Norðurland


Norðurland - 03.12.1904, Blaðsíða 1

Norðurland - 03.12.1904, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 10. blað. Akureyri, 3. desember 1904. IV. ár. 1 Hróarskeldu dómkirkju.* Qefið loft, gefið loft, gefið lífsandaloft, því eg lifi ei í rotnandi gröf! Ella hljóða ég hátt, það sem hvíslað er oft: „Þessi heimur er storkunargjöf." Því að hvort ég er kviksettur konungum hjá eða kotungum, það er mér eitt; því að nú sé ég jöfnuðinn jörðunni á, þó hið jarðneska sýnist svo breytt. Þú ert hugsjúk mín önd, þú ert heit, þú ert köld. Upp með hurðir! í brott héðan, brott! Hvað skal hégómans dýrð, þar sem Dauðinn er alt. Það er dár, það er grimmasta spott! Á það líkloft að tákna hvers loftið skal virt upp í liðanna Glysheima sal? meðan alt þetta lifði, sem liggur nú stirt, rneðan lífsvillan sannleikann fal? Ouð hjálpi yður, konungar, hvað hér er dimt! Eg hefi heyrt um svo margt — um svo margt — þennan skerandi násöng um gjörræðið grimt, eins og Guð hefði sagt: Verði svart! — Þetta skerandi gjálfur um „skilning og trú" er öll skynsemi í útlegð var send — þegar frjálsustu menn urðu fordæðu hjú, sett í fangelsi, pínd eða brend! Og þú boghvelfing blá, þú sem helköld og há lítur hljóð yfir tímanna spil, meður lotning og þrá horfi eg list þína á, en þú lífgar ei hjarta míns yl. Því að sjálf ertu jarðsett, og sjálf ertu dauð: Ó, þú sagnríka skjöldunga hof! Upp í ómælis tómleikann teygir þú snauð þína turna við skýjanna rof! Nú er hálfs þumlungs smáblómið himninum nær báðum háturnum þfnum við ský; nú er hjartaslag barnsins ei hæðunum fjær en þeir hásöngvar kór þínum í. Hvorki Valdemar, Absalon, Pétur né Páll, hvorki prestar né levítafjöld, hvorki vegur né vald, enginn vizkunnar Njáll, getur- vakið upp steindauða öld! Þú munt fara sem Hleiðra, sem hvergi á sér hof, ekki hálmstrá, og varla sinn grunn. Vel og gott - ef þú heyrir þitt Iifandi lof gegn um lævirkjans sí-unga munn! Ó, það dýrðlega duft hér í gröfunum geymt. En þó grípur mig nístandi þrá; því hvað megna þeir stóru? Eg get ekki gleymt, hversu grátlegt er lífið að sjá! Eins og blómstrin á vorin um gróanda grund, eins það glóir mót hækkandi sól; eins og laufin á haustin um hélaðan Iund er það hjaðnað, þá fýkur í skjól. Og þess aldini? Guð minn, hve aumleg og smá, og sem ekkert hjá heims þessa neyð — eins og blálindar tár hjá þeim sóllausa sjá, er þau sogar í helstríð og deyð! * 5. júlímán. 1904 skoðaði eg hina merkilegu dómkirkju, í flokki fjöl- mennis þess, er tilheyrði friðarþingi því, er þá daga stóð í Khöfn. Veður var heitt og varð mér óglatt í kirkjunni, og fann fyrst lengi eigi djákn- ann, er lyklana geymdi. Þá kviknaði fyrst hjá mér sá hugblær (stemning), sem kvæði þetta bendir til. f,~. Búnaðarfélag Islands hefir enn, til þess að gjöra, sárfáa félaga á Norðurlandi. Tillag til félagsins er 10 kr. í eitt skifti fyrir öll, ef um einstaka félagsmenn er að néða, en félög greiði 10 kr. á hverjum 10 árum. Hver félags- maður fær eitt eintak af skýrslu félagsins, kostnaðarlaust sent, svo og þær bækur, er stjórn félagsins ákveður að útbýta skuli meðal félagsmanna Búnaðarrit, sem félagsmenn fá, hefir verið um og yfir 20 arkir. á ári. Eldri árgangar þess enn fáanlegir með góðum kjörum. Hvað er stórt? hvað er