Norðurland


Norðurland - 19.11.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 19.11.1904, Blaðsíða 3
3i Nl. Utanferðir. Sýnilegur menningarvottur er það hve margir fara utan til þess að leita sér mentunar ( ýmsum greinum. I haust hafa ýmsir íarið héðan úr nágrenninu, og er NI. kunnugt um þessa: Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Pál Jónsson frá Reykhúsum og Pórhall BJarnarson af Oddeyri. Allir munu þeir hafa ætlað á Askov-háskóla á Jótlandi. Kristján Pálsson frá Möðrufelli fór til Hafnar til þess að fullkomna sig í húsa- og húsgagnamáli, Hallgrímur K.i'istinsson, formaður pöntunarfélags Eyfirðinga, til þess að kynna sér verzlunarmál og sér- staklega kaupfélögin dönsku, Hannes Jónsson úr Þingeyjarsýslu til landbún- aðarháskólans í Höfn, Ingimar Sigurðs- Son frá Draflastöðum á landbúnaðar- skóla í Svíþjóð Óii Björnsson frá Hrísey til Noregs, til þess að kynna sér stjórn og notkun mótorbáta og Halldór Qunn- laugsson frá Akureyri til þess að nema verzlunarfræði. Nl. óskar öllum þessum ungu og efnilegu mönnum til hamingju. t Eftirmæli. Jóhann Steján Thorarensen, óðalsbóndi að Lönguhlíð í Hörgirdal, lézt úr lungna- bólgu að heimili sínu 13. október s. 1. Hann fæddist að Hofi í Hörgárdal 26. júní, árið 1832. Faðir hans var Olafur læknir á Hofi Stefánsson konferensráðs og amtmanns á Möðruvöllum, Þórarins- sonar sýslumanns á Grund. Móðir Stefáns sál., og kona Ólafs á Hofi, var Halldóra dóttir Þorláks dbrm. að Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímssonar. En Þorlákur í Skriðu var bróðir síra Gunnars Hallgríms- sonar í Laufási. Ættir Stefáns sál. eru með hinum göf- ugustu hér norðanlands, enda bar hann þess glögg merki. Árið 1856 kvæntist Stefán sál. ungfrú Margrétu Pétursdóttur Hjaltested, mestu fríðleiks og gáfu konu, og bjuggu þau að Litlu-Brekku. Þau hjón eignuðust 2 syni, Ólaf er lézt á þrítugsaldri, gerfilegasta mannsefni, og Þórð gullsmið, sem nú býr á Akureyri. Margrétu konu sína misti Stefán sál. eftir 8 ára sambúð. Hafði hún tekið vanheilsu 3 vetrum eftir giftingu þeirra, og lifði við þjáningar, það sem eftir var æfinnar. Eftir missi konu sinnar bjó Stef- án sál. enn um nokkur ár að Litlu-Brekku. Árið 1869 kvænist Stefán sál. í annað sinn. Gekk að eiga Rósu Jónsdóttur Bergs- sonar ríka, er þá bjó í Lönguhlíð, mestu ráðdeildarkonu, og lifir hún mann sinn. Fluttist hann þá að Lönguhlíð og bjó þar síðan til dauðadags. Með síðari konu sinni átti hann 7 börn; dóu 2 þeirra í æsku, en 5 lifa, 2 synir og 3 dætur. Synir Stefáns og Rósu eru Jón bóndi í Lönguhlíð, og Lúter, ókvæntur hjá móðir sinni þar. Dæt- ur: Margrét, gift Lúðvík stúdent Sigur- jónssyni frá Laxamýri, Steinunn, gift Árna bónda í Lönguhlíð Jónssyni frá Skriðu og Ragnheiður, ógift hjá móður sinni. Öll eru börn Stefáns sál. hin mannvæn- legustu. Stefán sál. var hár meðalmaður á vöxt réttvaxinn og fagurlimaður, og að öllu hinn prúðmannlegasti, fríður sýnum, bláeygur fagureygur, ennið hátt og hvelft; lýsti alt yfirbragð hans gáfumensku og höfðingslund. Hann var sérlega hagur maður, lærði tré- smíði ungur, og smíðaði jöfnum höndum við önnur bústörf. Það, sem einkum ein- kendi smíði hans og öll störf, var framúr- skarandi vandvirkni og fegurðarsmekkur. Hann var starfsmaður mikill, og hinn reglu- samasti búmaður og féll aldrei verk úr hendi, þegar við mátti komu. Hann húsaði ábýlisjörð sína svo vel, að fyrirmynd var, byggði hlöður við hvert hús, og var nálega búinn að