Norðurland


Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 3
io7 Nl. og Skefilstaðahreppi 65 kr.; í Hóla- hreppi, Viðvíkurhreppi og Sauðárhreppi 70 kr. Kláfdráttur á Jökulsá. Samþ. að veita 100 kr. styrk til kláfdráttar á Jökulsá. Gistihús. Dýrfinnu Jónasdóttur veittur 200 kr. styrkur til gistihúshalds á Sauðárkrók með því skilyrði, að hún geti veitt alt að 20 mönnum í einu næturgreiða og tekið á móti jafnmörgum hestum til hýsingar og heygjafar. Hólaskóli. Nefnd, sem kosin var á fundinum (Ól. Briem, Jósef Björnsson, Jón Jóns- son, Rögnv. Björnsson, síra Jón Magn- ússon), lagði fram svo látandi álit: 1. Að því er snertir umbætur á skólahúsinu í þá átt, sem um er getið í bréfi amtsins 29. desbr. f. á. og lagt er til í erindi kennara og til- sjónarmanns skólans, þá er sýslu- nefndin eindregið þeirrar skoðunar að bráða nauðsyn beri til að fá þessum umbótum komið í framkvsemd sem allra fyrst. Nefndin leyfir sér því að bera þá ósk fram við amtsráðið, að umgetnum umbótum og breytingum á skólahúsinu á Hólum verði komið í framkvæmd svo fljótt sem auðið er. 2. Um leikfimishús handa skólanum, og í sambandi við það teiknisal og húsrúm fyrir bændaskóla, tekur sýslu- nefndin fram, að henni virðist svo, að bændaskólinn muni hafa hina mestu þýðingu til þess að efla félagsskap og samvinnu meðal bænda á Norðurlandi. Þeir kynnast hver öðrum á bænda- skólanum, bera reynslu sína og hug- myndir saman innbyrðis og við kenn- ara skólans, en það er auðsætt, að af þessu hlýtur að leiða gott eitt. Hús- rúm fyrir téðan skóla álítur nefndin óumflýjanlegt að fáist, en jafnframt verði séð fyrir húsrúmi til leikfimis- kenslu, sem nú er talin ómissandi kennslugrein við alla erlenda skóla sömu tegundar og þessi er. Sýslu- nefndin mælir því fastlega fram með því við amtsráðið, að komið sé upp byggingu á Hólum fyrir bændaskóla og leikfimiskenslu. 3. Sýslunefndin tekur það fram, að hún álítur eindregið, að búnaðarskól- inn á Hólum hafi um þann tíma, sem hann hefir staðið, unnið bændum í Norðlendingafjórðungi mjög mikið gagn. Þetta sést, þegar litið er til áhuga þess f jarðabótum, sem nú er, miðað við það, sem var, þegar skólinn var stofnsettur. Þekking sú og áhugi, sem fengin er í téðu efni, verður að sjálf- sögðu að álítast skólanum mikið að þakka, því þetta breiddist þá fyrst út, er búnaðarfélög og einstakir menn fóru að hafa þá til vinnu, er verið höfðu á skólanum. Sýslunefndin er því í engum efa um, að gagn það, er skól- inn gerir, verði framvegis mikið, og það því fremur, sem skólinn er betur úr garði gerður. 4. Sýslunefndin álítur eðlilegt, að allríflegur hluti af því fé, sem til skólans þarf, fáist úr landssjóði. Vilji héruð þau, sem skólann hafa og stjórna honum, leggja á sig gjöld svo að hann sé vel úr garði gerður, virðist sýslunefndinni eðlilegt, að landssjóður fram að minsta kosti 2h af því fé, sem skólinn fengi árlega, svo að viðkomandi héruð eigi þyrftu að leggja fram meira en >/3 þess. Aðalfundur Ræktunarfélagsins og BÚFJÁRSYNING. Amtmaður hafði tilkynt, að Rækt- unarfélag Norðurlands ætli að