Norðurland


Norðurland - 30.12.1905, Blaðsíða 1

Norðurland - 30.12.1905, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, Iæknir. Akureyri, 30. desember 1905. 16. blað Jlækjur Jfjaltalíns. Hjaltalín skólastjóri er ennþá kom- inn á stúfana í Gjallarhorni, til þess að reyna að greiða úr nokkrum möskv- um í ósannindaneti því, er hann hefir fiækt sig í. Honum er ekki ennþá orðið það fullkomlega Ijóst, að hann getur ekki greitt úr þeirri flækju; hann verður að skera hana utan af sér; einstaka orð í grein hans benda til þess að hann langi til þess að gera það, en ennþá er hann þó svo feiminn við sannleikann, að hann kýs heldur að vefja netinu fastar að sér, en að standa uppi strípaður. Hann er nú horfinn frá því aftur, að því er lagasynjanirnar snertir, að halda að nokkur vörn sé í því, »að ljúga í annara orða stað«; nú sér hann ekki annað ráð en að halda því fram, að frestun og synjun sé »full- komlega sama«. Það er til lítils að vera að deila við mann, sem segir að hvítt sé svart og svart sé hvítt og færir engin rök fyrir máli sínu; en til þess að skýra það ennþá einu sinni, að hann tari hér með rangt mál, skul- um vér benda lesendum Norðurlands á, hvernig farið hefði verið með lög- in, ef ráðherrann hefði orðið við þeirri ósk, að fresta samþykt ritsímalaganna og leysa þingið upp. Samkvæmt 8. gr í stjórnarskránni eiga nýjar kosningar að fara fram áð- ur en tveir mánuðir eru liðnir frá þv( að þingið var leyst upp, og á þá að stefna Alþingi saman næsta ár. Enn- fremur segir svo í io. gr. stjórnar- skrárinnar: »Hafi konungur ekki stað- fest eitthvert lagafrumvarp, sem Al- þingi hefir fallist á, á undan næsta reglulega Alþingi, er það fallið niður.« Þessi ákvörðun sýnist ekki geta náð til þessara laga, sem hér ræðir um, því reglulegt Alþingi er í stjórnar- skránni sett sem andstæði aukaþinga. Þegar því á aukaþing hefði verið kom- ið, hefðu lögin ekki verið fallin niður. En meðferð þingsins á lögunum hefði ráðið því, hvort þau hefðu fallið niður eða ekki. Ef stjórnin hefur með sér 5/ð hluta kjósendanna í þessu máli, eins og stjórnarblöðin eru að segja okkur, — og skólastjórinn sýnist vera í þeirra tölu, sem trúa því, ef nokkurt mark á að taka á orðum hans, — þá er svo sem ekki hætt við að þingið hefði farið að fella lögin, og þá hefðu þau strax á eftir hlotið staðfestingu kon- ungs; en ef það er ósatt, jafnvel svo ósatt, að stjórnin hafi ekki helming kjósendanna með sér, þá hefðu lögin verið feld samkvæmt yfirlýstum vilja meiri hluta þjóðarinnar, og höfum vér aldrei heyrt að slílct væri talið með lagasynjunum. En ef vér setjum svo, að hitt væri réttara, sem ekki er, að Hta svo á að lögin væru fallin niður, þegar á þingið kæmi, þá gerir það ekki stór- an muninn. Lögin hefðu verið sam- þykt af þinginu eða feld af þinginu, alt eftir því hvort meiri hluti hinna nýju þingmanna (og þjóðarinnar) hefði verið lögunum fylgjandi eða ekki. Vér höfum þá vonandi skýrt það nægilega, að því fer svo fjarri að frestun og synjun sé »fullkomlega sama«, eins og skólastjórinn er að halda fram, að frestunin gat aldrei leitt til lagasynjunar, og hefði skóla- stjóri getað varið þeim tíma betur, sem hann hefir eytt til þess að telja þjóðinni trú um þetta. Skólastjóri segist nú aldrei hafa sagt neitt um það, hvort orð prests- ins, sem hann hafði eftir honum, væru sönn eða ekki, hvort ásökunin, sem hann hefir eftir prestinum, væri á rök- um bygð. Vér skulum leyfa oss að prenta hér upp ummæli skólastjóra um þetta í 39. bl. Gjallarhorns. Þau eru á þessa leið: Hafi verið ráðist á prestana, þá mega þeir sjálfum sér um kenna, ef nöfn þeirra bera vitni um það á undirskriftaskránum, hvern flokk þeir fylla, því að eg vil ekki