Norðurland


Norðurland - 01.07.1905, Blaðsíða 3

Norðurland - 01.07.1905, Blaðsíða 3
Eg var svo heppinn að koma að Ljósa- vatni, meðan fundur þessi stóð yfir og var mér sönn ánægja að því, sem eg heyrði þar og sá. Eg fann þar yl heits áhuga á einu þýðingarmesta velferðarmáli þjóðar vorrar: mentun kvenna, og sá fríðan og hraustlegan flokk ganga með djörfung undir merki þess. Óskandi er, að þessi flokkur eflist vel og stækki mjög, að hann fylgi vel verðugu merki og minnist þess jafnan, ef illa skyldi fara, að: „Ef bila hendur, er bættur galli, ef merkið stendur, þó maðurinn falli- “ Við þau kynni, sem eg hafði af þessum fundi glæddist traust mitt á því, að Þing- eyingar - hvorki karlar né konur - láti aldrei hluttöku sína í jafn þýðingarmiklu máli, sem þetta er, stranda á þröngsýnni þorphræðslu eða heimastaðri hreppapólitík. En hver er nú undiraldan, sem ber þennan fund einmitt upp á þennan dag? Pað er tilfinning þessara kvenna fyrir því, að þroskaþörf þeirra hafi ekki verið gaumur gefinn, að undirbúningur þeirra undir lífið sé ekki í samræmi við kröfur þess. Þær finna og skilja, að lífið gerir miklu stærri kröfur til þeirra, en þær geta fullnsegt og sanngjarnt er, ef litið er til þeirra skilyrða, sem þær hafa til að full- nægja þeim. En þær finna líka, að kröfurn- ar eru sanngjarnar og nauðsynlegar og vilja því gjarnan fullnaegja þeim, ef þess væri nokkur kostur, eða að minsta kosti stuðla að því, að börn þeirra standi betur að vigi í bardaganum en þær sjálfar. Þess- vegna litast þær um - þessvegna leita þær að leið, sem liggur að því marki, sem þær áttu að ná eða þyrftu að hafa náð. Og leiðin er: meiri menning, meiri þroski. Og þær leggja á stað stefnandi að marki meiri þroska og fullkomnunar. Ef Ounna litla kæmi til móður sinnar og segði við hana: „Góða mamma mín! Eg veit vel, að eg er ekki eins góð dóttir, og eg ætti að vera, og rnig langar til að verða miklu betri, en eg er. Viltu ekki kenna mér eitthvað gott og hjálpa mér til að verða góð og fullkomin dóttir?" Mundum við kalla það góða móður, sem segði: „Eg veit vel, að þú ert ekki eins góð, og þú ættir að vera og gætir verið, ef að þér væri hlúð. En af því hann Jonni bróðir þinn á að verða góður sonur og þarf auðvitað hjálpar til þess líka, þá get eg ekki sint þér nema einn tíma á móti hverjum tíu, sem honum verður sint. Hinri tímann verður þú að sjá um þig sjálf, svo þú getir tekið systurpartinn af starfanuin, þegar að því kemur?" Vill íslenzka þjóðin vera slík móðir dætr- um sínum, þegar hún veit, að þær langar til að verða góðar dætur? Eg veit, að hún vill það ekki. En þá vcrður hún að sýna það í verkinu og sinna betur sanngjörnum kröfum kvenfólksins hér eftir en hingað til. Akureyri 17. júní 1905. Kcirl Finnbogason. X Óskammfeilni. Fyrir nokkuru flytur Gjh. lygasögu um mig. Eg átti að hafa haft viss ummæli um Iærdóm yfirsetukvenna o. fl., sem eg hvorki hefi sagt eða kom- ið til hugar. Ummæli þessi ber eg óðar til baka í Nl. Segi sem satt var að þetta sé ranglega eftir mér haft. Ekki hefði það verið óeðlilegt þó blaðið eða greinarhöf. hefði afsakað það að hlaupa með þennan þvætting út um svcitir, þegar vissa var fengin fyrir því, að hér var að tala um ó- satt mál. í stað þessa tekur blaðið ekkert tillit til þess,. sem eg hefi sagt, en kemur með þá hugleiðing í næsta blaði, að fljótfærnislegt hafi það ver- ið af mér og heimskulegt að segja þetta. Þá koma og vottorð