halda aðalfund á Sauðárkrók 3. og 4. júlí í sumar og óskaði, að viðbúnaður sé hafður til að taka á móti fundarmönn- um og til að halda búfjársýningu í sambandi við fundinn. Kaupmennirnir V. Classen og Chr. Popp og verzlunar- stjóri Stephán Jónsson kosnir til að sjá um móttöku fundarmanna. Jafnframt samþ. að halda búfjársýningu í sam- bandi við fundinn og að veita alt að 150 kr. úr sýslusjóði, gegn jafnmiklu tillagi frá Landsbúnaðarfélaginu, til sýningar-verðlauna og annars tilkostn- aðar. Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum, Jósef Björnsson og Jón Guðmundsson á Sauðárkrók kosnir til að standa fyrir sýningunni. Refaeyðing. Samþ. að fela oddvita að brýna á ný fyrir hreppsnefndum að gæta ná- kvæmlega allra ákvæða refaeyðingar- reglugjörðarinnar, en sérstaklega að því, er eitrun fyrir refi snertir. IIeilbrigðissamþykt var gerð fyrir Sauðárkrók. Fjárvörbur. Nákvæmar samþyktir voru gerðar um fjárvörð við Héraðsvötn á næsta sumri til þess að tryggja það sem bezt, að fjárkláði berist eigi austur yfir Vötnin. Kynbætur hesta. Jósef Björnsson, Jón Jónsson og Rögnv. Björnsson kosnir í millifunda- nefnd til að endurskoða samþykt um kynbætur hesta í sýslunni. Sveini Benediktssyni á Ytribrekkum og Sigurgeir Sigurðssyni á Hofi veittur 100 kr. styrkur hvorum til að læra hjá dýralækni M. E. að vana hesta, og skulu jafnframt læra rétta meðferð á klumsi, sárum og meiðslum hesta, taka 1 kr. fyrir vönun hvers fola og veita fræðslu í þessu í sveitunum. Fjallskilareglugjörð. Ný fjallskilareglugjörð fyrir sýsluna var samþykt. Atvinnu- og, samgöngumÁl. Bréf hafði komið til sýslunefndar frá stjórnarráði íslands, þar sem það æskir eftir umsögn hennar um, hver almenn fyrirtæki í atvinnu- og sam- göngumálum séu talin nauðsynlegust í sýslunni. Eftir að nefnd (Ó. Br., Jósef Bj., Rögnv. Bj., Jón Jónsson og Hallgr. Thorlacius) hafði starfað í mál- inu og álit hennar hafði verið rætt á ýmsa vegu, voru samþyktar tillögur, ítarlega rökstuddar, um 8 framfaramál sýslunnar: 1. Vatnsvcitingar á eylendinu í Skaga- firði. Að landstjórnin í samráði við Bún- aðarfélag íslands hlutist til um að feng- inn verði hingað til lands um lengri eða skemmri tíma æfður landbúnaðar- verkfræðingur (helzt frá Svíþjóð), og að honum verði meðal annars falið á hendi að rannsaka nákvæmlega öll skil- yrði fyrir því, að eylendið í Skagafirði verði tekið til algerðrar ræktunar með vatnsveitingum. 2. Hólaskóli. Að landstjórnin hlutist til um, að fjártillag til skólans úr land- sjóði verði hækkað, svo að það nemi að minsta kosti 2/3 af þeirri upphæð, sem skólanum er árlega veitt af opin- beru fé. 3. Flutningabraut. Að fjárveiting til flutningabrautar inn Skagafjörð verði tekin í næsta fjárlagafrumvarp. 4- Brú á vesturós He'raðsvalna. Að til bennar verði veittur úr landssjóði styrkur, er nemi 3/í af kostnaðinum eða 25,000 kr. 5. Brú á Héraðsvötn á póstleið. Að lagafrv. um hana verði lagt fyrir næsta þing. 6. Mótorbátur. Að stjórnin láti verk- fræðing rannsaka til fullnustu, hvort mótorbát yrði komið við á Héraðs- vötnum. 