Norðurland


Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 3
Js/endingur f J'arís. Christian Krohg, einn af helztu mönn- unum, sem að staðaldri rita í norska blaðið »Verdens Gang«, hefir hitt ís- lending í húsnæðisleysingja-stofnun í París, ritað um hann alllangt mál og látið prenta mynd af honum, sem hann hefir teiknað. Honum segist svo frá: »Eg fór með forstöðumanninum inn í næturgistingarstað borgarstjórnar- innar í Rue Toqueville. Allir hús- næðislausu mennirnir sátu við löng borð og biðu eftir volgri súpu, sem þeir fá, áður en þeir fara að sofa. Það var raun að horfa á þá. Þeir báru utan á sér fátæktina og eymd- ina í hryllilegustu mynd. Þeir, sem eiga io aura, fara heldur inn í gisti- hús einstakra manna, þar sem fá má húsaskjól fyrir svo lítið. Því að í gistihúsum borgarstjórnarinnar er farið eftir ströngum reglum. Og verst er þessum mönnum við reglugjörðir, hverju nafni sem þær nefnast. Hvað andlitin voru aumkvunarleg! Sumir höfðu mist allar vonir og dap- urleg þolgæði var auðsæ í andlitun- um á þeim. En svo voru aðrir, sem báru þess merki á andlitum sínum, að innra jbjó rík lífsnautnaþrá, sem enga fullnægju fekk; augun og munnurinn báru vott um viljaþrótt og ofsa; rar- irnar voru skapaðar til nautna og hendurnar til þess að þrífa og leggja undir sig með valdi, en ekki til þess að beiðast ölmusu. Þeir menn eru brjóstumkennanlegri, þvi' að þeir þjást meira. Þeir gtta ekki gefist upp, jafnvel ekki fyrir Iamandi ofurefli mannfélagsins. Þá sá eg mann, sem hvorki hafði gremjusvip né þreytulegt uppgjafar- andlit. Hann rar um fertugt. Hann var glaðlegur og virtist ekki taka eftir neinu og var að lesa í þykkri bók. Þegar eg fór fram hjá honum, sá eg, að bókin var á grísku. »Hver er þetta?« sagðí eg við for- stöðumanninn. »Við megum ekki spyrja menn að heiti. En eg held, að hann sé landi yðar.« Eg virti hann betur fyrir mér. Aldrei hafði eg augum litið slíkan landa minn. Lazarus hlýtur að hafa verið sund- urgerðarmaður í samanburði við hann. Hann var allur rifinn og tættur. Hann hafði hvorki stígvél né skó á fótun- um, heldur dúkpjötlur og snærum vafið utan um. »Eruð þér Norðmaður?* mælti eg. »Nei,« svaraði hann. Hljómurinn í þessu neii var eins og einhverstaðar milli norsku og sænsku. «Eruð þér þá Svíi.?« »Nei, eg er, - -« »Þér eruð þá danskur? Þér eruð ef til vill frá BorgundarhóImi?« »Nei, danskur er eg að minsta kosti ekki. Ein þjóð er enn, sem verður að teljast með Norðurlanda- þjóðunum.* »Finnar?« »Sumir þeirra eru Norðurlandamenn en ekki þjóðin sem þjóð. En mín þjóð er víst minst blandin. Eg er ís- lendingur.« »Og þér heitið?« »Þorgrímur Þjóðólfur Bjarnarson Þorgrímsson. Hann varð tígulegur, þegar hann 135 nefndi þetta nafn, og nú var eins og fátæktin væri þurkuð af honum. »Nú eruð þér víst ánægður. Þið hafið fengið sérstakan ráðgjafa.« »Það er einskisvert. Raðgjafinn er dansklundaðar íslendingur.« »Viljið þér, að ísland slíti sam- bandinu við Danmörk? Þér viljið ef til vill, að það komist aftur í banda- lag við Noreg?« »Nei! Við eigum ekkert Noregi að þakka. Það var Noregur, sem svifti oss fyrst sjálfstæði vorri og kom oss svo undir Danmörk. Við erum ekkert mótfallnir sambandi við Danmörk, en við viljum hafa fullkomið jafnrétti, eins og Norðmenn hafa fengið and- spænis Svium. Langhelzt vildum við allsherjar-samband allra Norðurlanda, og að ísleudingar væru í því sem sjálfstætt ríki.« Samræðan varð löng. Eða réttara sagt, íslendingurinn með þetta langa nafn flutti langt erindi. Krohg gerði ekki annað en skjóta inn við og við örstuttum spurningum. Öll ræða land- ans er prentuð. Hann talaði um þær miklu framfarir, sem í vændum séu á íslandi, þegar farið sé að nota foss- ana og vindinn til þess að framleiða rafmagn, og hvernig bókmentirnar og önnur menning muni lifna þá við af nýju — um Eddu, sem standi fremst af öllum helgum vizkubókum, en vís- indamenn hafi ekki skilið — um Is- lendinga, sem fyrstir fundu Vestur- heim — um heimspeki og sérstaklega um »Njólu< f því sambandi — og um ýmislegt fleira. Þetta er niðurlag frásögunnar: Forstöðumaðurinn kom nær okkur og leit á klukkuna. »Hafið þér lengi átt heima í París?