Norðurland


Norðurland - 05.12.1903, Blaðsíða 2

Norðurland - 05.12.1903, Blaðsíða 2
42 -Á‘l- önnur lönd, sem íslendingar verða nú að sætta sig við? íslendingar þurfa sannarlega ekki að skammast sín. Sá kemur tíminn, er þeir verða ekki eftirbátar annarra. Aðrar hliðar eru á málinu, sem ekki má ganga fram hjá athugun- arlaust. Hver sem mikið hefir ferð- ast í öðrum löndum, hlýtur fljót- lega að hafa komist að raun um það, að ekki eru allar sveitir í hverju landi eins og menn gera sér í hug- arlund, eftir því, hve mikið það land hefir látið til sín taka í við- skiftum veraldarinnar. þjóðverjar eru taldir hafa mikla umsýsluatorku. Samt eru á Þýzkalandi margar „dauðar" sveitir og borgir; alt er þar í mjög fornfálegu og vand- ræðalegu ástandi. Á Frakklandi er enn meira um þetta. Menn geta orð- ið alveg steinhissa á því, hve mik- ill munur er á París og mörgum sveitum á Mið-Frakklandi, sem eru eins og skornar út úr liðnum öld- um. Jafnvel á Englandi eru til fá- breytilegar sveitir; einkum reka menn þar augun í falleg, frjósöm land- flæmi, þar sem ekki er nema beiti- land og nokkur tré og svo doða- leg, hálftæmd smáþorp. Og jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem atvinnu- harkið er á hæsta stigi, hefir við- skiftastraumnum ekki tekist að soga allar sveitir inn í hringiðu sína, ekki einu sinni í görnlu austurríkjunum; þar hittast sveitir, sem viðfeldin værð hvilir yfir, og þar sætta menn sig við það, sem þeir geta aflað sér til lífsuppeldis með gamla lag- inu. í litlum löndum, eins og Sviss, Belgíu og Hollandi, þjappast fólkið saman og þar myndast nokkurs konar miðdeplar starfseminnar, sem samsvara hinum þéttbýlu iðnaðar- svæðum stóru landanna, og það á alls ekki við að jafna þeim saman við lönd, sem eru margfalt víðáttu- meiri, þar sem umsvif lífsins lenda á sérstökum blettum og dauf svæði eru inni á milli. Noregur hefir góða og gilda ástæðu fyrir því að vera enn ekki kominn svo langt, að Kristjanía og verksmiðjurnar við Raumelfurmynnið hafi þanið sig út yfir 325,000 ferhyrningsrastir. Þegar gætt er að þeim tálmunum, sem við hefir verið að stríða, hafa Norðmenn komist eins vel áfram og þeir beztu, og betur en ílestir aðrir. Danmörk er engin sönnun fyrir því, að þessu sé ekki þannig farið, ekki að eins vegna þess, að hún er svo miklu minni en Noregur og þéttbýli þar svo miklu meira, heldur og vegna hins, að hún hefir aldrei verið ein- stæð heild í hagfræðilegum skiln- ingi, heldur að töluverðu leyti runn- ið saman við nágrannann sunnan við, eins og Sviss hefir runnið og rennur enn saman við nágranna sína fyrir norðan, vestan, austan og sunnan. Vitaskuld er það satt, að vér getum meiru afkastað en vér höfum enn gert. En það er ekki rétt að gera jafn-mikið úr seinlæt- inu og tornæminu eins .og gert hefir verið og áeggjanir og lof á oftar að sjást en hingað til. Og svo að vér hverfum aftur til íslands að lokum, skal þetta tekið fram: Þar þarf á útlendri aðstoð að halda og útlendu fé til þess að þoka þjóð- inni út á framfarabrautina, sams konar aðstoð og sams konar fé eins og afskektir landshlutar fá í Noregi og í öðrum löndum frá miðdeplum starfseminnar. Komi þessi aðstoð svo um muni, munu íslend- ingar innan skamtns sannfæra heim- inn um það, að þeir eru engir ætt- lerar. % Bœkur. Frá Bókmentafélaginu er komið: Tímaritið 24. árg., Skírnir og Sýslumannaœfir 2. b., 4. h. Ókomið er: Landfrœðissagan 4. b., íslands- sagan 2. b., 2. h., og síðasta heftið af Þjóðsögusafninu. Félag þetta hefir nú lengi staðið í sömu sporum — stirðnað frá öllum snúningum og stórræðum; það er mestmegnis vfsindalegt atvinnufélag sérstakra manna, sem vinna að útgáf- um bóka, er aldrei enda — eða þá afar-seint. Enda vex lítið vegur þess eða félagatalan. En þó er fjárhagur beggja deilda hinn bezti, eins og reikningar þess sýna, og vel borgar félagið árstillögin. Eg skal þá segja kost og löst á