Norðurland


Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. Akureyri, 12. marz 1904. 24. blað. Jriður rojinn með Qússum og Japansmönnum. Merkustu fregnirnar, sem komu frá útlöndum með Vestu, eru þær, að friður er rofinn með Rússum og Japansmönnum. Japansmenn urðu fyrri til að segja sundur friðinum, en Rússar urðu fyrri til að hefjast handa, þótt engin stórtíðindi gerð- ust í það skiftið. Fregnirnar eru afarmargar, en fremur ógreinilegar og margar mið- ur áreiðanlegar. Auðsætt er, að hvorki Rússar né Japansmenn leyfa frétta- riturum að vera með flotunr sínum né liðsafla á landi; að hinu leytinu er að sjálfsögðu fjöldi af fréttaritur- um hér og þar í Japan, Kína og Kóreu, sem senda út um heiminn mikið af fréttum, meira og minna varasömum. Af því, sem hér fer á eftir, eru samt áreiðanlegar fregnir komnar. Rússar urðu fyrri til að hefja ó- friðinn, eins og áður er sagt. Rúss- neskt njósnarskip mætti að kvöldi þess 8. f. m. japönskum flutninga- flota fyrir utan hafnarbæinn Chem- ulpo á vesturströnd Kóreu, skaut á flotann og hélt svo inn á höfnina. þar lá við akkeri annað rússneskt njósnarskip. Sjóliðsforinginn, sem stýrði flutningaflotanum, Urin að nafni, skoraði morguninn eftir á rússnesku skipin að fara út úr höfn- inni fyrir hádegi, annars yrði hann að ráða á þau þar inni. Rússnesku skipin urðu við áskoruninni, og fyrir utan höfnina söktu Japans- menn öðru skipinu, en sprengdu hitt í loft upp. Franskt njósnarskip var viðstatt bardagann og bjargaði skipverjum af báðum rússnesku skip- unum, 800 manns alls. Sá liðsafli var þar með kominn á franska lóð og tekur sennilega ekki frekari þátt í ófriðinum. En þó að mörgum yrði bjargað af Rússum, féllu 40 og 464 særðust. Enn snarpari vopnaviðskifti urðu rneð Rússum og Japansmönnum á úthöfn borgarinnar Port Arthur, að- faranótt hins 9. f. m. og síðar sama dag. Þar var háð orusta mikil af fjölda rússneskra og japanskra her- skipa. Japansmenn báru hærra hlut, skemdu til stórra muna 5 herskip Rússa og sum þeirra virðast hafa orðið með öllu ónýt. Fregnirnar um tjón Rússa þar annars ekki sem á- reiðanlegastar. Enn fremur urðu Rússar fyrir til- finnanlegu skakkafalli við Port Art- hur þ. 14. f. m. Japanskir tundur- bátar fengu þá ónýtt, eða að minsta kosti stórskemt, tvö rússnesk herskip. Ýmsar fleiri sögur hafa borist af vopnaviðskiftum, en blöðin telja ekki verulega mark á þeim takandi. Jap- ansmenn drotna sem stendur alger- lega á ófriðarsvæðinu á sjó. Kórea er öll á þeirra valdi, enda Kóreu- menn allir á þeirra bandi, og keis- arinn þar þegið vernd þeirra. Ná- frændi Japanskeisara er meira að segja kominn til Kóreu sem með- stjórnari þar. Kínverjar eru og í anda með frændum sínum í Japan, hatrið við Rússa megnt í Kína, en allar horfur eru á, að þeir muni ekki taka þátt í ófriðnum, og að hlut- leysi þeirra verði samningum bund- ið af Bandaríkjum og stórveldum Norðurálfunnar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefir lagt fram til- lögu í þá átt fyrir stórveldin í Norð- urálfunni og henni verið vel tekið. Englendingar og Frakkar virðast ráðnir í að sitja hjá. Eftir því, sem næst verður komist, hafa Englend- ingar ekki bundist samningum um að ganga í ófrið með Japansmönn- um, nema þeir eigi í höggi við tvær þjóðir í senn, og Frakkar ekki skuld- bundið sig til að veita Rússum í ófriði við