sem sanna það eitt (ef vottorðunum má trúa) að 167 NI annar maður hafi sagt söguna, en ekki er borið við að leita upplýsinga hjá honum. í Síðasta bl. er að lokum gefið í skyn að eg sé í miklum vandræðum með að komast út úr þessu »!eið- indamáli«, hafi gert mér ferð fram að Grund til þess að Ieita ásjár hjá Magnúsi kaupmanni o. s. frv. Það er bágt að segja, hve langt óskammfeilnin getur gengið. Væntan- lega sést það í naesta bl. Gjh. G. H. X Þingmálafundur Seyðfirðinga. Sökum rúmleysis voru þessar ályktanir feldar úr er fundargjörðin var birt hér í blaðinu. Sveitfestistíminn. Fundurinn tjáir sig mótfallinn því atriði í frumvarpi milliþinganefndar- innar í fátækramálum landsins, að sveitfestistíminn sé færður úr 10 ár- um niður í 2, — vill helst láta það atriði standa óbreytt. — Samþ. í einu hljóði. Fjárskoðanir. Fundurinn skorar á þingmanninn að hlutast til um, að veitt verði fé úr landssjóði til endurgjalds á kostnaði við fjárskoðanir þær, er framkvæmdar voru í fyrra vetur eftir ráðstöfun for- stöðumanns fyrir útrýmingu fjárkláðans hér eystra. Samþykt með öllum atkv. Amtsráð og' bókasöfn. Fundurinn er því eindregið með- mæltur, að amtsráðin verði niðurlögð og störfum þeirra skift líkt og gert er ráð fyrir í tillögum milliþinganefnd- arinnar í sveitarstjórnarmálunum, og í sambandi við það, að amtsbókasöfn- in tilfalli þeim kaupstöðum og sýslum þar sem þau eru, en að Iandssjóður styrki hinar aðrar sýslur til að koma upp bókasöfnum hjá sér. -— Samþ. með öllum atkv. Kirkjumál. Fundurinn skorar á alþingi að leggja allar eignir kirkjunnar undir landssjóð, setja presta á föst laun úr landssjóði og fækka þeim sem frekast er fært, svo að þeir verði sízt fleiri en læknar í landinu, og að breyta kirkjulöggjöf- inni eftir því sem breyting þessi og fækkun prestanna þætti heimta. — Samþ. með öllum atkv. Fleiri mál voru ekki rædd. X Frá Ljósavatnsfundinum. Þar kom þetta atvik fyrir 1' fundarlok: Þegar búið var að lesa upp fundargerðina benti ritstjóri þessa blaðs fundinum á að bókunin væri dálítið einkennileg. Nafns tillögumanna væri ekki getið við fiestallar tillögurnar, en þeirra að eins getið við tvær, er feldar höfðu verið og var önnur þeirra frá Guðmundi Friðjónssyni á Sandi en hin frá ritstj. Nls. Jafnframt tók hann það skýrt fram að honum þætti ekki ástæða til þess að gera tillögu um breytingu á fundargerðinni, en hann vildi að eins benda á ósamkvæmnina. Þetta varð til þess að einn af fundarmönnunum gerði það að til- lögu sinni að nöfnin væru feld úr fundar- gerðinni og var það samþykt með meiri hluta atkvæða. Frá þessu skýrir nú Gjallarhorn svo, að ritstj. Norðurlands hafi BEÐIÐ fundinn að breyta þessu og hnýtir að vanda attan í það ýmsum illgjarnlegum ummælum um hann. Einkennilega hugmynd hafa sumir menn hér á landi um blaðamensku, telja það boglegt þjóðinni að fara með ósannindi af opinberum fundi, beint ofan í fjölda vitna. Nserri má geta hvað þeir menn segi um þau mál, er þeir halda að almenningur eigi örðugra með að átta sig á. Mannaláf. Magnás fðnsson úrsmiður andaðist úr lungnabólgu fyrra Iaugardag. Hann var ef- laust einn af merkustu borgurum þessa bæjar og verður hans nánar getið síðar hér í blaðinu. Forberg hinn norski símafræðingur stjórnarinnar kom hingað til bæjarins í fyrradag. Með honum Hclgi Valtýsson kennari. Skipaferðir. »Botnía< og >MjöInir< komu í þessari viku. Með »Botníu« var Sighvatur Bjarna- son bankastjóri. Skálholt og Botnía fóru í dag, með ýmsa farþega. Til Reykjavík fór Kolbeinn kaup- maður Árnason með frú sinni, frk. Mar- grét Jónsdóttir, frú Halldóra Vigfúsdóttir, o. fl. Með Skálholt fór héðan til Siglufjarð- ar konsúll Jóh. Vigfússon til verzlunar sinn- ar þar, ennfremur síra Bjarni Þorsteinsson og Chr. Havsteen kaupstjóri. Flensborg skógfræðingur fór og með skipinu o. fl. o. fi. Gróðrarstöðin á Akureyri. 