Norðurland


Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. Akureyri, 2. apríl 1904. 27. blað. JSagnfræðaskólahúsið. í næstsíðasta blaði Norðurlands var þess getið, að þrjú tilboð hefðu komið um að reisa skólann hér næsta sumar samkvæmt uþþdrætti þeim, er stjórnarráðið hafði sam- þykt og Sigtryggur Jónsson snikk- ari hafði gert að tilhlutun landrit- arans. Pess var jafnframt getið, að Snorri Jónsson hefði sent stjórnar- ráðinu uþþdrátt og eftir honum mundi skólahúsið »samsvara að miklum mun betur því, sem til er ætlast með lögunum" en sé sam- þykta uþþdrættinum fylgt, „sérstak- lega að því, er til heimavistanna kemur". Petta vil eg leitast við að rök- styðja. í lögunum um gagnfræðaskólann, er samþykt voru á síðasta þingi, er svo ákveðið, að í skólanum skuli vera alt að 45 — 50 heimavistir, og að til skólahúsbyggingar og muna megi verja alt að 67 þús. krónum. Bæði stjórnin og þingið ætlaðist til, að námstíminn yrði 3 ár og að húsið rúmaði um 80 —100 nemend- ur. Svo var og til ætlast, að skól- inn væri sameiginlegur fyrir karla og konur. í nefndaráliti neðri deildar er það skýrt tekið fram, hversu heimavist- unum skuli háttað. Þar stendur: „Ætti þeim að vera þannig háttað, að hverjir 4 nemendur hefðu tvö her- bergi fyrir sig, gœtu þeir sofið [ öðru og lesið í hinu. . . . Þeir ættu enn fremur að fá matreiðslu og þjón- ustu á skólanum og matast þar í sameiningu, með öllu hinu sama fyrirkomulagi og áður var á Möðru- völlum." Við allar umræður um málið var þetta álitið sjálfsagt og í hvert skifti, sem menn greiddu atkvæði með heimavistaákvæði lag- anna, höfðu menn þannig lagaðar heimavistir í huga. Jafnvel þeir, sem voru því mótfallnir, að heimavistir væru í skólanum, töldu sjálfsagt, að fyrirkomulag þeirra væri á þennan veg, svo framarlega sem þær væru nokkurar, t. d. Hannes Þorsteinsson, og öllum undantekningarlaust kom saman um, að heimavistafyrirkomu- lag latínuskólans, þar sem nemendur sváfu margir saman og lásu í kenslu- stofunum, væri með öllu óhafandi. Af þessu er það fyllilega Ijóst, að þingið hefir beinlínis samþykt, að heimavistunum skuli hagað sam- kvæmt fyrirmælurp nefndarálits neðri deildar. Þessu verður ekki mótmælt. Það þarf ekki að taka það fram, að allir voru á einu máli um það, að skólabyggingin ætti að samsvara sem bezt kröfum tímans, „vera í sem beztu og fullkomnustu standi", eins og einn þingm. (H. Þ.) að orði komst. En kröfur tímans eru fyrst og fremst þær, að skólahúsin séu rúmgóð, björt og loftgóð. Nú er að líta á, hvort hús það, sem reist yrði eftir samþykta Uþp- drættinum, fullnægði þessum al- mennu kröfum og hinum sérstöku fyrirmælum lagannaogtilætlun þings- ins. Eftir uþpdrættinum á húsið að vera 50 álna langt og 14 álna breitt. Aftur úr endum þess ganga 15 ál. langar álmur eða armar, einnig 14 álna breiðir. Húsið tvíloftað og kjallari undir því öllu. í kjallaran- um er eldhús, búr og borðsalur handa heimanemendum og svo þvotta og geymsluherbergi; en þau mjög af skornum skamti. Baðher- bergi engin. Kenslustofur eru alls 5, 4 á gólfi, 1 á neðra lofti; þrjár stofurnar eru 10>/2 álnir á breidd og 13 á lengd, en 2 QV2 álnir á breidd og 11 álnir á lengd. Loft- hæðin á gólfi er 5Ú2 alin, á neðra lofti 5 álnir, á efra lofti 4 álnir. Stofur þessar rútna vel 100 nem- endur eins og til var ætlast. Verði skólinn fullskipaður, má búast við svo mörgum nemendum í 1. og 