Norðurland


Norðurland - 01.07.1905, Blaðsíða 2

Norðurland - 01.07.1905, Blaðsíða 2
Nl. 166 fengið tveggja ára orlof hjá hermála- ráðaneytinu. Hann ætlar að beina för sinni gegnum Smiths sund milli Grænlands og eyja- bálks þessa, sem liggur fyrir norðan Ameríku, Peary ætlar að sigla skipi sínu svo langt norður, sem kostur er og reisa vörubirgðahús á nyrstu eyj- unni, Grantslandi. Þaðan heldur hann á sleðum á hafísnum til Norðurpóls- ins. Skip hans heitir Christence Rose- welt og kvað vera betur búið en nokkurt annað skip, sem farið hefir í slíkan leiðangur. Með honum verða engir vísinda- menn en að eins 70 harðfengir sjó- menn, þar á meðal margir Eskimóar. Kona hans og dóttir, 12 ára að aldri, fylgja honum til Grantslands. Alfons kongur Spánverja hefir verið á ferð í Englandi fyrir skömmu. Hon- um var tekið þar með fögnuði og mik- illi viðhöín. Það virðist svo sem hann hafi unn- ið hylli Englendinga með sinni glað- legu og látlausu framkomu. Pýzkaland.. 6. þ. m. fór fram brúðkaup þýzka krónprinsins Friðriks Vilhjálms og hertogadóttur Cecilie af Mecklenborg, dóttur stórhertoga Friðriks Franz III. af Mecklenborg. Brúðurin er systir prinsessu Alex- andrínu, sem gefin er Kristjáni Dana- prins. Hún er 19 ára að aldri, væn kona og vel gefin að því er sagt er. Vilhjálmur krónprins er 23 ára, á sama ári og faðir hans, er hann kvæntist. Keisarinn valdi sjálfur textann við hjónavígsluna úr Ruthsbók: Hvert sem þú ferð þangað fer eg líka. Þenna dag var mikið um dýrðir í Berlín og var þar saman komið mikið stórmenni úr öllum áttum. Sagt er að Vilhjálmur keisari hafi gefið mörgum þúsundum fátæklinga og bandingja í Berlín að borða þenna dag. Frá Rásslandi er fátt tíðinda. A ýmsum stöðum verður vart við smá uppþot og óeirðir meðal vinnulýðsins, og víða kemur í ljós ó- ánægja fólksins yfir hinni illu stjórn. 7. þ. m. var Semstvoa-þing haldið í Moskva, þrátt fyrir bann Trepovs. Samkoman stóð yfir allan daginn og voru þar allir einhuga um það, að nú væri sá tími kominn, að nauðsyn bæri til að heyra raddir þjóðarinnar. Þingið samþykti ávarp til keisar- ans og fer það fram á að kallaðir væru saman fulltrúar fyrir þjóðina til þess að útkljá óíriðinn og koma á fót betra skipulagi á lög og stjórn landsins. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦»♦♦»♦;♦♦♦♦♦ Amfsráð Ausfuramfsins. Þessar voru helztar fjárveitingar þess nú í sumar: Kr Til bókasafns á Seyíisfirði 400 — kvennaskóla á Blönduós 100 — kvennaskólans á Akureyri 100 — Eiðaskólans 600 — spítala á Seyðisfirði 300 — sjúkraskýlis á Eskifirði 500 — leikfimisfélaga áSeyðisfirði ogEskif. 100 Styrkur til gistihúss án áfengisveitinga á Seyðisfirði 250 Þessi síðasta fjárveiting er við það bund- in að veitingamaðurinn fái ekki veitinga- ieyfi sitt endurnýjað og ekki verði hægt að koma upp viðunandi gistihúsi á Seyð- isfirði án styrks af opinberu fé og enginn maður hafi þar rétt til vínveitinga. Síórstúkuþing Goodtemplara. Það var haldið í Reykjavík dagana frá 6. júní til 9. júní. A undan þing- byrjun prédikaði síra Jens Pálsson í Görðum. Stórstúkuþingið því næst sett af stórtemplara Þórði Thoroddsen kl. 12 á hádegi 6. júní. Það fyrsta