Austurálfuþjóðir. Stjórnin i Rússlandi gerir sér mikið far urn að koma út um heinúnn sögum um það, að alþýða manna þar í landi beri hinn ákaf- asta fjandskaparhug í brjósti til Jap- ansmanna og hafi eldheitan áhuga á því, að Rússar beri hærri hlut. En jafnframt koma sögur um það, að allmargir þegnar Rússakeisara á Rússlandi, en einkum á Póllandi, óski þess heitt og innilega, að ó- friðurinn fari á annan veg. Peir segja, að Rússastjórn þurfi að fá eftirminnilega ráðningu, þá ráðningu, sem ríði að fullu stjórnarfyrirkomu- laginu á Rússlandi. Peir segjast þurfa að fá umbætur og framfarir innanlands, en ekki nýja landauka í Austurálfu. Og þeir gera sér von- ir um, að rússneska einveldið og harðstjórnin standist ekki þá eld- raun, að bíða til fulls og alls ósig- ur fyrir Japansmönnurn. En sannast að segja virðast litlar líkur til, að þau verði lelkslokin. Við því hefir verið búist frá því er ófriðarhættan kom í Ijós, að Japansmenn mundu verða sigursælli í fyrstu, en eins og „Norðurland" hefir áður tekið fram, gera jafnframt þeir, sem kunnugastir eru í Austurálfu, ráð fyrir því, að Rússar muni gera meira en rétta hlut sinn, þegar til lengdar lætur. Samí hafa sigurvinningar Japans- manna orðið meiri en menn áttu von á og á Rússlandi virðist hafa slegið allmiklum óhug á menn og óánægja vera þar allmegn út af fyrirhyggjuleysi herstjórnarinnar aust- ur frá. Á yfirforingja Rússa þar eystra, sem Alexejev heitir, hafa menn ekki mikið traust. Hann þykir meiri stjórn- málamaður en liðsforingi. Búist var við því, að Japansmenn mundu mjög bráðlega reyna að vinna borgina Port Arthur og öll- um öðrum en hermönnum, útlend- um sem innlendum, hafði verið vís- að burt úr henni. Sendiherra Japansmanna á Rúss- landi gefur Rússakeisara þann vitn- isburð, að hann hafi svo lengi, sem honum var unt, reynt að afstýra friðarslitum. Rússastjórn hefir hætt við að taka þátt í veraldarsýningunni í St. Louis, sjálfsagt vegna ófriðarins. Pegar er þetta fréttist, bað fulltrúi Japans- manna þar um það, að svæði því, er Rússum hafði verið ætlað á sýn- ingunni, yrði bætt við sýningarsvæði Japansmanna. Voðabál í Qalfimore. Sunnudaginn 7. f. m. varð meira bál í borginni Baltimore í ríkinu Maryland í Bandaríkjunum en nokk- uru sinni hefir komið fyrir þar í landi, síðan er Chicago brann. Eld- urinn kom upp í vöruhúsi miklu, þar sem geymdur var spíritus, olía og fleiri eldfim efni, og barst bráðlega í gasolíuílát í kjallaranum. Húsið hrundi þá tafarlaust, og spýtti út frá sér logum og neistum einar 1000 álnir á allar hliðar. Skyndilega kvikn- aði í húsunum umhverfis og í mörg- um þeirra voru miklar birgðir af eldfimuin efnum. Uppnámið varð svo mikið, að það varð mjög til fyrirstöðu lögreglunni og slökkvilið- inu. lnnan skamms varð að símrita eftir hjálp frá Washington, Fíladelfiu, New York og fleiri borgum. Ofsastormur var og eldurinn barst með voðahraða um borgina. Ógrynn- in öll af sprengitundri voru notuð til þess að ryðja úr vegi húsum og hefta för eldsins á þann hátt. En víða gekk það illa, og svo virtist lengi, sem allur bærinn ætlaði að fara. Úr gistihöllunum flýðu menn í hrönnum til Washington og sjúk- linga var farið að flytja úr spítöl- unum. Hús með 10—15 gólfum, sem reist höfðu verið úr stáli og gleri, voru talin eldtraust. En þegar eldurinn hafði magnast sem mest, runnu þessi