Norðurland


Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 2
Nl. Stú/kan dána. [Atburðir þeir, sem’f knúð^hafa skáldið til þess'|að'.yrkja þetta tilfinningaríka kvæði, hafa nýlega orðið norður á Tjörnesi. Það er þessi gamla og ljóta saga, sem því miður er alt af ný með dálitlum smábreytingum: Ung og efnileg stúlka iofast manni, hann strýkur frá henni þungaðri, hún elur barnið fyrir tímann, verður brjáluð og deyr. — Hefir þetta vakið hina mestu gremju þar nyrðra og hlýtur að gera það, hvar sem það spyrst — Ritst.] A þorranum verður mér þunglyndis-gjarnt, er þóknunar-málefnin dvína, og þess vegna get eg nú gengið af leið og grátið við moldina þína. Eg þekti þig lítið og sjaldan þig sá, en sagan þín varir í minni, sem væri hún blóðstöfum rituð og rist í rjáfrið hjá hvílunni minni. Þó fórnarlamb taki sér fannbreiðan vor, er flestöllum gjarnast að þegja. A eyðihjarninu er alla tíð rúm fyrir aumingjann — til þess að deyja. En hvers vegna verða menn úti svo oft? Af einangrun, — fylgdarmannsleysi. Þeir leggja upp slyppir á viðsjálan veg og vita’ ekki af nokkuru hreysi. Að segja til veganna, vanrækt er oft, þó víst ekki séu þeir beinir. En blygðun og hrelling og bölvun sé þeim, sem brýtur þær mannúðar greinir. — Hún treysti á þann, sem að táldráttinn vann og teygði ’ana á hálustu gljána, úr sjálfsvaldi hennar til síngirni hans, úr sólskini í húmglætu mána. í einlægni kvenlegri er afsökun stór —• þó auðtrygnin svívirðing hljóti —. Og yfir þig legg eg minn eggtrausta skjöld, ef einhver vill berja þig grjóti. í guðs bænum legðu þig, harka, á hnén og hrynji’ um þig skúrir af tárum á dáleiddu meyna, sem veiðibráð varð, en vaknaði flakandi í sárum. í örlagahríðinni úti hún varð og einmana, verð eg að segja. En sá sem var skyldugur, sína leið fór; hann sveikst um og lét hana deyja í barnsfararnauðum og örvita eymd. Svo endaði’ hún gönguna sína. Hvort getur ei sjálfselskan gugnað um sinn og grátið við hvíluna þína? í einlægni krjúptu nú, hroki, á hnén og hjartanu ornaðu í gráti hjá útförnu stúlkunni, er vitstola varð og veik þá úr harðasta máti; — er horfin í burtu frá harðýðgisströnd og hjartnanna fordyri köldu. — Eg sá hana, fanst mér, er seinast hún hvarf í sólfarsins ljósbrota-öldu. bebr. 04. Guðmundur Friðjónsson. auðvitað hefi eg ekki næga þekkingu til að dæma um þetta um alt land; en eg hvorki skil það eða trúi því, nema eg fái órækar sannanir í hendur. Vitanlega eru skólarnir ekki eins góðir og þeir gætu og ættu að vera; langt frá því; en þá er að reyna að finna þá galla, sem standa þeim fyrir þrifum, og laga þá. Þetta á að vera hlutverk okkar mestu og beztu and- ans manna. Sízt skal því neitað, að þeir séu talsvert margir, sem í skóla ganga sér og þjóðfélaginu til lítiilar nytsemd- ar; en það er mfn föst sannfæring, að þetta sé þó alls ekki aðalreglan. Sem betur fer munu skólarnir, þrátt fyrir alla sína ófullkomleika, hafa skilað meiri hluta nemenda frá sér sem nýt- ari mönnum en þeir áður voru. Eg skal geta þess, að eg á hér að eins við alþýðuskóla vora, en ekki hina æðri skóla. Aðalefnið í grein fyrgreinds höf. virðist mér vera þetta: þekkingarskort- urinn er ekki verstur, mentunin er góð og blessuð með öðru góðu, en fyrst af öllu eru >peningar<, »þjóðar- auður<. Það er satt, að við íslendingar er- um fátæk þjóð, verðum að