3000 — ekki 300 — eru plöntur þær, er frá henni hafa verið fengnar á þessu vori. Fjármark Friðriks Nikulás- sonar bónda á Flrappstöðum í Bárðardal er stúfrifað li. geirstýft v. — Brennimark: F. N. ýtuglýsing. Samkvæmt fyrirmælum stjórn- arráðs íslands verður hin eldri brú á Glerá fyrir ofan Banda- gerði seld við opinbert uppboð mánudaginn hinn 17. júlí n. k. Uppboðið hefst kl. 12 á há- degi. Söluskilmálar birtir á upp- boðsstaðnum. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 22. júní 1905. Jng. Bjarnarson, settur. Kennari á Hólum. 2. kennarastaðan við búnaðarskól- ann á Hólum er laus. Kenslan stendur yfir frá 14. okt. til 1. rnaí. Laun 350 kr. og leigulaus bústaður fyrir kennarann. Umsóknir um stöðu þessa stýlist til forseta amtsráðs Norðuramtsins og sendist undirrituðum fyrir Iok ágústm. n. k. Akureyri 27. júní 1905. Sigurður Sigurðsson skólastjóri Tilkynning frá skóggræðslu íslands Hérmeð gefst almenningi til kynna að landssjóður hefir keypt og tekið að sér skóginn á prestsetrinu á Hálsi og jörðina Vagli í Fnjóskadal, og að stjórnin hefir síðan afhent pessar eignir til Skóggræðslu íslands, sem tekist hefir á hendur að friða skógana, varðveita pá og rækta pá upp. Vegna fjárskorts hefir Skóggræðslunni verið pað ómögulegt að girða skógana á pessu ári og ekki hefir heldur verið hægt að skipa skógarvörð til pess að gæta peirra og veita skóggræðslunni for- stöðu framvegis. Skóggræðsla íslands leyfir sér pví að beina peirri eindregnu ósk til allra peirra er koma í skógana í Fnjóskadalnum, að peir sjálfir gæti allrar reglu í skógunum. meðan peir dvelja par. Sérstaklega er varað við pví, að sleppa mörgum lausum hestum í skógana, án pess að hæfilegt eftirlit sé með peim haft; eru menn pví beðnir, eftir pví sem pví frekast verður við komið, að skilja eftir hesta sína fyrir utan skóginn, eða fara með pá að Vöglum og Iáta gæta peirra paðan. — Ennfremur eru peir, sem skóganna vitja, beðnir að gæta pess vandlega að enginn skemmi trén, brjóti eða rífi af stærri greinar, kippi upp ungum plöntum eða flytji þær í burtu, og eyðileggi rneð pví nýgræðinginn í skóginum. Heimilt er mönnum að hafast við fyrir innan stóru girðinguna, en pess eru menn innilega beðnir að gæta, að loka hliðinu á suðurhlið girðingarinnar. Ennfremur tilkynnist pað öllum hér með, að öllum er bannað, nema með sérstöku leyfi undirritaðs, að höggva eða láta höggva í skógunum hrís, rafta eða heil tré, að taka upp ungar plöntur eða plokka fræ af trjánum og halda hestum eða öðrum skepnum á beit í skógunum. Fyrst um sinn hefir herra Ingólfi Bjarnarsyni í Fjósatungu í Fnjóskadal verið falið að hafa eftirlit með skógunum með aðstoð bóndans á Vöglum. Sé pví brotið á móti pessu banni, eða önnur óregla höfð í frammi í skógunum, eru menn beðnir að tilkynna pað herra Ingólfi Bjarnarsyni, sem hefir umboð til pess að láta hlutaðeigendur sæta af pví ábyrgðar að lögum. p. t. Akureyri 28. júní 1905. C. F. Flensborg.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.