Norðurland


Norðurland - 01.07.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 01.07.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 42. blað. Akureyri, 1. júlí 1905. Hér með kunngerist ætt- ingjum og vinum, að föður- bróðir minn, Magnús Jóns- son úrsmiður andaðis 24. júní s. 1. Jarðarförin fer fram föstudaginn 7. júlí kl. 12 á hádegi frá heimili hins látna. Hólmfríður Jónsdóttir. Prestafundur á Akureyri. Árið 1905, föstudaginn 23. júní, var fund- ur presta í hinu forna Hólastifti settur og haldinn á Akureyri. Hófst hann með guðs- þjónustugerð í kirkjunni og prédikaði síra Hálfdán Guðjónsson. Þessir prestar mættu á fundinum: ÚrHúnavatnssýslu: Síra Hálfdán Guðjónss. — Skagafjarðarsýslu: SíraBjörn L. Blöndal. — Eyjafjarðarsýslu: Síra Bjarni Þorsteinss. — — — StefánKristinsson. — — — Geir Sæmundsson. — — — Jakob Björnsson. — Þingeyjarsýslu: Síra Björn Björnsson. — — — HelgiHjálmarsson. — Norður-Múlasýslu: Síra Sig. P. Sívertsen. Þessi síðasttaldi fundarmaður var í einu hljóði tekinn inn í félagið eftir ósk hans. Forseti félagsins, síra Zophonías Hall- dórsson var ekki mættur á fundinum. Gekst því varaforseti, síra Hálfdán Guð- jónsson fyrir kosningu fundarstjóra og var kosinn síra Geir Sæmundsson. Skrifarar voru kosnir, síra Bjarni Þor- steinsson og síra Björn L. Blöndal. Þessi mál vonu tekin til meðferðar á fundinum: 1. Hversvegna vitna eg um Krist? Frum- mælandi í því máli var síra Stefán Krist- insson á Völlum. Gerðu fundarmenn hinn bezta róm að máli hans. Tóku margir þátt í umræðunum, og voru frummælanda í öllum atriðum gersamlega samdóma. 2. Predikun utan kirkna. Frummælandi í því máli var síra Sig. P. Sívertsen. Taldi haun nauðsynlegt, að prestar prédikuðu fagnaðarerindið víðar en í kirkjunum, og mœtti gera það á þrennan hátt. t. d. með því að flytja guðsþjónustur í afskektum hlutum sóknanna, eða meðal þess fólks, sem á örðugt með að sækja kirkju, með kristilegu samtali á hinum einstöku heim- ilum, einkum í sambandi við húsvitjanir, eða með viðtali við einstaka menn. 3. Þá flutti síra Björn Björnsson í Lauf- ási alllangt erindi um alvöruleysi og áhuga- leysi i trúarefnum. Veik hann að ýmsu, er honum þótti valda þessu alvöruleysi og þessum kulda, og mintist á margt, er af- laga færi og lagfæra þyrfti, bæði að því er snerti kristindómsfræðslu barna, um- ferðarkennara, húslestra og húslestrarbæk- ur og fleira. Þökkuðu fundarmenn honum erindi þetta, og spunnust út af því tölu- verðar umræður. Sérstaklega voru allir fundarmenn sammála um það, að tilfinn- anlegur skortur væri á góðri kvöldlestrar- bók hjá oss, og var í því mál tekin á- kvörðun til framkvæmdar innan félags, og hún falin þéim síra Zophoníasi Halldórs- syni í Viðvík, síra Birni Jónssyni á Mikla- bæ og síra Stefáni Kristinssyni á Völlum. 4. Þá talaði síra Sigurður P. Sívertsen nokkur orð um sjá\f-kommunion presta, eða þann sið, sem tíðkast í Svíþjóð og víðar, að prestar útdeili sjálfum sér altarissakra- mentinu. Spunnust út af því töluverðar umræður einkum um orsakirnar til hinnar miklu fækkunar altarisgesta hjá oss, og um helztu ráðin til að bæta úr henni. I sambandi við þetta áleit fundurinn æskilegt, þar sem því yrði viðkomið, að kirkjurnar fengju kaleika líka þeim, sem tíðkast í útlöndum og sem engin sóttnæm- ishætta stafar af. 5. Þá innleiddi síra Hálfdán Guðjónsson umræður um kristindóminn og bókmentir síðustu tíma hér á landi; töluverðar um- ræður urðu um málið, og töldu allir þeir, er töluðu, það nauðsynlegt, að