Norðurland


Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 2
Nl. xo6 sagt, að Sigtryggur Jónsson hafi farið suður og gæti hann þá komið með uppdráttinn til undirboðs svo snemma, að nógur tími væri til að leiða málið til lykta, áður en ferð fellur til út- landa. Bezt væri að annaðhvort ráð- herrann eða landritari kæmu sjálfir. Samkvæmt báðum þessum upp- dráttum er ætlast til að hita skólann með ofnum. Það ætti stjórnarráðið aldrei að fallast á, og eg vona, að það breyti skoðun sinni á því við nánari íhugun. — Sé gert ráð fyrir að húsið fengist bygt með ofnum fyrir 56 þúsundir, þá ætti að mega koma því upp með miðstöðvarhitun fyrir 60 — 62 þús. og er þó nóg fé eftir til muna. Hrökkvi féð ekki, er sjálfsagt að fá aukafjárveitingu, því ekki er að sjá í 1—2 þúsund til að gera skólann sem bezt úr garði. — Þó miðstöðvarhitun sé dýrari í bili, þá verður hún miklu ódýrari, þegar fram í sækir. Það verður frekasta mannsverk að sjá um alla hina mörgu ofna auk þeirra óþæginda og óhrein- inda, sem þeim fylgir jafnan. í öll- um, hverjum einasta nýjum skóla, sem eg kom í, þegar eg var seinast erlendis, bæði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, var miðstöðvarhitun og vóru þeir margir, engir smákofar, sumir fyrir 3 — 4000 börn. í sambandi við hitunina var svo mjög fullkom- in vindeyging. I einum nýjum skóla í Bergen, sagði skólastjórinn mér, að endurnýja mætti loftið í kenslu- stofunum 25 sinnum á klukkustund, enda var loftið eins hreint eins og úti væri. Líklega hefðu menn ekki al- ment tekið upp miðstöðvarhitun, nema hún þætti hafa yfirgnæfandi kosti, og hvaða líkindi eru til að hún reynist ekki eins vel hér eins og ytra. Eg hefi ekki getað stilt mig um að fjölyrða nokkuð um þetta áhuga- mál mitt og allra Norðlinga. Eg hefi haft málið með höndum á síðustu þingum, og barist fyrir því, að skól- inn yrði sem bezt úr garði gjörður. Nú var málið komið í viðunanlegt horf, þrátt fyrir allmikla mótspyrnu, sérstaklega gegn heimavistunum og nægilegri fjárveitingu, og því er mér ekki láandi, þótt mér sárni, ef skóla- byggingin tækist miður en skyldi. En eg verð eindregið að treysta stjórn- inni til þess að ráða heppilega fram úr þessu. Því miður nær þessi grein ekki til stjórnarráðsins áður en málið verð- ur til lykta leitt syðra, en eg skrif- aði landritaranum að mestu leyti allar hinar sömu athugasemdir, sem eg hefi komið fram með í greininni, og vænti þess fastlega, að hann taki þær til greina. En sérstaklega hefi eg ástæðu til að vænta hins bezta af ráðherranum í þessu: hann var formaður í nefndinni á síðasta þingi og mér fyllilega sammála um fyrir- komulag skólans. Að endingu skal þess getið, að þeir menn eru til, sem kenna mér um það, að skólinn er ekki kominn upp, því ef eg hefði ekki verið að streitast við að koma að heimavist- unum, þá mundi laridshöfðingi, sem ásamt skólastjóra var mjög á móti þeim, hafa látið reisa skólann í sum- ar sem leið. Getur verið. En þá hefð- um við fengið heimvistalausan skóla, og til þess að samþykkja slíkt hefði eg orðið að ganga á móti sannfær- ingu minni og svíkja kjósendur mína og allan almenning hér á Norður- og Austurlandi, sem er mér fyllilega sammála í þessu máli, eftir því sem eg frekast veit, ,og er sannarlega hart að krefjast slíks af mér eða nokkur- um öðrum manni. Akureyri 28. marz 1904. Stefán Stefánsson. \ „Kong Inge“ strandaður á Bakkafirði. Konsúll Jóh. Vigfússon, einn af farþegun- um á uKong Inge", eins og getið var um í síðasta blaði voru, hefir sýnt Norðurl. þá góðvild að senda því eftirfarandi frásögn af atburðinum og ferðalaginu, þvf sem af var. p. t. Höfn við Bakkafjörð. Heiðraði ritstjóri! Eg sendi yður fáar línur í flýti með sendimanni, sem eg sendi inn á Akureyri. Við fórum af Akureyri kl. 12 sunnu- dagskvöldið þann 20. marz og byrjuðum við ferðina með að sigla upp á Toppeyrar- grunn og sátum þar fastir IV2 tíma. Þaðan fórum við að Hrísey og tókum fisk. Á Húsavík komum við kl. 3 mánu- daginn 21. í bezta veðri og biðum við tæpa