7. Bryggja. Að teknar verði í næstu fjárlagafrv. að minsta kosti 6500 kr. til bryggjugjörðar á Sauðárkrók. Og að landstjórnin láti rannsaka, hvort ekki mundi unt að bæta svo höfnina þar, að skipalægi verði örugt. 8. Miðsvetrar-gufuskipsferð. Að land- stjórnin fái því framgengt, að komið verði á gufuskipsferð hingað til Norð- urlands fyrri hluta febrúarmánaðar. Kvennaskólinn á Blönduósi. Bréf hafði komið til sýslunefndar- innar, »ódagsett og óundirritað*, er fer fram á 200 kr. styrk til kvenna- skólans úr sýslusjóði Skagfirðinga. »í tilefni af hinu framlagða bréfi tekur sýslunefndin fram, að það sé ástæðulaus aðdróttun, að sýslunefnd Skagafjarðarsýslu eða Skagfirðingar beri óvildarhug til kvennaskólans á Blönduósi, en þar sem sýslunefndin var algerlega ofurliði borin um umráð yfir skólanum f Ytriey, álítur hún sig ekki hafa frekari veg né vanda en aðrar sýslur í norðuramtinu af Blöndu- ósskóla. Hins vegar lýsir nefndin því yfir, að hún sé enn sem fyr hlynt og muni að sínum hluta styrkja sameig- inlegan kvennaskóla fyrir Norðurland. Að því er snertir þá ósk, að veittur sé 200 kr. styrkur til kvennaskólans á Blönduósi, finnur sýslunefndin ekki ástæðu til að verða við þeirri styrk- veitingu, þar eð skólinn samkvæmt framlögðum reikningi virðist ekki þurfa á styrk þessum að halda að svo stöddu«. Gönguskarbsárbrú. Samþykki veitt til, að hreppsnefnd Sauðárhrepps taki 600 kr. lán til brúar- lagningar á GÖnguskarðsá, og hrepps- nefndinni heimilað að lengja minni brú- arpartinn til að tryggja brúna betur fyrir hættum af ruðningi árinnar ( leys- ingum. Fundarlaun fjár. Út af kvörtun síra Björns Jónssonar undan neitun oddvitans í Akrahreppi um greiðslu fundarlauna fyrir fundið sauðfé lét sýslunefndin í ljósi það álit sitt: að fundarlaunin eigi að greiða úr sveitarsjóði, en ekki af eigendum kindanna, og að upphæð fundarlaun- anna eigi að ákveðast af hreppsnefnd- inni, með því að finnendur kindanna hafi eigi að öllu leyti hagað sér eftir því sem ráð er fyrir gert f fjallskila- reglugjörðinni. Syslubókasafn. í tilefni af fjárveiting í síðustu fjár- lögum til sýslubókasafna var samþykt að setja á stofn sýslubókasafn og þessir 3 menn kosnir til að semja reglugjörð fyrir bókasafnið og annast bókakaup: síra Árni Björnsson, Ól. Briem, V. Claessen. 100 kr. veittar til safnsins gegn jöfnu framlagi úr landssjóði. VlÐKOMUR STRANDFERÐASKIPS. Mælt var með, að Skálholt verði eftirleiðis látið koma við í Selvík á norðurleið í júní og á suðurleið í júlf. Jafnframt óskað, að Skálholt komi við á Kolkuósi í fyrstu og sfðustu ferð báðar leiðir. X Sparisjóöur Norðuramfsins hélt aðalfund sinn á þriðjudaginn var. Sjóðurinn, sem er almennings' eign, hefir grætt kr. 644.29 síðastl. ár, enda fara sparisjóðsinnlög vaxandi að miklum mun. Síðastliðið ár hafa þau hækkað um 16,000 kr., og síðan á síðasta nýjári hafa verið lagðar f sparisjóðinn 20—30 þús. krónur. Vara- sjóðurinn er nú orðinn kr. 2369.04, auk þess sem sjóðurinn á dýra pen- ingahirzlu. Stjórn sjóðsins réð í vetur póst- afgreiðslumann H. Schiöth sem fé- hirði og er nú