algirða túnið, er hann varð blind- ur fyrir 6 árum síðan. Stefán sál. var óhlutdeilinn um annarra hag, og gaf sig ekki opinberlega við al- menningsmálum, fylgdist þó með öllu, sem fram fór, og var áhugamaður um hag sveitar- og lands. Hann var að lunderni fremur fá- látur; má vera, að fyrri harmar hans hafi átt mikinn þátt í því. Við kunningja sína var hann hinn skemtilegasti, en þó alvar- legur, og eigi lét hann hlut sinn, ef til kapps kom í viðræðum. Við snauða menn og landseta sína var hann mildur og Iíðunarsamur, og sérlega ósérplæginn í öllum viðskiftum. Hann var manna trygglyndastur við vini sína og vandamenn, og lét þá eigi áskorta risnu og höfðingsskap; hann var sannnefnd- ur sómi stéttar sinnar og valmenni, sem ekki vildi vamm sitt vita. Hann var jarðsunginn að Möðruvöllum 28. október, að viðstöddu fjölmcnni og hvílir þar í reit liðinna ástvina og ættmanna s’nna' Guðm. Guðmundsson. 8. þ. m. andaðist að Húsavík eftir 8 daga legu húsfrú Katrín Jónsdðttir, móðir síra Jóns Arasonar. Hún var fædd 24. okt. 1824 að Höliustöðum á Reykjanesi vestra; voru foreldrar hennar Jón Magnússon og Þór- anna Jónsdóttir, góðkunn hjón, sem þar bjuggu langa æfi. Var það almæli, að forn- íslenzkari bændur í beztu merkingu, en þcir föðurfrændur Katrínar væri sjaldhittir. Á þrítugsaldri fór Katrín úr foreldrahús- um sem þjónustustúlka að Stað til síra Ólafs prófasts Jóhnsens og hans góðfrægu konu. Þar giftist hún manni sínum Ara Jochumssyni, sem lifir hana. Þau eignuðust saman 7 börn og náði síra Jón einn af þeim þroskaaldri. Fluttust þau hjón hing- að norður skjótt eftir að sonur þeirra varð prestur að Stað ( Kinn og dvöldu úr því hjá honum. Katrín sál. var mjög lík föðurfrændum sínum: en mikilhæf, fáskiftin og frómlund- uð. Síra Matthías bróðir Ara segir um hana í vísum þeim, er hann sendi þeim hjónum á 40. hjúskaparafmæli þeirra: »Enga veit ég verk og orð vandað hafa betur.« Muti þar bæði vel og rétt að orði komist. SiguröurJðnsson skipstjóri í Ólafsfjarðar- horni er nýlega dáinn. Bjó lengi á Sjöunda- stöðum í Flókadal. Var talinn góður skip- stjóri og dugnaðarmaður. % Mjaltakenslan. Eins og auglýst hefir vcrið hér í blaðinu fer mjaltakensla fram á Möðru- völlum í vetur að tilhlutun »Búnaðar- félags ísland* og eftir því, sem auglýst er í »Austra« á samskonar kensla að fara fram í Vallanesi. Stjórn búnaðar- félagsins á mikla þökk skilið fyrir, að hún hcfir gefið mönnum kost á þessari kenslu með svo afarvægum kjörum. Mjaltaaðferð sú, sem kenna á og kend er við Hegelund, danskan dýra- lækni, sem fann hana upp, hefir rutt sér til rúms um öll Norðurlönd og víðar, og hvervetna þótt taka eldri aðferðum mjög fram, einkum að því leyti að feitasta og bezta mjólkin næst betur með henni, en nokkurri annari aðferð. Útlend tímarit flytja margar skýrslur frá bændum, sem telja hag þann, er þeir hafi haft af þessari mjaltaaðferð, í hundruðum króna. Almenningur hér í nærsveitunum ætti nú að nota tækifærið og láta sem flestar mjaltakonur Iæra þessa aðferð. A Suðurlandi hafa mjaltaskólar þeir, sem búnaðarfélagið hefir haldið uppi síðastliðna vetur verið vel sóttir og ættu Norðlendingar ekki að verða eftirbátar Sunnlendinga í þessu, eins og svo mörgu öðru, sem að búnaðar- framförum lýtur. Næsta námsskeið byrj- ar 1. des. n. k. og ættu þeir, sem njóta vilja kenslunnar, að tilkynna það kennar- anum, Sigtryggi Þorsteinssyni á Möðru- völlum, sem allra fyrst. Bergsteinn Björnsson kaupmaður, sem nú hefir