« »Já, tuttugu ár.« »Langar yður ekki heim til íslands?« »Jú, eg hefði viljað fara þangað fyrir 15 árum.« »Hvers vegna hafið þér þá verið hér svo lengi?« »Eg hafði ekkert fé til fcrðakostn- aðar.« »En var ekki danska sendiherrasveit- in fáanleg til að koma yður heim á almennings-kostnað. ?« »Jú, og hún er enn fáanleg til þess; en ef eg þægi það, yrði eg að kannast við það, að eg væri danskur þegn. Góðar nætur!« Hann var staðinn upp og gekk út úr biðsalnum. Nú sá eg aftur fátækt- ina og eymdina utan á honum. »Eg hafði gleymt henni, meðan hann var að tala.« Búfjársýning. Að Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði var haldin búfjársýning þ. 5. þ. m. Búnaðarfélag íslands hafði veitt 125 kr. styrk, til þess að hún yrði haldin og Akrahreppur lagði fram jafnmikið fé. Um 20 manns voru þar saman komnir. Þessir hlutu verðlaun á sýningunni: Fyrir nautgripi. A. Naut: 1. verðl. (11 kr.) Magnús Gísla- son, Frostastöðum. 2. verðl. (8,50 kr.) Jón Jónasson, Þorleifsstöðum og Jón Jónasson, Flugumýri. 3. verðl. (6,00 kr.) Stefán Sig- urðsson, Þverá. B. Kýr\ 2 verðl. (7,50) Jón Jónasson, Þorleifsstöðum og Sig. Sigurðsson Víði- völlum. 3. verðl. (5,00 kr.) Gísli Björnsson, Stóru-Ökrum, Jóhanna í Brekkukoti og Hans Baldvinsson, Hrólfsstöðum. Fyrir hesta. A. Graðfolar: 2. verðl. (7,50) Magnús Gíslason, Frostastöðum og Gunnar Bjarn- arson, Ulfsstöðum. 3. verðl. (5,00) Magnús Gíslason, Frostastöðum, Gísli Björnsson, Ökrum, Sigtr. Jónatansson, Framnesi, og Jón Jónasson, F'lugumýri. B. Hryssur: 2. verðl. (7,50) Sig. Jónsson, Sólheimum, Jónas Jónasson, Grundarkoti og Stefán Sigurðsson, Þverá. 3. verðl. (S,oo) Frímann Magnússon, Uppsölum, Jón Jónasson, Flugumýri, Valdemar Jónsson, Djúpadal, Magnús Gíslason, Frostastöðum, Ólafur Hallgrímsson, Kúskerpi og Daníel Arnason, Mikley. Fyrir saubfé. A. Hrútar: 2. verðl. (5,00) Gísli Björns- son, Ökrum, Árni Jónsson, Ökrum, Magnús Gíslason, Frostastöðum, Rögnvaldur Björns- son, Réttarholti og síra Björn Jónsson, Miklabæ. — 3. verðl. (3,00) Valdemar Björns- son, Djúpadal, Sig. Sigurðsson, Víðivöllum, Sigurjón Gíslason, Syðstu-Grund, Jón Jóns- son, Höskuldsstöðum, Gísli Bjórnsson, Stóru-Ökrum og Jón Jónasson, Þorleifs- stöðum. B. Ær: 1. verðl. (5,00) Pétur Björnsson, Flugumýri og Þuríður Jónsdóttir, Miðhús- um. — 2. verðl. (4,00) Sig. Sigurðsson, Víðivöllum. — 3. verðl. (3,00) síra Björn Jónsson, Miklabæ, Gísli Björnsson. Stóru- Ökrum, Sigurjón Gíslason, Syðri-Grund, Valdemar Jónsson, Djúpadal, Gunnar Björnsson, Úlfsstöðum, Stefán Einarsson, Höskuldsstöðum, og Jón Jónsson, Þorleifs- stöðum. Á sýningunni voru 6 naut, 5 kýr> 15 folar, 30 hryssur, 80 ær og 30 hrútar. Akrahreppsmenn eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa fyrstir manna hér á Norðurlandi notað styrk þann, er Búnaðarfélag íslands veitir til að halda búfjársýningar. Verzlunarfrelsis-afmælið. Verzlunarmannafélag Rvíkur stofn- aði til hátíðabrigða 15. f. m. til minn- ingar um verzlunarfrelsislögin frá 1854. Veifa var á hverri stöng og Thom- sens magasín — öll þau miklu húsa- kynni — voru skreytt. Fyrri hlut dags gengu félagsmenn í prósessíu suður í kirkjugarð og lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Björn Jónsson ritstjóri hélt þar stutta en einkar fagra ræðu. Svo héldu félagsmenn samsæti síð- ara hluta dagsins. Þar fluttu ræður, eftir ráðstöfun forstöðunefndarinnar: Halldór Jónsson bankagjaldkeri