Norðurland - 27.02.1904, Blaðsíða 3
87
Nl.
næsta vetrar, er réttast að þurka það
eins og hey, en bezt mun samt að
hella á það heitu vatni, þegar það er
haft til fóðurs; við það kemur það að
betra gagni, og auk þess missir það
nokkuð af söltunum, sem er fremur
til bóta en að það skaði fóðrið.
Ef nautpeningur eða annar fénaður,
sem fóðra á með þangi eða þara, vill
ekki eta það, er reynandi að strá
mjöli yfir fóðrið nokkuru áður en það
er gefið, eða taka vel barða fiskhausa
og annað þess konar, og blanda því
saman við þang-fóðrið; koma þá skepn-
urnar oftast fljótt til með að eta þang-
ið; annars eru fiskbein (fiskhausar o.
fl.) einhver bezti fóðurbætir, sem kost-
ur er á, og er sérstaklega heppilegt
að gefa þau með þang- eða þarafóðri,
vegna þess, hve þau eru auðug af
holdgjafaefnum; en f þangi og þara
er fremur skortur á þeim efnum, í
samböndum, sem skepnurnar hafa
gagn af. Einnig má leggja þangið og
fiskbeinin niður f tunnur, og hella
yfir það sjóðandi vatni, eða jafnvel
sjóða það stundarkorn áður en það er
gefið; við þetta verður fóðrið ljúffeng-
ara og ézt betur en ella.
Það væri æskilegt, að nokkrir fram-
taks- og áhugabændur reyndu þang
og þara til fóðurs handa kúm og öðr-
um peningi, sem er fóðraður inni allan
veturinn, og gæfu svo skýrslu um
reynslu sína í þessu efni, svo að aðr-
ir geti lært af þeim það, sem betur
má fara. „ . ,.,
Stefan Knstjansson.
%
Bærinn Álasund í J^Ioregi
brunnini).
Tjónið um 20 miljónir.
Aðfaranótt þ. 23. jan. brann bærinn
Álasund f Noregi, eða 9/10 hlutar hans.
Þetta tjón er talið nema um 20milj.
króna, og þessi eldsvoði er talinn hinn
stórfeldasti, sem orðið hefir í Noregi.
Manntjón varð ekkert, og þykir það
stórmerkilegt. En margir komust nauð-
lega undan. Maður hljóp með konu sína,
er tekið hafði léttasótt, í fanginu gegn
um logandi bæinn, og hún varð létt-
ari, þegar hún komst undir húsþak
utan við bæinn. Margar mæður sáust
leita til fjalls úr eldhafinu með ung
börn í faðminum, o. s. frv.
Margir urðu að liggja úti bruna-
nóttina í stormi og rigningu og jafn-
vel næstu nótt, sumt hálfnakið, og olli
það sjúkdómum og jafnvel manndauða.
Um tólf þúsundir manna voru hús-
næðislausar og bjargarlausar eftir brun-
ann, eftir þvf sem oss er skrifað frá
Khöfn 25. f. m. »Austri« segir um
11 þús., og hefir sennilega ekki verið
búið að kasta nákvæmri tölu á.
Mörgum skipum á höfninni varð að
sökkva, til þess að firra þau eldinum.
Eins og við mátti búast, hefir hjálp-
semin komið hér fram fagurlega. Þýzka-
landskeisari, sem er mikill vin Norð-
manna, bazt tafarlaust fyrir samskot-
um á Þýzkalandi, er fregnin barst út
um heiminn um brunann, og sendi að-
mfrálsskipið »Prins Heinrich* á stað
alfermt matvælum, fatnaði og húsa-
viði. Tvö önnur gufuskip hafa verið
send frá Þýzkalandi með sams konar
farm. Eitt af skipunum hafði uppbúin
rúm handa 4000 manns.
í Khöfn hafa menn sýnt mestu rögg
af sér. Stjórn flotamálanna sendi þeg-
ar skipið »Grove« með vistir og klæðn-
að, og daginn eftir sendi ráðaneytið,
í samráði við fjárlaganefnd fólksþings-
ins, gufuskipið Cimbriu með ógrynnin
öll af tjöldum, rúmfötum, ílátum, rúg-
brauðum o. s. frv. Prívatbankinn gaf
5000 kr. og til almennra samskota
var stofnað, sem svo var vel tekið>
að samdægurs var hægt að senda
1000 matvörusekki til Álasunds.
Auk þess er og að sjálfsögðu stór-
kostleg hjálp í té látin af Norðmönn-
um sjálfum og Svíum.
