Norðurland


Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 21.05.1904, Blaðsíða 2
Nl. 134 Pórarinn ‘Björnsson, bóndi að Víkingavatni. Allavega að þér lágu ættar véböndin: Hrólfs ’ins sterka af bergi brotinn beint í karllegginn. Lcngra fram í órof alda, ótal feðra skeið, konungar og mikilmenni marka rakta leið. Ekki er kyn, þó björkin beri brum, sem þroska nær, þegar svona er högum háttað henni nær og fjær. Hvorki eldur, hríð né harka hnekkja þeirri rót, sem að hefir svona mikinn, svona sterkan fót. Ykkar frændaást til landsins afbragðsvel er gjörð: þvf og feður þínir bjuggu þar á sömu jörð áraskeið svo öldum nemur út við kaldan sæ. Enn þá lifir andinn sami í þeim góða bæ. Og ef þvílík ást til landsins eins og þín var gjör væri nú á vegum öllum, væri í hvers manns för, mundu fleiri grænka og gróa grös f hverjum reit, lífgrös ótal lifna og blómgast, ljóma í hverri sveit. Færri mundu fiýja landið, fleiri byggja en nú, og á sínum heimahögum hafa betri trú. Færri tár af Fjallkonunnar folu, mögru kinn mundu þá að fótum falla, farni landi minn! Gjörvöll saga þinnar þjóðar þér var næsta kunn, eins og hefðir árum dvalið út við Mfmisbrunn. Þegar ræður þannig féllu, þú varst líf og fjör; var sem lýsti úr augum eldur; orðin streymdu af vör. Eðlisgáfu, mælskumaður, mikill undir brún! alt af léztu augun hvarfla yfir Sögutún, þar til dauðinn bleikur byrgði brúna þinna gler. Stjarna mörg á himni hennar hugumkær var þér. Öllumegin að þér lágu ættar-gullböndin: sterka-Hrólfs af bergi brotinn beint í karllegginn. Ef að þvílík orkumenni yxu í hverjum bæ, færri mundu á flótta leggja fyrir ísi og snæ. Risnu-mund og hjálpfús hugur horfin eru á braut, sem í þinni æsku og elli ótal margur naut. Sannleiks-ástar, hreinleiks-hjartað hætt er nú að slá. Augað hvassa er byrgður brunnur — byrgður mold og snjá. q ^ Ræktunarfélag J'Iorðurlands. Þ. 16. þ. m. var tekið til starfa við tilrauastöðina hér. Ætlast er til, að þar fari fram verkleg kensla í ýms- um jarðyrkjustörfum, svo sem plæg- ingum, herfing, garðrækt, grasfræsán- ing, trjáplöntum o. fl. Þegar eru komnir 14 nemendur til tilraunastöðvarinnar Og enn von á 3—4. Fyrstu verkin voru að girða til- raunastöðina og sá í vermireiti. I einn vermireit var annars sáð seint í apríl. Svo er verið að herfa nokkurn part af því landi, sem plægt var í fyrra og í sumar á að nota til kartöflu- ræktunar. Félagið hefir fengið ýms jarðyrkju- verkfæri, sem áður hafa verið lítt kunn hér á landi, svo sem garðyrkju- verkfæri ýmis konar, litlar vélar til að sá með grasfræi og rófnafræi og lít- inn handplóg, til þess að hreykja að kartöflum með og reyta upp illgresi. Af stærri verkfærum hefir félagið feng- ið eitt diskherfi (»Tallerkenharve«), sem hefir verið reynt í tilraunastöð- inni og reynst mjög vel til að mylja sundur moldarhnausa; það sker og mylur sundur jarðveginn miklu fljótar en venjuleg herfi. Ýmissa fleiri verk- færa hefir og félagið aflað sér, og verður þeirra getið síðar, þegar reynd verður á þau komin í tilraunastöðinni. Ræktunarfélagið hefir og látið út- vega og fengið allmikið af fræi og útsæði, þar á meðal 30 tn. af útsæð- iskartöflum frá Bodö í Noregi, sem er töluvert norðar en Akureyri. Karöflu- tegund þessi hefir áður verið reynd hér á landi, og uppskeran orðið meiri en af íslenzkum kartöflum. Nokkuð af þessum kartöflum verður sett í til- raunastöðina; hitt hafa félagsmenn pantað. Auk þess hefir félagið útveg- að um 30 afbrigði af ýmsum fljót- vöxnum kartöflum, sem tilraunir á að gera með í tilraunastöðinni og víðar. Þessi afbrigði eru flest frá Noregi eða Svíþjóð