Norðurland


Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 4

Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 4
136 Nl. Mannalát. í nótt andaðist að Möðrnvöllum í Hörgárdal ekkjan Jórunn Magnúsdóttir, 74 ára að aldri, tengdamóðir Stefáns kennara Stefánssonar; hún fekk mjög hægt andlát, leið út af í svefni. Merk- iskonu þessarar verður nákvæmar get- ið í næsta blaði. Harðindi. Töiuverðan snjó rak niður fyrri hluta þessarar viku með vonzkuveðri, og má nærri geta, hvernig það hefir komið sér um sauðburðinn. Alment nokkuð kvartað um heyskort. í hörðustu útsveitum eru víst jarðbönn enn. í dag er hláka. Siglingar. „Vesta" kom ekki fyr en að kvöldi þ. 17. þ. m., hafði tafist á ísafirði og við Horn í óveðri, en ekki orðið vör við ís. Meðal far- þega voru amtmaður P. Briem, Sigfús Ey- mundsson útf 1 utniíigastjóri og Ásgeir Pét- ursson kaupmaður nýkvæntur frk. Quðrúnu Halldórsdóttur frá Laugabóli. Skipið lagði á stað héðan morguninn eftir. Með því fóru uim 20 vesturfarar, þar á meðal Stefán Helgason trésmiður og Jóhann Thorarensen með fjölskyldur sínar. Hjónavígsla. í dag gengur kaupmaður Sigv. Þorsteins- son að eiga frk. Hólmfr. Jóhannsdóttur. Jósef J. Björnsson, kennari við Hólaskóla, kom hingað nú í vikunni og lagði á stað heimleiðis í gær. JWessað verður kl. 9 í fyrramálið hér í kirkjunni. Leiðréffing. Skakt hafði verið reiknað út hjá einum þeirra, er útskrifuðust af gagnfræðaskólanum í síðustu viku: Hjálmari Vilhjálmssyni; hann fekk 50 stig (en ekki 48, eins og sagt var í síðasta blaði). Þeir, sem óska að fá láti í Sparisjóði Norður- amtsins, pangað til útbú Islandsbanka tekur til starfa 1. september næstkomandi, eru beðnir að snúa sér til póstaf- greiðslumanns H. Schiöth sem fyrst. Sfjórn Sparisjóðs jjforðuramtsins. Húsnæði Ágætt húsnæði, í miðjum bænum, 8 herbergi, auk eldhúss og búrs, með fyrirtaks geymslurúmi,verð- ur til leigu í miðjum september næstk., fyrir 1 eða 2 fjölskyldur, með góðum skilmálum. — Ritst. vísar á leigjanda. Brennimark Jóhanns verzlunarstjóra Vigfússonar á Akureyri er Jóh W. nauðsynjavörur,mikið úrval af fjölbreyttri og fallegri álnavöru, skó- fatnaður, höfuðföt, járn- vörur stærri og smærri og allskonar glysvarn- ingur er nú nýkomið f Qudmanns Efterfl.s verzlun. Akureyri 30. apr. 1904. Jóhann Vigfússon 3fið bezta sjókólaði er frá verksmiðjunni „SIRIUS'1 í Frí- höfninni í Khöfn. Það er hið drýgsta og næringarmesta og inniheldur meira af kakaó en nokkur önnur sjókólaði- tegund. Augnlœkninga- jferðalag 1904. Samkvæmt ii. gr. 5. b. í fjárlög- unum og eftir samráði við ráðherr- ann fer eg að forfallalausu frá Reykja- vík 10. júní austur um land með Hólum til Akureyrar. Frá Akureyri fer eg svo 21. júní með Vestu vest- ur um land og kem heim aftur 26. júní. Reykjavík 4/s '04. Björn Ó/afsson. rt'Steensens * 1 STJCRNE * * 9 STiERNE * * * Margarine er altid den bedste :0 > C3 > bfl <L> > E - w W U_ Samskofa/oforð til sjúkraskýlis í Höfðahverfishéraði (í kr.). Jón Þorsteinson, Brimnesi, Ólafsfirði, 4; Þorlákur Ólafsson, Brimnesi, Ólafs- firði, 2; skólapiltur Jónas Jónasson, Hrafnagili, 5; frú Elísabet Ólafsdóttir, Húsavík, 3. Ávfsun send frá Vestur- heimi (sbr. fyrri auglýsingu) kr. 600. Áður auglýst kr. 1582.33. Samtals kr. 2196.33. Grenivík 21 k 1904. Sigurður Hjörleijsson. Mustads f smjörlíki | er bezta smjör- líki, sem þingað flyzt, og fæst hjá flestum Kaup- mönnum. UETRARSJÖL, gUMARSJÖL HERÐASJÖL °g svört gJÖL í C. Höepfners verzlun. Saumavélar, ofnar og eldavélar í G.Höepfners verzlurj Jurtapottar stórir og smáir í C. Höepfners verzlun. JVIaismjöl til skepnufóðurs í C Höepfners verzlurj. FORTUNýt frá vindlaverksmiðju Otto Tulinius er mest reykti vindillinn hér. Á ug/ýsing. Menn ef vantar vinnuskó, vel má af því raupa, íslenzkt leður eg hef nóg, ef þeir vilja kaupa. M. Sinarsson. Túlg. Feit o / góð sauðatólg fæst keypt hjá kaupmanni J. Norðmann. ‘Bó/usefjarar. Bóluefni komið til læknisins í Akur- eyrarhéraði. J arðyrkjugaflar, spaðar og spaðasköft í C. Höepfners verzlun. Qaddavír og yirnet til girðinga í C. Höepfners verzlur). Karlmannaskór sterkir en lag- legir. Karlmannaskór fínir og liprir. Dömuskór mikið úrval. Turistskór. Qymnastiksskór. Brunelskór. Skór handa krökkum og unglingum í Carl Höepfners verzlurj. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA slenzK frímerk VVTVVWTVVWVVTVVTTVV kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. Julius Ruberj, Frederiksborggade 41, Köbenhavn, K. The North British RopeworkCoy. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur, færi, Manila Cocos og tjörukaðal, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Biðjið þvf ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, sem þér verzlið við, því þá fáið þér það sem bezt er. JMaufgripir. Undirskrifaður kaupir nautgripi í alt sumar. Menn geri svo vel að koma sem fyrst og semja við JóHANN VlGFÚSSON. Hér með tilkynnist heiðruðum al- menningi, að eg undirritaður hefi sett upp skósmíðaverkstofu á Sauðárkrók þann 14. maí þ. á., og tek eg því að mér alt, sem að skósmíði lýtur, frá þeim tíma, bæði að setja upp alls konar nýjan skófatnað og einnig allar viðgerðir á skóm, ait svo ódýrt og með svo þægilegum borgunarskilmál- uin, sem mér frekast verður hægt. mr A!t fliótt af liendi leyst. TW Virðingarfylst 14. maí 1904. 3fallc/ór 3(alldórsson. skósmiður. Ofanritaður Halldór Halidórsson hefir undanfarandi stundað skósmíði á vinnu- stofu minni í rúrn 5 ár, og eftir þeirri reynslu votta eg, að hann er mjög vel að sér í sinni iðn. Sauðárkrók 14. maí 1904. Jðh. Jóhannesson, skósmiður. ,,Norðurland“ kcmur út á hverjum laujírdegi. 25 blöð um árið. Verð árg. 3 kr á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, H/a dollar í Vesturheimi. Ojalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg: og bundin við árg.ingamót; ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. julí. Auglýsingar teknar í blaðið eftir samnmgi við rit- stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja Norðurlands.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.