Sigflufjarðarbréf.
10. febr. 1904.
Árið sem Ieið var okkur Siglfirðingum
að mörgu leyti andstætt; hákarlsafli varð
með minsta móti, heyfengur varð afarlítill
og slæmur sökum dæmafárra óþurka. Fisk-
afli brást algjörlega í haust; það, eem
bætti dálítið úr, var vinna við síldarsöltun
hjá Norðmönnum, sem borguðu vanalega
50 aura um klt. í peningum.
Hér voru alloft 60 skip norsk, bæði
seglskip og gufuskip; var hér því all-
mannkvæmt, en alt fór fram með spekt
og ró, sem ugglaust var því að þakka, að
hér var ekki vín að fá; en lítið atvik
sýndi, að öðru máli hefði verið að gegna,
ef vín hefði fengist, því að þegar »Vesta«
kom hér í ágúst, þá höfðu Norðmenn náð
í vín úti á skipinu, enda varð bóndi fyrir
handan fjörðinn að vcrja dóttur sína með
byssu fyrir aðgangi eins Norðmanns, sem
auðvitað var drukkinn. • Svo ekki virðist
það vera eintómur Goodtemplaragorgeir
(sbr. Alþ.tíð. B. bls. 1342.), að heft væri
sala áfengis á skipum sameinaða félagsins
að minsta kosti á höfnum inni og þar,
sem búið er að berjast fyrir að fá vínsölu
afnumda. Við vonum, að alþingi og Iands-
stjórnin scmji sem fyrst Iög um þaðf að
minsta kosti þannig að sem allra-hæst
yrðu færðar upphæðirnar til þess að fá ný
leyfi til áfengissölu (helzt alt að 3000 kr.),
því að stór freisting er til þess að byrja
aftur á áfengisverzlun á stöðum eins og
hér, meðan þessi mikla umferð er af út-
lendingum, því varla væn^um vér mikillar
varnar af landsstjórninni, til þess að vernda
rétt vorn gegn blindfullum sjómannaskríl;
vér höfum reynt það fyrrum. Þess skal
getið, stýrimanni »SkáIholts« til verðugs
lofs, að hann skoraði á brytann að reka
alla, er seztir voru að drykkju á öðru far-
rými, burt, flestir voru það Norðmenn. Að
þessu var eg heyrnar- og sjónarvottur, og
þótti vænt um, en auðvitað er eg Good-
templar, svo það er sjálfsagt »gorgeirs«-
kent hjá mér.
Stúka vor telur nú 60 meðlimi; 5 ára
afmæli hennar var haldið þann 12. október,
og fór vel og skemtilega fram. Unglinga-
stúkan dafnar líka vel. — Við höfum ráðist
í að byggja fundarsal 8x9 ál., áfastan við
Barnaskólahúsið, sem við höfum haft fyrir
fundarhús 4 undanfarin ár. Ekki höldum
við samt fundi í þessum nýja sal í vetur,
heldur á að leika þar sjónleika í vor, til
ágóða fyrir bygginguna. Svo hagar til, að
gera má 1 sal úr annari kenslustofu skól-
ans, og þessum nýja sal. Fæst þá allgott
rúm fyrir leiksvið og áhorfendur.
Til annara framfara má telja það, að
keypt voru tvö allstór fiskiskip, sem halda
á út til þorskveiða í vor og sumar, og jafn-
vel til reknetaveiða, sem menn hér hafa
numið til fullnustu af frændum sínum,
Norðmönnum; þeim (Norðmönnum) til verð-
ugs heiðurs má geta þess, að þeir skutu
saman alt að 300 kr. til styrktar fátækum,
og var því fé varið til að kaupa korn
fyrir handa kúm og mönnum; yfirleitt féll
öllum vel við Norðmenn, og höfðu bændur
o. fl. gott af þeim.
Tíðarfarið á vetrinum afar-snjóasamt;
samt var blíðuveður um jólin og fram að
þrettánda.
Eins og blöðin hafa áður um getið, and-
aðist verzlunarstjóri C. J. Grönvold þ. 23.
des. úr taugaveiki; var mikill mannskaði
að honum fyrir þetta sveitarfélag o. fl.,
því hann var alkunnur að félagslyndi og
framtakssemi í öllu, er til heilla horfði,
og bar (næst Gránufél.) þyngsta byrði af
sveitargjöldum, sem alt af fara vaxandi.
