Norðurland


Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 4

Norðurland - 12.03.1904, Blaðsíða 4
Nl. 90 móti er ekki »fólk« — eftir því sem nú er talað. Mannaláf. Frú Guðrún Björnsson, kona Guð- mundar Björnssonar héraðslæknis í Rvík varð bráðkvödd 29. jan., 39 ára gömul, af blóðstorku í lungnaæðinni. Hún lét eftir sig 7 börn, hvert öðru \ yngra. Björn Jensson, kennari við lærða skólann, andaðist 19. f. m. úr lungna- bólgu, rúmlega fimtugur, frá konu og 7 börnum. Það er stórkostlegt tjón fyrir skólann, því að áreiðanlega hafa fáir kennarar þar áunnið sér jafn- mikla elsku og virðing bæði samkenn- ara sinna og lærisveina. Síra Ólafur Helgason, prestur á Stórahrauni og forstöðumaður heyrnar- og málleysingjaskólans þar, andaðist á póstskipinu »Lauru« þ. 19. f. m. í Englandshafi á leið til Khafnar. Hjarta- sjúkdómur mun hafa orðið honum að bana. Hann var fæddur 25. ágúst 1867. Kvæntur var hann Kristínu Is- leifsdóttur frá Arnarbæli, og lét eftir sig 5 börn kornung. Hann var dreng- ur hinn bezti og hæfileikamaður, svo sem hann átti kyn til. Dáin er í Kaupmannahöfn frú Laura Ásgeirsson, kona stórkaupmanns As- geirs Asgeirssonar frá ísafirði. Hinn 8. jan. síðastl. andaðist Jóna- tan Jónsson að Melgerði í Eyjafirði, rúmlega sjötugur að aldri. Jónatan sál. var mesti dugnaðar og skarpleika mað- ur og mjög vel látinn. Hann lætur eftir sig ekkju og tvö börn, Hólmfríði, gifta Ólafi bónda í Melgerði, og Ingi- mar Eydal á Akureyri. Halldór Ouðmundsson, fyr kennari við lærðaskólann, andaðist í Rvík 12. febr. Hann fekk lausn frá embætti 1885. Ofsaveður og fjón. í ofsastormi og gífurlegri úrkomu urðu skaðar allmiklir sumstaðar á Austurlandi aðfaranótt þ. 23. f. m. A Klausturseli á Jökuldal hljóp vatn í fjárhús og kæfði 25-—30 kindur. A Brekkugerði í Fljótsdal lenti snjó- flóð á fjárhúsi, braut það og drap 21 sauð. Mest tjónið varð í Reyðarfirði. I Breiðuvík þar í firðinum brotnuðu þrír bátar, möl barst þar á túnið og skemdir urðu töluverðar á húsum. A Helgastöð- um í sömu sveit hljóp snjóflóð á fjár- hús og drap 9 kindur. A Sigmundar- húsum þar í grendinni brotnaði einn bátur. A Hólmum í Reyðarfirði varð þó tjónið tilfinnanlegast. Þar lenti krap- flóð á útihúsi fyrir ofan íveruhúsið og braut þakið á húsinu; skepnur, sem inni voru, héldu lífi. Flóðið lenti svo á geymsluhúsi, fleygði því af grunnin- um og ónýtti það, svo að ekki var annars kostur en rífa það. Ýmislegt, sem í húsinu var, skemdist stórlega. Flóðið tók og þriðjunginn af kirkju- garðinum, sem var úr timbri, og loks vatnsmyllu, sem var að mestu ófund- in, þegar fréttist. A Kollaleiru hafði brotnað hlaða og hey skemst. Og víðar hafði tjón orðið. Sláffuvél hefir hugvitsmaðurinn Ólafur Hjalte- sted fundið upp. Hún gengur fyrir handafli, getur slegið svo nærri eða fjarri rót sem vill og maðurinn slær með henni á við 3. »Fjallkonan« læt- ur mjög vel af verkfærinu. Vélin mun