Norðurland


Norðurland - 03.12.1904, Blaðsíða 3

Norðurland - 03.12.1904, Blaðsíða 3
39 Nl. ir hún í Grenivík í Höfðahverfi. Merk- ur maður, sem nákunnugur er kensl- unni, skrifar Norðurlandi um hana og lætur hið bezta yfir henni. A þessari kenslu er víst mikil þörf og líkur til þess að hún verði að góðu gagni. Nl. vill að endingu minna menn á auglýsingu hér fremst í blaðinu, frá Búnaðarfélagi íslands. Félaginu er ant um að félagsmönnum fjölgi, vill dreifa þeim fróðleik, er það hefir að bjóða, sem allra vi'ðast meðal þeirra manna, er lifa af þvf að rækta jörðina, eða eiga af því að lifa. Hörmulegt sinnu- leysi má það heita ef menn nota sér ekki þetta tilboð félagsins. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu er ritstjóri Nl. fús til þess að greiða fyrir tillögum manna til félags- ins, ef einhverjum þætti það ómaks- minna að afhenda honum þau. Hafnarbryggjan og skipakvíin. Þessu mikla nauðsynjamáli þessa bæjar miðar nú stórlega áfram. Tilboð kom með »Kong Inge« frá byggingar- meistara Olsen, sem hér var síðast- liðið sumar, um að byggja alt timbur- og járnverk hafnarbryggjunnar og jafn- framt álmu þá út úr hafnarbryggjunni, er hugsað hefir verið sem einn hluti skipakvíarinnar, fyrir 17,200 kr. Alla uppfyllingu í bryggjuna úr möl og grjóti á bærinn að leggja til sjálf- ur og er ráðgert að til þess fari um 15 þúsund krónur. A bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í fyrradag samþykti bæjarstjórnin að ganga skyldi að tilboði Olsens. Verður þá hafnarbryggjan með nokk- urum hluta skipakvíarinnar bygð á næsta sumri. Fyrir nokkurum dögum kom út hér í bænum grein um skipakvína og er þar talið hin mesta fjarstæða að hugsa til þess að byggja hana, en svo fim- lega er frá þeirri ritsmíði gengið, að hún hefir orðið málinu hinn bezti styrkur, enda gaf formaður bæjar- stjórnarinnar það ljóslega f skyn, á síðasta reglulegum bæjarstjórnarfundi, að hann hefði sannfærst um það af grein þessari, hve mikil þörf væri hér á skipakví og hve miklu fé væri kost- andi til hennar. Svona geta menn stundum orðið til gagns, óviljandi. % Presfaköll veiff. Bergstaðir í Húnavatnssýslu eru veitt- ir síra Ludvik Knudsen á Húsavík, en Dýrafjarðarþing sfra Sigtrýggi Guð- laugssyni á Þóroddsstað. Presfaköll óveiff. Þóroddsstaður í Suður-Þingeyjar- sýslu og Auðkúla í Húnavatnssýslu. Umsóknarfrestur um þau eru til 18. des. Verða bæði brauðin veitt með fyrirvara um þær breytingar, er á þeim kunna að verða gerðar. Lárus riddari. Sýnilega hefir stjórnf vor ekki talið það nægilegar sára bætur fyrir hann, eftir Iandsyfirréttardóminn fræga, að gera hann að forseta í amtsráði Vest- uramtsins; nú hefir hún líka gert hann að riddara af dannebrog. Lárus er eini núlifandi sýslumaðurinn í landinu, sem þann heiður hefir hlotið, og hann er líka eini sýslumaðurinn, sem æðsti dómstóllinn í Iandinu hefir liðið, bóta- laust, að sagt væri um, að sannur væri að sök um fjárdráttartilraun. % KeflavíkurhéraB er veitt héraðslækni og alþingis- manni Þorgrími Þórðarsyni. Krossar. Guðmundur Magnússon, læknaskóla- kennari er gerður riddari af dannebrog, en Þórður Guðmundsson, hreppstjóri á Hálsi og Sigurður Sigurðsson, kenn- ari eru orðnir