afgreiðsla daglega í húsi hans í Aðalstræti. Á aðalfundin- um var lögunum breytt, til þess að þau yrðu í fullu samræmi við þetta fyrirkomulag. Á fundinum var rætt um hækkun sparisjóðs vaxta. Mönnum kom sam- an um, að sjóðurinn væri nú orðinn svo öflugur, að hann gæti hækkað innlagsvexti upp í 4>/2°/o, og er í ráði að gera það frá næsta nýjári. Á fundinum voru vinnuhjúum, sem hafa lagt í sparisjóðinn síðastl. ár, veitt verðlaun. Vinnukonur hafa lagt í sparisjóðinn miklu fleiri en vinnu- menn, enda féllu verðlaunin f þeirra skaut. Verðlaunin fengu: Anna Halldórsdóttir á Veigastöðum í Þingeyjarsýslu............kr. 25.00 Margrét Ólafsdóttir á Reykjum í Skagafirði..................kr. 15.00 Helga Hallgrímsdóttir á Odd- eyri........................kr. 10.00. Póstafgreiðslumaður H. Schiöth var kosinn í stjórn sjóðsins, en að öðru leyti voru starfsmenn sjóðsins endur- kosnir. Rækfunarfélag Norðurlands. Nýlega var haldinn fundur um Rækt- unarfélagið á Hólum í Hjaltadal. Gengu þá 40 manns í félagið. Auk þess hafa 100 nafngreindir menn gengið í fé- lagið síðan á nýjári; enn fremur hafa komið fregnir um, að ýmsir fleiri hafa gengið 1' félagið, svo að félagsmenn eru nú vafalaust orðnir 8—9 hundruð. Sfórgjöf fekk Ræktunarfélagið með síðasta pósti frá kaupmanni M. Fraenkel í Gautaborg í Svíþjóð að upphæð 300 kr. Kaupmenn á Norðurlöndum hafa verið hinir beztu styrktarmenn rækt- unarfélaganna þar, af því að þeir sjá, hversu stórkostlega mikilvæg ræktun- in er fyrir velmegun þjóðarinnar. Herra Fraenkel kyntist Sigurði skólastjóra á Hólum fyrir tveimur árum og hefir fengið frá honum vitneskju um Rækt- unarfélagið, og þegar hann fekk að vita um það, vildi hann veita félaginu stuðning. Herra Fraenkel segir f bréfi sínu: »Eg er sannfærður um, að jarð- ræktin á íslandi getur borgað sig al- veg eins vel eins og norðan til í Sví- þjóð og Noregi fyrir norðan heim- skautabaug, en þar hafa menn haft mjög góðan hagnað af jarðræktinni, sérstaklega síðan menn fóru að leggja verulega stund á kvikfjárrækt. Þar sem ísland liggur eigi svo norðar- lega, þá mætti jafnvel búast við því, að árangurinn yrði þar enn betri. Til- raunir á ræktunarblettum eru mjög gagnlegar, því að þegar alþýða manna sér, hvernig á að bera á blettina og rækta þá, þá tekur hún sér þetta til fyrirmyndar. Það hefi eg séð á mörg- um stöðum. Eg sendi f bréfi þessu 300 kr. til þess að styðja Ræktunarfélagið í því að koma tilraunum á. Það er eigi mikið, en dálítill stuðningur, og jafn- framt læt eg f ljósi þá von, að Rækt- unarfélag Norðurlands megi verða til hagsmuna og blessunar fyrir landið. Það væri gaman að fá að vita á sín- um tíma um árangarinn af tilraunun- um. Eg hefi fyrir skömmu heyrt frá Danmörku að þar sé vaknaður mikill áhugi fyrir ræktunartilraunum á ís- landi«. Morgunguösþjónusfa verður haldin hér í kirkjunni á morgun (Páskadag) og hefst kl. 9. Ufanáskrift. Magnús Einarsson organisti orti nýlega ljóðabréf til húsfrú Steinunnar Einarsdóttur í Kaupangi. Utanáskriftin var svona:

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.