sem fyrir þinginu lá, var að rannsaka kjörbréf fulltrúa, veita stórstúkustigið og skipa þingnefndir, sem störfuðu allan þingtímann. A þessu þingi mættu 51 fulltrúi frá 38 undirstúkum víðsvegar af landinu. A meðal fulltrúanna man eg að nefna þessa: Kristján Jónsson yfirdómara, Reykjavík, Guðm. Björnsson héraðs- læknir, Rvík, Halldór Jónsson banka- gjaldkera, Rvík, Harald Níelsson cand. theol., Rvík, síra Jens Pálsson, Görð- um, síra Sigurð Gunnarsson Stykkis- hólmi, síra Arna Björnsson, Sauðár- krók, Helga Sveinsson, bankastjóra, Isafirði, verzlunarstj. Armann Bjarna- son, Bíldudal, kaupm. Ólaf Eyjólfsson, Akureyri, verzlunarm. Agúst Thor- steinsson, Siglufirði, verzlunarm. Lud- vig Möller, Hjalteyri, bókbindara Sig- urð Sigurðsson, Akureyri, bókbindara Pétur Jóhannsson, Seyðisfirði, afgrm., Benedikt Sveinsson, Mjóafirði, bók- haldara Ólaf Jónsson, Vík, óðalsbónda Guðm. Þorbjarnarson, Hvoli, læknis- frú Margrétu Magnúsdóttur, Stórólfs- hvoli, óðalsbónda Kristinn Guðlögs- son, Dýrafirði, kennara Pétur Guð- mundsson, Eyrarbakka, revisor Indriða Einarsson, Reykjavík, ritstjóra Pétur Zophoniasson R.vík, sýsluskrifara Jó- hann Kristjánsson ísafirði. Hinir full- trúarnir sem hér eru ekki nefndir, voru alt góðir og gagnlegir menn —- sem sýndu eins og þessir ofantöldu mikinn áhuga fyrir öllum þeim mál- um, sem fyrir þinginu láu; mjög mik- ill fjöldi af málum kom fyrir þing þetta, en vegna þcss að þingtíðindin koma fljótlega út, þá ætla eg ekki að skýra hér frá öðru en því, sem mest varðar almenning, — en læt vera að geta þeirra mála, sem varða ein- göngu Regluna. Fyrsta mál á dagskrá var: í hvaða formi bindindismálið skyldi lagt fyrir næsta alþing. I þessu máli var sam- þykt með 51 samhljóða atkvæðum »að leggja frumvarp um áfengisaðflutnings- bann fyrir nœsia alþing«. Annað mál á dagskrá var um sölu áfengis á strandferðaskipunum. Sam- þykt að fara þess á leit við löggjafar- þingið, að það setji bann á áfengis- sölu, sem skilyrði fyrir styrkveitingu til stranaferðabáta hér við land. Þá var samþykt, »að fara þess á Ieit við öll blöð landsins að þau hætti að flytja vínauglýsingar, og sýndu með því virðingu fyrir bindindismálinu«. Þá var samþykt, »að skora á lands- stjórnina að gera ýtarlegar ráðstafanir til þess, að höfð sé nákvæm löggæzla á þeim stöðum, þar sem hætt er að selja vín, svo slík óleyfileg vínsala geti ekki átt sér stað«. Þá var mjög ýtarlega rætt og álykt- að um Regluboðun í Iandinu á næsta tímabili, og var samþykt að leggja sérstaka áherzlu á að senda duglega Regluboða til austurlandsins. Ennfrem- ur var samþykt að leggja mikla áherzlu á að útbreiða þekkingu í bindindismál- inu meðal almennings. Samþykt var að halda blaðinu Templ- ar út framvegis með sama fyrirkomu- lagi og undanfarið, en lögð sérstök á- herzla á að hafa efni blaðsins meira almenns eðlis. Ymsar heppilegar breytingar voru gerðar á ýmsum innanreglumálum. Að þingstörfum var unnið fulla 14 tíma á dag — alls voru haldnir 10 fundir. í framkvæmdarnefndina voru kosnir fyrir næsta tímabil: Stórtemplar Þórður Thóroddsen, gjaldkeri, Stórkanslar Halldór Jóns- son, gjaldkeri, Stórvarat. frú Anna Thóroddssen, Stórritari