norðanverðri. Enn fremur hefir og félagið fengið fjöldamargar tegundir af grasfræi, garðfræi, blóma- fræi, nokkuð af trjáplöntum og mikið af tilbúnum áburðarefnum. \ Hólaskóii. Fátt hefir verið skrifað fyrir almenning um búnaðarskólann á Hólum í vetur. En dag skal að kvöldi lofa, segir gamalt og gott máltæki, og eftir því dettur mér í hug, að nú, þegar nýbúið er að segja honum upp, sé vel viðeigandi að lýsa með fám orðum, hvernig þar hefir gengið þennan síðast liðna vetur. Samkvæmt reglugjörð skólans var hann settur 14. okt í haust. En lærisveinar efri- deildar voru þá búnir að hafa verklega til- sögn við landmælingar hálfan mánuð, eða frá 1. okt. Skömmu eftir að hann var settur fóru kennarar og nemendur skólans inn í Skaga- fjörð, til að sjá og heyra af búskap manna þar. Komu þeir að nokkurum helztu heim- ilum og skoðuðu skepnur, hús og öll mann- virki, er til voru á jörðunum og fengu svo vitneskju um búskaparaðferð manna eftir vild sinni. Bændaskólatímabilin voru tvö, eins og tiltekið var. Hið fyrra var frá 16. —29. nóv- ember og sóttu það að eins 5 nemendur. Það gat þvf ekki orðið eins fræðandi og fjörugt, eins og ef fleiri hefðu verið. Seinna tímabilið var frá 14. marz til 27. s. m. Það var vel sótt, - 21 nemandi; vegna þess náði það betur tilgangi sínum, að fræða og skemta hlutaðeigendum. Á laugardaginn 30. apríl var svo skólanum sagt upp. Útskrifuðust þá af honum 14 læri- sveinar. En 29 fluttust til efrideildar frá þeirri neðri. Próf var ekkert haldið, eins og ákveðið var, og fóru piltar því allir án þess. En þeir, sem fara alfarnir, geta, ef þeir villja, fengið vitnisburði hjá kennurunum, sem bygðir eru á smáprófum, sem haldin eru allan veturinn — vanalega í einni námsgrein á hverri viku. Þessa síðustu daga hafa svo farfuglar þessir verið að fljúga burt í ýmsar áttir til sumarstöðvanna, því öllum hefir þeim verið ákveðinn staður framan af sumrinu, þar sem þeir geta fengið leiðbeining I verkleg- urn störfum. Kátir og kvíðalausir skiljast þeir nú. Þakklátir fyrir liðna tímann, sem hver og einn minnist með ánægju. Fœði höfðu kennarar og nær því allir skóla- piltar í félagi. Keyptu alt, sem þurfti, sjálf- ir í haust, og bjuggu sig út til vetrarins. í þessu félagi kostaði fæðið 84 kr. frá 14. okt. til 30. apríl; auk þess eru 30 kr. fyrir þjón- ustu og matreiðslu. — » — Þegar talað er um lífið innan skólans I vetur, er ekki hægt að segja annað en hið allra bezta. Kennarar og nemendur hafa lif- að hvorir fyrir aðra og hvorirtveggja gjört sitt til, að samlífið yrði sem alúðlegast og þægilegast. Það hefir verið ánægjulegt að heimsækja staðinn og fá að vera þar tíma og tíma í þessum stóra hóp hraustra og kátra ungmenna, þar sem eining og ánsegju hefir verið að lesa í hvers manns viðmóti, og líf og fjör sýnir sig í hverju sem gera skal, jafnt í allri stjórn og skipunum, sem hlýðni og framkvæmdum. Áhrif kennaranna á skoðanir og stefnu lærisveinanna hafa verið æskileg, uppörfandi til starfs og dugnaðar, vekjandi til trúar á lífið, sjálfan sig, ættjörðina og arðsemi henn- ar, þegar rétt er á haldið. Þessa löngun til landbúskapar er áreiðanlega betra að vekja og glæða á skólum, sem standa í sveit en við sjó. Því óbundinn hugur, eins og oftast er hjá unglingum, dvelur mest við það, sem síðast verður fyrir augunt og eyruin; það er því mikisvert, að það sé sömu tegundar og ætlast er tii að hugur ungmennanna leiðist að og þannig í samvinnu við leiðtoga skólans. Það er því áreiðanlega varhugavert að flytja búnaðarskólana úr sveitum tii sjáv- arþorpa. Skömmu áður en skólanum var hætt eða 24. apríl stofnuðu kennarar