kl.stund og fengum indælisveður. Allir voru glaðir og ánægðir; bæði var skipið hraðskreitt og gott og skipstjóri og öll skipshöfn hin þægilegasta. Veðrið hið bezta alt kveldið. Við sátum dálitla stund við spil, Jón í Múla, Ole Möller, Friðbjörn á Orýtubakka og eg, en fórum að sofa kl. 11. Þegar kl. var tæplega 3, vakna eg við, að skipið pípar einu sinni, en mjög stutt, og kalla eg til Jóns f Múla, sem var í sama herbergi og eg, hvað þetta mundi vera. Eg hljóp svo upp, og í því heyri eg, að skipið nemur stað. Eg sá ekki neitt fyrir hríð og hljóp niður, en f því brunaði skipið yfir flúðir og hélt eg fyrst, við hefðum rekið okkur á ísjaka, en fljótlega vissi eg, að það var ekki, því skipið hjó hvað eftir annað niðri. Eg vakti svo þá farþega, sem voru ekki vaknaðir á 1. farrými. Við vorum 7, þar af 1 kvenmaður. Á öðru farrými voru 9 farþegar, þar af 1 stúlka og 2 ung börn á 1. og 2. ári. Allir farþegar af báðum farrýmum voru nú komnir upp á þilfar. Eg held að sumir hafi flýtt sér meira, en þó bjöllunni hefði verið hringt til máltíða. Var nú beðið dags- birtunnar; skipið hjó alt af í grjótinu. Við vorum komnir svo langt upp í grjótið, að auðvelt var að fara á kaðli þurrum fótum niður í klungrið; en í myrkrinu sýndist sem við hefðum lent undir hömrum og var <a. stýrimaður sendur í land með kaðal til þess að hægt væri að bjarga fólki, ef á þyrfti að halda. Hann átti mjög ilt með að komast upp fyrir hamrabeltið. Þegar kaðallinn var kominn á Iand, var mesta hættan búin, enda var ekki mjög mikill sjógangur. Voru nú menn sendir austur og vestur til að leita bæja, því að skipstjóri sagði okkur, að þetta væri ein- hverstaðar við Bakkafjörð, og þóttist eg líka þekkja það, því eg hefi verið hér áður um 1V2 ár; var því kunnugur landslaginu. Þegar bjart var orðið, þektum við, að við vorum rétt skamt innan við Hafnarbæ- inn. Bátar komu nú fram, og farþegar sendu með þeim alt dót sitt, og var samið við Halldór kaupmann Runólfsson í Höfn um, að hann lánaði húsrúni fyrir flutning- inn, og eins fyrir farþega og skipshöfn, samtals um 40 manns. jafnframt var afráð- ið, að brytinn tæki það, sem álitið væri nauðsynlegt af matvælum, í land handa þessum hóp til hér um bil 14 daga og matreiddi í húsinu handa fólkinu. Þá var nú byrjað að bollaleggja og ráðleggja, og urðu menn á það sáttir, að bezt væri að fá skipstjóra tii þess að senda mann til Seyðisfjarðar til þess að reyna að fá Ceres til að koma hingað og taka fólkið og póst, og er sá maður farinn. Eg vorkendi mest aumingja litlu börn- unum, sem voru með föður sínum, nýbúin að missa móðurina. Við réttum þau hönd úr hendi niður í bátinn eins og smábögg- ulsendingar, sem hvorki mega blotna né brotna. Skipstjóri kennir því um, að kompásinn sé vitlaus, og muni um 15 — 16 gráður frá réttvísun. Þess vegna höfum við lent hing- að á tangann í stað þess að ná Vopnafirði. Enginn ótti sást á farþegum, og erum við enn, kl. 11, margir úti á skipinu. Enda var þegar auðséð, að hér var eigi um neinn lífsháska að tefla, veður stilt og sjógangur nær enginn. Skipið liggur grafkyrt, rótast hvorki né ruggar, skortir heldur ekki kjöl- festu, þar sem vatnið f afturendanum, þeim er til hafs veit, er orðið nokkurra feta djúpt. Skipstjóri hefir sýnt mestu stilling, rósemi og nærgætni við farþegana og öll störf hans ganga svo hávaðalaust, eins og ekkert sé um að vera. Nú er byrjað að bjarga farmi upp úr afturlestinni. Þar er einkum rúgur, er fara átti til Kópaskers. — Hann er þegar í kafi í sjó. \ Sýslufundur Skagfirðinga 1.—7. marz. (Agrip.) Drangey. Við eyna höfðu veiðst síðastl. vor 52,942 fuglar. Birni Björnssyni á Þor- bjargarstöðum leigð eyjan naesta ár fyrir 55 kr. Þorsteinn Jónsson á Sauð- árkrók endurkosinn umsjónarmaður við eyna. Oddvita falið að auglýsa, að hverjum er vill sé heimilt að gera tilraunir með kartöflurækt í Drangey, undir umsjón og tilsjón sandgræðslu- stjóra eyjarinnar, endurgjaldslausl um 6 ár. 50 kr. veittar til framhalds sandgræðslu í eynni með sáningu, og Jósef Björnssyni á Hólum falið að annast starfið. SUNDKEN SL A. 130 kr. veittar til sundkenslu í sýslunni og oddvita falið að sækja um jafnan styrk úr landssjóði Ábyrgb á nautgripum. »Þar eð undirtektir hreppanna hafa yfirleitt verið mjög mótstæðar stofnun ábyrgðarsjóðs fyrir nautpening, sér nefndin sér eigi fært að sinna sjóð- stofnunarmáli því, er hér um ræðir, að svo stöddu.