Norðurland


Norðurland - 11.06.1904, Page 3

Norðurland - 11.06.1904, Page 3
147 Nl. skip, — róið langt. — Þetta eru helztu aflafréttir í þetta sinn, vonandi að hann glæðist. Nú um helgina fór eg með Sigurði Ei- ríkssyni regluboða stórstúku Goodtempl- ara í útbreiðsluför út í Svarfaðardal — og varð árangurinn af þeirri för sá, að stofn- uð var stúka, sem heitir »Áfram«. Stofn- endur eru efnilegt og gott fólk. Stúkan hefir fundarstað á Dalvík. Umboðsmaður stórtemplars verður Jón Stefánsson útvegs- bóndi á Dalvík, og kom hann mjög vel fram við stofnun þessa fyrirtækis, eins og í öllu öðru, sem hann tekur að sér eða gengst fyrir; má Reglan vænta sér góðs liðsinnis frá honum. Af stofnendum þess- arar stúku vil eg ennfremur npfna: Ágúst Jónsson realstúdent í Felli, Hallgr. bónda Sigurðsson, Hrappstöðum, Gamalíel bónda Hjartarson, Uppsölum, Þorsteinn Baldvins- son, Böggversstöðum, Sigurð Gunnlaugs- son, útvegsbónda,Dalvík. Stúkan er í góðra manna höndum, og mun veráa í framtíðinni til blessunar fyrir dalinn þeirra, og sóma fyrir stofnandann, sem í þetta skifti sem endranær sýndi lifandi áhuga á því að gera Iýðum Ijósa nytsemi og göfugleik Reglunnar. Sömuleiðis stofnaði Sig. Eiríks- son unglingastúku, sem heitir Mjallhvít, hér á Hjalteyri í gær með 14 meðlimum og hélt útbreiðslufund, fyrir stúkuna »Fram«. Sigurði lízt vel á þá stúku, og segir að lifandi áhugi sé hjá meðlimum hennar. Ludvig Möller. Maðkur í skipi. Þegar hr. Bjarni Einarsson skipa- smiður fór að gera við »Júh'us« fiski- skipið, sem laskast hafði á Hornvík, komst hann að raun um, að það var maðksmogið og fann í því maðkinn. Menn hafa hingað til gert sér í hugar- lund, að maðkurinn sé hér alls ekki, eða lifi hér ekki af veturinn. Málið er alvarlegt og brýn nauðsyn á, að það verði rannsakað. Forseti Bókmenfafélagsins í Khöfn var dr. Valtýr Quðmunds- son kosinn á síðasta aðalfundi deildar- innar þar. Ólafur Halldórsson konfer- enzráð neitaði að taka við endurkosn- ingu. Dr. Þorvaldur Thóroddsen var því næst kosinn og neitaði líka. Kosn- ing varð svo um dr. V. G. og dr. Finn Jónsson, sem fekk mildu færri atkvæði. í tilefni af þessari breytingu neitaði dr. F. J. að taka endurkosning sem skrifari deildarinnar og sagði sig sömuleiðis úr íslendingafélagi, Stú- dentafélaginu íslenzka og samskota- nefnd Snorra Sturlusonar-minnisvarð- ans. Skipun Landsbankabókarans Ráðherrann hefir skipað Ólaf Davíðs- son verzlunarstjóra á Vopnafirði bók- ara við Landsbankann, eins og Nl. hefir áður skýrt frá. Tveir menn (afþremur) í bankastjórn- inni, gæzlustjórarnir báðir, höfðu Iagt það til, að annar maður yrði skipað- ur í þessa stöðu, einn af núverandi starfsmönnum bankans. En Tr. Gunn- arsson bankastjóri hafði verið í minni hluta og mælt með Ó. D. Nú mæla bankalögin svo fyrir að landshöfðingi (nú ráðherra) skuli skipa bókara og