smátt? — Eins og hjarta mitt slær, eins og hittist á skap mitt og sál. En ei helming neinn Absalon afrekað fær, þess er ætlaði; hitt verður tál! — Og „samt gengur jörðin". Því ég hef þá trú, að það jafnist vort stormóða haf, og að sjón vor sé rétt og til sannleikans brú — þessi sjón, er oss eilífðin gaf. — En með Dauðann í brott! Eg vil lifa mitt líf, og sjá ljós þó að ógni mér Hel; og ég hleyp út í lífið og heltjaldið ríf, til að hylla þig, eilifa hvel! — Sof þú rótl, sof þú rótt. Ó þú döglinga drótt! Ekki dæmi ég verk þín á storð- Góða nótt! Höfum hljótt: öll vor gjörningagnótt verður grafsteinn með hálfkveðið orð! — Kom þú, Ijúfasta Ijós! Kom þú roðnandi rós, kom og réttu mér töfranda munn. — Það er nóg: eg á frið, eg á allsherjar grið, hér við allífsins skínanda brunn! w 7 Mikill er sá munur! I lærða skólanum eða »hinum al- menna mentaskóla« í Reykjavík eru nú einir 63 nemendur. A gagnfræða- skólanum hér eru alls 68 nemendur. í Reykjavíkurskóla komu í haust 14 nýsveinar en í Akureyrarskólann 48 nemendur, karlar og konur. 7 fastir kennarar, 2 aukakennarar og 3 tíma- kennarar kenna þessum 63 nemendum í Rvk. og hafa að launum fyrir starfa sinn um 23 þúsund krónur úm árið, en Akureyrarkennararnir eru 3 og hafa að launum um 7 þús. kr. Rvíkskóla- sveinarnir hafa 4 þús. kr. ölmusustyrk, 720 kr. húsaleigustyrk, 100 kr. fyrir læknishjálp og 48 kr. fyrir sálusorgun. Gagnfræðingarnir hafa af ölmusufé einar 400 kr., engan húsaleigustyrk, og því síður nokkurn opinberan styrk til lækn- inga á líkama eða sál. Hinn árlegi kostn- aður við Rvk.skóla er um 35V2 þús. kr. en við Akureyrarskólann þetta ár tæpt 9V2 þús. kr., auðvitað að bygg- ingarkostnaði sleptum. Hver af þess- um 63 nemendum syðra kostar því landið að meðaltali um 560 kr. en hver nemandi Akureyrarskóla að eins 140 kr. eða 420 kr. minua. Rvk.sk. er skift f 6 bekki eða deildir og koma þá 2 kennarar að jafnaði á hverja deild eða um 5 nemendur á hvern kennara. Gagnfræðaskólinn hefir hingað til ekki verið nema tyeir bekk- ir, og meðan svo var, höfðu kennar- arnir mátulega mikið að starfa. En sökum hinnar miklu aðsóknar í haust varð að skifta neðri bekk í tvær deildir, svo nú eru deildirnar 3 eða jafnmargar kennurunum. Starf kenn- aranna hefir því aukist um þriðjung. Þeir verða að vinna alla tímana hvíld- arlaust á hverjum degi, og komast þó ekki yfir að kenna hverja grein eins margar stundir og hingað til og sum- um lögboðnum námsgreinum verður að sleppa alveg, eins c g áður er skýrt frá hér í blaðinu. Endurgj .ld fá þeir ekkert fyrir hið aukna starf, og stjórnarráðið neitaði meira að segja um fé til tíma- kenslu, þegar þess var leitað af sk Sla- stjóra. í gagnfræðaskólanum cru helmingi fleiri nemendur en í 3 neðii bekkjum Rvk.skóla og helmingi færri kennarar, 3 á móti 6. En þessir 3 kennarar verða að inna af hendi jafnmikið starf á sama tfma og hinir 6 fyrir miklu minni laun. Einn kennarinn hér, sem hingað til hefir séð um söngkensluna, verður t. d. að launa söngkennara úr sínum vasa, þótt hann sjálfur verði að vinna alla dagsins tíma, langt fram yfir skyldu sína. Er nú nokkur sanngirni í þessuf Það er bæði ranglátt og óviturlegt. Ótrúlegt er að þingið bseti ekki úr þessu.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.