Norðurland


Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 18.02.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 21. blaö. Akureyri, 18. febrúar 1905. IV. ár. Ollum, sem heiðruðu jarðarför okk- ar elskuðu dóttur Þuríðar, með nærveru sinni og með mörgu móti hafa sýnt okkur mikla hluttekn- ingu ( sorg okkar þökkum við af hrærðum hjörtum. Sigríðar Jónsdóttir. Björn Ólafsson. Kjöísölutilraunir. Stórkaupmaður Sigurður Jóhannes- son í Kaupmannahöfn fekk til sölu í haust sem leið 249 tunnur af keti hér frá íslandi; var það alt af dilk- um og veturgömlu fé. Ketið var saltað hér heima, eftir reglum þeim, er Sigurður hafði sett, og var hver kind hlutuð í sex parta í saltið. Alt var ketið frá Norður- og Austur- landi, frá kaupfélögum og frá verzl- un Zöllners á Vopnafirði. Er það þakkað afskiftum Zöllners, að til- raunin komst á. Tunnan seldist á *55 kr. Stórkaupmaður S. J. lætur einkar- vel af ketinu og telur víst, að mark- aður fáist fyrir svona ket framvegis. Þó telur hann, að sumt af ketinu hafi verið ofsaltað, en tekur þar und- an ket frá Húsavík og Breiðdalsvík, sem var í alla staði óaðfinnanlegt. Hefir hann nú sett nákvæmari regl- ur fyrir söltun á ketinu og á Zöllner að birta þær kaupfélögunum. Þess var getið í skýrslu Hermanns Jónassonar • um kjötsölutilraunir, að þrír nafngreindir kaupmenn í Nor- egi (tveir í Kristjaníu og einn í Kristjánssandi) lofuðu honum að gera tilraun með sölu á linsöltuðu keti og var svo ráð fyrir gert, að þeim yrðu sendar nokkurar tunnur ásíðasta hausti.Öllum þessum mönn- um skrifaðiBúnaðarfélagíslands ræki- lega í haust, en allir hafa þeir geng- ið úr skaftinu, að því er Sigurður stórkaupmaður skýrir frá, bera því við, að verðið sé of hát't. Betur hefir tekist í Danmörku. Severin Jörgensen í Kolding, formað- ur sambandskaupfélagsins danska, hinn ágætasti maður, tók fyrir hönd sambandskaupfélagsins 100 tunnur til reynslu. Á fulltrúafundi sambandskaupfé- lagsins 22. nóvbr. síðastliðið, hefir nú Severin Jörgensen, í ársskýrslu sinni, skýrt mjög rækilegá frá þess- um kaupum. Lætur hann hið bezta af ketinu. Vitnar hann í reynslu sjálfs sín og samhljóða vitnisburði allra þeirra, sem ketið höfðu fengið, að það væri mjög ljúffengt. Hann kveð- ur jafnvel svo sterkt að orði, að «ef vér getum fengið áfram jafngott gott ket frá Islandi, er sé jafnvel með far- ið, þá ætti hvert heimili í Danmörku að afla sér þess". Hann telur það jafngott og danskt kindaket, sem þó er selt alt að því hálfu dýrara. Að lokum leggur hann sérstaka áherzlu á það, að kaupfélögin hér í landi verði að komast f beint sölusamband við félögin í Danmörku. Vonandi látum vér íslendingar nú ekki vort eftir liggja, að þessir samn- ingar milli kaupfélaganna dönsku og íslenzku mættu komast á; því óneit- anlega eru þetta bæði mikil tíðindi og góð. Milliganga stórkaupmanna í Höfn ætti þá að verða óþörf og við það sparast töluvert fé. Oeti lin- saltað ket héðan náð áliti í Dan- mörku, þó ekki sé það á borðum á hverju heimili, má búast við því að verðið hækki á því þar ytra til tnuna. Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, dvelur formaður kaup- félags Eyfirðinga,HallgrímurKristinns- son frá Reykhúsum, nú í Danmörku, til þess að kynna sér sem rækilegast kaupfélagsskap Dana, og má telja víst að hann muni eftir föngum kynna sér þetta mál. Sjálfsagt má búast við því að Búnaðarfélag íslands styðji mál þetta sem bezt, enda er oss kunnugt um, að formaður félagsins, lektor Þór- hallur Bjarnarson, hefir mikinn á- huga á því, og eru síðar væntan- legar nánari fréttir af málinu í Bún- aðarritinu. Þýðing bóka og bókasafna. Eftir Ouðmund Hannesson. Brot úr fyrirlestri. Það er tæpast ofmikið sagt, að fæsir geri sér ljóst, hver er aðal- orsök og uppspretta allra breytinga, þroskunar og framfara í lífi manna. Stundum er féleysinu kent um það, að svo lítið miðar áleiðis, stundum féla jsleysinu eða öðru slíku. Ef all- ir bæjarbúar hér væri spurðir að því hvert fyrsta skilyrðið væri fyrir vexti og viðgangi bæjarins þá væri fróðlegt að sjá svörin. Þau myndu verða ærið misjöfn og sinn stinga upp á hverju. Cg þó verður spurningunni naum- ast svarað nema á einn veg. Það sem alt er undir komið og alt annað bygg- ist á eru hvorki peningar eða nokkur sýnilegur eða áþreifanlegur hlutur, heldur er það algerlega ósýnilegt og andlegs eðlis, hlutur sem í fyrstu get- ur aðeins verið eign eins manns, öll- um öðrum hulinn, nefnilega Ijós hug- mynd um það, sem gera skal. Þegar einhverjum dettur snjallræði í hug, þá skapast fyrir andans augum hans frairtíðarmynd, sem hann einn sér. Sé hún glæsileg og varði auðsjáan- lega miklu, þá hrífun,hún tilfinningu mannsins og knýr hann til þess að skýra öðrum frá henni, þeir segja enn öðrum söguna og þannig út- breifiist þessi andlega eign frá einni mannssál til annarar. Hún sýnist takmarkið, vekur áhugann, sameinar kraftana og skapar framkvæmdir, ef henni er ekki sáð í því ófrjósamari jarðveg. „fins og ekki allir viti þetta?" kann sumum að verða að orði. „Það er svo sjálfsagt, að óþarft er að taka það fram." Slíkt finnst mörgum, þegar þeir heyra ljósa hugmynd annars manns þó aldrei hafi hún fyr komið í þeirra huga. I raun og veru kunna fáir að meta réttilega gildi hugmynda. Öllum kemur saman um það, að ef vér finnum gullpening á götunni þá sé sá fundur einhvers virði, að eðlilegt sé þó eigandinn vilji fá pen- inginn og sá hafa fundarlaun, sem fann hann. En hitt stendur engan veginn eins ljóst, hvers virði það er að eignast góða hugmynd úr annars manns höfði og ekki er það talinn þjófnaður þó aðrir eigni sér hana en sá sem var hennar rétti faðir og þó er það víst að það eru hugmynd- irnar, sem bæði skapa fé og hvers- konar framför. Eg nefni að eins eitt dæm til skýringar þessu. Fyiir liðugum 100 árum Iifði mað- ur í Köningsberg (borg á Þýzkalandi) að nafni Immanuel Kant. Hann var yfirlætislaus maður, sem lítið bar á og fekks hvorki við stjórnmál, eða verkkgar framkvæmdir og hafði jafn- vel aldrei komið út fyrir sitt hérað. Hann var að vísu háskólakennari í heimspeki, en aðallega gerði hann tvent um dagana: Hann las bækur og skrifaði bækur í sinni fræðigrein, sem voru fullar af nýjum hugmynd- utn um flest milli himins og jarðar. Fyrir ritstörf sín gerðist hann fræg- ur maður, þó mest væri hann metinn eftir dauða hans. Nú segja það fróð- ir menn að til þessa hægfara heim- spekings sé að rekja allar framfarir þjóðverja á síðari tímum: Sameining ríkisins, stjórnarfyrirkomulag þess, sigurinn yfir Frökkum og mentun Þjóðarinnar. Hugmyndir hans gegn- umsýrðu þjóðina og settu sitt mark á allar hennar framkvæmdir. Þær gerðu hana að stórveldi í andlegum og líkamlegum skilningi. Óneitanlega hafa hugmyndir þessa manns verið dýrmætur fjársjóður og há hefðu laun