geta þess til, að nöfn þeirra sé óheimil á skránum. Eg átti nýlega tal við einhvern merkasta prest þessa héraðs, og spurði eg hann, hvort hann hefði sett sitt nafn undir rit- síma-áskorunina, og hvers vegna. Hann svaraði: »Eg skrifaði undir skjalið af því, að þeir lugu því í mig, að ritsímafélagið gæti fengið framlenging einkaleyfis síns eftir 20 ár, hvað svo sem þing eða stjórn segði«. Söguna get eg sannað, hvenær sem vera . vill. Hafi nú undirskriftir flei' i undirskrifenda verið þannig tilkomnar, þá eru þær þeim til lítils sóma. Það er satt að skólastjóri hefir aldrei sagt með berum orðum, hvort hann tryði því, sem hann hefir eftir prestinum, en annaðhvorf hefir hann trúað því eða hann hefir ekki trúað því. Hafi hann trúað því, hefir hann gert sig beran að frábærri grunnhygni og vanþekkingu, en hafi hann ekki trúað því, hefir hann hlaupið í blað sitt með allsendis ómerka kviksögu, í því skyni að kasta ryki í augu les- enda sinna. Skólastjóri verður að skera úr, hvort réttara er. Satt að segja hölluðumst vér fremur að fyrri skýr- ingunni, því vér vildum ekki fullyrða, að hann væri svo óvandur að vör- unni, að hann vildi beita fyrir sig þeim sönnunargögnum, sem hann fyndi sjálf- ur að væru allsendis ógild. En hann um j>að. Líkt má segja um það, sem skóla- stjóri segir um það, að »flestir« hafi talað svo um það »fyrst«, sem senda ætti undirskriftarskjölin til konungs. Hann er nú farinn að reyna að draga úr því, en heldur því þó fram að það hafi verið »haft á orði« og þykist hafa »nóg vitni til að sanna að svo var talað«, en hann segist aldrei hafa sagt að hann »hafi trúað því«. En hann gleymir því algerlega, að gera mönn- um Ijóst, hversvegna hann sjálfur var að halda hlífiskildi yfir þessum ósann- indum eftir að búið var að prenta á- skoranirnar orðrétt í blöðunum. Vér vonum að vér höfum nú skýrt þetta deilumál Norðurlands og skóla- stjóra svo ljóslega, að engin þörf sé á að ræða meira um það. Vér vitum að skólastjóri er svo skapi farinn, að hann þarf ætfð að hafa síðastur orðið í ritdeilum; þá ánægju má hann gjarn- an fá í þetta sinn; fyrir vort leyti Ieflgjum vér málið f dóm allra skyn- bærra og réttsýnna manna. % fFrá útlöndum. Khöfn 5. des> 1905. Hið rússneska ríki. Ástandiá þar veldur nú mestu umtali úti í heimi. Þar er alt í tryllingsuppnámi og gengur hvorki né rekur í stjórnarskrár- málinu. Á Witte við mjög ramman reip að draga, því að háaðall, stórfurstar og höfðingjar Rússa reyna á alla vegu að vera þröskuldur í vegi hans. Hata þeir hann mjög, því að honum kenna þeir — og það að réttu — auglýsinguna 30. okt. sem dregur öll völd og ráð úr höndum þeirra, ef hún verður annað og meira en orðin ein. Sumir embættisbræður hans í ráðaneyti hans eru honum mjög andstæð- ir, einkum innanríkismálaráðgjafinn. Hefir heyrzt, að hann mundi verða að segja af sér, en enn hefir Witte samt ekki auðn- ast að velta honum úr völdum. Óeirðir undirstéttanna, verkföllin og samblástur f hernum notar afturhaldsliðið óspart sem vopn gegn frjálslegri löggjöf og allri íviln- un við þjóðina í lýðstjórn og sjálfsforræði. Verkföllin eru mikil, einkum meðal ritsíma- þjónanna, svo að nær því öllu sambandi við umheiminn er slitið. »Hið mikla nor- ræna« á ritsímastöðvar í Pétursborg og vinna þar danskir menn. Þeir hafa verið ófáanlegir til þess að hætta vinnu, þótt rússneskir atvinnubræður þeirra hafi með öllu mótti leitast við að fá þá til þess. Eru þeir Rússarnir mjög reiðir Dönum, því að sakir þeirra hefir mishepnasf að komafram allsherjarverkfalli meðal ritsíma- þjóna og ekki tekizt að rjúfa með öllu alt fréttasamband við umheiminn. Aftur er innanlandssambandi sama sem algerlega slitið og veldur slíkt hinu mesta