kosta um 100 kr. Hr. O. H. ætlar og að búa til hestvél, sem sagt er, að verði miklu léttari en þær sláttu- vélar, sem hingað hafa komið. ísafjarðarsýslur. Sýslumannsembsettið í ísafjarðarsýslum, á- samt bæjarfógetaembættinu á ísafirði, hefir verið auglýst laust til umsóknar. Síra Einar þórðarson alþingismaður hefir fengið veitingu fyrir Desjarmýrarprestakalli frá næstu fardögum. Davíð Jónsson, fjárkláðalæknir, kom að austan á þriðju- dagskvöld, Iandveg. Hjúkrunarfélag Reykjavíkur hefir starfað hálft ár, hefir 140 félagsmenn og tekjur þess hafa verið alls kr. 581.42. Það leggur sjúklingum til hjúkrunarkonu á heimili þeirra, en hefir ekki nærri því getað fullnægt eftirspurn, og ætlar að reyna að bæta við sig hjúkrunar- konu. í stjórn félagsins eru síra Jón Helga- son, Sighv. Bjarnason og Hannes Thor- steinsson. Áfengið. Vestmanneyingar eru að reyna að losna við áfengisverzlun. Henni er hætt þar um stundarsakir. En óvlst, hvert framhaldið verð- ur, er undir etazráð Bryde komið. Verzlunar- stjóri hans og allir betri menn eyjanna vilja losna við áfengið, segir læknir eyjarskeggja í ísafold. „Víndrykkja hefir verið hér langt of mikil síðustu árin,* segir hann enn frem- ur; „mun ekki hægt að neita því, að ðhðfleg vínnautn hefir átt mikinn þátt í sumum dauðsföllum hér á umliðnu ári>. Jón Helgason, kaupmaður sá, er dæmdur haffii verið fyrir skjalafölsun og svo sloppið úr gæzlu, hefir náðst aftur austur undir Eyjafjölium og verið fluttur til Reykjavíkur. Hann hefir áfrýjað máli sínu til hæstaréttar, en situr í varðhaldi í Rvík. Dýr lóð. 1200 ferálna lóð í Rvík, við Austur- stræti, hefir nýlega verið seld á 13 þús. krónur. Rípurpresturinn, síra Jón Ó. Magnússon hefir sótt um lausn frá prestskap frá næstu fardögum vegna bilunar í raddfærunum. Heiðursmerki. Magnús Stephensen landshöfðingi hefir fengið stórkrossinn; en riddarar eru þeir orðnir : Hannes Hafstein ráðherra, Kl. Jóns- son landritari, Björn Jónsson ritstjóri, dr. Valtýr Guðmundsson og Jón Magnússon Iandritari. Varkárni. Einhver mesta blaðavarkárni, sem vér minnumst að hafa tekið eftir nýlega, er sú, er kemur fram í »Þjóðv.« 19. f. m. Hann segist leiða alveg hest sinn frá því að ráða þá gátu, hver geti verið Stef- án Stefánsson sá, er ritaði um Hvanneyr- arskólann í »Norðurlandi« 23. jan. síðastl. Vitanlega hefir blaðinu jafnan verið við brugðið fyrir gætni og varkárni. Fráleitt væri nokkuru blaði fjær skapi að fara með nokkuð það, er ekki væri með öllu áreiðanlegt, eða draga nokkura þá álykt- un er ekki væri bygð á gersamlegu ó- yggjandi sönnunum. Og sízt er finnandi að þessum mikla mannkosti yfirleitt. En ekki gctum vér samt að því gert — oss virðist varkárnin vera orðin heldur í ríkara lagi, þegar blaðið leiðir alveg sinn hest frá að ráða þessa gátu. Siglingar. »Vesta« kom að kvöldi þ. 5. þ. m. og fór aftur aðfaranótt þ. 8. Með henni komu Lilliendahl verzlunurmaður af