Norðurland


Norðurland - 19.11.1904, Blaðsíða 2

Norðurland - 19.11.1904, Blaðsíða 2
Nl. 30 J'ramjaramál}Cúnoetninga. Tillögur sýslunefndar til landsstjórnarinnar. stæði og ef honum þætti tijtækilegt ag koma ferjunni á, að styrkur fengist til þess af opinberu fé. Blönduóss- Eins og kunnugt er, var brysrarla. ajim5rgUm árum bygð bryggja af landssjóðs- og sýslufé nokk- uru fyrir utan ána Blöndu. Bryggja þessi hefir komið alloft að notum, þegar eigi hefir verið hægt að lenda annarsstaðar hér fyrir brimi, en þó hafa notin eigi verið fullnægjandi, þar sem bryggjan er eigi nógu löng til þess hægt sé að lenda við hana um fjöru, þegar ilt er í sjóinn og svo einnig þess vegna, að hún liggur nokkurn veg frá kaup- túninu og slæmur vegur að henni. Til þess því að bryggjan á Blöndu- ósi gæti orðið fullnægjandi eða örugg- ur lendingarstaður og yfir höfuð komið að góðu gagni fyrir kauptúnið og héruð þau, er að því liggja, virtist sýslunefnd- inni nauðsynlegt að iengja hana að mikl- um mun og sfðan leggja veg frá henni til kauptúnsins Blönduóss, sem óefað um langan aldur hlýtur að verða aðal- kaupstaður sýsiunnar, og því afarnauð- synlegt, að hann sé ekki hafður útundan að því er skipaferðir snertir, en það mun hann verða meðan engin trygg lending er nálægt honum. Flutningrabraut Flutningabraut er, vestur Húna- , ,.. " ,, vatnssýslu. með logum *3- aPnl 1894, ákveðin af Blönduósi yestur Húnavatnssýslu og væntir sýslunefnd- in að sýslan verði ekki útundan að því er lagningu slíkrar brautar snert- ir og er það því nauðsynlegra að fá góða vegi — helzt akvegi — úr nefndu kauptúni og vestur sýsluna, þar sem ætla má, að bráðlega verði sett á stofn rjómabú í miðsýsiunni og vest- ursýslunni; þegar komið í gang all- stórt rjómabú f Vatnsdal. Sérstakiega skal það tekið fram, að þar sem stefna hinnar væntanlegu flutningabrautar og þjóðvegarins mun falla saman, væri til mikilla bóta og nauðsynlegt að ár þær, Laxá, Skriðuvað, Gljúfurá o. fl., er á veginum eru, yrðu brúaðar sem allra fyrst. — Þá álítur sýslunefndin einnig æskilegt, að vegur væri lagður af flutningabrautinni fyrir vestan Sporð til Hvammstanga, með því kauptún þetta er í talsverðri framför og sækir þangað yfirborð af mönnum í Víðidai og Vesturhópi. Póstvezur um j hitt eð fyrra var Lanzadal. . . . . , , „ , byrjað á þvi að leggja póstveginn í gegn um Langadal. Er vegur sá ekki langt kominn, en óhjá- kvæmilegt að honum sé sem fyrst lokið fram að Geitaskarði, með því stefnu hans var breytt, svo nú endar hann í vegleysu, en ekki hægt að nota hinn gamla veg, hvorki vetur né vor. Vegur fram Með því Miðfjörður er Miðfjörö. ...» . , allfjolment hérað, sem bu- ast má við að eigi góða framtíð fyrir höndum, að því er búnað snertir, þykir sýslunefndinni nauðsynlegt að vegur yrði lagður af flutningabrautinni Iram Miðfjörðinn. Svifferla Eins og kunnugt er, er á ^10’14111, 5r(jjn á Blöndu útundir sjó, en slæm eða engin vöð á þeirri á þaðan og fram til fjalla. Væri það því hin bezta samgöngubót fyrir fremri hluta Húnavatnssýslu, ef svifferju yrði komið á hjá Tungunesi. Er það því ósk sýslunefndarinnar að verkfræðingur landsins yrði látinn skoða téð svifferju- Hafnir. það er kunnugra en frá þurfi að segja, að hafnir við Húnaflóa austan- verðan eru alt annað en góðar. Hefir það staðið sýslunni fyrir þrifum, ekki einungis hvað verzlun og siglingar snertir, heldur og fiskiveiðar. Það er því hið mesta áhugamál sýslubúa að fá hafnirnar bættar, ef auðið væri án gífurlegs kostnaðar, og það er ætlun manna að þetta mundi takast með Skagastrandarhöfn. Svo hagar þar til, að á víkinni fram undan kaupstaðnum er lítil eyja, ekki lengra frá landi en nema mundi 50 föðmum. Væri garður gerður fram á eyju þessa, þá myndað- ist skipalega mjög góð, að minsta kosti fyrir opna báta og minni þilskip. Þar yrði örugt hlé fyrir öllum áttum nema helzt suðvestan átt. Ekki er dýpra út í eyjuna en svo, að menn stundum um stórstraumsfjöru