lengi dvalið ( Danmörku, hefir lagt þar stund á raf- magnsfræði og hefir hinn frægi la Cour við Askov verið kennari hans. — Nú hefir hann, fyrir skömmu, sent hingað áætlun um raflýsingu á Akureyrarbæ. Fossinn í Glerá vill hann nota til þess að framleiða aflið og gerir hann ráð fyrir að raflýsing bæjarins með öllum áhöldum kosti rúmlega 70 þúsund kr. Væntanlega kemur málið til umræðu á bæjarstjórnarfundi mjög bráðlega. Sjálfsagt má búast við því að stjórn bæjarins athugi málið vandlega. Óneit- anlega væri það stórkostleg framför að fá bæinn raflýstan, ljósið miklu bjartara og hollara en steinolíuljós og er það hvorttveggja næsta þýðingarmikið hér á þessum norðurhjara veraldar. Þá mundi og eldsvoðahættan verða minni í bænum og er það heldur ekki lítils- vert, jafn eldfimt og efni það er, sem bærinn er bygður úr og væntanlega mundi það stuðla til þess að vátrygg- ingargjald húsa verði fært niður. Bæjarsfjórnarfundir. Þriðjudaginn 1. nóvember. Oddviti bæjarstjórnarinnar tilkynti skip- unarbréf sitt sem sýslumanns í Eyjafjarð- arsýslu og bæjarfógeta á Akureyri. Oddviti tilkynti bréf stjórnarráðsins um umsjón bæjarstjórnarinnar með byggingar- málefnum kaupstaðarins. Beiðnum um crfðafestulönd og lóðarkaup frá Gunnlaugi Gunnlaugssyni, Valdimar Gunnlaugssyni, Birni Jðnssyni og M. B. Blöndal, Magnúsi Bjðrnssyni, Stefdni Niku- lássyni og Einarí Jónssyni og MagnúsiJóns- syni vísað til Eyrarlandsnefndar, Framlögð beiðni frá H. J. Olsen um að útsvar fiskiveiðafélagsins „Danmark“ að upphæð 50 kr. sé látið falla niður, en sam- þykt að það skyldi standa óbreytt. Kosnir í skattanefnd Krístján Sigurðsson, aðalmaður en M. B. Blöndal varamaður. Eggert Laxdal kosinn í verðlagsskrár- ncfnd. Lagt fram bréf frá vatnsleiðslunefnd Oddeyrar og tillögur hennar samþyktar, með þeirri nánari ákvörðun að Albert Jóns- syni voru veittar 25 kr. fyrir árið, frá 1. okt. 1904 til i. okt. 1905. Þriðjudaginn 15. nóvember. Framlagt bréf frá Hanncsi Jónassyni á Oddeyri. Býðst hann til að taka að sér löggæzlustarf fyrir 700 kr. á ári. Ákvörð- unum um það mál frestað til næsta fundar. Ákvarðanir teknar um erfðafestulönd handa ýmsum. Framlagt tilboð frá timburmeisturum J. Gunnarssyni og S. Jóhannessyni um bygg- ingu á hafnarbryggju á Torfunefi. Afráðið að byggja hana á næsta vori, en nánari ályktunum um þetta efni frestað til þess eftir komu »Kong Inge«, síðast í þessum mánuði og skorað á hafnarnefndina að undirbúa málið sem bezt tll þess tíma. Samþykt sala á lóðum til Aðalsteins Flalldórssonar og verksmiðjufélagsins, fyrir 15. aura ferfaðmurinn. Egg oS smjör kaupir HÖEPFNERS VERZLUN fyrir peninga. Joh. Christensen. Danskar Kartöflur fást í Höepfners verzlun. Rjúpur o, hausfull kaupir liæsta verði Jóh- Vigfússon. góðir fiskimenn geta komist , að g 6 ð u m kjörum á fiskiskipum undirritaðs með því að semja sem allra fyrst við Sigoa/da fiórsteinsson á Akureyri. slenzkar kartöflur, saltaður smá- fiskur, íslenzkt smjör og norsk- ur kavringur fæst við verzlun H. Schiðths. Jfaustu// og prjónasaum kaupir háu verði verzlun H. SCHIÖTHS. Skariatssótt hefir komið upp á Oddeyri í Lundargötu nr. 6. — Samgönguvarúð hefir verið fyrirskipuð. — Mjög áríðandi er það að gera lækni tafarlaust aðvart, ef nokkur grunur er um veiki þessa. Helztu einkenni hennar eru, eins og fyr hefir verið getið, hálsbólga með hitaveiki og rautt \útpot um líkatnann, sem skinnflagningur fylgir.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.