Norðurland


Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 4

Norðurland - 02.04.1904, Blaðsíða 4
Nl. 108 >Foldarnegg og flyðruengi er húsfreyju nafn, en heimili kallast: Vinnulaun og vaxandi sorgin. Faðirinn hafii heiti sama og s4, er mei hreysti hremsur af álmi fljúga lét á Fofni langa.< Aðalfundur Verksmiðjufélagsins á Akureyri var haldinn miðvikudag- inn 30. marz. Þeir 10 hluthafar, sem stofnuðu félag þetta fyrir 2 árum, hafa nú þegar lagt fram 30 þúsund kr., sem varið hefir verið til húsa- bygginga, vinnuvéla og vatnsleiðslu; og er svo til ætlast, að verksmiðjan geti nú árlega kembt um 40 þúsund pund ullar og spunnið nokkurn hluta þess, og þannig fullnægt þeirri að- sókn, sem frekast má vænta að hún fái. Nokkuð hafði það dregið úr at- vinnurekstri félagsins árið 1903, að mikill hluti sumarsins gekk til þess að koma upp byggingum og nýjum vélum. Þó hafði verið kembt meira en 20 þús. pund ullar og nokkuð af því spunnið líka. Arangurinn af at- vinnurekstrinum góður, eftir vonum, þannig að hluthafar fá vexti aí fé sínu og auka varasjóð sinn dálftið. Aðalmark þessa félags er að koma upp klæðaverksmiðju hér, og hefir stjórn félagsins að undanförnu leitað eftir fjárframlögum til þess hjá ein- stökum mönnum, en lftið orðið ágengt. Félagið heldur áfram tilraunum sín- um með að koma klæðaverksmiðjunni UPP °g ®un á sínum tíma leita að- stoðar íslands banka til þess, hvað fjárframlag snertir, en löggjafarvalds- ins að því, er kemur til tollverndar fyrir íslenzkan ullariðnað. Mannaláf. Þ. 30. f. m. andaðist hér í bænum Jóhannes Halldórsson cand. theol., um mjög mörg ár barnaskólakennari hér, rúmlega áttræður. Æfiatriða þessa merkismanns verður getið hér í blað- inu. Guðm. Hannesson héraðslæknir hefir verið lasinn nokkura daga, en er nú að miklu leyti batnað. Hann hefir um mörg ár haft þrálátan hörunds- kvilla í höndum, sem versnað hefir við þann sífelda þvott, sem fylgir operationum. Eftir að hann kom heim úr ferð sinni vestur, gerði hann skurði dag eftir dag og versnaði þá kvilli þessi svo, að bólga hljóp upp hand- legginn og varð hann að hætta störfum sínum nokkura daga. Hann býst við að geta byrjað operationir aftur eftir hátíðina. þilskipin. Héðan eru lögð út 12 þilskip til þorsk- veiða. Um miðjan þennan mánuð eiga há- karlaskipin að leggja á stað, 13 að tölu. X VeOurathusanir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Valtý Stefánsson 1904. Marz. Um míðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum. bíÞ-v O—• 41- Hiti (C.) S h Skýmagn o JX o Ld. 19. 73.9 -f- 4.2 N 2 10 -f- 6.2 Sd. 20. 75.o -f- 5.5 0 8 4- 8.2 Md.21. 75.5 -f- 4.o 0 6 4- 9.8 Þd. 22. 76.3 4-12.0 0 0 4- 21.4 Md.23. 74.8 + 5.4 s 1 9 4- 20.9 Fd. 24. 74.8 + 3.o sv 2 8 R O.o Fd. 25. 75.6 + 5.o 0 8 + 0.5 Ld. 26. 75.2 -j" 8.6 s 1 9 + 0.2 Sd. 27. 75.i + 7.4 0 2 + 1.0 Md.28. 74.4 + 5.o 0 10 4- l.o Þd. 29. 73.o -j- 4.9 0 10 4- 1.0 X Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Frarahald.] Og þegar munkarnir voru komnir þarna upp, kom annað fólk á eftir þeim, gamlir karlar draghaltir, grátandi konur og jafn- vel börn. Marian leit á andlitin og henni fanst hjartað í brjósti sér ætla að hætta að slá. Nú var gátan ráðin, og hún vissi nú, hverjir þar voru á ferðinni. »Þetta eru holdsveiku mennirnir!