ganga þangað þurrum fótum. Botninn er klapparkendur og á- gætur að byggja á. Örugg þilskipahöfn á Skagaströnd væri ekki lítils virði fyrir þau mörgu þilskip, sem eru á Húnaflóa á sumrin og oft þurfa skyndilega hafnar að leita, en ekki væri það minna vert fyrir hérað- ið, því ýmissra hluta vegna verður hent- ugast og auðveldlegast fyrir héraðsbúa að sækja sjó frá Skagaströnd og kunn- ugt er, að í ísárum á vorin komast skip helzt inn á Skagastrandarhöfn. Lambhúsvík er á austanverðu Vatns- nesi innanverðu. Kunnugir menn álíta að þar mundi geta orðið höfn góð, þar sem skip gætu — sérstaklega í suðvest- an átt — verið örugg, og væri því meiri nauðsyn á slíkri höfn, sem það er nokk- uð sameiginlegur galli á höfnum og lendingum við Húnaflóa, að skip eru þar illa komin í suðvestan átt. Fyrir Þverárhreppsmenn og fleiri vestursýslu- búa væri það og hagræði mikið, að vöru- flutningur yrði tii Lambhúsvíkur. Sýslunefndin óskar því, að rannsókn fari fram á Skagastrandarhöfn og Lamb- húsvík. Skipaferðir til Þegar hafís kemur Hvammstanza. • hér á Hunafloa er það oft, að Borðeyri er lokuð af ís fram- eftir öllu vori, þó Hvammstangi, Blöndu- ós og aðrar hafnir að austanverðu séu íslausar. Væri það þvf mjög nauðsyn- legt, að millilandaskip komi við á Hvammstanga í fyrstu ferð til þess áð flytja þangað vörur, sem oft verð- ur skortur á þegar hafís liggur lengi, og eins til þess að flytja farþega, því fjöldi manna vestan úr sýslu sæk- ir vestur að ísafjarðardjúpi og víðar til fiskiróðra á vorin. Einnig þætti æskilegt að millilandaskipin kæmu við á Hvammstanga í seinustu ferð til þess að taka vörur til útlanda. Millilandaskip Hingað tii hcfir milli- í september. .... , - landaskip það, er fer norður uin land til Reykjavíkur í sept- ember farið um þ. 27., en það er næsta óheppilegt. Bæði skóiapiltar og annað námsfólk, sem ætL.r til Suðurlands kemur á þann hátt of seint til náms- ins, og eins cr um kaupaíólk af suður- og vesturlandi, að því þykir of seint að fara með þvf skipi, en hinsvegar of snemt að fara með strandferðabátn- um, er fer kringum 10. sept. Æski- legast væri því að millilandaskipið í þessum mánuði væri á ferðinni 10 dögum fyr en verið hefir, eða um þ. 17. september. Túmrlrðingra- £>að er einhuga álit allra, sem hugsa um framför land- búnaðarins, að það sé eitt af þvf þýð- ingarmesta, að girt séu öll tún og annað ræktað land. Þetta hafa þeir fundið, sem komu fram á síðasta þingi lögum um túngirðingar, en sýslu- nefndin áleit, að á þeim lögum séu þess- ir aðaigallar. 1. Að lánin eru miðuð við að eins eiít girðingarefni — gaddavírinn — þrátt fyrir það þó ýmsar aðrar girðingar séu mjög víða hagkvæmari og endingarbetri, sérstaklega grjótgarðar og skurðir. — Einnig virðist afborgunartíminn of lang- ur, einkum þegar um endingarlítið efni er að ræða. 2. Að gengið sé of nærri rétti jarðareigenda. 3. Að fyrirkomulagið við kaupin á girðingarefninu sé of umsvifamikið og óhentugt, sem að eins yrði tii þess að gera þetta útlenda efni dýrara og einnig baka sýslunefndum óþarfa um- svif og sýslusjóðum kostnað. Vonar því sýslunefndin að lögum þessum verði breytt, samkvæmt því sem hér er tekið fram, eða að alþingi geri ráðstafanir til að jarðabótalán verði framvegis einkum veitt til tún- girðinga, með hagfeldum kjörum. Kensla í Sýslunefndin telur mjösf iarðrækt. , nauðsyniegt fyrir bunaðmn að sem rfflegastur styrkur verði veitt- ur af opinberu fé til kenslu í plæging- um, herfingu og sáningu. Hér í sýslu er talsverður áhugi vaknaður í því efni og skal því til dæmis skýrt frá, að á þessu vori hefir maður einn hér í sýslu haft 4 nemendur 1' plægingum og með þeim plægt fullar 18 túndag- sláttur. En þegar áhugi er vaknaður á því að plægja jörðina, þá er afar- áríðandi að gerðar séu sem fyrst sköru- legar tilraunir með grasfræsáningu, því hvorutveggja vcrður auðvitað að fylgj- ast að. Vinnufólksekla þar sem vinnufólks- ost vélar. ekla er orðin svo mikil