Norðurland - 30.01.1904, Side 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Einar Hjörleifsson.
18. blað. j Ákureyri, 30. janúar 1904. > j III. ár.
Stjórnarskiftin.
*
A mánudaginn kemur, 1.
febrúar, verða þeir merkisat-
burðir í sögu þjóðar vorrar,
að kin endurskoðaða stjórn-
arskrá öðlast gildi og innlend
stjórn, sem til fulls er þjóðar-
viljanum háð, tekur við völdum.
%
> Svar konungs.
Bæjarfógetinn hér hefir fengið svo látandi
bréf frá landshöfðingja, dags. 17. des. síðastl.!:
Ráðgjafinn fyrir ísland hefir 28.
f. m. skrifað mér á þessa leið:
„Út af ávarpi, sem skilað hefir
prófessor við háskólann, Finnur Jóns-
son, frá íbúum Akureyrarkaupstaðar,
þar sem þeir færa Hans hátign kon-
unginum heillaóskir sínar með til-
liti til 40. afmælisdags konungs-
dóms Hans, hefir allramildilegast
verið lagt fyrir mig, að flytja kær-
ar þakkir konungs fyrir ávarp þetta,
sem hefir glatt hann, með því að
það er enn nýr vottur um hollustu
íslenzkra borgara og ást á konungi
og ætt Hans.
Það hefir og glatt konung að fá
einnig þar af vitneskju um það,
hve góðar vonir menn gera sér
um árangurinn af breyting þeirri á
stjórnarskipuninni, sem nú fer í
hönd."
Þetta er yður, herra bæjarfógeti,
til vitundar gefið til birtingar fyrir
bæjarstjórninni og öðrum bæjarbú-
um á þann hátt, er yður þykir við
eiga.
Magnús Stephensen.
Sláðið uið fátæktinni.
i.
Nl. flytur í dag ritgjörð eftir Jón
prófast Jónsson í Stafafelli um breyt-
ingafýsn íslendinga. í aðalatriðinu er-
um vér honum ekki samdóma, en
eins og vænta má frá þeim höfundi,
er margt rétt athugað og íhugilnar-
vert, sem í henni stendur.
Um aðalatriðið skal ekki deilt að
þessu sinni, að eins minst á bendingu
eina, sem síra J. J. kemur með, um
efnahag þjóðarinnar.
Þrátt fyrir breytingafýsn þjóðar-
innar, sem síra J. J. gerir svo mikið
úr, býr hún yfirleitt í sams konar
híbýlum eins og fyrir 1000 árum.
Þetta Jcannast höf. við. Hún vill
breytanúsakynnunum. En hún get-
ur það ekki fyrir fátækt. Og margir
þeirra, sem í það ráðast, stofna sér
með því „í stórskuldir og vandræði
og jafnvel gjaldþrot".
Vér göngum að því vísu, að síra
J. J. þyki þörf á breytingum. Vér
efumst ekki um, að honum sé fjarri
skapi að telja húsakynnin, eins og
þau eru mjög víða í sveitum, full-
góð handa íslendingum. Vér teljum
engan vafa á því, að hann telji ekk-
ert það fullgott handa íslendingum,
sem er stórum verra en hjá öðrum
siðuðum þjóðum.
íslendingar geta þá ekki, eftir
skoðun síra J. J., fullnægt réttmætri,
sjálfsagðri breytingafýsn sinni. Þeir
eru svo fátækir, að þeir geta ekki
veitt sér húsakynni, sem þeim eru
boðleg.
Hvernig stendur nú á þessu? Og
hvernig á að bæta úr þessu ástandi?
Síra J. J. minnist ekki á það, enda
er ekki beint von til þess. Hann er
að rita um annað. Af grein hans
má samt ráða það, að hann telur
þetta ástand ekki landinu að kenna.
Þegar menn flytja héðan af landi
burt, á Iandið enga sök á því. Það
er nýjungagirnin, breytingafýsnin,
byltingatilhneigingin, sem því veld-
ur, í hans augum, að menn láta leið-
ast af fortölum Vesturheims-agenta.
En hvernig stendur þá á því, að
landsmenn eru svona fátækir?
