Norðurland


Norðurland - 18.11.1905, Side 1

Norðurland - 18.11.1905, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 10. blað. | Akureyri, 18. qóvember 1905. j V. ár. Kveðja, 11. november 1905. Sú stund er góð, er gamlir vinir finnast og glaðir örfa þreytta hversdagslund; þá verður oss á margan hlut að minnast, sem minnið geymdi slíkri heillastund, þá vakna kraftar, tilfinningar tvinnast og tíminn yngist, býður gull í mund: því rís eg upp sem bjarg á móti bárum, með bros á vör •— að liðnum sjötíu árum! Eg fæddur var á gömlu Marteins messu, á miðjum degi átján — þrjátíu og fimm; og lífið var mér léð að marki þessu, en Iengi fyrst mér þótti brautin dimm. Og nú skal þreyta fang við forna skessu, sem flestum þótti bæði skæð og grimm. En fyrst um sinn, að fella mig að velli skal fremur verða leikseigt, kerling Elli! Hvað hef eg lært á öllum þessum árum — því æfi manns er sannnefnd skólatíð? Það fyrst, að gleðin glóir helzt á tárum og gæfan kostar bæði sorg og stríð. Og þó að sorgin sofi lífs á bárum og sólin veki jarðarblómstrin frfð: er löngum stopult líf og yndi þjóða, — vér lifum fyrst við yl og kraft hins góða. Hvað hef eg lært ? Að líf og auðna brey tist; að lán og ólán snýst um mannsins sök; að sí og æ vor sálarstyrkur þreytist er sitjum vér og nemum lífsins rök; að dýrið móti mannsins viti streytist, að mitt á leið sé krókur, gildra, vök. Hvað hef eg lært ? Að líf og heilsa manna sé leit og stöðug eftirspurn hins sanna. Hvað hef eg lært? Að dást að Drottins geimi, og drekka guðaveig af andans skál; Embæffisveitingar. Stjórnin hefir loks veitt embættin við hinn almenna mentaskóla, rektors- embættið Steingrími Thorsteinsson, yfirkennaraembættið Geir T. Zoega og 5- kennaraembættið Jóhannesi Sigfús- syni. Þú hefir lesið rétt lesari góður. Geir Zoega fekk yfirkennaraembættið, þó hann ekki þætti þess maklegur að vera settur í það í fyrra. Stjórnin hefir séð sig um hönd og má gott heita, þó það sé nokkuð seint. Nl. óskar kennurunum til hamingju og þessari gömlu og góðu mentastofn- un allra heilla. Ósiður lagður niður. Stjórnin hefir lagt niður þann ósið, sem hún tók upp í fyrra, að skipa ekki lækna í þau embætti, sem laus urðu og ekki var hægt að fá fastan lækni í. Nl. benti í fyrra á, hve ó- heppilegar afleiðingar það gæti haft, og er vonandi að sú óhæfa verði ekki tekin upp aftur. því eg hef lifað tíma hér í heimi, sem heimsins þjóðir gæddi nýrri sál, og óminn heyrt af æðri hnatta hreimi, sem hjarta mínu vakti guðamál. Hvað hef eg lært? Að landið vort hið magra á lífsins brunn hins góða, sanna og fagra. Hvað hef eg Iært um lífið hinumegin? Eg lærði fátt, sem barnið ekki veit. Eg lagðist djúpt, því vita vildi feginn um veraldir, sem enginn maður leit. En hvert það sinn, er sannleiks gekk eg veginn eg sá í anda miklu stærri reit, þars hvert það sáð, er svalt í stríði hörðu, mót sólu hlær á lifandi manna jörðu. Hvað hef eg unnið? Elsku vinir kæru! mig angrar sárt, hve það er lítilsvert. En samt eg þigg með þökkum slfka æru, sem þér af kærleik til mín hafið gert. Þótt hundrað mfnir hörpustrengir væru er hjörtu yðar ljúfast gætu snert og syngju þeir með tignar-tóna bjarta: Þeir tæmdu þó ei vinaryl míns hjarta! »Nú slekk eg ljósið — og svo sloknar ljósið,« hann Shakspeare kvað við Desdemónu lát. En hvað um það ? Eg kveð það karla ósið, að kveðja fyrst, þá brott er vit og gát. Eg kveð — og kveð án sorgar hismið, hrósið, alt heimsins stríð, með blekking, synd og fát. Hið sanna, góða og fagra finnur veginn! Farvel, farvel! Og sjáumst hinumegin! Jfiafth. Joohumsson. Veift presfakall. Hvammur í Dölum er veittur presta- skóiakandidat Ásgeir Ásgeirssyni. Hann tók biskupvígslu 22. f. m. Ásgrímur Jónsson málari hefir haldið sýningu á málverk- um sínum í Reykjavík nýlega, sýnt um 70 myndir. Sunnanblöðin lúka miklu lofsorði á hana. »Varia þarf það að efa, að þar höfum vér eignast iistamann, sem landinu verður veruleg sæpid að,« segir ísafold. Jón Jónsson sagnfræðingur er settur sænsk-norskur visikonsúll í Reykjavík í stað alþingism. Björns Kristjánssonar, er ekki gat gegnt þeim starfa sem þingmaður. Námssfyrk til firðrifunar hefir stjórnin veitt 4 mönnum, 1,000 kr. hverjum. Eiga þeir að vinna í 5 ár í þjón- ustu landsstjórnarinnar. þessir 4 urðu fyrir náðinni: Benedikt Sigtryggsson frá Kast- hvammi í Þingeyjarsýslu, Magnús Thor- berg ritari í stjórnarráðinu, Gísli J. Ólafs- son sonur Jóns Ólafssonar ritstjóra og Halldór Skaftason, sonur Skafta heitins ritstjóra. JWarconifélagið. Ritsímalögiij og Thhhl1 „landráða“undirskriftirnar. Marconifélagið heldur áfram störf- um sínum í Reykjavík. Félagið kvaddi