eignast meiri peninga, meiri þjóðarauð. En á hvern hátt? Með því að rœkta og bœta landið. »Vér eigum of fáa menn, sem gera önnur eins handarvik og Skúli Thoroddsen hefir gert á Bessastöðum og Stefán kennari á Möðruvöllum,« segir höf. Þetta er nákvæmlega rétt. Við ræktum Iandið ekki nokkura vit- und með tómu heimastjórnargargi eða þó við sitjum við að skrifa upphrópun- armerki, heldur með starfandi höndum. En þessar starfandi hendur verða að stjórnast af mentuðum anda, svo fram- 94 arlega sem starfið á að bera happa- sæla ávexti. Það er alls ekki einhlítt, þegar um framleiðslu og aukinn þjóð- arauð er að ræða, að þræla sem mest líkamlega; öll vinna verður að byggj- ast á grundvelli skynseminnar og þekk- ingarinnar. Og svo vil eg spyrja: Hvers vegna eru slíkir menn sem þeir, er höf. til- færir, gagnlegri þjóð sinni en aðrir? Hvers vegna standa þeir fremstir í flokki með að rækta og byggja landið ? Af því að þeir hafa meira andlegt víð- sýni en aðrir, af því að andi þeirra er vakandi og starfandi, af því að þeir hafa þekkingu, áhuga og vilja í ríkulegri mæli en aðrir; landið grær í kringum þessa menn, af því þeir eru mentaðir. Þess vegna segi eg: mentun og þekkingu fyrst af öllu; það er hið fyrsta skilyrði fyrir andlegri og líkam- legri vellíðan hverrar þjóðar; þjóðar- auð eignumst við aldrei, nema sem ávöxt eður afleiðing andlegrar menn- ingar. Það, sem því fastast kreppir að þjóð- inni, er að minni skoðun þetta: Þekk- ingin er einsýn, áhuginn dofinn, vilja- krafturinn lamaður. Þetta eru stærstu sárin á þjóðlíkama okkar. Hvað getur t. d. lýst meiri menn- ingarskorti en það, að bændur lesa ekki alment það rit, sem ræðir þeirra eigin málefni? Eg á við Búnaðarritið. En hver ráð eru til að lækna þessi sár? Vitanlega verður það ekki gert í fljótu bragði. Höf. virðist hafa fremur litla trú á utanförum bændaefna. Sjálfsagt eru þær heldur ekki einhlítar til að hefja þjóðlíf vort á hærra stig; en eg efast ekki eitt augnablik um það, að þær geti gert mikið í því efni. Framfarir vorar verða að byggjast á samverkun ýmsra afla, sem verða að vinna í rétt- um hlutföllum, og utanfarirnar verða þar áreiðanlega að koma til greina. Og svo framarlega sem höf. hefir rétt fyrir sér í þvf, að >skóli lífsins« sé sá bezti skóli, eða lffsreynslan sá bezti kennari, sem eg efast alls ekki um, þá hljóta utanfarir að hafa afarmikla þýðingu fyrir oss, því allar miða þær að því að afla oss meiri lífsreynslu, koma oss upp úr »fyrsta bekk« í þessum sameiginlega skóla okkar allra. Hve mikið mun t. d. landið hafa grætt á utanfórum Torfa í Ólafsdal? Eg hygg erfitt að meta það til pen- inga. Hitt á sér vitanlega oft stað> að utanfarir ýmsra mishepnast og verða að litlu eða engu gagni; en fyrir það má ekki leggja árar f bát. En þó að skóli lífsins sé í raun og veru sá bezti skóli, sem við eigum kost á að njóta fræðslu í, þá hefir hann þó einn galla, ef galla skyldi kalla, fram yfir ríkisskólana; hann gerir miklu hœrri kröfur til allra nemenda sinna en allir aðrir skólar og hegnir ætíð óþægilega stranglega öllum þeim, er illa lesa kenslubókina — lffsins bók — og illa taka eftir orðum og aðvör- unum kennarans — lífsreynslunnar. Þar er ekkert tillit tekið til þess, á hvaða þroskastigi nemandinn er, hvort hann er vel eða illa undirbúinn. Þetta hafa menn fyrir löngu