Frá öðrum merkismanni, Ouð-
mundi Friðjónssyni skáldi, hefir og
Nl. nýlega flutt hugleiðingar nokkur-
ar um hag þjóðar vorrar með fyrir-
sögninni: Mentun bœnda.
í augum G. F. eru örðugleikarnir
við að bjargast hér frámunalega mikl-
ir. Það kemur ekki að eins fram í
ritgjörð þeirri, sem nú hefir verið
nefnd, heldur og í langflestu því,
er eftir þann höfund liggur. En það
kemur líka fram í nýnefndri grein.
Og það jafnvel svo ríkt, að höf.
telur ókleift að verka súrhey hér
vegna veðráttunnar — „eðlilegt, að
því sé enginn gaumur gefinn, hvorki
í þurkatíð né óþurka hér á Iandi".
Svo mikið hafa örðugleikarnir vaxið
höf. í augum í þessari grein hans, að
sum ummælin líkjast allmikið algerðri
uppgjöf. „Þegar náttúran stendur á
höfði, hljótum vér einnig að standa
á höfðinu," segir hann. Og náttúr-
an stendur víst »á höfði" nokkuð
oft hér á íslandi, eftir því, sem hann
Iítur á.
Því betur sem grein G. F. er at-
huguð, því ljósara mun mönnum
verða það, að örðugleikarnir, sem
hann talar um, eru athugaverðir
og alvarlegir. Hann segir meðal
annars: „Það, sem fastast kreppir
að þeim (d: bændunum), er það, að
fólk fæst ekki til að vinna hjá þeim
fyrir það kaup, sem búskaparhættir
vorir og landshættir geta staðist." —
Geta menn hugsað sér nokkurt ráð
til þess að neyða fólk til að vinna
hjá bændum fyrir minna kaup? Vér
getum ekki hugsað oss það. En sé
það nú ókleift, og geti búskapar-
hættir vorir og landshættir að hinu
leytinu ekki staðist að greiða það
kaup, sem menn vilja vinna fyrir,
þá fer óneitanlega að vandast málið.
Þá blasir beint við að álykta svo,
sem einhverra nýrra bragða verði
að leita.
Samt sem áður virðist svo, sem
G. F. sé sammála síra J. J. og fleir-
um góðum ‘mönnum um það, að
það sé ekki landinu að kenna, hve
aumt ástandið er. í grein sinni í
Nl. bendir hann á, að þjóðrœknina
vanti. Og í grein, sem nýkomin er
hingað í „Bjarka", kveður hann svo
að orði: „Það, sem eg álít að okkur
ríði nú mest á, er ást til föðurlands-
ins og trú á það". Til hvers væri að
vera að reyna að kveikja ást til ætt-
jarðarinnar, ef hún væri í raun og
veru óbyggileg, ef óhjákvæmilegt
væri að búskaparhættir vorir og
landshættir yrðu því til fyrirstöðu,
að vér gætum goldið fólki voru
sæmilegt kaup, ef vér værum sjálf-
dæmdir til þess að standa mikinn
hluta æfi vorrar „á höfðinu", eins
og G. F. kemst að orði? Og er
nokkur von um, að þær tilraunir
mundu takast? Verði sá hugsunar-
háttur ríkjandi, að hér eigi menn
ekki að eins við miklu verri kjör
að búa en í öðrum löndum, heldur
hljóti og ávalt svo að verða, þá er
hætt við að létt verði á metunum
öll fögur orð í bundnu og óbundnu
máli, sem um landið hafa verið og
verða sögð.
Þó að hér séu lögð til grund-
vallar ummæli þessaratveggja manna,
sem nú hafa ritað í Nl., þarf svo sem
ekki til þeirra að leita, til þess að
gera sér grein fyrir, hvert hljóð er
í mönnum, að því er til efnahags-
ins kemur. Svo má að orði kveða,
sem af Norðurlandi og Austurlandi
heyrist nú ekki annað en kveinstafir,
ríkur ótti, megn óhugur. Svo fer
ávalt hér á landi, þegar á móti
blæs. Og það er ekki nema eðli-
legt. Efnin eru engin til að taka á
móti áföllum. Alt gengur bærilega,
þegar vel lætur í ári. En engu er
samt safnað til örðugu áranna. Hver
kynslóðin eftir aðra tekur við engu.