féhirði bankans og víkja þeim frá, hvorttveggja eftir tillögum for- stjórnarinnar. Jafnframt fyrirskipa þau lög að bankastjórarnir skuli »útkljá í sameiningu þau málefni, sem varða bankann, en greini þá á, ræður at- kvæðafjöldD. Það verður víst nokkuð torvelt að sanna, að hér hafi ekki verið brotin lög. Sfokkeyrar presfakall. Um það eru í kjöri Zóphonías Hall- dórsson prófastur f Viðvík, Jónas Jón- asson prófastur á Hrafnagili og Stef- án M. Jónsson prestur á Auðkúlu. Um ísafjarðarsýslu hafa sótt Gísli ísleifsson sýslumaður í Húnavatnssýslu og Magnús Torfason sýslumaður Rangæinga. Umsóknarfrest- ur útrunninn. Vafnsveifumál Rvíkur. Það virðist nú komið vel á veg. Tvo menn hefir bæjarstjórnin fengið frá Englandi til þess að rannsaka, hvernig hentugast mundi að afla sér vatns, og þeir telja illkleift að fá það annarstaðar að en úr Elliðaánum. En þær ár á Englendingur einn. Þær feng- ust fyrir ekki mörgum árum fyrir lítil- ræði f samanburði við það, sem þær mundu kosta nú, ef þær væru falar. Menn gera sér vonir um, að samning- ar muni samt takast við eigandann, með því að bærinn þarf ekki að halda á nema litlum hluta af ánum. Mikill áhugi er með bæjarstjórninni á að koma málinu í framkvæmd og bæjar- búar fylgja henni víst í því efni, eftir því, sem kom fram á borgarafundi, er haldinn var 28. f. m. Frumkvöðull þessa framfarafyrirtækis í höfuðstaðnum er héraðslæknirinn þar Guðm. Björns- son. Mannaláf. Eiríkur Sverrisen, sýslumanns í Strandasýslu, cand. phii., andaðist í Reykjavík 13. f. m., fæddur 1867. Ekkja hans er Hildur Jónsdóttir, prests Bjarnasonar Thorarensen frá Stórholti. Gull og seðiar 'kom með »MjöIni« til Islandsbanka þ. 31. t. m., og var búist við, að bankinn mundi þá taka til starfa eítir örfáa daga. Verzlunarhorfur. Frá Newcastle er skrifað 25. f. m., að fiskverðið haldist stöðugt og að boðnar séu f Khöfn fyrir stórfisk kr. 67,68, fyrir smáfisk kr. 54,5 5 og fyrir ýsu kr. 50, skipp. Allar horfur eru á góðu ullarverði, sennilega hærra verði en síðasta ár. Um sauðfjármarkað ekki hægt að fullyrða neitt svo löngu fyrir fram, en líkindi til, að hann verði að minsta kosti eins góður og í íyrra. Saltað sauð'.kjöt selst sem stendur illa vegna þess að verðið á svínakjöti er mjög lágt. Ilæst verð, sem boðið hefir verið, er kr. 47, 48 tunnan, 224 pd. Hr. Zöllner gengur að því vísu, að töluvert hærra verð megi fá fyrir salt- kjöt en að undanförnu, ef farið sé vandlega eftir söltunarreglum, sem hann hefir sent pöntunarfélögunum. Oröum aukió er það í 32. bl. Norðurl., að marg- ir séu hér alveg heylausir, því það er enginn enn; en hitt er rétt, að marg- ir eru orðnir tæpir, þó helzt 3 heimili (tvíbýli á einu), og eru þau heimili fram f firði, og hafa rekið sauðfé sitt hér ofan til sjávar, og haft það við hús hér, en þó altaf gefið því hey með fjörubeitinni og korninu; korn