dannebrogsmenn. »Kong Inge« kom frá útlöndum að kvöldi hins 27. þ. m. og hafði fullfermi. Skipið cr nú að miklu leyti smíðað að nýju, enda hefir verið kostað upp á það 80 þús. kr. Salur skipsins er bæði rúmgóður og hinn prýði- legasti að öllu leyti, en inn af honum eru smærri herbcrgi, fyrir konur og karla, snoturlega útbúin og hin skemtilegustu fyrir ferðafólk. Svefnherbergi cru snotur, rúmin með fjaðra- og ullardýnum og er hægt að hita hvert þeirra upp sérstaklega. baðherbergi er í skipinu handa ferðamönn- um. Skipið cr hraðskreitt, fer 11 mílur í vöku og þykir hið bezta í sjó að leggja. Skipstjóri er Fr. Th. Schiöttz, sem lengi hefir verið í förum hér við land. Herra O.TuIinius, afgreiðslumaður skips- ins, segir oss þau góðu tíðindi, að vissa sé fyrir því að þessu skipi fáum vér Norð- lendingar og Austfirðingar að halda. Farþegar með »Kong Inge« voru þessir: FriðbjörnBjarnarson áHúsavík, GrímurLax- dal, kaupm. á Vopnafirði,Þorsteinn Jónsson, kaupm. á Seyðisfirði, Vigdís Marteinsdótt- ir frá Yztafelli og Ásgeir Johnsen, bók- haldari á Vopnafirði. Um jólin er enn von á skipi hingað frá útlöndum; er það »Perwie«, eitt af skipum Thore- félagsins. Fer frá Höfn 10. des. Kemur við á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði, Mjóa- firði, Seyðisfirði. Vopnafirði og Akureyri. Siglufjarðarpósfur segir að Siglfirðingar hafi fengið til hlutar 26. f. m. 14—20 fiska og var lítið eitt af því málsfiskur. — Á Skagafirði segir hann síld og hefði fiskast nokku'ð til dráttar bæði á Sauðárkrók og Hofsós, en ná- kvæmar fréttir ókomnar. Skarlafssótíin hefir ekki breiðst út þessa viku svo kunnugt sé. Egg o8 smjör kaupir HÖEPFNERS VERZLUN fyrir peninga. Joh. Christensen. Rjúpur kaupir Otto Tulinius. JNÍýkomið til verzlunar H. SCHIÖTHS mikið af stúvasirzum, ágætis eplum og ýmsu öðru. íslenzkt smjör til sölu. íslenzkar kartöflur til sölu. JÍt Vj V* 'b 'b Hausfull, prjónasaumur, smjör og rjúpur keypt háu verði. Akureyri 3. des. 1904. Til jólanna Flestir kaupmenn hér selja nú vindla frá mér. Verða setdir í smáum köss- um (25 —50 stk.) MEÐ VERKSMIÐJU- VERÐl. Eru beztu og ódýrustu vindlarnir, sem fást í bænum. Ágæt JÓLAQJÖF. Skoðið nýju merkin »Clara«, »Uni- on«, »Hánchen« og »Buena Vista«. Otto Tulinius. Sjóvetlingar bezt borgaðir hjá Carl F. Schiöth. Otto Tulinius. St. Sigurössori & E. Gunnarssoij hafa ákveðið að selja álnavöru og glysvarning með niðursettu verði nú í næsta mánuði. — Notið nú tækifærið meðan það býðst nú í jólaösinni. — Vörur nýkomnar í vérzlunina með »Kong Inge«. íslenzkar vörur eru hér einnig borgaðar mjög vel. Komið og reynið. Akureyri V12 1904. Stefán Sigurðsson & Sinar tSunnarsson. Skósmíðaoerkstæði höfum við undirritaðir sett á fót á Húsavík og tekur það að sér alt smíði og aðgerðir er að skófatnaði lýtur. Alt fljótt og vel af hendi lcyst. Húsavík 1. desember 1904. Bjarni Benediktsson & t»órður Ingvarsson. Ihinu nýja húsi Antons Jónssonar á Friðbjarnartúninu, verður 5. des. n. k. opnuð búð með ýmis konar varningi sérstaklega fyrir kvenfólk og börn, svo sem nærfatnað og utanyfirföt handa börnum, efni í kjóla og svuntur, slifsi, hvergi eins falleg og ódýr, hvít léreft, barnanúfur, svartir handskar