Norðurland - 27.02.1904, Blaðsíða 4
Nl.
88
Allan sinn búskap bjó Jón heitinn á
Leifsstöðum — um 20 ár — enda voru þau
hjón bæði borin og barnfædd þar í sveit-
inni. Þegar þau brugðu þar búi, fluttu þau
til tengdasonar síns, Jóns bónda Jónssonar
á Mýri, sem nú er fluttur til Ameríku, og
voru þar í húsmensku um hríð, þaðan fóru
þau til Ameríku fyrir rúmum 14 árum.
Jón sál. var mesti dugnaðar og atorku-
maður, og búhöldur góður, sem jafnan sá
heimili sínu vel borgið; haun var jafnan
hjálpsamur og viðkvsemur við alla, sem
bágt áttu, svo og skyldurækinn og sam-
vizkusamur, og í einu orði sagt bezti
drengur; og munu, allir sem kynni höfðu
af honum, ávalt minnast hana sem trygg-
lynds og óeigingjarns vinar. ^ $
þingmannsefni.
„Austri" segir, að Jón Jónsson fram-
kvæmdarstjóri frá Múla ætli að leita alþing-
iskosningar á Seyðisfirði.
Bæjarsfjórnarfundur.
Þriðjud. 23. febr.
Um löggæzlu í bænum var ákveðið að
hafa 2 lögregluþjóna þetta ár út, og lög-
reglustjóra falið að ráða þá lögregluþjóna,
sem nú eru, til ársloka og gefa þeim erind-
isbréf í samræmi við frumvarp, sem nefnd
í málinu lagði fram. Ákveðið, að taka mál-
ið til umræðu í næsta septembermánuði.
Jóni Indriðasyni frá Grenivík, Zófoníasi
Baldvinssyni á Tungufelli og Lilju Páls-
dóttur frá Hrafnagili veitt aðsetursleyfi.
Skipasmið Bjarna Einarssyni veittar 50
kr. úr hafnarsjóði í viðurkenningarskyni
fyrir störf hans við bryggjusmíðið.
Bæjarfógeta falið að hlutast til um, að
gjaldkera spítalans verði sem fyrst greidd
afgjöld af jarðeignum spítalans fyrir næstl.
ár.
Bæjarfógeta falið að taka bráðabirgðalán
handa bænum hjá Útbúi Landsbankans á
Akureyri, 1000 kr., til tveggja mánaða.
Fjárkláðalækningarnar.
Bréf kom frá Myklestad með austanpósti,
dags. 19. þ. m. á Skjöldólfsstöðum. Þeir
Hallgr. Hallgrímsson voru þá þangað komn-
ir á heimleið, en enginn kostur að komast
með hesta vestur yfir heiðina. Böðunum
var lokið í Múlasýslum og H. H. hafði
farið suður í Austur-Skaftafellssýslu til þess
að koma á böðunum þar. Austur-Skaftfell-
ingar virðast ekki hafa búist við böðunum
hjá sér, með því að þar hafði einskis kláða
orðið vart. En Myklestad áleit sjálfsagt að
baða samt alt að Breiðamerkursandi til frek-
ari tryggingar. í Múlasýslum hafði alt geng-
ið ágætlega, bændur tekið ráðstöfunum
kláðalæknanna sem sjálfsögðum hlut. Mykle-
stað hafði átt von á Davíð Jónssyni til
samfylgdar heim, en hann var ókominn að
Skjöldólfsstöðum, sjálfsagt vegna ófærðar,
*
Veðurathusranir
á Möðruvöllum í Hðrgárdal. Eftir Valtý Stefánsson
1904. Febr. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum.
Loftvog (þnml.) Hiti (C.) 3S *-< 3 lO > Skýmagn | Úrkoma |
Fd. 11. 74.6 -4- 0.5 SV i 5 -4- 7.0
Fd. 12. 75.i -4- 3.0 0 7 -4- 7.0
Ld. 13. 74.s -F 3.5 NV 1 10 s -r- 8.0
Sd. 14. 74.7 -f- 3.0 NV 2 10 s -4- 6.o
Md. 15. 74 .s -é- 1.4 N 2 10 s -f* 5.5
Þd. 16. 75.o + 0.3 N 1 10 -4- 3.0
Md. 17. 75.5 -é- 2.0 0 9 s -r- 4.o
Fd. 18. 75.9 -4-13.5 0 1 -r- 13.3
Fd. 19. 72.5 -4- 2.5 S 1 10 s -4- 15.3
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framhald.]