Borgþór Jó- sefsson, Stórgæzlum. kosninga Pétur Zophoníasson, ritstjóri, Stórgjaldkeri Arni Eiríksson verzlunarm. Stórgæzlu- maður, Jón Árnason prentari, Stórkape- lán, Davið Östlund ritstjóri, Stór fyrv. stórt., Indriði Einarsson revisor, um- boðsmaður hátemplars Haraldur Níels- son cand theol. Eftir síðustu skýrslum eru undir- stúkur í landinu alls 61 með 3857 fullorðnum meðlimum, og 27 ungl. stúk- ur með 1577 meðlimum, eða alls yfir 5000 meðlimir í Goodtemplarreglunni hér á landi. Á þinginu lögðu þeir stórtemplar, stórritari, stórgæzlum. ungtemplara og stórgjaldkeri fram mjög ýtarlegar skýrsl- ur. Sérstaklega ber skýrsla stórtempl- ars vott um mikla stjórnarhæfilegleika br. Þórðar Thoroddsens bæði innan og utan Reglunnar, og verður það að sjálfsögðu bæði til mikils gagns og sóma fyrir félagið að hafa endurkosið hann. Um miðjan þingtímann var haldin mjög skemtileg og fjölmenn veizla í svokallaðri Bárubúð; voru þar margar ræður haldnar snjallar og áheyrilegar og á milli söngur og fortópíanóspil.— Samsæti þetta stóð frá kl. 8 síðdegis 7. júní til kl. 2 um nóttina.— Næsta stórstúkuþing er ákveðið á Akureyri. L. M. X ö. 9. Monrad. Einn farþeganna á »Skálholti« héð- an í morgun var maður sá, cr hér er getið í yfirskriftinni yfir þessum lín- um. Vér gátum hans að nokkuru í síð- asta blaði og viljum nú að eins fara nokkurum orðum um fyrirlestra hans hér. Þeir voru vel og áheyrilega fluttir. Hafi einhver við því búist eða óskað þess, að þeir ræddu um norsk stjórn- mál, eða þá íslenzk, þá hefir hann ekki fengið ósk sína uppfylta. Þeir voru algerlega lausir við alt slíkt, en samt sem áður fer varla hjá því, að þeir veki til nokkurar íhugunar um þau efni. Ef vér ættum í fám orðum að lýsa þeim, vildum vér helzt lýkja þeim við geislann af rafmagnsljósinu, sem sendur er í einhverja vissa átt. Þeir bregða Ijósi sögunnar og sál- fræðinnar á þá viðburði, er nú eru að gerast hjá frændþjóð vorri í Noregi. Að skilja þá viðburði er einkar áríð- andi fyrir þjóð vora og því kunnum vér þeim mönnum þakkir, er vilja stuðla að því að við fáum þenna skilning sem beztan. Sá mun líka hafa verið tilgang- ur fyrirlesarans. Þessvegna talar hann svo varlega og gætilega, vill ekki að geislinn verði skoðaður sem pólitisk týra fyrir nokkurn flokk, hvorki hér né á ættjörð hans. Væntanlega heldur hann enn fyrir- lestra bæði á Isafirði og í Reykjavík, og teldum vér það sóma fyrir þá bæi, að fyrirlestrar þessir væru vel sóttir, enda þarf engan að iðra þess að hann sæki þá. Brunnið presfsefur. Bærinn að Staðastað í Snæfellsnessýslu brann 17. júní, því nær til kaldra kola. Þar höfðu meðal annars brunnið nokkur áríðandi skjöl og peningar. Bærinn hafði verið í eldsvoðaábyrgð og lausafé að ein- hverju leyti. Brauðaveifing. Sauðanes er veitt síra Jóni Halldórs- syni á Skeggjastöðum og Staður í Aðalvík síra Runólfi Magnúsi Jónssyni á Tjörn á Vatnsnesi. Leiðréffing. í síðasta blaði NIs. stendur Hermundur Erlendsson í Mjóadal. Fyrir Hermundur átti að standa: Guðmundur, Leiffurskeyti til Reykjavíkur. Útbúnaður þeirra mun vera ffill- gerður nú og var von á skeytum síðustu daga þessarar viku. Þau ósannindi flutti