Alt af er hjakkað í sama farið. Og
farið er svona, að bændurnir, lands-
stólparnir, geta ekki einu sinni veitt
sér sæmileg húsakynni og geri þeir
það, komast þeir í stórskuldir, vand-
ræði og jafnvel gjaldþrot, eins og
síra J. J. bendir á.
Nú er það verkefni fyrir höndum
að bæta úr þessu ástandi, sem allir
finna svo sárt til, allir eru að tala
um — af meira og minna viti, eins
og gengur.
Og svo vel vill til, að vér þurf-
um ekki eingöngu að treysta á vort
eigið hyggjuvit í þessu efni. Sams
konar verkefni hefir legið fyrir öll-
um siðuðum þjóðum. Og sarns kon-
ar verk eiga þær enn af höndum
að inna. Þær eru misjafnlega langt
á veg komnar. En jafnvel þær, sem
lengst eru komnar, hafa afarmikið
aðhald af samkepninni og eiga í
vök að verjast.
í öllum þeim umræðum, sem fara
fram í mentuðum heimi um þessar
mundir um það, hvernig eigi að
efla velgengni þjóðanna, má segja,
að viðkvæðið sé hið sama — undir-
staðan undir velgengninni verði að
vera þekkingin, mentunin. Ekki neitt
fróðleikshrafl. Ekki meira og minna
draumkend nasasjón af hugsjónum
mannsandans. Heldur veruleg, stað-
góð þekking, bygð á vísindalegri
reynslu, vísindalegum sönnunum.
%
5íra FriðriK J. Bergmanij
og uppeldismál vor.
Eftir Matth. Jochumsson.
III.
Síðasti kafli.
fieir síra Sergmann og kirkjumálin.
Kirkjumál hafa Vestur-íslendingar
svo frábreytt okkur hér heima, að um
þau (sem slík) er ekki vert að senna,
og ákúrum frá prestum þar er okkur
hér einsætt og óhætt að taka með
jafnaðargeði — eins og öðrum fróðleik
samt, sem noklcuð má af læra.
Kirkjumál þar grípa miklu dýpra
hugi almennings og inn í mannfélag-
ið, en hér á sér stað, í hálfdauðri
ríkisstofnun, sem mjög mörgum finst
vera eintómur fjötur á fótum manna.
Alt borgaralegt skipulag þar vestra,
siðir og siðferðistízka, er mjög háð
kirkjunum, sem svo mynda ráðríkan
»gjöranda« í öllu samlífi og viðskiftum.
í sambandi við þetta ástand stendur
álit klerka og kennilýðs, svo og hinna
beztu skóla í Ameríku. Þeir eru græn-
ingjar, sem þekkja ekki þetta, úr því
að þeir eru þangað komnir, enda ein-
angrast slíkir oftast fljótt og verða
»ómögulegir«.
Af hinu sama leiðir, hvað guðfræð-
ingar þar í landi sýnast afturhaldssam-
ir í trúar- og kirkjumálum. »Alt er
bezt eins og er« hugsa þeir; betri
stöðu og veglegra verksvið fengi þeir
og hvergi í löndum prótestanta. Aprés
nous le deluge, eftir okkar tíð kemur
flóðið! Verður þeim ósjálfrátt að hugsa,
eins og gengur í flestum fornum, en
rótgrónum, félögum.
Við megum því ekki kippa okkur
upp við, þótt vinur vor síra J. B. sár-*
sjái eftir vissri velheitri baðstofu, eða
þakki ekki síra nafna sínum Helgasyni
fyrir lesturinn um biblíuskýringarnar
nýju. Nei! í þeim póstum eru Ameríku-
menn íhaldsamir í mesta lagi a. m. k.
á prógrömmum sínum.
En þó sé eg ekki, að jafnvel síra
J. B. eða hans nótar séu meiri íhalds-
menn en meiri hluti danskra og norskra,
hvað þá heldur sœnskra klerka. Þess er
varla von: stéttin er svo afar-vel sett
og grundvölluð og köllunarverk henn-
ar eru svo hátt og heilagt; en hins
vegar lítið íuW-dcfíncrað af hinu nýja,
og öll alþýðan í voða, ef hún glatar