Norðurland


Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 1
« NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 34. blaö. Akureyri, 21. maí 1904. III. ár. Aðalumboðsmaður fyrir Norður- og Austurland er B. Þorsteinsson, prestur á Siglufirði. Aðrir umboðsmenn á þessu svæði eru: Theódór Ólafsson á Borðeyri. Bjarni prestur Pálsson í Steinnesi. Árni prestur Björnsson á Sauðárkrók. Júlíus Sigurðsson á Akureyri. Helgi prestur Hjálmarsson á Helgastöðum. Sigurjón Jóhannsson á Seyðisfirði. Páll H. Gíslason í Djúpavogi. Ef einhvern langar til að tryggja líf sitt, þarf hann ekki annað til að byrja með, en að skrifa mér, eða einhverjum umboðsmanninum og biðja um nauð- synleg eyðublöð, —- og svo ná í lækni. Félagið borgar allar læknisskoðanir. Nú á næstu mánuðum fer BONUS að rigna yfir fólkið, og ætti það, ásamt mörgu öðru, að hvetja þá hina mörgu, sem enn eru utan félagsins, til þess að ganga inn í það sem fyrst. Ein kona hér, sem er ný-orðin ekkja, fær þessa dagana 5000 kr. frá fé- laginu. En hinir eru fleiri, sem ekkert fá, því fáir tryggja líf sitt, enn sem komið er. Rússar bíða ósigur * * mikinn á landi. Þriðjudaginn 25. f. m. fóru Japanar að reyna að sækja yfir Yalú-fljót. Það er skipgengt þar neðst og höfðu þeir lagt fallbyssubátum upp í fljótið og skutust þeir á við landher Rússa; er það fátítt, að herskip og landher heyi þannig orustu saman, þar sem ekki er um setulið í sævirkjum að ræða. í fljótinu eru ýmsar eyjar 0g liöfðu Rússar búist um á sumum þeirra. Japanar reyndu að koma á flota-brúm eða fleytibrúm yfir fljótið, en Rússar skutu á þá og þær og fengu skotið þær sundur í fyrstu. Hélt þessu áfram í sífellu næstu daga. Japanar náðu brátt tveim eyjum í fljótinu, annari rétt fyrir neðan Wídsjú; hana flýðu Rússar viðstöðulítið; hina skamt fyrir ofan Wídsjú, og var þar harðsótt, en loks hröktu 1500 Japanar Rússa burt af eyjunni og féll talsvert þar af Rúss- um, en færra af Japönum. Loks tókst Japönum að koma flotabrúm yfir ána á þrem stöðum: undan Wídsjú, yfir eyjuna Somalinda; yfir fljótið undan Tsjó-san, og enn á þriðja stað miðvega þar á milli; þetta var á laugardaginn 30. f. m. Það var á næturþeli að Japönum tókst fyrst að koma brúnum á og nokkuru liði yfir; héldu síðan áfram allan dag, en Rússar sóttu að þeim hið harð- asta. Meginhernuin virðast Japanar hafa komið yfir um á laugardaginn. Sunnudaginn 1. þ. m. var barist látlaust allan dag frá morgnitil kvölds. Þann dag komu fyrstu fregnir um viðureignina, símaðar frá Tokio. Er þar fyrst getið viðburða fyrirfarandi daga, og kl. 11 árd. á sunnudaginn sagt: »Orrusta hófst í dag í Iýsingu. Rússar munu vera um 30,000. Enn höfum vér haft lítið mannfall". Kl. 2 síðd. s. d.: „Öll skotvirki vor á suðurbökkum fljótsins og fall- byssubátarnir á fljótinu hjálpa oss með því að skjóta á Rússa. Vér höf- um nú betri afstöðu en Rússar og erum öruggir um sigur". Kl. 3 síðd.: „Vér höfum nú tekið Kin-líen-tsjang; væntum að Rússar muni flýja til Feng-hjúan-tsjeng". Japönsku fregnirnar geta ekki um liðsfjölda Japana, en franskir og ensk- ir fregnritar gizka á, að þeir hafi haft 24,000 manna, að varaliði með- töldu. Aftur segja Rússar, að Japan- ar hafi verið sér fjölmennari. KI. 11 síðd. s. d.: »K1. 8 í kvöld náðum vér allri línunni til Antung, umkringdum Rússa á þrjá vegu; eftir harða orustu náðum við 20 fallbyssum með hestum og vögnum; yfir 20 foringja, marga undirforingja og fjölda liðs tókum við til fanga. Rússar fiýja nú hvarvetna til Feng- hjúan-tsjeng. Fallnir og særðir af voru liði eru 700. Alls höfum vér í dag tekið af Rússum 28 hraðskeytar fallbyssur og firn af byssum og skotfærum. Fallbyssur vorar hafa reynst fyrirtaks vel. Rússneskir for- ingjar, sem vér höfum hertekið, segja að báðir yfirhershöfðingjarnir rússnesku séu særðir, og að tala fallinna og særðra hafi verið yfir 800, auk þeirra er vér höfum tekið til fanga." Hershöfðingjarnir rússnesku heita Sassulitsj og Castolinski. Frá Tokio fréttist á mánudaginn (2. þ. m.), að Rússar hefðu flúið úr Antung, en kveikt fyrst í borginni; Japanar hafa nú tekið hana á sitt vald. — Allur Yalú-her Rússa er nú flúinn vestur í land, áleiðis til Feng- hjúan-tsjang. Norðurfloti Japana reyndi að gera árás á Wladivostok, en varð frá að hverfa sakir þykkrar þoku. Situr þó um færi, nær sem það gefst. Hér verður því ekki til dreift, segja ensk blöð um orusturnar við