2. bekk, að þeir komist ekki fyrir í einni stofu og verður þá að skifta þeiin í tvær stofur. Sjaldnast nnin þó þurfa að skifta nema fyrsta bekk og verður þá ein stofa af- gangs, en það er líka öldungis nauðsynlegt. í öllum nýjum skól- um erlendis er sérstakur náttúru- fræðisbekkur og áhalda og náttúru- gripasafn skólans er þá venjulegast við hlið hans, svo fljótlegt sé og fyrirhafnarlítið að ná þaðan því, sem nota þarf við kensluna í það og það skiftið. Stofuna, sem uppi á loftinu er, mætti hafa til náttúru- fræðiskenslu; en sá galli er á, að áhaldasafnið verður í hinum enda hússins. Dráttlistarstofu og skóla- iðnaðarsal vantar alveg og hvergi rúm fyrir þetta í húsinu, nema með því að taka til þess samkomusal- inn, sem tæplega getur komið til mála. Salur þessi er í miðju húsinu 22 álna langur, en ekki nema 9Q2 alin á breidd og 5 álnir á hæð. Sjá allir að hann svarar sér næsta illa og verður ilt bæði að tala og syngja í honum. Sá galli er á kenslustofunum, að gluggarnir eru alt of litlir, einkum vegna þess, hve herbergin eru breið. í barnaskólum til sveita í Danmörku er svo ákveðið, að glerflötur glugg- ans skuli vera* ]/s af gólffleti skóla- stofunnar. **Þjóðverjar telja 'U mátu- legt og að ]/e sé hið allra minsta sem komist verði af með. Eftir upp- drættinum að dæma, verður gler- flöturinn ]/9-]/n af gólffletinum, eða gluggarnir til jafnaðar hálfu minni en þeir eiga að vera. Þá er heimavistum aðallega ætl- að rúm á efra lofti. Eru þar 4 stór súðarherbergi með kvistgluggum, tvö 16 álna löng og 6]/2 alin á * Ministerialtidende 1Q00 Nr. 9. ** A. Eulenburg: Real Encyclopadie B. 22 1899. breidd með 3 gluggum á þaki og 2 11 álna löng og 6 álna breið með 2 gluggum hvort. Auk þess eru 4 stafnherbergi á sama lofti. Port er ekkert á húsinu, svo öll þessi her- bergi eru mikið undir súð. Er svo til ætlast, að margir nemendur sofi í þessum stóru súðarherbergjum; geta verið 10 í hvoru hinu stærra en 9 í hinum smærri báðum. Af þeim gætu 16 lesið í stafnherbergj- unum en 13 hafa hvergi rúm til lestrar nema bekkina eða svefnloft- in sjálf. Eins og menn sjá, kemur þetta fyrirkomulag gagngjört í bága við þau fyrirmæli og tilætlun þings- ins, sem skýrt er frá hér að fram- an, og þar að auki er það mjög ó- heppilegt, að hafa svo mikia íbúð uppi undir þaki. „Þakherbergi eru í heilbrigðislegu tilliti hin lang-ó- hentugustu til íbúðar"*, fyrst og fremst fyrir þá sök, að þau geta aldrei orðið vel björt, vegna þess hve gluggakisturnar eru djúpar, ekki sízt, þegar þar við bætist að gluggarnir eru fáir. Allir sjá, að 3 gluggar fremur litlir á 16 álnum er alt of lítið. Á einu herberginu eru þeir allir á móti norðri, svo þar kemst aldrei inn sólargeisli, og er það eitt út af fyrir sig nægilegt til þess að gera herbergi þetta með öllu ó- byggilegt, enda væri full þörf á því fyrir geymslu, sem ekkert rúm er ætlað á loftinu, að undanteknum 2 smá þakklefum, en nemendur þurfa mikið rúm fyrir föt sín, kofort og annað dót og eitthvað af matvælum. Loftið hlýtur líka ætíð að verða verst uppi undir þakinu; þangað stígur alls konar óloft, ekki sízt í húsi eins og þessu, sem ekki er gert ráð fyrir að hafi neinar tilfær- ur til lofthreinsunar (ventilationar), engin vindaugu né loftleiðslupípur, að eins nokkura glugga á hjörum og vita allir, hve þægilegir þeir eru á veturna. Mun það vera alveg eins dæmi um þessar mundir í öllum þeim mentaða