prestar gerðu sitt til að vara söfnuði sína, eink- um ungmennin, við þeim bókum og blöð- um, sem væru andvígkristindóminum, eða gætu haft siðspillandi áhrif, en jafnframt benda söfnuðum sínum á þær bækur og rit, sem búast má við að hafi bætandi á- hrrf á hugarfar manna og siðferði og stuðla að útbreiðslu þeirra, en hefta útbreiðslu hinna fyrst töldu. Þá er hér var komið var dagur að kveldi kominn og fundinum því frestað til næsta dags. 6. Þá mætti past. emer. Síra Matthías Jochumsson á fundinum og skýrði fund- armönnum með mörgum vel völdum orð- um frá bók nokkurri: »Afhandlinger om Religions Filosofi* eftir franskan höfund Auguste Sabatiéré, og sem nú er komin út á sænsku (og jafnvel á dönsku). Skýrði hann frá höfuðinntaki hennar og hvatti fundarmenn til þess að eignast hana og lesa. 7. Þá hóf síra Sigurður P. Sívertsen umræður um lestur heilagrar ritningar. Kvað hann þess hina mestu þörf, að prestar stuðluðu að því eftir mætti, að heilög ritning væri meira lesin og betur lesin í söfnuðunum, ekki að eins af börn- um og unglingum, heldur sér í lagi af fullorðnu fólki, og að prestarnir leiðbeindu fólkinu, sem mest þeir mættu, við slíkan lestur, og við réttan skilning hinna ein- stöku rita. Spunnust nokkurar umræður út af þessu efni, og voru þeir, sem töl- uðu, frummælanda samraála um nauðsyn þessa máls, þótt allir könnuðust við erf- iðleikana við það, að koma því í fram- kvæmd. Undir umræðunum kom fram óánægja fundarmanna yfir því, hve erfitt, eða jafn- vel ómögulegt, væri nú orðið að fá bibií- una keypta, og óskaði fundurinn, að kirkju- stjórnin reyndi að ráða bót á því hið fyrsta. 8. Skólamál. Frummælandi í því máli var síra Sig. P Sívertsen. Fór hann nokk- urum orðum um hina lægri skóla og um alþýðumentunina yfir höfuð, og taldi það höfuðatriði, að öll mentun alþýðunnar væri bygð á kristilegum grundvelli. Bæði hann og aðrir þeir, er töluðu í málinu, voru því hlyntir, að hætt væri sem fyrst hinni ófullkomnu umferðarkenslu, en betri og fullkomnari skólar teknir upp í hennar stað, en voru hinsvegar á því, að alls- endis ófært væri, að ætla einum manni að hafa alt að því 40 börn til kenslu og umsjónar í einum og sama tíma. 9. Þá talaði síra Jakob Björnsson nokk- ur orð um kristindðmsfrœðslu ungmenna. Meðal annars taldi hann æskilegt, að barnalærdómurinn væri kendur þannig, að hver einstök grein og hver einstök Iexía væri sem bezt útskýrð fyrir barn- inu með samtali áður en barnið væri látið lesa hana. Engin ályktun var gerð í þessu efni sérstaklega, en töluverðar umræður urðu um málið. 10. Þá innleiddi síra Helgi Hjálmars- son umræður um það, hvort utanfarir seu prestum heppilegar, og þá til hverra landa. Urðu miklar umræður um þetta mál, og að þeim Ioknum, samþyktu fundarmenn í einu hljóði svohljóðandi ályktun: »Fundurinn telur það vafalaust til efl- ingar kristilegu kirkjulífi í landinu, að efnilegir og áhugasamir prestar fengju styrk af Iandsfé til að fara til útlanda, til þess þar að kynna sér þær aðferðir, sem þar eru notaðar kristindóminum til eflingar, og þær stofnanir, sem starfa í sömu átt. Fé þetta ætti að vera undir umráðum kirkjustjórnarinnar, og veitast eftir tillögum prestafélagsins í hinu forna Hólastifti og Synodusar.* Formanni félagsins var falið að bera þessa beiðni fram fyrir alþingi. 11. Síra Sigurður P. Sívertsen hóf um- ræður um hitun kirkna. Urðu töluverðar umræður um það mál og hölluðust ræður fundarmanna eindregið að því, að það væri mjög æskilegt og óumftýjanlegt, þar sem því verður við komið, að ofnar séu settir í kirkjurnar sem fyrst, og muni það mikið auka kirkjurækni fólks að vetrinum, auk þess sem ofnleysið getur verið hættu- legt heilsu manna. 