hefir sem sé verið gefið kúm með töðu, frá þvf fyrst í febrúar og fram á þennan dag, en sauðfé frá því um páska. Tvær kýr hafa verið drepnar, báðar f óstandi, og því lítil eftirsjá í þeim, og ekki sízt þegar eigendur gátu fengið gott verð (25 aura pd.) fyrir kjötið af þeim, til sjómanna; enginn ber á móti því, að horfurnar vóru orðnar alt annað en glæsilegar, ef alt af hefðu haldist stórhríðar, því snjór var hér miklu meiri fyrir, en vanalegt er um þetta leyti. Héðinsfirðingar, Dalamenn og Sigl- nesingar hafa staðið sig með heiðri og sóma í þessum aftökum; þó hefir eitthvað verið gefið af korni í Héðins- firði, og á Dölum hefir Jakob bóndi verið banki eins heimilis síðan á pásk- um, með hey. Er gott fyrir sveitarfélögin að eiga slíka hauka í horni. Einnig mun Jón á Hóli hafa hjálpað um æðimarga poka hingað á Eyrina til þurrabúðar- manna, sem litla grasnyt hafa. Nú er þetta basl fyrir okkur vonandi á enda; snjórinn hverfur nú ótrúlega fljótt, því hitar eru miklir, oft 250 á Reaumur á móti sólu. Svona hefir tíð- in verið stöðugt síðan á hvítasunnu — og engin næturfrost, svo alt kemur grænt undan fönninni. Siglufirði 29. maí 1904. Q. S. Th. Q. „Friðþjófur“, gufuskip kaupfélaganna átti að leggja á stað frá Leith í gær. 14. þ. m. verður það á Breiðdal og Seyðisfirði, 16. Húsavík og Hrísey, i7.KIjáströnd, Hjalteyri, Svalbarðs- eyri, Akureyri og Haganesvík, 18. Hofsós, Kolkuós og Sauðárkrók, 19. Blönduós, 20. Skagaströnd og Hvammstanga, 21. Stein- grímsfirði og Norðfirði, 22. ísafirði, 23. Arn- gerðareyri og kemur 27. til Reykjavíkur; fer þaðan 7. júlí og kemur til Newcastle 11. s. m. 2. ferðina fer skipið frá Newcastle 15. júlí; þaðan til Seyðisfjarðar og Rvíkur 20., Sauðárkróks 29. og kemur til Nervcastle 4. ág. I 3. ferð frá Newcastle 9. ág., kemur til Rvíkur 14., fer þaðan 21., Newcastle 26. I 4. ferð frá Lcith 31. ág. Seyðisfirði 4. sept., og á að vera ferðbúið af Akureyri 14. sept. Mosfellspresfakall í Mosfellssveit er veitt síra Magnúsi Þorsteinssyni í Landeyjum. Góðviðri me*ta hefir verið alla þessa viku, þurkar og blíður. Grasvaxtarhorfur góðar orðnar, en sennilega er sumstaðar þörf á vætu. Um skóggrœðslu heldur hr. Flensborg fyrirlestur hér í leik- húsinu í kvöld kl. 9 og sýnir myndir af ís- lenzkum skógum til skýringar. Hann hefir haldið fyrirlestur í síðasta mánuði um það efni í Reykjavík fyrir húsfylli, og láta höfuð- staðarblöðin ágætlega af. Hyrningarsfeinn var lagður að gagnfræðaskólanum hér á laugardaginn var. Skólastjóri J. A. Hjalta- lín hélt stutta tölu og bæjarfulltrúi Friðbj. Steinsson sagði nokkur orð. Önnur viðhöfn var ek'ki til hátíðabrigða. Þilskipin. »HeIena« (Jóh. V.), fiskiskip, hefir kom- ið inn þessa viku með 4000 fiska. »Fami- lien« sunnan úr Reykjavík, engan afla. »Marianna« (Jóh. V.), hákarlaskip, með 107 tn. Siglingar. »Mjölnir« kom