fyrir minni konungs, Björn Jónsson ritstjóri fyrir minni verzlunarfrelsisins, Jón Jak- obsson alþingismaður fyrir minni ís- lands og Bened. S. Þórarinsson kaup- maður fyrir minni verzlunarstéttarinn- ar. Ágrip af öllum þeim ræðum — að konungsminni undanskildu — er prent- að f ísafold. Þær eru allar góðar, en verzlunarfrelsisminnið langveigamest. í verzlunarstéttarræðunni var aðaláherzl- an á það lögð, að vér þurfum að fá stórsölu í landinu. Jón Ólafsson hafði og ort Verzlunarfrelsisljóð, er sungin voru í samkvæminu. Auk þessarar samkomu verzlunar- félagsins héldu og stúdentar samsæti þann dag; þar hélt Jón Jensson yfir- dómari aðalræðuna. Sömuleiðis skóla- piltar og með þeim nokkurir kennar- anna; aðalræðumenn þar Stgr. Thor- steinsson yfirkennari og Jón Kristjáns- son skólapiltur. Enn fremur hélt verzl- unarkvenþjóð bæjarins samsæti út af fyrir sig, um 30 yngismeyjar og konur. Rifsímamáliö. Einhver hreyfing segja Reykjavíkur- blöðin að muni vera komin á ritsíma- NI. málið, sagt, að landstjórnin sé í ein- hverjum samningum við Ritsímafélag- ið norræna í Khöfn. Vitaskuld vita menn ekki, hvað stjórn vorri og félaginu hefir á milli farið. En eftir öllu því, sem á undan er gcngið, virðist helzt mega við því búast, að hér sé um nýja tilraun að tefla frá félaginu til þess að fá málið dregið á langinn og afstýra því, að Marconifélagið í Lundúnum fái komið á þráðlausu loftskeytasambandi við landið. ísafold segir, að Marconi-félagið hafi ritað ráðherra vorum í vetur, 19. febr., »eftir hans undirlagi sjálfs eða tilmælum, og sent honum ýms skil- ríki fyrir því meðal annars, að því hafi tekist að koma áreiðanlegum loft- skeytum meira en helmingi lengri leið en milli Skotlands og íslands, og það milli skips og lands, sem sé þó miklu örðugra en milli lands og lands. Meðal annars hafi enskir sjóliðsforingjar verið vottar að því í haust, að slík skeyti voru send daglega frá Englandi á eftir enskum stórorustudreka, Duncan, á leið þaðan suður í Gíbraltar við Njörfa- sund, og tókst mætavel, sfðast alla leið þangað suður, yfir Spán þveran.« Iðunn. Stofnunarkostnaður við klæðavcrk- smiðjuna með því nafni í Rvík hefir orðið 78V2 þús. kr. Mikil aðsókn er orðin að verksmiðjunni nú þegar víðs vegar að, segir lsafold, svo talin er þörf á að bæta við 3 vefstólum, svo að þeir verði 6 alls. Höfuðstóll auk- inn í þvf skyni. Sundlaug nýrri ætla Reykvíkingar að koma sér upp við laugalækinn. Skýli á að vera yfir henni allri; nota má hana alt árið og 800 manns geta Iaugað sig þar á dag. Kostnaður er áætlaður 4500—5000 kr. Skipsfrönd. Kaupskipið »Ásta« frá Keflavík syðrá rak þar upp með alfermi af útlendum vörum 4. þ. m. og brotnaði alveg. Mannbjörg varð. Fiskiskútu frá Stykkishólmi, er »Ægir« hét, var hleypt í vor til skip- brots upp í vörina á Látrum við Látra- bjarg. Skipverjar komust á land þurr- um fótum. Skipið var nærri sokkið af leka. Gaddavírslögin. Langt er víst síðan er nokkur lög hafa fengið aðrar eins viðtökur hér á landi. Enginn maður, er á þau minn- ist opinberlega, virðist vilja mæla þeim bót. Og mótspyrnan er alveg óvenjulega ákveðin. í viðbót við alt það, sem áður er búið að skrifa gegn þeim í blöðum vorum, flytur ísafold- ar frá 7. þ. m. mótmæli gegn þeim trá 10 merkum mönnum vfðsvegar í landinu. Þar af hafa nafngreint sig: Jónas Eiríksson skólastjóri á Eiðum, Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli í Mýr- dal, síra Einar Thorlacius í Saurbæ, Jósef Jónsson á Melum, Árni A. Þor- kelsson á Geitaskarði, Björn Péturs- son á Hofsstöðum í Skagafirði, Zoph. Halldórsson prófastur í Viðvík og Ól. Sigurðsson dbrm. í Ási. Lærði skólinn. Rektor lærða skólans, dr. Birni M. Ólsen, hefir verið veitt lausn í náð frá embætti sínu.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.