« sagði hún, og hún reyndi að hopa á hæl frá þeim, eins og hún vænti þess, að guð lyki upp klettinum fyrir aftan hana og byrgði þessar hræðilegu sýnir fyrir augum hennar. XXI Undirheimurinn á öldunum. Prósessían fór hægt; því margir komu á eftir prestunum. Mínúturnar, sem stúlk- an beið þarna, yfirkomin af angist, fund- ust henni eins og klukkustundir. Oft féll bjarminn frá blysunum beint á hana. Hún vissi ekki, hvaðan þeir höfðu komið, né hverjir þetta skip áttu. Hún vissi ekkert um munkana í norðurhöfum né um starf- semi þeirra með aumingjunum í eyjunum. Henni fanst fremur eins og þetta væru andar. Sorgarsöngurinn varð söngur um þrautir lifsins, og henni fanst sem fram- liðnir hefðu gengið úr gröfum sínum, til þess að vitja hennar. Hún þráði að flýja, út í sjóinn jafnvel, ef annars yrði ekki auðið, en hún komst ekkert burt frá klett- unum fyrirþessum draugalegu verum.Kvein- stafir sjúklinga runnu saman við raunaleg- an niðinn í öldunum. Hún sá ofstækisfulla kæti örvæntandi manna; þeir hlógu eins og fífl eða fleygðu sér froðufellandi í gras- ið eða hrópuðu til guðs að veita sér þá miskunn að mega deyja. Langt uppi á hæðunum grófu munkarnir gröf handa manninum, sem látist hafði úti á sjónum. Blíðlegur söngur þaðan ofan að heyrðist innan um óp og öskur neðra. Hún sá sárt eftir því, að hún hafði ekki fundið mann- inn, sem hún hafði séð við lindina. Hún mintist þess, að hún var kona, alein inn- an um þetta úrkast manna, sem virtist hafa orðið fyrir reiði guðs. Á þessu augnabliki fann hún ekki til neins óróleika út af hugsuninni um hætt- una við það að vera þar í eyjunni. Hún hugsaði ekkert um það framar, að hún kynni að verða skilin þar ein eftir; hins óskaði hún, að sjúklingarnir sneru sem fyrst aftur til skips síns og skildu hana eft- ir í kyrðinni og náttmyrkrinu. Henni fanst óratími Iíða áður en munkarnir komu aftur ofan af hæðinni. Henni sýndust blysin dansa uppi í brekkunni. Hún sagði hvað eftir annað við sjálfa sig. »Nú koma þeir; eg heyrði til þeirra*. En þá heyrðist söng- urinn aftur og hásir hlátrar og grátstunur nálægt henni gerðu von hennar að engu. Hún fór að telja eins og barn og sagði við sjálfa sig, að skipið færi sjálfsagt, þeg- ar hún væri búin að telja til þúsund; en brátt fór henni að leiðast þetta, mjakaði sér óþolinmóðlega ofurlítið burt frá hæli sínu og lét allra-snöggvast goluna frá sjón- um leika um heitt andlitið á sér. í sama bili tók einn af holdsveiku mönnunum eft- ir henni og spratt upp með há« orgi til þess að þrífa um úlnliði hennar og draga hana ofan að sjónum. Henni fanst, sem einhver óumræðilegur voði hefði komið út úr myrkrinu og tekið hana í ógurlegan og andstyggilegan faðm sinn. Hún þorði ekki að líta framan í mann- inn. Talað gat hún ekki, og allir limir henn- ar voru eins og Iamaðir; en hún sá greini- lega, að hann var í ræfilslegum, grænum einkennisbúningi og að hnífur hékk í belti hans. Hún heyrði, að hann Iét dæluna ganga, en hún kunni ekki nógu mikið í rússnesku til þess að skilja hann. Einu sinni fanst henni, sem maðurinn væri að merja hana sundur í gráðugum faðminum, og þá vissi hún, að hann hafði sagt: »Þú ert eins og sú, sem eg misti.« Svo gat hún rekið upp óttalegt hljóð, og þá komu hinir holdsveiku mennirnir til þeirra. Inn- an skamms var heill hópur kominn utan um þau, og þeir æptu, að hún væri spæj- ari. Tuttugu munnar öskruðu í einu: »Drepið þið ensku drósina; fleygið þið henni í sjóinn!