Norðurland


Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 4

Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 4
Nl. 8o reglunni ensku, að hann hefði farið til húsa Talvis greifa og lögreglan mundi þá fara að rannsaka málið. Hugsanlegt var það líka að sagan kæmist í hámæli og þá — og þá! Honum flaug það jafnvel í hug að hún mundi geta útvegað honum aftur frelsi. Hugsanlegt væri það jafnvel að hún gæti frelsað hann úr höndum Rússa. Hin dimma nótt leið hægt og hægt, en hann gat hvorki neytt svefns né matar. Kvöldmaturinn sem settur hafði verið á borðið vakti hjá honum endurminninguna um þá fáu en ánægjulegu daga er hann hafði Iifað í Lundúnaborg. Hve dýrðlegt hafði það ekki verið að sitja hjá henni allan daginn, að heyra hana bjóða góðan daginn og góða nótt, að halda henni í fangi sínu og segja við hana að þar væri henn- ar rétta heimkynni. Hann hefði mist vitið þarna, ef hann hefði ekki haft einhverja óljósa von um að eitthvert furðuverk mundi koma fyrir, eitthvað það, sem færði honum hana þarna inn í herbergið. Hann hafði reyndar ekki minstu hugmynd um hvern- ig þetta mætti framkoma. Hann langaði til þess að berja á dyrnar á fangelsi sínu og biðjast náðar, löngunin til þess var svo sterk að hann gat varla við hana ráðið. Það var að eins vonin um, að hún þó kynni að koma, sem hélt við hjá honum karlmenskunni. Hann hlustaði hvort hann heyrði ekki fótatakið hennar og hló að sjálfum sér fyrir þessa hjákátiegu draum- óra. Svona leið nóttin, en þegar komið var undir morgun sofnaði hann og þá dreymdi hann að hún hefði hendurnar utan um hálsinn á honum. Það var fyrst klukkan níu um kvöldið, daginn eftir, að hann fekk tíðindi úr heim- inum fyrir utan hann. Hann hafði borðað dálítið af miðdegisverðinum og lagt fyrir sjálfan sig allar sömu spurningarnar eins og áður, þá heyrði hann fótatak í stigan- um. Hann hrökk upp við hljóðið, fekk hjartslátt og hugleiddi hver það gæti. ver- ið. Honum hafði strax flogið í hug hvort þetta gæti verið Marian. Hann hló að sjálf- um sér fyrir þessa barnalegu hugsun, en í því opnuðust dyrnar og Feodor greifi stóð frammi fyrir honum. Greifinn var í hversdagsfötum; hann var heitur og móður, því hann hafði hlaupið upp stigann og hann var hávær eins og drengur sem kemur með góðar fréttir. Af því hann var vinur Páls hafði honum svið- ið sárt hve óvirðulegri meðferð hann hafð orðið fyrir af yfirboðurum sínum og nú var honum innileg ánægja að því að þess- ari móðgun átti að vera lokið bráðlega og von var til þess að hún mundi gleymast áður en Iang um liði. >PáIl, gamli vinur minn, nú er því lokið«, sagði hann og var óðamála og rétti fram báðar hendurnar til bandingjans. >Þú átt ekki að vera hér lengur; þeir hafa fengið vitneskju um misgáning sinn og yfirsjón, þeir vita alt, hafa sent boð eftir henni og hún er hér komin«. Páll reikaði eins og drukinn maður. >Hún er hér. Guð minn góður!« >Því hefir Tolma til vegar komið«, sagði greifinn, með barnalegu mikillæti. »PIann komst að því, að hún gat gert uppdrætti af vígjunum. Hann er hérna niðri nú, ásamt henni. Þú átt líka að fara þangað niður; að vörmu spori vilja þeir líka tala við þig«. »Vilja þeir Iíka tala við mig?« endurtók Páll undrandi. »En Iíttu á mig, líttu fram- an í mig, skeggið og hendur mípar.« »Það tekur Ivan að sér, hann bætir úr því, ekki er það nema tíu mínútna verk. Tíminn er naumur. —« Páll stóð grafkyr. Það leit svo út sem hann væri að hugleiða hvaða þýðingu orð Talvís hefðu. »Tii hvers þarf þá tíma?« sagði hann. »Hvað er það sem fram á að fara?« »Pvesturinn þarf að hafa tíma til þess að gifta ykkur, gefa þig og stúlkunn, sem veit svona mikið um Krónstað, saman í hjónaband.« Páll gekk skjögrandi fram í birtuna. Hann grét hástöfum, eins og barn. }Cenry £evysohn, Kjöbenhavn, Linnésgade 6, 2. sal. Verzlunarerindrekar og umboðssalar. Hafa beztu viðskiftameðmæli. y\f 4. árgangi JMORÐURLANDS eru gefin út full 1900 eintök af hverju blaði. Nálega öll þessi blöð eru send út, en þó eru nokkur eintök til óseld. Nýir kaupendur 4. árgangs gefa nú, meðan upplagið hrekkur, feng- ið blaðið fyrir einar mr 2 krónur -m og fá auk þess í kaupbæti, þegar þeir borga blaðið, rétt til þess að fá alla söguna »Spæjarinn“, fyrir- taks skemtilega sögu, 4 — 500 þétt- prentaðar bls. Fyrri helmingur sög unnar er kominn út fyrir löngu, en síðari helmingurinn verður væntan- lega til í lok febrúarinánaðar og verður þá sendur út þeim, er skuld- lausir eru við blaðið fyrir 3 fyrstu árgangana, eða þeim sem gerst hafa nýir kaupendur að 4. árg. og borgað þessar 2 kr. Peir sem vilja sœta þessu boði þurfa að flýta sér að ná í það, áður en upp- lagið er þrotið. 