fundið og þess vegna eru ríkisskólarnir til orðnir; þeirra hlutverk er að undir búa nemendur undir þenna stóra alheimsskóla, kenna þeim stafrof þeirrar listar, sem nefnist að lifa, svo færri skökk spor verði stig- in, þegar komið er út í skóla lífsins. »Varðar mest til allra orða, að undir- staðan rétt sé fundin*. Undirstaðan er og verður að vera uppfræðing og meðferð æskulýðsins. Allir vita og viðurkenna, í hve megnu ólagi þetta er nú á tfmum. Allir hljóta að viðurkenna, að þeir, sem hafa uppfræðing og uppeldi æsku- lýðsins á hendi, séu flestir langt frá því, að vera starfa sínum vaxnir. Þess vegna hafa mentavinir fundið, hve nauðsynlegt væri að stofna hér góðan kennaraskóla, þar sem kennaraefni ættu kost á að afla sér sérþekkingar um það, á hvern hdtt beri að kenna hverja námsgrein, svo fræðslan verði nemand- ans eigin eign, og hvaða tök verði að hafa til að leysa úr dróma, efla og styrkja alt hið fegursta og bezta, er býr 1' barnssálinni. Þetta er tak- markið, sem vér eigum að keppa að, að ala upp nýta menn með vakandi áhuga, víðtækri þekkingu og öflugum vilja; þetta er sá grundvöllur, sem allar framfarir vorar verða að byggjast á, hið öflugasta meðal til að byggja og rækta landið. Og náum vér þessu takmarki, þá munum vér eignast þjóð- arauð. Mjög varhugaverð virðist mér þessi setning fyrgreinds höf.: »Ef náttúran stendur á höfði, hljótum vér einnig að standa á höfðinu«. Meiningin í þessum orðum mun vera sú, að harð- ærið hljóti að setja bændur og búalið á höfuðið í efnalegu tilliti. Það er satt, að ekki verður ráðið við náttúruöflin á þann hátt, að menn geti kyrt storm og lækkað sjó; en haldist þekkingin og fyrirhyggjan í hendur, þá mun oftast mega draga svo úr skaðlegum afleiðingum þeirra, að við fáum staðist, að það sé ekki sjálfsagt, að vér verðum, að vér hljót- um að leggja oss flata, þó að náttúr- an ygli sig um stund. Mér finst það hljóti að vera samboðið skynsemi og ákvörðun mannsins, að hann að miklu leyti sjái við og sigrist á árásum náttúr- unnar. Jósep gat ekki við það ráðið, að harðærið gengi yfir Egiptaland, en hann spornaði við því, að það setti Iandsbúa á höfuðið, með því að safna í forðabúr á góðu árunum. Fyrnefndur höf. segir nú reyndar, að bændur hafi ekki efni á að vera í heyfyrningum, en eg þykist geta sagt með jafn-miklum rétti, að bændur hafi ekki efni á öðru en vera l heyfyrning- um; það er að segja, af því að efna- hagur bænda er ekki betri en hann er, verða þeir að tryggja sér einhvers konar varasjóð á góðu árunum, er þeir geta gripið til, þegar að þrengir og uppskeran bregst, svo að þeir þurfi ekki að setja allan fjárstofn sinn í voða. Auðvitað er hægt að gera þetta með fleiru en blátt áfram heyfyrning- um. Þess vegna hefir t. d. verið stung- ið upp á, að pantaður væri rúgur til skepnufóðurs o. s. frv. En hver svo sem þessi tryggingarsjóður er, verður hann að stafa frá hinu sama, fyrirhyggju manna og sparsemi á góðu árunum. En allir vita, hvernig þetta gengur. Flestir lifa og láta I góðu árunum eins og þau aldrei muni þrjóta. Og þó ætti þúsund ára reynsla að vera búin að kenna okkur til fulls, að harð- ærin koma eins áreiðanlega við og við og nóttin fylgir deginum og gera ekki boð á undan sér. En þó horfa menn ráðþrota og undrandi hver framan í

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.