafi heitnum Davíðssyni
frá Hofi: Frá sjálfum honum 5.30;
præp. hon. Davíð Guðmundsson, Hofi,
5; Jóhannes Jóhannesson, sýslumaður
á Seyðisfirði, 5; Stefán Stefánsson,
eldri, Möðruvöllum, 2; Valtýr Stef-
ánsson, Möðruvöllum, 4; Hulda A.
Stefánsdóttir, Möðruvöllum, 4.
-»---
Vigfús Jósefsson, Hellu, 5; Áskell
Hannesson, Austari-Krókum, 2; Björn
Bjartmarsson, Hrísey, 2.
Áður auglýst: kr. 1418,19
Samtals: kr. 1452,49.
Samskotin ættu ekki að vera minni
en 2500—3000 kr., svo enn er mikils
þörf. Eg treysti því, að menn haldi
enn drengilega áfram að styðja þetta
góða fyrirtæki.
Þeir, sem enn ekki hafa borgað lof-
orð sín, eru beðnir að gera það sem
fyrst.
Grenivík 25/u 1903.
Sigurður Hjörleifsson.
Crawfords
Ijúffenga
BISCUITS (smákökur)
tilbúið af CRAWFORD & SONS
Edinburgh og London
stofnað 1813.
Einkasali fyrir ísland og Færeyja
F. Hjorth & Co.,
Kjöbenhavn, K-
fálka neftóbakið
er
bezta neftóbakið.
THE EDINBURGH ROPERIE &
SAILCLOTH Co. Ltd. Glasgow stofn-
sett 1750býr til fiskilínur,hákarlalínur,
kaðla, netjagarn, seglgarn, segldúka,
vatnsheldar presenningar 0. fl.
Einkaumboðsmenn fyrir ísland og
Færeyjar
F. Hjorth & Co.,
Kjöbenhavn, K.
Z-í-m-a-k-e-n-s-l-a
í ýmsum úísaum fœst hjú Önnu
Magnúsdóttur, Lœkjargötu nr. 1.
MJÓLKfæsLSr
steini Halldórssyni.
**NorÖurland“ kemur út á hverjum laugardegi.
52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í
öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar. í Vesturheimi.
Ojalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis
fyrir fram).
Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí.
Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit-
stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikiö.
Prentsmiðja Norðurlands