heimi, að skóli sé reistur, eða menn láti sér koma til hugar að reisa skólahús án nokk- urrar vindeygingar. Enn er ótalinn sá ókostur við þessa vistarveru á efra lofti, að eklci er nema einn stigi þangað upp og gæti það orð- ið lífshætta að búa þar uppi, ef eldur kæmi upp í húsinu. Loks skal þess getið, að mjög verður erfitt með eftirlitið með þeiin háloftsbúum fyrir skólastjóra, sein ætlað er vinnuherbergi niðri á gólfi, og ekki verður heldur þægilegt að koma við aðgreining á konurri og körlum, því það mun þó ekki vera ætlast til að hafa það eins og í baðstofu, þó vistarveratr sé nauðalík baðstofuloftunum gömlu. Á neðra lofti eru 8 herbergi, sem ætluð munu til heimavista. 2 —3 af þeim þarf nauðsynlega að hafa fyrir * Sören Hansen: Bygningslovgivningens sanitære Hovedopgave Kbh. 1903. III. ár. áhöld og náttúrugripasafn, en þó mætti koma 14 — 16 nemendum í hin, sem eftir verða til svefns og lesturs. Er þá samtals í húsinu svefn- rúm handa 45 nemendum, sé norð- urloftið notað til þess, sem ekki ætti að vera, en lesrúm fyrir 32. 45 var lægsta heimavistatalan, sem þingið til tók. Eg þykist nú hafa sýnt fram á með rökum, að hús, sem bygt yrði eftir þessum uppdrætti, fullnægir engri af hinum sjálfsögðu grund- vallarkröfum, hvorki hvað rúm, birtu né loft snertir, að það vantar her- bergi til þess að hægt sé að kenna alt það, sem lögin ákveða, og að brotið er á móti tilætlun þingsins, hvað fyrirkomulag heimavistanna snertir. Úr þessu verður að bæta, stjórn- in verður að fara eftir lögunum og og vilja þingsins og gera þær breyt- ingar, sem til þess útheimtast. Þetta ætti líka að vera harla auðvelt fyrir hana, þar sem annar uppdráttur liggur fyrir henni. Þar er siglt fyrir öll þau sker, sem samþykti uppdrátt- urinn strandar á. Eftir uppdrætti Snorra, sem suður fór nú með pósti, yrði húsið 21 al. lengra en eftir samþ. uppdrættinuin, eða 71 alin, en jafnbreitt og líkt í lögun. í því eru smá herbergi handa alt að 50 nemendum og öll á neðra lofti og á gólfinu, og mjög hægt að aðgreina alveg karla og konur. Rúmmál heimavistanna er um 8000 teningsfetum meira en eftir samþ. uppdrættinum. Kenslustofur eru 5, samkomusalur í miðju húsinu á neðra lofti 15 ál. á kant og 12 — 13 ál. á hæð. Gengur hann þvert í gegnum húsið, svo enginn samgangur er á loftinu milli enda-armanna. Stigar eru tveir, sinn hvoru megin við salinn. Á efsta lofti er ekki búist við að aðrir búi en eitthvað af vinnufólki og mætti þar vel búa út teiknisai og skólaiðnaðarsal. í kjallaranum er auð- vitað miklu meira rúm til geymslu. Þar er og baðherbergi. Safnherbergi eru tvö stór og rúmgóð sitt hvoru megin við samkomusalinn, og auk þess eru fjórar smákompur ágætar til þess að geyma í þeim tnyndir bækur og annað, sem hafa þarf við hendina. Þetta hús býðst Snorri til að reisa fyrir líkt verð og boðið hefir verið að meðaltali í hitt húsið og alveg óreynt, nema hægt sé að fá lægra boð í það. Það virðist því liggja í augum uppi, að sjálfsagt er fyrir stjórnina að sæta þessu boði, og því verður maður að treysta, að hún geri. Þyrfti þetta ekkert að tefja fyr- ir málinu. Stjórnarráðið gæti sent uppdráttinn norður, með Vestu eða fyr, og falið einhverjum hér, t. d. skólastjóra eða amtmanni að leita tilboða og semja um bygginguna. Sá, sem tæki hana að sér, gæti svo siglt með fyrstu ferð sem fellur. Er

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.