12. Sira Björn L. Blöndal innleiddi um- ræðu um lestrarfélagsskap presta. innan prestafélagsins. Fundarmenn álitu slíkan félagsskap æskilegan, en könnuðust jafn- framt við, að reynslan hefði sýnt, að örð- ugt væri að koma honum á, og enn örð- ugra að halda honum við. Taldi fundur- inn æskilegast, að prestar settu sig sem bezt í samband við amtsbókasafnið á Ak- ureyri, með pantanir og útlán þeirra bóka, er þeir helzt æskja eftir að fá til lesturs. Þá var ákveðið að halda næsta fund prestafélagsins að sumri á Sauðárkrók, en fundartími ekki nánar tiltekinn. Prófastur síra Zophonías Halldórsson í Viðvík var í einu hljóði endurkosinn formaður félags- ins, og síra Halfdán Guðjónsson varafor- maður. Viðstaddir félagsmenn borguðu árstil- Iög sín, og einnig var borgað árstillag fyrir síra Davíð Guðmundsson á Hofi og síra Sigtrygg Guðlaugsson á Þóroddsstað. Að síðustu kvaddi fundarstjóri síra Geir Sæmundsson fundarmenn með nokkurum vel völdum og hjartnæmum orðum, og sagði svo fundi slitið. Oeir Sœmundsson. B. Þorsteinsson. Björn L. Blöndal. IV. ár. JMoregurogSvíþjóð. Þaðan eru nú komnar dálitlar fréttir, er ná til 24. júní. Þingi Svía hafði verið stefnt saman til aukaþings og hafði þing þetta sam- þykt áskorun til stjórnarinnar og kon- ungsins, um að leggja fyrir næsta reglulegt þing tillögu um sam- bandsmál Svía og Norðmanna. Af þessu er auðsætt að þing Svía vill ekki að stofnað sé til ófriðar við Norðmenn að svo stöddu, og von- andi er að ekkert ilt búi hér undir t. d. það að Svíar þykist ekki við- búnir að svo stöddu, en kjósi að draga málið um sinn. Jafnframt fréttist önnur saga, sem þó er óvíst hvað satt er í: Um það leyti sem Óskar kon- ungur neitaði að samþykkja konsúla- lög Svía var sonur hans, krónprinsinn, í Berlínarborg. Átti hann að hafa leit- að ráða Vilhjálms keisara um það hvað konungur ætti að gera, hvort hann ætti að samþykkja lögin. Vil- hjálmur keisari á að hafa sagt að það ætti hann að gera fyrir hvern mun. Hafði þá krónprinsinn sent föður sínum hraðfrétt um þetta, en þegar sú hraðfrétt kom, var kon- ungur búinn að neita um staðfest- ingu sína á Iögunum. ZCtlendar jréttir. Frá fréttaritara Norðurlands. Kh. 18. júní. Frakkland. Það er helzt í frásögur færandi að utanríkisráðherra, Delcassé, sagði af sér 6. þ. m. Hann hefir gengt þessu embætti síðan 1898. Hann hefir á þeim tíma unnið margt í þarfir Frakk- lands og kept að því að tengja Eng- land og Frakkland vinaböndum; hann hefir einnig komið á fót gerðarsamn- ingum við ýms erlend ríki. Menn halda að aðal-orsökin til þess að hann vík- ur úr sæti sínu sé framkoma hans í Marokkómálinu og láta frönsk blöð illa yfir afskiftum hans í því máli, það er líka skoðun manna, að ósam- lyndi það, sem átt hefir sér stað milli hans og forsætisráðherrans Rouvier hafi flýtt fyrir brottför hans. Rouvier gegnir utanríkisráðherra- störfum í stað Delcassé. Balkanskagi. Um þessar mundir kvað vera ó- eirðasamt á Balkanskaga. Menn segja, að Tyrkir og Svart- fellingar hafi barist á takmörkum Tyrk- lands og Montenegró (Svartfjallalands) síðan 4. júní. Baráttan um Norðurpólinn. Amerískur maður Robert E. Peary að nafni leggur af stað í Norðurpóls- leiðangur 4. júlí í sumar. Maður þessi er ingeniör við sjóherinn og hefir

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.