hús eins og vax. Svo bar það lán að höndum í óláninu, að vindstaðan breyttist, eldurinn barst í áttina til hafnarinnar og brendi þar nokkur vöruhús og timbur- og kola- birgðir. Eftir 27 klukkustundir tókst mönnurn að ráða við hann. Um tjónið ber mönnum ekki saman; sumir nefna 400 miljónir króna, aðrir alt að 1000 milj. Áskoranir um sýsluveifing. „Stefnir" segir frá því, sem er alveg satt, að menn séu hér í kaupstaðnum og sýsl- unni að skrifa undir þá beiðni til ráðherr- ans, að sýslumanni og bæjarfógeta Jóhann- esi Jóhannessyni verði veitt sýslumanns- og bæjarfógetaembættið hér. En hvers vegna lætur blaðið þess ógetið, að bænarskjal hefir þegar verið sent til ráðgjafans um að veita Lárusi H. Bjarnason embættið? Hefir rit- stjórinn verið dulinn þess? Eða þykir hon- um réttast að fara dult með þetta ráð vina sinna, sem alveg áreiðanlega er ekki að skapi meira hluta héraðsbúa — svo að talað sé sem gætilegast? III. ár. Stjórn íslandsbanka. Hún er nú skipuð. Eins og öllum er kunnugt, verður danskur maður, Emil Schou, yfirbankastjóri. En með- stjórnendur hans verða þeir amtmað- ur Páll Briem og bankabókari Sig- hvatur Bjarnason. Enginn vafi er á því, að þessi úr- slif málsins mælast einkar vel fyrir um land alt. Hvort sem litið er á málið frá sjónarmiði bankans eða þjóðarinnar, er ekki lítið í það varið að fá Pál Briem fyrir bankastjóra, mann, sem bæði er jafn-miklum hæfileikum bú- inn og lætur sér jafn-ant um atvinnu- mál landsins og hefir jafn-mikla þekk- ing á þeim sem hann. Um Sighvat Bjarnason er ekki held- ur annað en gott að segja, þó að hann sé ekki jafn-þjóðkunnur maður sem hinn. Hann er að sönnu einn af þeim, sem fastast mæltu framan af gegn stofnun íslandsbanka. En að hinu leytinu er það á vitorði þeirra, sem kunnugir eru skoðunum hans, að honum snerist síðar svo hugur í þvf máli, að hann taldi brýnustu nauðsyn á því, að vér fengjum bankann. Hann er starfsmaður hinn mesti, hefir stað- ið ágætlega í stöðu sinni við Lands- bankann, er vandaður og réttsýnn maður og drengur hinn bezti. Takist nú vel með stofnun útbú- anna, má fyllilega við því búast, að bankinn vinni þjóðinni það gagn, sem vinir hans hafa jafnan óskað og von- að, síðan er stofnun hans bar á góma. % j/lentun bænda. Guðmundur Friðjónsson hefir í 16. tölubl. Norðurl. ritað um þetta mál. Ekki er því að neita, að margt er vel og rétt mælt í grein þessa hátt- virta höf.; en þó koma þar fram skoð- anir, sem mér virðast að ýmsu leyti mjög varhugaverðar. Höf. segir mentunarviðleitni þjóðar- innar hvarvetna mjög auðsæja; færir hann þvf til sönnunar löngun æsku- manna til skólagöngu. >Allir vilja fara f skóla.« »En hversdagsstörf eru fyrirlitin og snúið bakinu við þeim.« Síðan segir höf., að ekki sé brýn þörf að hrópa til þjóðarinnar um meiri mentun. En sé þessu svona farið, sem höf. virðist ætla, að skólagangan dragi menn frá nauðsynlegustu störfum, þá veit eg ekki, hvernig þörfin á að verða brýnni til að hrópa um meiri mentun. En fáum mun koma til hugar að mentunin aukist í landinu, þó að skól- arnir væru lagðir niður, og eigi mundi það heldur vera talinn vottur vaxandi menningar, ef skólarnir færu að standa hálftómir. Eg er nú að vísu ekki samdóma höf. að því leyti, að skólagangan dragi úr framleiðslunni í landinu yfirleitt;

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.