Norðurland


Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 3
95 Nl. annan og hreyta ónotum í guð og náttúruna. Þetta sýnir ljóslega, hve gleymnir menn eru á ráðlegging reynsl- unnar, af því að áhuginn og eftirtekt- in er svo nauðasljó. Mjög óánægjuleg eru þau orð í áðurnefndri grein, að alt náttúrufar banni að miklu leyti alla jarðrækt hér norðanlands. Ef svo væri, þá væri til lítils að óska eftir öðr- um eins jarðræktarmönnum og Stefáni kennara og Skúla Thoroddsen. Fyrir þessu eru heldur engar sönnur færðar í greininni og víst er um það, að þetta er ekki álit þeirra manna, sem hér hafa bezt vit á og bera jarðræktina ríkast fyrir brjósti. Þeirra skoðun er, að þekkingarskorturinn, áhugaleysið og viljaleysið sé hér verstur þröskuldur í vegi; þess vegna hefir verið ráðist í stofnun Ræktunarfélags Norðurlands, til þess að færa mönnum heim áþreif- anlegar sannanir fyrir því, að hér megi í sannleika gera margt og mikið fyrir jarðræktina, miklu meira en flestir hafa álitið. Það er bæði margt og mikið, sem gera má og gera þarf fyrir alþýðu- mentun vora; en alt verður það að stefna að sama markmiði, að hefja anda mannsins upp í æðra veldi, auka þekkinguna, efla viljann og styrkja áhugann. Takist þetta, þá mun landið ræktast, þá munum vér eignast þjóðar- aað. Þetta verður ekki gert í fljótu bragði, en fyrir alla muni, höldum í áttina, nemum aldrei staðar. Að síðustu skal þess getið, að eg hefi miklar mætur á Guðm. Friðjóns- syni. En skoðanir okkar virðast vera svo ólíkar, þegar um þetta mál er að ræða, að eg get ekki orða bundist. V2 '04. Ingimar Eydal. Reglugjörð lærða skólans- Síðasta alþingi skoraði á stjórnina að láta semja svo fljótt sem unt er, og löggilda nýja reglugjörð fyrir skól- ann í Reykjavík, er fari í öllum aðal- atriðum í sömu átt og frumvarp al- þingis 1897, þannig að gríska verði afnumin sem skyldunámsgrein, að kenslustundum ( latínu verði fækkað að mun, að latneskir stílar verði lagðir niður við próf, að kenslutíma þeim, sem þannig vinst, verði aðallega varið til aukinnar kenslu í móðurmálinu, í sögu landsins og bókmentum, í nýju málunum (einkum ensku og dönsku), í menningarsögu mannkynsins, náttúru- þekkingu og eðlisfræði. Mjög mikil gleðitíðindi eru það fyrir þá, sem unna framförum í skólamál- um vorum, að stjórnin í Reykjavík hefir afráðið að verða nú þegar við þessari áskorun alþingis. Nemendum, sem ætla að stunda guðfræði að stú- dentsprófi afloknu, verður samt gefinn kostur á tilsögn í grísku. Samband á og að komast á milli gagnfræðaskólans hér og lærða skól- ans, þannig að þeir, sem útskrifast hafa úr gagnfræðaskólanum, geti kom- ist inn í 4. bekk lærða skólans, án þess að taka þar próf. Guðm. Björnsson cand. juris verður settur sýslumaður og bæjarfógeti hér frá 1. næsta mán. Embættið hafði ekki verið auglýst laust til umsóknar, þegar póstur fór að sunnan, hvernig sem á því stendur. Varpfélag: Eyjafjarðar biður menn hvarvetna við Eyjafjörð að veita eftirtekt eftirfarandi línum. Vér höfum það enn á ný alveg fyrir satt, að lög um friðun æðarfugls hafði í vetur á vissum sviðutn við Eyjafjörð verið tðluvert brotin sérstakl. innfjarðar. Vér nefnum hér ekki nein sérstðk nðfn; en eigi að síður þykjumst vér þess vissir, að menn alment munu ekki álíta, að vér förum með rangt mál. - Oss dylst það ekki, að mönnum finst það ljótt, hve til- finnanlega réttur vor er brotinn og hve mikið stórtjón nú og í framtíðinni þetta er fyrir alt þetta hérað, sé ekki í tíma alvar- lega tekið í strenginn, auk þess sem rétt- lætistilfinning hvers heiðvirðs manns bezt getur borið um, hve mikill siðferðislegur blettur þetta er fyrir hlutaðeigandi menn og þau héruð eða heimili, sem þetta á sér stað á. Þv( þótt horfur manna í bjargræðis- legu tilliti — því núður — séu nú víða erfiðar hér við Eyjafjörð, þá réttlætir það á engan hátt fyrgreinda aðferð, enda má vel vera, að margur sá, er hvað bágast á, sætti sig fremur við hið erfiða hlutskifti sitt, eða þá að minsta kosti Ieiti annara heiðarlegri