Yalú, að Japanar hafi komið Rúss- um á óvart. Rússar hafa búið um sig í Mandsjúrí í mörg ár, haft nægan tíma, en Japanar nauman og orðið að sækja að úr öðru landi. Rússar gátu kosið, hvar þeir vildu vörnum sínum skipa; þeir kusu Yalú-línuna og hafa beðið stórkost- legan ósigur. Þýðing þessara viðburða getur orðið miklu meiri, en nú verður ljóst fyrir séð. Það er víst, að álit Rússahefir beðiðstórkostlegan hnekki — hinn þyngsta til þessa dags, því að á landi trúðu flestir, að þeir mundu Japönum fremri. Þeir höfðu barist sem hetjur, er sagt; en því meiri er frægð Japana, að hafa reynst þeim fremri bæði að vopnum, hreysti, vígfimi og herkænsku. Að undanhald þeirra hefir verið fums-flól/i, það sýnir missir fall- byssna og fanga til fulls. Japanar sagðir í þann veg að setja her á land í Takú-sjan, svo að þeir geti sótt að Feng-hjúan- tsjeng bæði sunnan og austan í einu. (Eftir fregnmiða „Rvíkur" dags. 10. maí síðastl.) * Cil Js/endinga, Hlífið skógum og kjörrum! Landið var fyrrum skógi þakið milli fjalls og fjöru, en margra orsaka vegna, ekki sízt fyrir sakir vægðarlauss skóg- arhöggs, hafa skógarnir eyðst, og fáar og smáar eru þær leifar, sem enn eru eftir. Það er nanðsynlegt fyrir allan bún- að að hlífa og vernda þessar leifar og að græða nýjan skóg í stað þess, sem eyddur er. Skógarnir veita eldivið og efnivið í smáhýsi. Skóga má græða svo, að þeir veiti hlé húsum, görð'um og túnum. Skógarnir aftra því, að moldina blási burt úr hlíðunum. Skógarnir aftra skriðum og snjó- flóðum. Skógarnir eru skrúð lands. Alþingi hefir veitt fé til að græða móðurreiti og skóga og til náms handa gróðursetjurum. Tilgangurinn er sá, að selja plöntur úr þessum móðurreit- um skógræktarfélögum og einstökum mönnum; það munu þó líða eitt eða tvö ár, áður en nægileg gnægð plantna verði til orðin til þess. Alþingi hefir veitt fé til þess að kaupa skógana við Hallormsstað, Háls °g Vagla til friðunar og til þess að þessir staðir geti orðið þær megin- stöðvar, er frá megi renna þekking á skóggræðslu til alþýðu, og vakið á- huga hennar. ( Hvarvetna á landinu eru margir meiri og minni skógar og kjörr. Það ríður líka á því, að forða þeim við eyðingu. Landssjóður getur eklci keypt það alt. Þess vegna snúum vér oss að allri alþýðu landsins með áskorun f og leiðarvísun þá, er hér fylgir: Hlífið kjörrunum, svo að niðjar yðrir megi hafa gagn og gleði af þeim. Hlífið skógunum, svo að þeir geti ' framleitt fræ, er nýr skógur grói upp / af. Það er þörf á miklu fræi. Að hlífa skógum er ekki sama sem að höggva ekki í þeim. Þvert á móti. Það á að höggva í þeim, en það á að gera það á skynsamlegan hátt og svo sem þegar skal getið. , Að hlífa skógunum er að varna fénaði að komast í þá, að svo miklu leyti, sem hægt er og einkum á vorin; annars bítur hann hina ungu frjóanga og nýsprotnu plönturnar. Eigi skal höggva í kjörrum stór eða smá samfeld svæði. Eigi skal höggva hávöxnustu stofn- ana, en taka skal eldiviðarefni í kjörr- um þar sem þéttast er; taka skal visnuðu stofnana eða greinarnar og þá stofna, sem nágrannar þeirra eru næstum að kæfa, eða þá, er standa svo nærri fögrum stofni, að þeir hitidra hann í að þróast eftir mætti. Munið að trén eiga að verða stór, áður en þau geta borið fræ fullgóð og til hlítar, og munið, að alt landið getur haft gagn af því birkifræi, sem grær í hverjum einstökum skógi. Hlítið þessum reglum og fáið ná- granna yðar, hver í sinni sveit, til þess að hlíta þeim þar sem skógar og kjörr eru. Flensborg skógfræðingur mun halda fyrirlestra á ferðum sínum í sumar um skóggræðslumálið og sýna ljós- myndir. Ákveðið er fyrst um sinn, að hann haldi fyrirlestra í Reykjavík í öndverðum maí, á Eskifirði, um þ. 21. maí, á Seyðisfirði, - - 4. júní, á Akureyri, - - 10. — á Sauðárkrók, - - 17- — í Stykkishólmi, - - 22. — Hlýðið fyrirlestrunum; í þeim verð- ur veitt nákvæm leiðarvísun um með- ferð skóga og árangurinn af góðri meðferð þeirra. C. V. Prytz. C. Ryder. Landakofsspítalinn. Sfðasta ár lágu á honum samtals 239 sjúklingar, samkvæmt skýrslu, sem Guðm. héraðslæknir Björnsson hefir birt í ísafold. Þeir voru úr öll- um sýslum landsins nema Eyjafjarðar og Þingeyjar. Guðm. Magnússon hafði gert á árinu 77 holdskurði, og að eins einn af þeim sjúklingum hafði dáið. Systurnar (spítalaeigendur) höfðu gefið upp legukostnað fyrir 467 legu- daga.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.