* \ að eg undirskrifaður hefi áform- að að byrja á verzlun nú í sumar með allt, sem til myndasmíði heyrir (Verkfæri og efni), svo framarlega sem eg fæ svo marga fasta viðskiftamenn að þetta fyrirtæki geti borið sig, þá tilkynnist það hér með öllum myndasmiðum hér á landi, sem eg þykist viss um að muni styðja að því, að hérlend verzlun í þessari grein geti þrifist og gerist viðskiptamenn hennar, þar eg sé mér fært að selja alt, sem til myndamsmíði heyrir, með sama verði og stærri verzlanir erlendis, því eg hefi komist í samband við stærstu verzlun í Danmörku í þessari grein: „Budtz-Muller's Efterfölgere'1, og mun selja alt með sama verði og þeir, en áðurnefnt verzlunarhús er alþekt fyrir sínar vönduðu vörur og þeir hafa sjálfir pappírs- og plötuverksmiðju. Þess utan álít eg, að það sé að mörgu leyti heppilegra fyrir mynda- smiði að geta fengið hér á landi það, sem þeir þurfa til iðnar sinnar, einkum yfir sumartímann, þá samgöngur eru mikið tíðari hér á millum hafna en frá útlöndum. Allar nánari upplýsingar þessu viðvíkjandi verða gefnar, og vil eg mælast til að þeir, sem vilja sinna þessu, skrifi mér sem fyrst. Akureyri 2. apríl 1904. H. Einarssori, myndasmiður. Mustads smjörlíki • er bezfa smjör- t líki, sem hingað • flyzt, og fæst hjá w fleztum kaup- • mönnum. JVIeð s/s „Kong Inge" komu miklar birgðir af alls konar vörum til verzlunar undirskrifaðs. Kramvara alls konar. Kaffi, sykur og tóbak. — Ostur ágætur á 32 aura pundiö. Pylsur mjög góöar á 65 og 75 aiira pundiö. BSgf- Mjög mikið úrval af alls konar járnvörum smáum og stórum. Höfuðföt handa öllum þjóðum og kynkvíslum. Sjöl fyrirtaksfalleg og von á meiru af því tagi síðar. Leir- og glervörur betri og ódýrari en áður hefir átt sér stað o. m. o. m. fl. jlppelsínur á 8 aura stykkið. Oddeyri 18. marz. Þorv. Davíðssoi) FORTUNA frá vindlaverksmiðju Otto Tulinius er mest reykti vindillinn hér. alsvert af dönskum Hartöflum fæst í Höepfners verzlun. Prjónasaum kaupir mjög háu verði Otto Tulinius. ýtuglysing. Undirskrifaður selur nú í vor verk- færi til trésmíða, svo sem rennismiðju, hefilbekk, hefla, sagir, sporjárn m. fl. Einnig eldavél, saumavél og marga aðra innanhúsmuni, svo og kvenn- og karlmanns reiðtygi, 1 kú snemm- bæra, unga og góða. Alt þetta selst með mjög góðu verði gegn pening- um. Grípið því tækifærið og snúið ykkur til mín sem fyrst. Espihóli. Stefán Helgason. W jlllir, sem $ku/da~&& »Norðurlandi«, áskriftargjöld eða fyrir auglýsingar, eru vinsamlegast beðnir að borga svo fljótt, sem þeim er unt. Gyllingogforsilfrut) fæst hvergi ódýrari en í Hafnarstræti 21. JVlagnús Þórðarson. Cil leigu., i herbergi fyrir i einhl. frá maí hjá Sig. Sigurðss. bókb. frá 14. maí n. k. fæst húsið Lækjarbakki við Akureyri. Húsinu fylgir eldavél og 2 rúmstæði. Þar er hentugt að búa. 10 mínútnagang- ur út í bæinn. Akureyri, Hafnarstræti 12, 3lh 1904. Matthías Hallgrímsson. ..Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 lcr. á Islandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, lVa dollar í Vesturheimi. Ojalddagi ‘fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi við rit- stjóra. Afslattur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.