ráða, en að við hafa óráðvendni, ólöghlýðni og yfirgang. Frá voru sjónarmiði tná slíkt heldur á engan hátt Kðast. Vér munum því í þessu efni gera alt, sem í voru valdi stendur, leynt og ljóst, til þess að hlutaðeigandi menn sæti þeirri þungu ábyrgð, er lögin í þessu efni fyrirskipa. En vér játum það, að vér hér erum oss ekki sjálfum nógir. Oss ríður á að fá í hð með oss alla góða og skyn- sama menn hvarvetna við Eyjafjörð. — (Og þá ekki hvað sízt að hlutaðeigandi lögreglu- stjóri sé þessu máli mjög sinnandi.) — Vér teljum það ekki nóg, þótt gildandi sektar- ákvæðum sé beitt, er nöfnin eru gefin upp. Hitt er meira verkefni, að koma upp um slíka menn og yfir höfuð að sjá um, að lög landsins í þessu efni séu ekki brotin. Því nánar sem vér hugsum um þetta mál, því betur sjáum vér, að eina ráðið sem dugar, er að skerpa eftirlitið þannig að það verði af sem flestum og á sem flcstum stöð- um. Þessu samkvæmt er það því hér með alvarleg áskorun vor til allra réttsýnna og skynsamra manna, að þeir í þessu efni vilji styðja oss og hjálpa eftir megni — svo að vér getum náð tilgangi vorum — algjörðri friðun æðarfugls samkvæmt lögum. Og vér viljum geta þess, að vér nú þegar höfum fengið marga eftirlitsmenn hér við fjörðinn, og að vér erum sannfærðir um, að þessu velferðamáli er mun betur borgið þeirra vegna; en vér þurfum eigi að síður að fá enn miklu fleiri — helzt svo og svo marga á hverjum stað. Þá fyrst höfum vér von um, að þessu máli væri að fullu borgið — og þegar oss hefir tekist það, sem vér ef- umst ekki um, munum vér með leyfi hlut- aðeigandi manna auglýsa nöfn þeirra, svo almenningur sjái, að þetta mál er oss al- vörumál. Loks viljum vér hér í sambandi við hið undanfarna geta þess, að aðalfundur varp- félagsins er ákveðinn að Iiöfða mánudaginn þ. 14. marz 11. k. og bjóðum vér hér með hverjum þeim, er nokkurar lfkur sér til þess að koma upp varpi hjá sér, á fund þennan, og munum vér þar og yfir höfuð fratnvegis láta í té allar þær munnlegar og verklegar leiðbeiningar í því efni, sem oss er auðið. Því á þennan hátt er það áhuga- mál vort, að sem flestir hér við Eyjafjörð og yfirleitt á öllu landinu, gætu orðið að- njótandi þeirra ríkulegu og skemtilegu hlunn- inda, sem æðarvörpin láta í té. Varpfélag Eyjafjarðar. Járnbrauf vænfanleg. Félag hefir myndast í Skotlandi (eða Englandi) til þess að vinna brenni- steinsnámur á Þeistareykjum (á afrétt Reykdælahrepps). Eigandi námanna er Grenjaðarstaðaprestakall. í ráði er að leggja járnbraut frá Húsavfk upp að námunum, nál. 4 mílum. Jón Jónsson frá Múla er umboðsmaður félagsins og var búist við honum til Húsavíkur í þessum mánuði til þess að semja fyrir félag3ins hönd. Félagið hefir áð- ur skrifað prófastinum á Grenjaðar- stað og prestinum á Húsavík til þess að undirbúa samninga. Lærði skólinn. Sú fregn barst hingað norður í prívatbréfum, að rektor Björn M. Ól- sen ætli að segja af sér embætti sínu. Ef til vill er það ekki sambands- laust við þessa fregn, að alt hefir nú verið með friði og spekt í lærða skól- anum um stund. Frézt hefir frá Khöfn, að íslenzkir stúdentar hafi stofnað til fundar til þess að ræða um lærða skólann og boðið ráðherra H. Hafstein að vera viðstödd- um og taka þátt. í umræðunum. Hann hafði þegið boðið. A fundinum átti að halda því fram af stúdenta hálfu, að rektoraskifti séu óumflýjanleg við skól- ann. Fundurinn hafði enn ekki verið haldinn, þegar »Vesta fór frá Khöfn, en nákvæmari fréttir sennilega væntan- legar með »Kong Inge«. Gagnfræðaskólinn. Með síðasta pósti kom hingað norð- ur teikning af gagnfræðaskólahúsinu væntanlega, sem stjórnin í Reykjavík hefir samþykt. Hún fer þessa dagana frá einum húsagjörðarmanni hér til annars, til þess að þeir geri tilboð um að reisa húsið samkvæmt henni. Með næsta pósti á að senda tilboðin suður. Sjálfsagt er til þess ætlast, að skólinn verði reistur ( sumar, en mjög óvíst að það takist. Sfjórnarskrifsfofurnar. Þær eru ( landshöfðingjahúsinu fyr- verandi og eru þrjár. Kenslumála