hans mátt vera til þess að borga æfistarf hans réttu verði! Eg vonast eftir að öllum sé nú ljóst, að fyrst og fremst af öllu er það, að hafa ljósa, áreiðanlega hug- mynd um hvað gera skuli og hvern- ig, að það eru hinir andlegu fjár- sjóðir hugmyndanna, sem alt annað byggist á. Þýðingarmesta spurning- in fyrir hvern mann er ekki sú: hvernig á eg að afla mér fjár, held- ur hin: hvernig á eg að afla mér andlegrar auðiegðar, hugmyndanna sem sýni réttar leiðir, en aldrei villigötur og fái mér lyklana í hend- ur að öðrum fjársjóðum. Eg skal reyna að svara þessari spurningu. Fyrst skulum vér athuga hvernig allur almenningur er settur í þessu efrfi og hvaðan honurn koma hug- myndir og andleg auðlegð. Af sjálfu sérspretta þær ekki fremur en annað. Uppsprettur þeirra eru tvær: skynj- an vor sjálfra og lífsreynsla og hug- myndir annara samtíðarmanna, sem vér komumst í kynni við. Vér grein- um þetta sundur, þó í raun og veru megi heimfæra hvorttvegga undir skynjttnina. Mjög mismunandi er það, hve auðugar þessar uppsprett- ur eru. Þær minka að því skapi sem færra drífur á dagana, sem minna er á þeim rnönnum að græða, sem vér umgöngumst og lífið styttra. En hversu auðugar sem þær kunna að vera, þá eru þær bundnar við þau takmörk, sem lífið setur eða 40 — 50 ár í mesta Iagi. Það er að vísu satt, að svo vel geta menn verið gefnir, að þeitrr verði ótrúlega mikið úr þessu tvennu: lífsreynslunni og umgengninni við aðra inenn. Þeir eru eins og frjó- sami jarðvegurinn, sem ber hundrað- faldan ávöxt. En oftast er uppsprettan lítil. Mannsæfin er stutt og þeir sem lifa í fámenni, afskektir og fyrir utan þjóð- braut hugsanastraumsins,heyrafátt og upplifa fátt, sem þeim gæti orðið efni í nýjar og frjósamar hugmyndir. Allur almenningur hér á landi er afarilla settur í þessu efni. Það eru svo fáir menn, sem flestir kynnast og fátt sem fyrir augun og eyrun ber í afskektum bygðarlögum á þessu afskekta landi. Það eru ekki allir sem hafa vit á því, eins og Ouðmundur Friðjónsson, að taka sér ferð á hend- ur hringinn í kringum alt landið, til þess að kynnast mönnum og færa sjóndeildarhring sinn út. I sambandi við þetta vil eg minna á það að hér í landi eru menn ó- vanalega illa settir, eigi eingöngu fyrir strjálbygðina og hve fátt dríf- ur á dagana, heldur einnig fyrir þá sök, að hér er svo lítið félagslíf og sjaldan sem menn hittast og hafa tækifæri til þess að láta hug- myndir sínar í Ijós, hver við ann- an. I öðrum löndum eru samkomu- hús nærfelt í hverri sveit og á ííð- um mannfundum kynnist hver ann- ars hugmyndum og fræðast hverir af öðrum. Fyr en vér tökum þenna sið upp, er ekki að vænta mikils andlegs lífs og hugmyndagróðurs hjá almenningi. Skilyrðin vanta, þó fólkið sé vel gefið. Það gerir sér ekki ljóst hvers virði hugmyndir og andleg auðlegð eru, eða að hún er fyrsti grundvöllur allra framfara. En það er til enn ein uppspretta, þó einnig megi heimfæra hana und- ir skynjunina, uppspretta sem er engu þýðingarminni en hinar. Mannsand- inn hefir fyrir löngu unnrð það krafta- verk að geta flutt hugmyudirnar á milli fjarlægra manna, sem annars gætu engin kynni haft hverjir af öðr- um og að geta geymt hugmyndir dáinna kynslóða og varðveitt þær frá glöttin. Þetta er eitt af því sem flestu framar aðgreinir mennina frá dýrunum. Hesturinn hefir engin ráð

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.