tjóni. Öll stjórnarumsjón verður að engu, verzlun og iðnaður leggst í lamasess o. s. frv. Að óeirðunum hefir mest kveðið í Se- bastopól. Þar gerði nokkur hluti fiotaliðs- ins uppreist — og tókst þar blóðugur bar- dagi, er lauk þannig, að uppreistarmenn biðu ósigur. Sá gerðist foringi þeirra, er Schmidt hét, og byrjaði hann á }>ví að handtaka nokkura hershöfðingja, svo að æðstu stjórnendur hersins hlífðust fremur við að skjóta á skip það, er hann stýrði. En það dugði ekki. Stórskotalið borgar- víggirðingarinnar var skipað að skjóta á skip hans, en hann lét lið sitt aftur hefja skothríð á bæinn. Hlauzt mikill skaði í borginni af kúlum uppreistarmanna, er að lokum gáfust upp og var fjöldi þeirra höndum tekinn, og var sjálfur foringinn einn þeirra. Klæddist hann óbrotnum liðs- mannabúningi og hugðist þannig að laum- ast burt, en hann þektist og var varpað í fangelsi. Sá pati hefir flogið fyrir, að stórfursti einn hafi veitt keisara Rússa banatilræði V. ár. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að mín elsku- leg eiginkona Oróa Jónsdóttir andaðist eftir langvarandi sjúk- dóm nóttina milli 23. og 24. þ. m. Jarðarförin fer fram frá heimili mínu 4. janúar, kl. 12 á hádegi. Oddeyri, 30. desember 1905. Jón Púlmason. og sært hann, en óvíst er, að það sé satt Aftur er hitt kallað satt, að Valdemar stórfursti, föðurbróðir keisara, hafi reiðst svo bróðursyni sínum, að hann hafi ráð- ist á hann, en annar stórfursti gekk í milli þeirra og tókst að skilja þá, og á Valde- mar að hafa verið illa útleikinn í þeirri viðureign. Blaðamaður einn hefir nýlega átt tal við Leo Tolsloj um ástandið í Rússlandi Hann hélt að menn þyrftu ekki að bera kvíð- boga fyrir stjórnarbyltingu. Iðnaðarmenri eru svo fámennir, að þeirra gætir ekki mikið. Bændurnir væru aðalkjarni landsins og þeir væru byltingamenn engir. Allar fréttir af bændaóspektum væru mjög ýkt- ar. Núverandi stjórn ætti ekki að sitja leng- ur í völdum, því að hún styddist við her- veldi, en í hennar stað ætti ný stjórn að koma til valda, er nyti trausts og ástar þjóðarinnar og ríkti samkvæmt meginkenn- ingum kristindómsins. England. Ráðaneytisskifti á Bretlandi. Hefir Balfo- ur beðist lausnar, en Campbell-Bannermann mun eiga að mynda hið nýja ráðaneyti, þvi að hann er foringi frj'álslynda flokksins. Á Englandi eru menn aldrei í vafa um, hver verður forsætisráðherra, því að þar hefir það Iengi verið föst venja að foringi þess flokks, er til valda hefir hafizt, verð- ur forsætisráðherra, enda þótt margir kunnu að vera hæfari til þess, eins og alment er talið nú. Campbeil-Bannermann þykir eng- inn afburðamaður, en hann er flokksforingi, og því er hann látinn mynda ráðaneytið. Svona er brezkt þingræði! Því hefir fyrir löngu verið spáð, að Balfour mundi bíða ósigur við næstu kosn- ingar og steypast úr völdum. En mönnum kemur það á óvart, að hann skyldi ekki þrauka fram yfir þær. En sundrung í flokki hans hefir valdið því, að hann sagði nú af sér fyrir næstu kosningar, er fram eiga að fara eftir nýárið. Balfour varð forsætisráð- herra 1902 á eftir Salisbury. Var ráðaneyti hans þá mjög fast í sessi. Við kosningarn- ar 1900 vóru stjórnarmenn 402, en and- stæðingar stjórnarinnar 268. — Parlament- ið er alls skipað 670 þingmönnum. En ýmsar aukakosningar hafa farið fram síðan og hefir stjórnin nær því alt af beðið þar ósigur. Við mikilsvarðandi atkvæðagreiðslur hefir stjórnin í seinni tíð ekki haft nema 70 atkvæða meiri hluta. Aðalástæður þess- ara vaxandi óvinsælda Balfours og stjórnar hans eru aðallega tvær: Búaófriðurinn hafði svo mikið fétap og manntjón í för með sér, að meira bar á óánægjunni með alla

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.