og fl. Ýmislegt hentugt í jólagjafir og leikföng og sælgæti. Komið og skoðið. Oddeyri 1. des. 1904. Lára Ölafsdótfir. Egía Kina Lífs-Eíixfr. Verðið á CHINA-LIFS-ELEXIR hefir, svo sem hinum virðulegu neytendum er kunn- ugt, verðið hækkað upp í 2 kr. fyrir flöskuna, sakir hinnar miklu tolihækkunar, en í raun og veru er hann þó ekki eins dýr, eins og áður, þegar flaskan var seld á 1 kr. 50 a., þar sem tekist hefir með nýrri vélum að ná langtum kröftugri vökva úr jurt- unum fyr. CHINA-LÍFS-ELEXÍRINN er alls ekkert leynilegt læknislyf, og eigi er heldur látið í veðri vaka, að svo sé. Hann er að eins bitter-tegund, til ao bæta meltinguna, og bæði menn, sem þekkingu hafa í slíkum efnum, og neyter.durnir, hafa með fjölda vott- orða staðfest gagnsemi hans í mörgum hættulegum sjúkdómstilfellum, og það er að eins fátt þeirra vottorða, sem almenningur hefir fengið vitneskju um í blöðunum. I Danmörku, og 1' öðrum löndum, er öllum verzlunarmönnum leyft að selja hann, og bindindismönnum er í Danmörku leyft að neyta hans, með því að í honum er að eins afar-lítið af áfengi, sem nauðsynlegt er, til þess að hann geymist óskemdur. Kgl. danska heilbrigðisráðið segir: CHINA-LÍFS-ELEXÍRINN er eigi auðið að leysa sundur, svo að hvert efni hans sé sér, en í honum eru að eins efni, sem gagnleg eru fyrir heilsuna. CHINA-LÍFS-ELEXÍRSINS ættu allir að neyta daglega, bæði sjúkir og heilbrigðir, með því að hann er styrkjandi fyrir öll líffæri líkamans, og sönnun um ágæti hans er það, að hann hefir hlotið gullmedalíur, þar sem hann hefir verið látinn á sýningar, nefnilega í Amsterdam, Anfwerpen, Brussel, Chicago, í Lundúnum og í París. CHINA-LÍFS-ELEXÍRINN cr hvívetna viðurkendur, sem ódýrasti og bezti bitter með því að lögurinn er hinn kröptugasti og sterkasti lögur, sem til er. Sérhverjum er vill neyta »bittersnaps« með máltíðum, án þess að fylgja notkunarreglunum, ráðum vér til þess, að blanda honum saman við eina flöslcu af portvíni, sherry, eða brennivíni, í hlutföllum þeim, er nú greinir: 4—6 matskeiðar (eða '/3 til '/2 fl. af elexir) í hverja heil-flösku, og fá menn þá fínan og ágætan matarbitter. Eftirlíkingar eftir elexirnum koma sífellt fyrir, eftir að hann hefir náð útbreiðslu um heim allan, og hans er neytt í risavöxnum mæli. Það er stæld bæði flaskan, einkennis- miðinn og nafnið, og eru neytendurnir því, til þess að komast hjá fölsunum, beðnir að vísa á bug bitterum, er bera nöfn, svo sem »China-bitter«, »Lífs-elexír«, og öllum öðrum bitterum, sem eigi bera fulla nafnið China-lífs-elexir. Á einkennismiða egta elexírsins er Kínverji, með glas í hendi, og nafn þess, er býr hann til: VALDEMAR PETERSEN, Friðrikshöfn, Kaupmannahöfn, og í grænu lakki á flöskustútnum stafirnir V. P. F. Elixirinn fæst: Á Fáskrúðsfirði hjá 0rum & Wulff, á Norðfirði hjá Sigfúsi Sveinssyni, á Seyðisfirði hjá Gránufélaginu, Þórarni Guðmundssyni, St. Th. Jónssyni, Stefáni Steinholt og Framtíðinni, á Akareyri hjá Gránufélaginu, Sig- valda Þórsteinssyni, F. & M. Kristjánssonum, H. Schiöth, St. Sigurðssyni & E. Gunnarssyni og Páli Þorkelssyni. Nýkomin til Höepfners verzlunar ágæt EPLl. Joh. Christensen.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.