* Kláfdráttur. Samþykt að eftirláta kláfdrættinum á Héraðsvötnum hjá Flatatungu, án endurgjalds, vírstreng, er sýslan á. Færsla á aukarétt. Samþ. að aukaréttina við Kiðaskarð megi færa ofan undir Svartá. Meðmæli með verðlaunaveitingu. Mælt er með því, að þessir um- sækjendur fái verðlaun úr Ræktunar- sjóði: Guðm. Sigurðsson í Ytra-Vall- holti, Magnús Gislason á Frostastöð- um, Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum, Jón Jóhannesson í Neðra-Lýtingsstaða- koti, Konráð Magnússon á Syðravatni, síra Sigfús Jónsson í Mælifelli og Gunnl. Jónsson í Víðinesi. Yfirsetukonur. Guðbjörgu Sigurðardóttur veitt lausn frá yfirsetukvennastörfum frá næstk. fardögum. — Helgu Indriðadóttur og Pálínu Björnsdóttur veitt 10 kr. launa- hækkun, hvorri. Heiðurslauna-mebmæli. Mælt var með því, að Gísla Sig- mundssyni á Ljótsstöðum verði veitt heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. Hreppstjóraefni. Þessir bændur voru tilnefndir hrepp- stjóraefni í Akrahreppi: Magnús Gísla- son á Frostastöðum, Rögnv. Björns- son í Réttarholti, Gfsli Björnsson á Stóruökrum. Bryr. Tveir smiðir lýstu bréflega yfir því áliti, að brúin á Kolbeinsdalsá sé hættulaus yfirferðar með lítilli viðgerð. 50 kr. veittar til endurbyggingar brúar á Svartá hjá Reykjum. Frestað að gera fullnaðarákvæði út af beiðni um 500 kr. styrk til brúar- gjörðar á Fossá, en æskt eftir lýsingu brúarstæðis og áætlun um kostnað. Brúarsjóðsgjald ákveðið næsta ár 20 aurar á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann í sýslunni. SjÚKRAHÚS SJÓÐUR. í sjóði voru við árslok 1903 kr. 3996,51. Sjóðnum hafði á árinu gefist: Ágóði af samsöng og fyrirlestrum á Sauðárkrók kr. 149,50; gjöf frá kven- félagi Skagafjarðarsýslu 200; dánar- gjöf Jóhanns Jónssonar í Vaglagerði 958,36; alls kr. 1307,86. Sjúkrahús- sjóðnum veittar 200 kr. Kaupmaður V. Claessen endurkosinn gjaldkeri. Amtsráðsmenn. Aðalamtsráðsmaður kosinn umboðs- maður Olafur Briem og varaamtsráðs- maður prófastur Zóphonías Halldórsson. Ábyrgðarleyfi. Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps leyft að ábyrgjast 600 kr. jarðabótalán handa Sveini Gunnarssyni á Mælifellsá. Hreppsnefnd Seiluhrepps leyft að á- byrgjast 4000 kr. lán handa Garðytkju- félagi Seiluhrepps. Sóttvarnarnefnd. Þessir menn kosnir í sóttvarnarnefnd í kauptúnum sýslunnar: Þorsteinn Þor- steinsson fyrir Haganesvík, Ásgr. Pét- ursson f. Hofsós og Grafarós, Hartm. Ásgrímsson f. Kolkuós, Jón Guðmunds- son f. Sauðárkrók. Sýsluvegir. Ákveðið upp á væntanlegt samþykki amtsráðs, að sýsluvegur í Fljótum verði lagður frá Dritvík um Haganesvík að Fljótárbrú. — Samþ. að veita alt að 800 kr. til vegagerðar í Fljótum. — Hallgr. Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við vegagjörð í Fljótum. — Samþ. að taka 2000 kr. lán til 10 ára og 1000 kr. bráðabyrgðalán til að framkvæma á næsta sumri vegagjörð þá á leiðinni frá Hofsós að Ökrum, sem veittar eru 2000 kr. til í núgildandi fjárlögum. Túngirðingar. Stefán Sigurgeirsson í Hvammi, Gísli Björnsson á Stóruökrum og Stefán Jóns- son í Vík kosnir til að skoða girðingar- stæði um tún og unnar girðingar í sýslunni. Ákveðið, að skoðunargerð á girðingarstæðum skuli einungis fram fara hjá þeim, er beiðast þess sérstak- lega. Oddvita falið að útvega menn í kauptúnum sýslunnar til að veita mót- töku og geyma gaddavír til girðinga, ef þörf kann að krefja. Mebalmeðlag. Meðalmeðlag með börnum ákveðið næstu 5 ár: I Holtshreppi, Haganes- hreppi, Fellshreppi,Lýtingsstaðahreppi, Seiluhreppi og Rípurhreppi 60 kr.; í Hofshreppi, Akrahreppi, Staðarhreppi

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.