í landinu, telur sýslunefndin einkar á- ríðandi að hið opinbera hafi vakandi augu á tilraunum í þá átt að innleiða hentugar vélar til léttis við heyskap hér á landi og styrki af opinberu fé slíkar tilraunir, að þær sem fyrst mættu verða að notum. Kynbætur. Engum blandast hugur um, að kynbætur á búfé eru eitt af skil- yrðunum fyrir þvt', að landbúnaður vor eigi uppreisnarvon og væntir því sýslunefndin af alhuga, að hið opinbera styðji og styrki með ráð og dáð allar skynsamlegar framkvæmdir í þá átt. Franiræsla Ef tækist að ræsa fram á Flóðlnu. , , , , ,. vatn þetta, þá myndaðist geysimikið engjaflæmi, sem naumast mundi bregðast með grasvöxt, og 5 jaröir sem land eiga að Flóðinu og nú eru tiltölulega kostarýrar, mundu verða ágætar jarðir. Að vísu hefir Sig. ráðunautur Sigurðsson gert einhverjar lauslegar athuganir þessu viðvíkjandi, en ágizkanir sínar urn hvað framræsl- an mundi kosta, hefir hann ekki rök- stutt og þar sem hlutaðeigendum þykir hún ósennilega há, er eindreg- ið óskað eftir að ítarlegri rannsókn fari fram. Strandgræzla Hmir utlendu botnvörp- á Húnaflóa. , , ungar hafa gert hér vart við sig undanfarin sumur og eru að- farir þeirra hér við land svo alkunnar, að þeim þarf ekki að lýsa. Ekki heldur þarf að fjölyrða um það, að héraðsbúar geta ekki fremur hér en annarsstaðar varið sig gegn yfirgangi þeirra. Sýslu- nefndin Ieggur því áherzlu á þá ósk, að strandgæzlan til verndar fiskimið- um landsins verði einnig látin ná til Húnaflóa. Kvennaskóli Að því er ]oks snertjr á Blonduosi. , tillogu sýslunefndarinnar um að einn kvennaskóli sé á Norður- landi og þá á Blönduósi, þá skal að eins tekið fram, að tillaga þessi er í fullu samræmi við álit fjárlagancfnda beggja deilda alþingis 1903, og mun hinu háa stjórnarráði innan skamms verða skrifað ftarlegar um þetta mál af stjórnarnefnd kvennaskólans á Blöndu- ósi. Fyrirspurq frá nemendum gagnfræðaskólans. »Eiga ekki nemendur gagnfræða- skólans heimtingu á, að kend sé teikn- ing við skólann, og ber ekki landsjóði að borga kensluna. Nokkurir nemendur.« Ritstjóri Norðurlands afhenti mér spurningu þá, sem rituð er hér að ofan, og bað mig að svara henni. Ef »Nokkurir nemendur« meina hér til gagnfræðaskólans, sem nú er hér í Akureyrarkaupstað, og lengst var á Möðruvöllum í Hörgárdal, og með »teikning« það, sem í lögum þessa skóla og rcglugjörð hans er kölluð »dráttlist«, þá er það ljóst, af Lögum um gagnfræðaskólann á Möðruvöllum 4. nóv. 1881, 1. gr., og Reglugjörð fyrir hinn sama skóla 28. júlí 1882 2. gr., að til þess hefir verið ætlazt, að dráttlist yrði kend í skólanum. Bæði í lögunum og reglugjörðinni er »ein- föld dráttlist« talin meðal þeirra »fræði- greina, er kenna skal í skóla þessum«. Er því enginn vafi á því,.að sú hef- ir verið tilætlun löggjafarvaldsins, að dráttlist yrði kend þar. Hitt er og jafnvíst, að hún hefir aldrei verið kend þar. Þegar embætti hafa verið auglýst við skóla þenna, hefir það aldrei ver- ið gert að skilyrði við nokkurn um- sækjanda, að hann kynni einfalda drátt- list, enda hefir enginn þeirra kennara, sem hingað til hafa verið við skólann, kunnað hana. Segir það sig þá sjálft, að þeim verður ekki lögð sú skylda á herðar að kenna hana. Ekki er mér kunnugt, að alþingi hafi nokkurn tíma með fyrirspurn eða á annan hátt grenslazt eftir því, hvers- vegna þessi ákvæði Iaganna hafi ekki verið framkvæmd, enda gat það búizt við því svari frá landstjórninni, að hún mundi fljótt gera það, ef þingið veitti fé til þess. Svo sem nú stendur, hcfir landstjórnin ekkert fé heimilt til þess. 4- gr. áðurnefndra laga sker úr síð- ari hluta spurningarinnar, og hún hljóð- ar svo: »Kostnaður allur til skólans greiðist úr Landsjóði«. En það gildir að eins um þann kostnað, sem þing og stjórn hefir samþykt. 15. nóv. 1904. Jón A. Hjaltalín. % Kvöldskemtun aftur í næstu vikii með líku prógrami og í sama tilgangi og í gær.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.