Sem betur fer hefir taugaveikin ekki út-
breiðst neitt enn, og er vonandi, að svo
verði ekki hér eftir.
Hákarlaskipið »F"önix« frá Eyjafirði, sem
stundar veiðar hér, með Siglfirðingum sem
hásetum og skipstjóra, hefir fengið 46 tnr.
lifrar í 2 ferðum auk hákarls, sem þeir
hafa tekið jöfnum höndum, og líka er
útgengileg vara hér innanlands. Oddur
formaður á Siglunesi hefir farið í legur á
fiskibát og aflað 30 kúta (3/< lýsistn.) f
hlut; nú er líka búið að setja fram skipið
»Storm«, og fer Oddur á Siglunesi á hon-
um, þegar færi gefst. —
Þakklátir megum vér vera hr. stórkaup-
manni Thor E. Tulinius fyrir hinar miklu
samgöngubætur hingað í ár. —
Á árinu sem leið var keypt vandað
orgel í kirkjuna hér, en það gamla var
selt. Andvirði orgelsins var borgað með
því, sem inn kom fyrir tombólu og fyrir
sjónleika; orgelið kostaði á fjórða hundr-
að króna. q $ 7-^. Guðmundsson.
%
Úr S.-t>ingeyjarsýslu
er Nl. ritað 17. febrúar. — Kláðans hefir nú
ekki orðið vart, þar sem niér er kunnugt,
og er vonandi, að hann verði nú deyddur.
Gengið var að útrýmingu hans í haust með
samvizkusemi og dugnaði, þar sem mér er
kunnugt. T. d. var vakað við að sjóða bað-
löginn og alt það bezta í eldinn tínt undir
katlana, sem til var, og var ilt til eldsmat-
arins víða undan úrkomatíðinni í sumar og
haust.
Snjór er nú mjög mikill og jafnfallinn
alstaðar, þar sem augað eygir, en um hey-
birgðir almennings verður enn ekkert sagt.
Veturinn hefir verið bærilegur hingað til,
að jólafðstunni sleptri.
Vínsala er nú alveg upprætt í Húsavík —
og þar með, held eg í allri sýslunni. En
illa fellur sumum eldri mönnum þessi ný-
breytni og þykir dauflegt að koma í kaup-
staðinn.
Stuttu eftir nýárið kom eg þangað og
fann einn gamlan vin afsagða konungsins,
greindan bónda og aldurhniginn, hagorðan
vel. Hann var heldur dapur í bragði og
kvartaði um leiðindi, lystarleysi, og mátt-
leysi. Svo dró hann upp vasabók sína og
hafði yfir þessa stöku:
wSorgar stranga svipinn ber
sérhver spangaviöur;
á drykkju-vangi dapurt er,
drengir hanga niður.
Mér þótti vtsan góð og lærði hana um
leið, og má vera, að hann reki upp stór
augu, þegar hann sér hana í blaðinu. Þessi
maður yrkir oftast hringhendur og má svo
að orði kveða, að hann yrki þær af munni
fram. Eg nafngreini ekki manninn; það
kynni honum að mislíka.
Skagafjaröarbréf.
Sauðárkróki 15. febr. 1904.
Það er viðburðafátt á þorranum hjá oss
Skagfirðingum. Þó hefir það að eyrum bor-
ið, er flestum þykir miður, að missa munum
vér hið ástsæla yfirvald vort. Er að vísu fá-
sinna að láta slíkt á sig festa, og kennir
jafnvel fullmikillar nærsýni, — því að gleðj-
ast ættu allir af að vita jafn-góðan dreng
og hygginn færast ofar í stjórnarstiganum
til að litast yfir víðara starfssvið. Það þykir
og öllum gott boða, að ráðherrann virðist
gera sér far um að velja sér samstarfsmenn
eftir hæfileikum manna fremur en eftir ýmsu
öðru, er miður má þjóðinni gagna.
Lofsorð heyri eg alla lúka á orð og um-
mæli ritstjóra Norðurlands í garð nýju
stjórnarinnar, og er það að verðugu, því
svo skyldu allir fagna yfir hinu verulega,
sem ótvíræðlega er gott í máli hverju, -
en ekki einblína með ólund á hið óveru-
legra, og ala með því úlfúð í ótíma.
Það er til heiðurs Skagfirðingum, hve
víða kemur fram og greinilega hjá þeim á-
hugi á hinu nauðsynlega sjúkrahúsmáli.