málgagn stjórn- arinnar um erindreka Marconifélags- ins, að hann hefði sagt »í margra votta áheyrn«, »að hann væri ekki kominn hingað (til R.víkur) til ann- ars, en að gera rannsóknir um bvort auðið vœri að koma orðsendingum hingað frá Skotlandi*. Þessum um- mælum hefir hann svarað í Fjallkon- unni á þessa leið: »Út af grein í »Reykjavík« í vik- unni sem Ieið viðvíkjandi Marconi- stöð þeirri, sem hér er verið að reisa, bið eg yður að leyfa mér að láta þess getið, að þetta, sem eg þar er látinn hafa sagt, nær ekki nokkurri átt, með því að Marconihraðskeyta- aðferðin er komin nokkur ár út yfir tilraunastigið.« Með skipinu »Botnia« er kom til Rvk. 25. júní, hafði komið til Reykja- víkur annar erindreki frá Marconifé- laginu, með umboði til þess, að semja við þingið í sumar um leifturskeyti. Það er og í frásögur fært úr Reykja- vfk, að ekki þyki undir öðru eigandi, en að halda vörð við þessa viðtöku- stöð hraðskeytanna, svo hún verði ekki fyrir skemdum af mannavöldum. Svo er ofstopinn mikill í liði ráð- herra vors. Kvenfélag í Suðurþingeyjarsýslu. Þatm 7 þ. m. héldu konur í Suður-Þing- eyarsýslu fund að Ljósavatni. Mættu þar 34 konur — giftar og ógiftar - og ræddu uni mentun kvenna yfir höfuð, en þó eink- um uin stofnun hússtjórnarskóla hér norð- anlands. Fundarstýra var kosin ungfreyja Jónína Sigurðardóttir frá Draflastöðum, en skrif- arar þær ungfreyjurnar Þuríður Jónsd. á Sigurðarstöðum og Sigríður Þorláksdóttir á Veigastöðuin, Það helzta, sem gerðist á fundinuni, var það, að stofnað var kvenfélag, er ná skyldi yfir alla Suður-Þingeyjarsýslu, og gengu allar fundarkonur í það. í stjórn þess voru kosnar þær húsfreyjurnar Kristbjörg Mar- teinsdóttir á Yztafelli og Valgerður Einars- dóttir í Nesi og ungfreyja Jónína Sigurðar- dóttir frá Draflastöðum. Markmið félagsins er að efla félagslega samvinnu meðal kvenna í sýslunni, sem einkum miði að því, að efla mentun kvenna bæði almenna og sérstaka. Fundurinn fór vel fram. Og þó skoðanir væru allskiftar um ýms aukaatriði málanna, kom öllum saman um það, að kvenfólkið þyrfti og ætti að fá meiri mentun, en það hefir átt kost á hingað til, og að full þörf sé á að fá hússtjórnarskóla hér norðanlands, sem búi ungar stúlkúr undir konustörf á líkan hátt og búnaðarskólarnir unga karl- menn undir bóndastörf. Öllum kom saman uni það, að hússtjórn- arskólann ætti að setja á stofn þar, sem hann nyti sín bezt og næði frekast tilgangi sínum. Og álitu flestar, að það mundi hann helzt gera, væri hann settur í sveit - eða þar, sem hægt væri að leggja næga áherzlu á að búa nemendur undir sveitarstörf kvenna, þar eð mestur fjöldi norðlenzkra kvenna lifir og þarf að lifa í sveit en ekki kaupstað. Æskilegast þótti fundinum, að hentugasti staður fyrir skólann gæti verið í Suður- Þingeyjarsýslu. En þrátt fyrir það var það margra mál, að sjálfsagt væri að sameina krafta Norðurlands um einn skóla — hvar sem hann svo yrði í fjórðunginum — ef með því einu móti væri hægt að fá full- komlega góðan skóla og hentugan sveita- konum. En hentugan skóia sveitakonum áleit fundurinn naumast fáanlegan í bæ. * * *

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.