Vopnafirði og Bjarni Benediktsson verzlunarmaður frá Húsavík. En með henni tóku sér far hér- aðslæknir Guðm. Hannesson áleiðis til Húnavatnssýslu í Iækniserindum til sjúkr- ar systur sinnar, til Reykjavíkur cand. Vilh. Knudsen, til Khafnar Jensen bakari; fáeinir vesturfarar lögðu og á stað með skipinu, þar á meðal Ágúst Einarsson sá, er ritaði nýlega svæsna grein móti Ame- ríkuferðum í »Þjóðólfi«. »EgilI« kom þ. 9. og fór aftur þ. n. Með honum fóru þeir, sem með »Vestu« höfðu komið og svo Friðbjörn Bjarnarson á Grýtubakka til útlanda í kaupfélagser- indum. 'TS' 03 b/) jv . bÆ O T3 xo 0J B xo j— *c >v i—1 Æ cr> f , «4-. i— xO *So & C <u o zi oi e\i cd O- 03 B ’S 3 -s: 2 -♦—* co *4-< CL. C c O u. rv 03 lO T3 <V C E Æ ‘C co '03 co jHllir, sem skulda' Slorðurlandi*, áskriftargjöld eða fyrir iglýsingar, eru vinsamlegast beðnir í borga svo fljótt, sem þeim er Eg læt ekki hjá líða að vekja athygli minna heiðruðu viðskifta- manna á því, að eg skuldbind mig ekki til að greiða innieignir við verzlanina í peningum, en að eins í hvert ein- stakt skifti, eftir samkomulagi við verzlunarstjórann, í vörum og pen- ingum. Carl Höepfner. • • Blómsíurfræ, • . margar sortir, kom nú með Vestu og fæst I bréfum á 5 og 10 aura á Apóteklnu. Hjá fiórði Chorarensen á Akureyri fást Skegghnífar, mjög góðir. Blóðhitamœlar. Byssur og margt fleira. Tvö herbergi til leigu fyrir einhleypa menn -—~—— í Aðalstræti 14, Akureyri. mil Ipinu f húsinu nr 27, J I 111 iciyu Aðalstræti, eitt * herbergi, ásamt geymslu og að- gang að elhúsi. Hentugt fyrir litla fjölskyldu. Hinum heiðruðu við- skiftavinum mínum gjöri eg hér með kunnugt, að eg skuld- bind mig ekki til að borga inni- eignir við verzlun mína í pen- ingum, heldur að eins í einstök- um tilfellum, ef svo um semst við verzlunarstjóra minn, að nokk- uru leyti í vörum og að nokk- uru leyti í peningum. Gudm. Efíerfl. Auglýsing. Undirritaður kaupir unga naut- gripi frá 1. marz og í alt sum- ar. Þeir, sem vilja selja, gjöri svo vel og komi sem fyrst, og semji við Jóhann Vigfússon. Sosdrykkjaoerksmiðja Eggerts Einarssonar á Oddeyri hefir ætíð nægar birgðir af atlskonar limonaðetegund- um, svo sem: Jarðarberjalimonaðe, Hind- berjalimonaðe, Appelsinlimonaðe, Ánanas- iimonaðe, Grenadinlimonaðe, Vanillelimon- aðe, Sitrónvatn og Sódavatn. Crawfords Ijúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K. THE EDINBURGH ROPERIE & SAILCLOTH Co. Ltd. Qlasgow stofn- sett 1750 býr til fiskilínur,hákarlalínur, kaðla, netjagarn, seglgarn, segldúka, vatnsheldar presenningar 0. fl. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K. ..NorOurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á Islandi, 4 kr. í öörum Norðurálfulöndum, lVa dollar í Vesturheiini. Qjalddagi fyrir miðjan júlí al minsta kosti (eriendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. julí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.