og nemend- ur skólans, 47 að tölu, félag sem heitir: „Hólamannafélag". Tilgangur þess er að efla samvinnu með þeim, sem nám hafa stundað við búnaðarskólann á Hólunt, og annara búfræðinga á Norðurlandi. Og að styðja að því að búnaðarþeitkingin verði viðurkend sem nauðsynleg til eflingar Iand- búnaðinum, og jafnframt styrkja þau mál- efni, sem miða honum til framfara. Bréf um stofnun þessa félags hafa verið send til flestra búfræðinga á Norðurlandi. — » — Skemtanir hafa Hólamenn haft nokkurar í vetur. Fjölmennust af þeim var þorrablðt aðfaranótt 1. febr. Tóku þátt í því um 200 manns, karlar og konur. Þessi hópur hafði sameiginlega máltíð og naut hennar að forn- um sið. Var matur á borð borinn í trogum og sátu menn kringum þau og snæddu með sjálfskeiðingum. Mat allan lögðu menn á borð með sér, söinuleiðis drykki,_sem voru mjólk og kaffi. Skemtanir voru margs kon- ar svo sem fyrirlestrar, ræðuhöld, af kenn- urunum og lærisveinum skólans, dans, glím- ur, allskonar leikar, álfadans, og ennfremur sýndu skólapiltar leikfimi. Allir gestir Hóla- manna á þessari samkomu voru á einu máli um það, hvað laglega henni hefði verið stjórnað, og að árangurinn hefði orðið, að hver maður hefði skemt sér vel. — » — Um skólann á Hólum eru þegar búnir að sækja 24 piltar til næsta árs, og má af því ráða, að aðsókn að skólanum fer ekki minkandi. En líkindi eru til, að ekki verði hægt að veita þeim öllum viðtöku, sem sækja, nema skólahúsinu verði breytt að mun, eða bygt verði í viðbót við það. Og þegar þannig sést vaknaður áhugi ungra manna að leita sér þekkingar á búnaðinum, og ti! eru góðir kenslukraftar í þeim efuum, þá ætti hverjum áhugasömum manni að vera Ijóst, að ekki má dragast að bæta úr þessari vöntun á húsnæði skólans. Vonandi bætir atntsráðsfundur úr þessu. Kálfsstöðum í Hjaltadal 3. maí 1904. Árni Árnason. % Jslands-banki. Seðlar bankans eru væntanlegir um io. júní næstk., og svo er ráð fyrir gert, að bankinn taki til starfa þ. 15. júní. Starfsmenn bankans í Reykjavík verða þessir: Gjaldkeri Þórður J. Thor- oddsen læknir, bókari Sveinn Hall- grímsson cand. phil., aðstoðarmaður Hannes Thorsteinsson cand. jur. og skrifari Jens Waage cand. phil. Útbú bankans eiga að taka til starfa þ. I. sept. næstkomandi. Útbússtjóri hér á Akureyri er enn óráðinn. En gjaldkeri verður H. Schiöth póstafgreiðslumaður og gæzlustjóri Egg- ert Laxdal kaupmaður. A Seyðisfirði verður útbússtjóri Eyjólfur Jónsson kaupmaður og gjald- keri Lárus Tómasson bóksali. Útbússtjóri á ísafirði verður Helgi Sveinsson verzlunarmaður, en gjald- keri er þar enn óráðinn. Útbússtjórarnir fara væntanlega suð- ur til Rvíkur í júlí, vinna þar í bank- anum um tíma og kynna sér störf hans. Bankinn ætlar að lána ýmsum spari- sjóðum fé með lægri vöxtum en al- ment gerist og setja sig í ávísana- samband við þá, sem hlýtur að verða þeim mjög mikil þægindi. — Annars hefir amtmaður P. Briem góðfúslega lofað Norðurl. að skýra í næsta blaði nokkuð frá lánskjörum og starfsemi bankans. Óvænf undirskrift. Einna mestum tíðindum þótti það sæta, í Reykjavíkurblöðunum, þegar »Vesta« lagði á stað að sunnan, að Jón Jensson hafði komið því upp í grein, sem hann ritaði í blaðið »Ing- ólf«, að forsœtisráðherrann danski, Deuntzer, hefir skrifað með konungi undir skipun hins nýja ráðherra vors, í stað þess, sem gengið var að því vísu af þingi og þjóð, að íslandsráð- herrann mundi skrifa undir það skjal. Fregnin kemur öllum óvænt og málið er mjög athugavert. Norðurl. mun leita við að gera nokkura grein fyrir því í næsta blaði.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.