hingað á þriðjdaginn frá útlöndum. Farþegar Jón Þorláksson verk- fræðingur ogFIensborg skógræktarfræðing- ur, báðir frá Seyðisfirði. Skipið hafði komið við í Reykjavík og kom samt á réttum tíma hingað. Leiðréffing. í 3. dilki greinarinnar í 33. bl. Nls. »Úr Bárðardal« hefir misprentast: »Fosfórusýru- áburðurinn að mestu uppleystur«; á að vera: »Fosfórusýruáburðurinn að mestu ó- uppleystur«, eins og líka sambandið sýnir. Hér með tilkynnist heiðruðum al- menningi, að eg undirritaður hefi sett upp skósmíðaverkstofu á Sauðárkrók þann 14. maí þ. á., og tek eg því að mér alt, sem að skósmíði lýtur, frá þeim tíma, bæði að setja upp alls konar nýjan skófatnað og einnig allar viðgerðir á skóm, alt svo ódýrt og með svo þægilegum borgunarskilmál- um, sem mér frekast verður hægt. rnr Alt fljótt af hendi leyst. TWi Virðingarfylst 14. maí 1904. ( Kalldór jfa/ldórsson, skósmiður. Ofanritaður Halldór Hatldórsson hefir undanfarandi stundað skósmíði á vinnu- stofu minni í rúm 5 ár, og eftir þeirri reynslu votta eg, að hann er mjög vel að sér í sinni iðn. Sauðárkrók 14. maí 1904. jóh. Jóhannesson, skósmiður. SKANDINAVISK EXPORTKAFFE SURROOAT Kjöbenhavn. !F. }{jorth & Co. «......-.. Nokkura vissu fyrir Bonus upphæðum með Bonus útborganir fram- vegis getur félagið eðli- lega ekki gefið, en eins og hérsett tafla sýnir, þá hefir Bonus á undanfar- andi 30 ára tímabili ver- ið mjög hár, og mun að líkindum verða nokkuð svipaður framvegis. Eftir fyrstu 3 árin verður: Tilfallinn Bonus 312.50 Eftirfarandi tafla sýnir vaxandi Bonus við 5 ára tímamót frá 10 til 30 ár. Tilfallinn Bonus 250.00 375-0° — 375-oo — 375-oo — 375-oo Bonus á öllu tímabil- inu, 30 árum, nemur því: Kr. 2062.50. Tafla, er sýnir, hvílíkur hagnaður það er að kaupa lífsábyrgð í lífsábyrgðarfclaginu Standard í saman- burði vlð að leggia fðgjaldið í sparisjóð og sýnir, hvað háan Bonus félagið hefir gefið á síðastl 30 árum. Bon- us útborgun fer fram með 5 ára millibili. Maður, sem frá þvr hann var þrítugur hefir árl. getsð lagttil hliðar kr. 122 50, mun, er liann deyr, hafa safnað eftir- farandi upphæð. 'r *o 1 re &■£.£? gfffg w)IO 3 <«••-» — b'"-c w 2 Deyi hann | eftir: j *8 Já c/) c E tjj rO C k S15 h 2 -S Í3W010 , KO © hfi-5 3 þ. u > u C hio i-x •Cl5 2 w.3 i ár Kr. 5000.00 Kr. 126.79 Kr. 4873-21 2 - 5C00.00 — 257-25 — 4742.75 3 - 5000.00 — 393-83 — 4606.17 4 ~ 5000.00 — 534-36 — 4465.64 5 - — 5312.50 — 679.89 — 4632.61 6 - — 5362.50 — 829.58 — 4532.92 7 - — 5412.50 — 986.33 —* 4426.17 8 - — 5462.50 — 1147.64 — 43M-86 9 ' — 5512-5° — I3I4-59 — 4197-91 IO - — 5562.50 — 1487-39 — 4075-11 >5 ‘ — 5937-5° — 2446.45 — 3491.05 20 - — 6312.50 — 3585-51 — 2726.99 25 - — 6687.50 — 4938.35 — I749-I5 30 - — 7062.50 — 6545.11 — 5I7-39 Aðalumboðsmaöur jyrir Norður- og Austurland M. EINARSSON.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.