Þeir hjuggu svo sundur akkerisfestarnar
og biðu. Svo mikil var þögnin, er sam-
fara var efa þeirra og vonum, að Iíkast
var því, sem þeir væru að hvíslast á, þó
að þeir gerðu ekki annað en draga and-
ann. Þessi kynlega skúta leið inn í víkina
hægt og hægt; þeir gátu séð skálmarnar,
sem mennirnir höfðu við hlið sér, og les-
ið nafnið á framstafninum. Kralræði efans
var svo mikið, að þeir þoldu varla við.
Svo heyrðu þeir formanninn á bátnum
skipa fyrir um eitthvað, og þá var hætt
að róa. Páll sagði við sjálfan sig, að nú
væri stundin komin og draumur hans að
engu orðinn.
Langbáturinn var kyr þarna svo sem
20 sekúndur. Mennirnir á þilfari Esmer-
öldu létu aftur augun og stóðu grafkyrrir
eins og Iíkneskjur. Svo tók vonin aftur
að bærast í brjóstum þeirra, því að árarn-
ar fóru aftur ofan í vatnið; rússneski bát-
urinn sneri skyndilega við og honum var
róið til hliðar á eynni, sem fjær þeim
var. Þeim Iétti öllum fyrir brjósti. Enni
Páls var vott og kalt af svita.
»Þeir eru ekki að leita að okkur; eg
skil þetta ekki,« mælti hann.
»En eg skil það,* mælti Jón Hook með
ákefð. Lítið þjer þarna yfir um. Sjáið þjer
hvíta skipið, þrímastraða. Eg held, að það
sé skip holdsveiku mannanna. Munkarnir
eru á skipinu. Þeir hlaða skip sitt með
holdsveikum mönnum, eins og við hlöðum
okkar skip með kolum. Þeir sigla frá
einni eynni til annarrar, þar til er skipið
er fullfermt, og svo halda þeir norður
eftir til spítalans.
Hann hafði rétt að mæla. Báturinn hélt
beint að skipi, sem alt í einu hafði komið
í Ijós. Tuttugu mínútum slðar var bátur-
inn orðinn að litlum bletti úti á sjónum,
og skipverjar á »Esmeröldu« settust að
miðdegisverði.
XX.
Skipið með gullkrossinum.
Kynlega skútan, sem Marián hafði séð
úr bátnum, var svo sem hálfa mílu frá
ströndinni. Hún hafði þrjú siglutré, tvö
mjög stutt, en það þriðja hátt; ofan á
því var stórt krossmark úr gulli, og glamp-
aði á það nú um sólarlagið. Móleit veifa,
sem ekki var dregin upp nema til hálfs,
flaksaðist fram og aftur í vindinum, og
stórt segl, sem að ýmsu leyti líktist latn-
eskum suðurlandaseglum huldi hálft þil-
farið. Marian tók eftir því, að skipsskrokk-
urinn var hvítur og skreyttur mjög mörg-
um rauðum krossum; eitthvað var og á
honum, sem hún hélt, að hlyti að vera
letur; en ekki gat hún lesið það. Jafnframt
sá hún allmarga menn standa saman á
þilfarinu, og við skipið var festur langur,
hvítur bátur, sem fjórir skipverjar höfðu
farið á inn að ströndinni. Af þessum fjór-
um mönnum sátu þrír enn við árarnar, en
sá fjórði stóð á landi og talaði við mann-
inn, sem Marian hafði séð og verið hrædd
við fyr um daginn. Hún þóttist sjá, að
mennirnir mundu vera að tala um komu
hennar til eyjarinnar, því að þeir bentu
oft á bát hennar og færðu sig ofurlítið
til, til þess að sjá hann betur.
Ollum þeim, sem með nærveru
sinni við jarðarför minnar
elskulegu systur, Ingibjargar
Torfadóttur, heiðruðu útför
hennar og á annan hátt hafa tekið
þátt í sorg minni, votta eg hér með
mitt innilegasta þakklæti.