aðalritum þess, — eins og mér þykir rétt: 1. »Skírnir«, eftir Jón Ólafsson býður enn sem fyr andríkan og vel saminn inngang, nú á 5—6 blöðum, en alt hitt um hvert land fyrir sig gerir fáa fróðari, þó það hafi þann kost að vera stuttort. Danmörk og Norðurlönd standa enn aftast og met- ast um 1 eða 2 blaðsíður! Er höf. enn þá »Dánenfresser«, eða því segir hann oss ekki fleira frá þeirri þjóð, sem er samþegnar vorir og ann oss alls góðs ? Eða —því hættir ekki þessi Skírnir? Blöðin eiga hér eins og í öðr- um löndum að færa oss allan Skírnis- fróðleik — og gera það líka —við hver áraskifti. 2. Landfræðissagan er orðin eins konar fjölfræðisbók (magasín), sem sýpur upp megnið af öllum landsins fróðleik, enda er víða staklega skemti- lega skrifuð, en málalengingin er öll úr hófi; menn kafna í þeim fróðleiks- kynstrum og vita svo hvorki upp né niður. 2. Sýslumannaæfirnar eru þó enn þá lengri og ruglingslegri — fyrir al- þýðu, án innganga og yfirlits, og öll- um þorra lesenda hefndargjöf. Því fé- lagið á líka að vera mentunarstofnun fyrir alþýðu. Að vísu hefir mikilli þekk- ingu í ættfræði, nákvæmni og skarp- skygni verið varið til að bæta rit Boga, einkum af Hannesi Þorsteins- syni og hinum unga ættfræðingi Jósa- fat; en formið er óhafandi. 3. íslandssagan. Hennar skal síðar getið —þegar hún berst oss í hendur. 4. Tímaritiðe:r fróðlegraí ár en þaðhef- ir lengi verið. Þar er fyrst á boðstólum andríkar ævisögur tveggja frægustu skálda — Tennysons og V. Hugos — og lítil sýnishorn af skáldskap þeirra á íslenzku. Á þýðingar þær Iegg eg engan dóm, því »einn krumminn á ekki að kroppa augun úr öðrum«, og sá sem ritar þekkir, hve torvelt er að þýða listaverk. Jarðfræðisgrein Helga Péturssonar er gagnmerkileg, en mér ofvaxin um að tala. En sjálfur sá eg í æsku heilar hrúgur af skeljum í sand- flögum uppi á Skógafjalli undir Vaðal- fjöllum í Þorskafirði, nálega 1800 fet- um yfir sjávarmál. Æfisaga Þormóðar Torfasonar eftir síra Janus er tímabær, vel sögð, en nokkuð þur, og engin lína (á íslenzku) tilfærð úr ritum þessa fræga landa vors. Það þarf sálfræðing til að lýsa slíkum mönnum, svo þeir komi fram úr þokunni. Fyrirlestrar Pryiz prófessors um skógræktina eru ágætir og yndislegir — eins og hann er sjálfur. En merkasti kafli Tímaritsins er Æfi Bjarna konferensrdðs eftir sjálfan hann. Hún var samin á dönsku, en virðist vera mæta vel þýdd. Ritið er og merkilega vel samið í sjálfu sér, og álit það á höf., sem ofan á verð- ur hjá lesandanum, kemur furðu vel heim við hinn gamla almanna róm um þennan merkilega embœttismann. Því frásögnin lýtur mest að hans embætt- isreynslu, og endar eftir forsetastarf hans á hinu fyrsta alþingi 1845 og heimkomu úr siglingu 1847, þegar hann hafði mist sjónina. Sagan endar því meir en 30 árum fyrir dauða hans, og er það vöntun, ef enginn viðbætir fylgir bráðlega, því að saga Bjarna er ósamin enn af öðrum. Bjarni konferensráð hefir verið með mestu vitsmunamönnum sinnar tíðar á íslandi og mannkostamaður; trúfastur, fastlyndur og grandvar, en jafnframt afarséður, varkár og nærfærinn, allra manna skarpvitrastur; lipur eða stirð- ur, eftir því sem honum virtist við eiga. Fræðimaður allmikill, einkum í lögum og sögu, og snillingur í um- boðsstjórn og embættisfærslu. Enda skorti hann þar ekki skólann og fyrir- myndirnar, því hann varð snemma arf- þegi og félagi hinna síðustu (og beztu) einveldisvitringa Dana; sýnir það bezt atgerfi hans og kosti, hversu flestir hinir beztu höfuðsmenn í stjórnarráð- unum, eins og Mösting, Moltkarnir, spekingurinn A. S. 0rsted og ýmsir fleiri, sýndu honum vaxandi velvild og sóma. En kátlegt finst oss nú, þeg- ar höf. hringsnýst með oss í Rentu- kammerinu með þess úreltu grautar- gerð með íslandsmálin. Er oss sem vér sjáum hinn lága og hnellna ís- lending standa þar í vitringaþvögunni með sárbeittu glotti um varirnar, enda kemur hans meðfædda