Einn heiðurskarlinn, Bjarni sál. Þorláksson
frá Kálfardal, nýdáinn, hefir arfleitt sjúkra-
sjóðinn að mestöllum sínum eignum. Er
vonandi, að sjúkrahús komist hér upp á
næsta vori, enda afarmikil þörf á því. Við
höfum góðan Iækni, og þörfina hrópandi.
Á þessari blessaðri bakteríuöld er svo inikil
hræðsla komin inn f fólkið, að vesalings
sjúklingar fá tæpast húsaskjól í kauptúninu,
ef þeir eignast ekki sjálfir skýli yfir sig. Ef
samt einhver, af brjóstgæðum, tekur á móti
sjúkling, er gengið allgreinilega á svig við
slík hús, og enda oft vandræði að fá nokk-
ura fullkomna hjúkrun, einkum ef sjúkdóm-
urinn er talinn næmur. Upp með sjúkra-
húsið, fljótt og bráðlega; sjúklingarnir eiga
heimtingu á því.
Hreppsnefndin í Sauðárhreppi leggur nú
fyrir sýslunefnd heilbrigðis-samþykt í þeim
vændum, að fá heilbrigðisnefnd skipaða
fyrir Sauðárkrók. Vissulega þarflegt og tíma-
bært, þótt viðbúið sé, að erfitt reynist að
beita ákvæðum slíkrar samþyktar, meðan
fólkið er að komast í skilning um nytsem-
ina og venjast nýbreytninni.
\
Skrifsfofusfjórar.
Þeir Jón Magnússon fyrv. landrlt-
ari, Eggert Briem sýslumaður Skag-
firðinga og Jón Hermannsson cand.
juris verða skrifstofustjórar nýju stjórn-
arinnar. Gengið var að því vísu, sjálf-
sagt af flestum, að revisor Indriði
Einarsson mundi verða skipaður í eitt
skrifstofustjóraembættið. En greinileg
fregn hefir ekki um það komið, hvern-
ig á því stendur, að það hefir ekki
orðið.
Siglufjaröarpósfur
kom á þriðjudagsnóttina. Hann segir afar-
mikinn snjó í Fljótum, Siglufirði og Ólafs-
firði. Horfur á vandræðum út af heyleysi í
fjörðunum.
Hákarlaveiðar.
Auk þeirra hákarlaveiða, sem getið er um
í Siglufjarðarbréfinu, hafa tveir menn í Fljót-
um fengið nokkura veiði á opnum bátum.
Mannaláf.
Nýdánir eru 2 aldraðir bændur í Fljótum:
Sigurður fðnsson á Minni-Þverá og Stefán
á Minnibrekku. Sömuleiðis öldruð ekkja á
Deplum í Stýflu, Guðrún Nikulásdóttir.
Hafísjakar
höfðu sést fáeinir vestur við Sk ga skömmu
áður en Siglufjarðarpóstur kom í Fljótin.
Ausfanpóstur,
sem átti að koma á mánudaginn, kom
ekki fyr en í gær (föstudag). Hafði orðið að
bíða 5 daga eftir Seyðisfjarðarpósti á Qríms-
stöðum. Pósturinn vestur var látinn bíða
austanpósts hér í tvo sólarhringa, þangað til
síðdegis á miðvikudag; þá þótti ekki til-
tækilegt að hann biði lengur.
Tvö flskiskip
leggja á stað héðan þessa dagana til veiða;
„Engey' (Dansk-Isl. Handels og Fiskeri Co.,
Patreksfirði) fór í fyrradag, og „Helga" (Tul-
inius) fer í dag.
Mafvörulausir
eru verzlunarstaðirnir í Ólafsfirði, Siglu-
firði og Haganesvík. En væntanlega rætist
úr því, þegar „Vesta" kemur.
Effirmæli.
Þann 26. nóvember síðastliðinn andaðist
að heimili sínu í Winnipeg Jón Rögvalds-
son, fyrrum bóndi á Leifsstöðum í Kaup-
angssveit, 71 árs að aldri,
Jón heitinn var kvæntur Guðnýu Hall-
grímsdóttur frá Garðsá, sem Iifir mann sinn,
og er hún hjá Steingrími syni sínum í
Winnipeg.
Þeim hjónum varð þriggja barna auðið.
Eitt þeirra var Kristjana sál. kona Jóns á
Mýri, annað Hallfríður, gift hr. Jóh. Þor-
geirssyni í Winnipeg, og þriðji Steingrím-
ur, kvæntur og búsettur I Winnnipeg.