Akureyri þ. 20. febr. 1904.
fiórdís (jorfadóftir
frá Ólafsdal.
WMir, sem sku/da~*to
»Norðurlandi«, áskriftargjöld eða fyrir
auglýsingar, eru vinsamlegast beðnir
að borga svo fljótt, sem þeim er
unt.
Sosdrykkjaverksmiðja
Eggerts Einarssonar á Oddeyri hefir ætíð
nægar birgðir af allskonar limonaðetegund-
um, svo sem: Jarðarberjalimonaðe, Hind-
berjaliraonaðe, Appelsinlimonaðe, Ananas-
limonaðe, Grenadinlimonaðe, Vanillelimon-
aðe, Sitrónvatn og Sódavatn.
<p Kosfaboð
sem enginn býður, nema
6
Jforðurland“.
Fyrir kr 1.50
geta nýir kaupendur fengið pað, sem eftir er af 3. árgangi blaðs-
ins, 32 arkir.
Þeir fá auk þess í kaupbæti
Sögusafr) „]Morðurlands“ II.,
fyrra hluta sögunnar »Spæjarinn'',
208 þéttprentaðar blaðsíður,
fyllilega hálfrar annarar krónu virði.
Fyrir kr. 2.00
fá nýir kaupendur allai) 3. árgang blaðsins og Sögusafnið með.
Jlnnað eins kostaboð býður ekkert íslenzkra blaða.
Blaðið á, að tiltölu við efni sín,
stórfé útistandandi
fyrir 1. og 2. árg. Þeir, sem skulda fyrir pessa árganga, annan
eða báða, eru vinsamlegast beðnir að borga sem fyrst
Geyser-Ovnen.
Ny Opfindelse, Patenteret Dan-
mark 1903. Nutidens bedste
Stedsebrænder. Absolut
uden Konkurrence.
Over 10,000 i Brug.
Enorm Brændselbesparelse.
Geyser-Ovnen har stor Kogeind-
retning. Simpel og bekvem Behandling.
Fordrer ringe Pasning. Regulerer Stue-
luften.
mr Bedre Fodvarmer eksisferer ikke.
Bliver gratis udmuret med Kanal-
sten. Kan opstilles overalt færdig til
Brug paa io Minuter. Opvarmer som
stedsebrændende 3 Værelser for 3 5
Öre pr. Dögn. Ovnene bliver under
Garanti færdig monteret paa egne
Værksteder. I Ovnen kan brænde
alslags Kul, Kokes, Brænde, Törv.
Ovnene forsendes færdig udmurede
herfra, færdige til Opstilling.
fftBT Pris fra 25 Kr.
Kjöbmænd Rabat.
Eneudsalg: i Danmark:
Jens ýíansen,
Vestergade 15. Kjöbenhavn.
Þakkir.
Öllum þeim heiðruðum Sauðárkróks-
búum, sem með gjöfum og hluttekn-
ingu hafa glatt mig og veika drenginn
minn, geld eg skyldar þakkir og bið
guð að launa þeim.
Sauðárkrók 15. febrúar 1904.
María Eiríksdótfir.
Budda með 17 kr. og opnu bréfi í hefir
tapast á Ieiðinni frá búð Ottó Túlinluss fram
að Teigi. Finnaudi er beðinn að skila henni
til Sigurðar Sigurgeirssonar á Öngulstöðum
gegn sanngjörnum fundarlaunum.
Auglýsing.
Undirritaður kaupir unga naut-
gripi frá 1. marz og í alt sum-
ar. Þeir, sem vilja selja, gjöri
svo vel og komi sem fyrst, og
semji við
Jóhann Vigfússon.
„Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi.
52 blöfl um árið. Verð árg. 3 kr. á fslandi, 4 kr. I
ððrum Norðurálfulðndum, l'/a dollar ( Vesturheimi.
Ojalddagi fyrir miðjan júlí al minsta kosti (erlendis
fyrir fram).
Uppsðgn sé skrifleg og bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ntstjóra fyrir 1. julf.
AuglÞingar teknar í blaðið eftir samningi við rit-
stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið.
Prentsmiðja Norðurlands.