kýmni óvart en allvíða fram. — Dómar hans um menn eru að sjá mjög hreinskilnir, en held- ur strangir um suma, að oss finst nú, einkum Stephensenana, því oss tekur sárt til þeirra, sökum ágætis þeirra, þó menn væru. En réttlætiskrafa höf. hefir verið köld og ströng, enda má ekki gleyma tíma og tilhögun: Alt innlent og þjóðlegt hér — allir dug- andi menn — ekki að nefna stórmenn- ið Magnús í Viðey — var þyrnir í aug- um stjórnarráðanna í Khöfn, en sjálfir þektu þeir ekkert né gátu — þó vel vildu. Ein prýði æfisögunnar er hin innilega elska og rækt höf. við æsku- vini hans og liðsemd við þá. Fáir ís- lendingar hafa með meiri ráðvendni og stilling hafið sig til hærri virðinga en hann. *Integer vitœ« má ávalt standa yfir leiði Bjarna konferensráðs. Matth. Jochumsson. Altarisganga fer fram hér í kirkjunni annan sunnudag, 13. þ. ni. Prófastur Jónas Jónasson em- bættar. „Á allra-neðsta þrepinu.“ Gera má ráð fyrir, að ýmsir kunni miður vel ummælum herra Havstads um oss íslendinga í grein þeirri, sem nú er bundinn endir á hér í blaðinu. Sennilega furða líka sumir sig á henni. Því er líkast, sem vér íslend- ingar höfum gert oss það að stöðugri reglu að færa inn í tekjudálkinn hjá oss alt það lof um oss, sem vér höf- um náð í hjá annarra þjóða mönnum. Það hefir rækilega verið til fært í blöðum vorum. Og oss hefir ekki þótt neitt athugavert við það. En jafn-föst regla hefir það verið, annað- hvort að ganga þegjandi fram hjá því, sem vér höfum komist á snoðir um, að að oss hefir verið fundið, eða þá geta þess í því skyni einu að hugga sjálfa oss með því, hvað aðfinslurnar væru vitlausar. Hr. Havstad tekur nú allóþyrmilega á oss að þvf leyti, að því fer mjög fjarri, að hann dragi fjöður yfir, hvern- ig komið er fyrir oss. Hann segir hlífðarlaust, hverjum augum á oss sé litíð úti í menningarlöndunum. Og að nokkuru leyti samsinnir hann því. Hann telnr auðsjáanlega alveg árang- urslaust að neita því, að ísland sé orðið yfirleitt langt aftur úr öðrum þjóðum, og að í hagfræðilegum skiln- ingi sé Island eins og »samsafn allra norskra sveita, sem eru á allra-neðsta þrepinu í menningarstiganum«. En þrátt fyrir þennan vitnisburð lítur hann á oss bróðuraugum. I hans augum erum vér eins og hans eigin þjóð, með sömu hæfileika og sömu framtíðarvouir. Oss hefir vantað öll skilyrðin önnur en hæfileikana til þess að komast áfram. Þess vegna hefir ekki getað hjá þvf farið, að vér drægj- umst aftur úr, eftir hans skoðun. Líf vort hefir orðið svo fábreytilegt, að skifting vinnunnar hefir ekki komist á; þess vegna höfum vér ekkert get- að lært til hlítar. Oss hefir vantað á- hrif frá öðrum löndum. Oss hefir vant- að peninga frá öðrum löndum. Oss hefir vantað samgöngur við önnur lönd. Oss hefir vantað samgöngur innanlands. Og oss hefir vantað stjórn, sem ynni að því að koma oss út á menningarbrautina. Það væri mikil fásinna að taka því illa, sem um oss er ritað hjá öðrum þjóðum með svo miklum skilningi á högum vorum. Það, sem þessi höf. segir, er í raun og veru ekki annað en það, sem framfaramenn vorir hafa verið að segja nú hvert árið eftir annað. Því hefir stundum verið tekið með þykkju. En sá tími ætti nú að vera um garð genginn, er menn þola ekki að horfa framan í sannleikann og hlusta á umræður um málefni sinnar eigin þjóðar. Einmitt það, sem nú er verið að gera og tala um í höfuðstað þjóðar vorrar, bendir eitt meðal annars á, að ekki sé vanþörf á að reyna að gera sér ljóst, hvernig vér stöndum. Útlendingar flykkjast hér upp að landinu, fleiri og fleiri með hverju árinu, til þess að draga auð fjár upp úr sjónum við strendur vorar. Þeir koma hingað úr góðum löndum. Þeir eiga á ýmsan hátt örðugt aðstöðu. Fjarlægðin veldur þeim mikils kostn- aðar og örðugleika. Og þeir njóta hér ekki sömu hlunninda við rekstur at- vinnu sinnar eins og íslendingar. Samt

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.