2duglegir og vanir fiski- menn geta fengið atvinnu með góðum kjörum, ef þeir koma nú bráðlega og semja við undirrit- aðann. Akureyri 9. febr. 1905. Ha/Igr. Davíðsson. íbúðarhús J. Norðmanns á Oddeyri fæst keypt og verður laust til íbúðar 14. maí næstkomandi. — Lysthafendur snúi sér til húseigandans. —= Sjóklœði =— og Sjóstigvél -a*Sr sterk og vönduð fást með góðu verði í Söluáeild Oránufélagsins. Prjónavélar með verksrniðjuverði pantar Otto Tulinius. Millifcitapeysur í Söludeild Oránufélagsins. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA slenzk frímerk TTTTTTVTVVTTVVTTTTTTT kaupir undirskrifaður með hæsta verði. Peningar sendir strax eftir að frímerkin eru móttekin. Julius Ruberj, Frederiksborggade 14, Köbenhavn, K. Crawfords Ijúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORD & SONS Edinburgh og London stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar F. Hjorth & Co., Kjöbenhavn, K- cCeitið upp/ýsinga um ,,l)an“ áður en þið farið annað. Með íslenzku á bæklingar snotrir til eru, motora aðra ekki en, »Dan« yfir sér fá að ætla sem þá fyrir upplýsingum nauðsynlegum öllum og myndum og motorum af íslandi á birgðir hefir »Dan« nema verksmiðja engin; motor allar; kaupendur fyrir vel sér komið oft getur slíkt en, varapörtum ýmsum sendið og verðlista fyrst sem ykkur útvegið; vel og fljótt afgreiddar pantanir útsölumanns næsta til pöntun síðan. Umboðsmenn við Eyjafjörð: Otto Tulinius Ragnar Ólafsson. Aðalumboðsmaður fyrir ísland Pétur Á. Ófafsson, Patreksfirði. Lífsábyrgð. Það er tilfinnanlegt tjón, sem Eyjafjörður eða tiærsveitirnar hafa orðið fyrir undanfarandi ár hvað snertir skiptapa hér úr firðinum og hið mikla manntjón, sem af því hefir hlotist. Eitt af þessum slysuin kom fyrir í vor s. 1., þegar skipið „Kristján" fórst með allri skipshöfninni. Þetta er ómet- anlegt tjón og tilfinnanlegast fyrir fámennar sveitir; en dálítið er hægt að draga úr hinum báglegu afleiðingum, sem slík slys hafa oftast í för með sér (í efnalegu tilliti). Pað eru lífsábyrgðarfélögin, sem gefa kost á því að bæta upp gildi mannsins að nokkuru leyti tneð því að tryggja ættingjun- um vissa fjárupphæð. Ef menn vilja íhuga þetta, þá hljóta þeir að viður- kenna nauðsyn lífsábyrgðarinnar og skoða það sem skyldu gagnvart sér, ættingjum sínum og þjóðfélaginu í heild sinni að vátryggja sig. Eg vil geta þess, að einn af hásetunum á „Kristjáni" hafði nýlega trygt sig í lífsábyrgðarfélaginu wStandard"; var hann búinn að borga fyrsta árs; iðgjald kr. 29.80 og hafa nú ættingjarnir fengið útborgaðar 1000 kr. Þó þetta sé ekki stór fjárupphæð, þá er það talsverður styrkur fyrir efnalitla foreldra, eins og hér eiga í hlut, og þetta litla dætni ætti að verða hvöt fyrir aðra — að þeir dragi ekki lengur það sem nauðsynlegt er fyrir sérhvern niann: að tryggja líf sitt. =gg3 Par sem nú líður óðum að því að þilskipin leggi út héðan til veiða, þá vil eg leiða athygli sjómanna að nauðsyn lífsábyrgðanna. Látið pví ekki hjá líða að tryggja líf yðar gegn tiltölulega lágu iðgjaldi, sem engum ætti að vaxa í augum, sem vill sjá sínum borgið, Lífsábyrgöarfélagið „Standard" bendir á sig sem eitt af hinum elztu og beztu félögum heimsins. Virðingarfylst H. Einarsson. SKANDINAVISK EXPORTKAFFE SURROOAT Kjöbenhavn. f. JCjorth & Co. '••••»••-••••• •••••«••••••••••••••••••••••••••••• •• „Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi. 52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í öðrum Norðurálfulöndum, l>/2 dollar f Vesturheimi. Qjalddagi fyrir miðjan julí að minsta kosti (erlendis fyrir fram). Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót; ógiid nema komin sé tll ritstjóra fyrir I. júlí. Auglýsingar teknar f blaðið eftir samningi við rit- stjóra.^AfsUttur^rniWimynr þá, er auglýsa mikið. Prentsmiðja O'dds'Hjö'rn'ssónarl.........

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.