og dómsmála-skrifstofa. Skrifstofustjóri fyrv. landritari, Jón Magnússon; aðstoðarmaður cand. juris Guðm. Sveinbjörnsson (háyfirdómara); skrifari cand. phil. Þórður Jensson (rektors Sigurðssonar). Atvinnu og samgöngumála-skrifstofa. Skrifstofustjóri cand. juris Jón Her- mannsson (sýslumanns); aðstoðarmað- ur cand. juris Eggert Claessen; skrif- ari Þorkell Þorkelsson (áður amtsskrif- ari). Fjármála og endurskoðunar-skrif- stofa. Skrifstofustjóri fyrv. sýslumaður Eggert Briem; fulltrúi Indriði Einars- son; aðstoðarmaður cand. Juris Jón Sveinbjörnsson (háyfirdómara); skrifari Magnús Thorberg. Samsœfi var haldið 1. f. m. ( Rvík af eitt- hvað 100 manns til þess að fagna stjórnarskiftunum. Ráðherra og Iands- höfðingi voru þar heiðursgestir. Eftir þeim fregnum, sem komið hafa af samsætinu, virðast ræður landshöfð- ingja og síra Þórhalls Bjarnarsonar hafa verið hugnæmastar. Eftir því, sem »Ingólfi« segist frá hefir landshöfðingi meðal annars látið þess getið, að hann hefði verið treg- ur til að taka landshöfðingjaembættið að sér, því að hugur sinn hefði stað- ið til að verða háyfirdómari; en hann hefði gert það fyrir þrábeiðni Nelle- manns. »Embættið þótti honum ilt, því að hann hefði jafnan verið milli steins og sleggju, þingsins á aðra hlið og ráðgjafans á hina. Hann kvaðst hafa viljað vera réttlátur í úrskurðum sínum, en hitt kvaðst hann jafnan hafa fundið, að sig hefði brostið úr- ræði og hugsjónaafl til að bæta úr þeim þörfum, er hann sá, að nauðsyn var til. Sagðist hann þá oft eigi hafa getað fallist á þá vegi, er aðrir vildu fara, og hafa þá verið íhaldssamur, og nefndi þar til alþýðumentun og skólafjölda. En fyrir því kvaðst hann unna þessu landi á við hvern meðal- mann.« Sennilegt er, að dómur sög- unnar um Magnús Stephensen fari mjög í hina sömu átt sem ummæli sjálfs hans um stjórn sína. Síra Þórh. Bjarnarson komst meðal annars svo að orði í ræðu sinni fyrir ráðherranum, að flokkar gætu verið með tvennu móti: »annaðhvort Kfs- ábyrgðarfélög, þar sem allir ábyrgjast fyrir einn og einn fyrir alla, að í þeim flokki haldist embættin, valdið og féð, eða þá samtök um að vinna landinu gagn«. Kvaðst vona, að hér eftir yrði hið síðara ofan á. Síra Þ. B. hefir þar þótt ástæða til að taka í nákvæmlega sama streng- inn eins og Páll Briem gerði, þegar hann ritaði um »launapólitíkina« í Nl. og hafi hann þökk fyrir það. Ekki verður það of vandlega brýnt fyrir mönnum, að sú stefna, sem mennirn- ir eru báðir að vara við, væri eitt- hvert hið mesta ólán, sem þjóð vora gæti hent, ef hún næði að festast hér á landi, og að af henni mundi stafa einhver sú mesta hætta fyrir velferð og sjálfstæði þjóðar vorrar, sem upp gæti komið. Skipstrand. »Scotland«, gufuskipThore-félagsins, rak^t á land í Færeyjum 15.f.m. í þoku og níðamyrkri, og ónýttist, að því er sagt er. Stýrimaður beið bana. Varðskipið »Beskytteren« flutti skipbrotsmenn til Þórshafnar. Björn Jónsson, ritstjóri ísa- foldar, var væntanlegur til Reykjavíkur með skipinu, eftir því sem »Þjóðv.« segir. „Að vera meö fólkinu." »ÆtIar þú ekki að vera með fólk- inu?« Það kvað alloft vera inngangurinn að samræðum um þessar mundir hjá þeim, sem eru að leita við að spilla fyrir kosning Páls Briems hér í bæn- um. Það er eins og nærri má geta, ekki »að vera með fólkinu* að gera sitt til koma á þing einum mesta hæfileika- manni þjóðarinnar, sem er vakinn og sofinn í umhugsunum um að bæta hag »fólksins«. Það er auðvitað ekki »að vera með fólkinu« að gefa þeim manni atkvæði sitt til þingmensku, sem meiri hluti kjósenda í bænum hefir sent áskorun um að gera kost á sér til þess starfs. Hitt er »að vera með fólkinu« að greiða atkvæði móti því að einhver þjóðhollasti hæfileikamaður landsins komist á þing. Hitt er »að vera með fólkinu* að greiða atkvæði móti þeim manninum, sem meiri hlutinn hefir beðið um. »Fólkið« eru ekki aðrir en þeir, sem vilja spilla fyrir kosningu Páls Briems. Meiri hluti bæjarbúa aftur á

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.