að sönnu heim aftur mann jðann, Mr. Densham, er veitti stöðvum félagsins forstöðu í suinar, en sendi nærri sam- stundis annan mann í hans stað, svo enn þá fá Reykvíkingar hraðfréttir daglega, eða því sem næst. Félagið ætlar að halda áfram að taka móti hraðskeytum í Reykjavík og birta þau og þá að sjálfsögðu eins eftir það að ritsíminn verður kominn til landsins. Eins og allir vita, var þetta ekki tilætlun stjórnar- flokksins á þingi í sumar, en svo höndulega samdi hann lögin um ritsíma, talsíma o. fl. — einmitt þessi sömu lög sem þjóðin hefir með undir- skriftum til ráðherrans verið að œskja eftir að frestað vœri samþykt á þangað til nýjar kosningar gœtu farið fram — að enginn vafi sýnist vera á því, að félagið hafi fullan rétt til þess að halda áfram. Réttur þessi byggist á eftirfylgj- andi grein í ritsímalögunum: >Nú eiga einstakir menn eða félög hrað- skeytasambönd, sem á stofn eru komin eða starfrœkt hafa verið fyrir 1. júlí 1905, og er þá rétt að þeim sé haldið áfram eins og að undanförnu, ef eigendur óska. . . . Nú vilja eigendur framhalda starfrœkslu htað- skeytatœkja og skulu þeir þá innan þriggja mánaða eftir að lög þessi öölast gildi, skýra ráðherra fslands frá því og ákveður hann þá staðartakmörk fyrirtœkisins um leið og hann veitir viðurkenningu fyrir tilverurétti þess.< Orðin virðast vera svo ljós, að ekki sé hægt að misskilja þau. Nú leikur enginn efi á því að Marconifélagið var tekið til starfa í Reykjavík í sumar nokkurum dög- um fyrir 1. júlí, og því getur eng- inn vafi heldur verið á því að það hefir rétt til þess að halda áfram, enda hefir það þegar tilkynt þá fyrirætlun sína á íslenzku stjórnar- skrifstofunni í Höfn. Málið er stórmerkilegt. Fái Mar- conistöðin að standa, er líka brotinn sá samningur er ráðherrann hefir gert fyrir hönd landsins við St. n. ritsíma- félagið. Af því tnundi þá leiða annað tveggja að félagið þættist ekki lengur bundið við samninginn og hætti við að leggja sæþráðinn, eða ráðherrann neyðist til þess að rífa Marconistöð- ina niður, og fær þá landssjóður sjálfsagt mál á hálsinn fyrir það að lög eru brotin á félaginu. Eftir öllum aðförum hingað til sýnist enginn vafi á því að ráð- herrann muni taka þennan kostinn og Marconistöðvarnar verði rifnar niður. Með því verður þá þeim lögum traðkað, strax þegar þau koma til framkvæmda, sem stjórn- arliðið hefir talið mesta gersemi og landssjóður fær að bera ábyrgðina arðarför konsúls J6- hanns Vigfússonar fer fram frá Hotel Akur- eyri þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 12 á hádegi. af því og það svo þunga ábyrgð, að enginn mun til fullnustu treysta sér til að sþá um, hve þung hún kann að verða. Það er annars ekki að furða, þó stjórnarliðið sé dríldið af þessum lögum, ekki furða, þó þeir menn séu ofsóttir og eltir með óhljóðum, sem hafa gerst svo djarfir að æskja þess, að frestað sé að samþykkja þessi lög þangað tll þjóðinni hefir gefist tækifæri til þess að segja álit sitt um þau með nýjum kosningum, ekki furða, þó að orðin „morð", „morðkuti", „landráð" og önnur gæluorð stjórnarliðsins hljómi um eyru þeirra manna, er reynt hafa til þess að firra þjóðina þeirri óham- ingju, er henni hefir staðið, á marg- an hátt, af ráðstöfunuin þings og stjórnar í þessu mikla máli. X íslenzkir Ijestar á markaði Dana. Með því ýmsum íyrirspurnum hefir verið beint til mín um það, við hvaða verði megi búast á danska markað- inum fyrir íslenzka hesta næsta ár, bið eg yður, herra ritstjóri að tilkynna í yðar heiðraða blaði, að enn þá er ekki hægt að gefa neitt ákveðið svar uppá þetta. Bannið gegn útflutningi á hestum frá Rússlandi er nú afnumið og fyrsta sendingin af rússneskum hestum kom hingað í dag. Verðið á íslenzku hestunum næsta ár er að nokkuru leyti undir því komið við hvaða verði rússnesku hestarnir verða seldir, en fyrst og fremst er það undir því komið hvort við því má búast, að íslenzkir hestar verði aftur næsta ár sendir til Danmerkur, til þess að seljast á opinberu uppboði, eins og menn hafa látið sér henta að gera þetta árið. Hyggilegast mun þó vera að búast við því að vantraust það á sann- virði íslenzku hestanna, sem leitt hefir af þessari ráðstöfun, muni haldast fyrst um sinn við lýði hjá dönsku bændunum og af því muni leiða lægra verð í öllu falli um nokkurn tíma. Eg er yður þakklátur fyrir að þér takið línur þessar í blað yðar. Með mikilli virðingu K-höfn 14. okt. 1905. Fyrir Carl Höepfner Arthur Sörensen. Mannalát. Þórdis Torfadðttir, skólastjóra í Ólafs- dal, andaðist á Landakotsspítala nýlega, úr brjósttæringu. Varð að eins 24. ára.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.