Norðurland


Norðurland - 30.12.1905, Síða 2

Norðurland - 30.12.1905, Síða 2
Nl. 64 ráðsmensku stjórnarinnar en fögnuðinum yfir sigri þeim, er Bretum loks tókst að vinna á Búum. Og svo er tollmálapólitík Chamberlains og makk Balfours við hann. Að vísu voru horfur á því í fyrstu, að Chamberlain og stefna hans mundi sigra, er hann hóf leiðangur sinn gegn fríverzlun Engla og flutti hverja raeðuna annari snjall- ari um ágæti verndartolla og farsæld þá, er þeir bæri í skauti sér fyrir brezka verka- menn og þegna. Hann vildi hefna sín á öðrum þjóðum fyrir árásir þeirra á Breta sakir Búastríðsins og segja þeim tollstríð á hendur. Verndartollarnir áttu að orna þeim í stað fallbyssnanna. En andstæðing- um hans veitti betur í rökræðum um mál- ið og hefir vegur Camberlains mjög mink- að á Englandi upp á síðkastið, og þykir hætt við, að hann ávinni sér aldrei aftur það álit og traust, er hann áður hafði. Noregur. Þar er Hákon 7. og Maud drottning hans sezt að. ríkjum. Var fögnuður afskap- legur og öll viðhöfnin, er hann hélt innreið sína'í Kristjaníu. Fólkið var beinlínis drukk- ið af konungsdálæti. Þykir mörgum frelsis- mönnum og lýðveldissinnum sem Norð- mönnum hafi hér illa farizt, er þeir komu Óskari Svíakonungi af höndum sér og fengu svo í staðinn — enska drottning, enda er það svo að segja hálf ógeðslegt að lesa um fleðulæti Norðmanna við kon- ung sinn og hlýtur að ergja alla frjálslynda Noregsvini. X ísland og DanmörK- íslenzk löggjöf undir effirliíi Dana. Landstjóra-fyrirkomulagið. Endurskoðun á stöðulögunum. Málfundafélag lögfræðinga (Juridisk Diskussionsklub) og þjóðmegunarfélag- ið (Socialökonomisk Samfund)(í Kaup- mannahöfn héldu sameiginlegan fund 1. þ., m. um stöðu íslands í ríkinu. Hefir Nl. borist skýrsla um fundinn frá tveimur mönnum í Höfn og er efni þeirra skýrslna dregið hér saman í eina heild. Umræðurnar hóf ungur lögfræðis- nemi, er Schesíed heitir (sonur fyrv. landbúnaðarráðherra S„ sem nú er form. í Atlantseyjafélaginu og danska LandhusholdningsSelskabet).Þóttifyrir- lestur hans skýr. Rakti hann höfuðat- riðin í stjórnarfarssögu vorri frá elztu tímum og niður að staðfestingu lands- dómslaganna. Þar hélt hann fram þeirri gömlu kenningu, að Danir gætu kipt fótum undan allri sjálfstjórn vorri með því að breyta stöðulögunum, og alla lögfræðinga kvað hann sammála um það, að þar sem ráðherra vor væri í ríkisráðinu, bæri hann ábyrgð fyrir ríkisþinginu. Hann væri danskur ráð- gjafi, en um leið landshöfðingi. Það hefði verið óheppilegt fyrir íslendinga að sameina þannig ráðherra og lands- höfðingjaembættin. Landshöfðingjaem- bættinu hefði átt að halda, en ráð- herrann að sitja í Höfn, því þá hefði hann betur getað notað sér ástæður og atvik þar, íslandi til hagsmuna, en nú yrði hann eins konar undirráðgjafi, landshöfðingi með ráðherratitli. Finnur Jónsson prófessor stóð þá upp og hélt því fram, að alt væri gott og eins og það ætti að vera f stjórnarfyrirkomulagi voru. Kvaðst líta svo á, að allrí stjórnarbaráttu væri lokið. íslendingar hefðu nú fengið alt sem þeir þyrftu og gætu krafist. Undir- skrift forsætisráðherrans undir útnefn- ingu íslandsráðherrans væri ekkert ann- að en form. Hann gaf og þá upplýs- ingu, að forsætisráðherra Dana væri settur til að hafa eftirlit með Islands- ráðherranum. Honum væru send öll frumvörp til yfirlits og sömuleiðis öll lög, áður en þau væru lögð fyrir kon- ung til staðfestingai, og hann sæi um, að ekkert kæmist inn í íslenzka lög- gjöf, sem Danir gætu ekki sætt sig við. Valtýr Ouðmundsson háskólakennari sagði að það mundi að sjálfsögðu vekja mikla eftirtekt og umtal á Islandi þetta sem Finnur Jónsson hefði nú komið upp, að ráðgjafi íslendinga væri sett- ur undir forræði danska forsætisráð- herrans, en Finnur svaraði því aftur á þá leið, að Alberti hefði sjálfur sagt sér þetta. Dr. Birck fólksþingsmaður kvað þetta ekki rétt hjá F. J., að undirskriftin væri aðeins form, hún væri þvert á móti nauðsynleg frá sjónarmiði Dana, því hún sýnir og á að sýna, að Islands- ráðgjafi sé danskur ráðgjafi, »fyrst hann situr í ríkisráðinu er hann líka danskur ráðgjafi*. Þetta yrði svo að vera með þessu fyrirkomulagi, en fyrir- komulagið væri ófullnægjandi. Það væri heldur ekki rétt hjá F. J., að ráða- neytaskifti í Danmörku hefðu engin áhrif á stöðu íslandsráðherrans. Kom hann með ýms dæmi því til skýringar. Meðal annars væri það eitt nægilegt, ef vinstrimenn færu frá og hægri- menn kæmust til valda, eða þá að vinstrimenn kæmust til valdanna eftir hægrimenn, að ráðaneytið neitaði að hafa þann mann, sem verið hefði og sem óttast mætti að stæði í sambandi við sína tyrverandi félaga og embættis- bræður, segði þeim leyndarmál, sem gerðust í ríkisráði, þar sem hann væri viðstaddur, en sem áríðandi væri að mótflokkurinn fengi enga vitneskju um. Þá gætu þeir hcimtað að hann færi frá, án nokkurs tillits til afstöðu hans til Alþingis. Fyrirkomulagið væri því ilt. íslendingar þyrftu að fá samskon- ar stjórn og Kanada, og hana mundu þeir líka geta fengið: Landstjóra með ábyrgð fyrir ríkisráði og ráðaneyti með ábyrgð fyrir Alþingi. Svo taldi hann, að líka ætti að endurskoða stöðulög- in og láta bæði ríkisþing Dana og ís- lendinga samþykkja þau. Þó ætti ekki að samþykkja þessi nýju stöðulög á Alþingi; til þess þótti honum það ekki hafa nægilegt fullveldi; heldur átti beinlínis að leggja lögin undir atkvæði íslenzkra kjósenda. Dr. Valtýr Ouðmundsson sýndi fram á að grundvallarlög Dana giltu ekki á íslandi, nema ef það væri að því leyti sem stöðulögin og ríkisráðssetan hefðu smeygt íslenzkum málum undir valdsvið grundvallarlaganna. Þá talaði hann um undirskriftarmálið og sýndi fram á, að þar væri að ræða um stjórnarskrárbrot. Ennfremur skýrði hann frá því, að 31. okt. 1901 hefði hann sent stjórninni skriflegar tillögur, sem farið hefðu fram á hið sama, sem Dr. Birck styngi upp á: Endurskoðun stöðulaganna, er samþykt væru bæði af ríkisþingi og Alþingi, og landstjóra með ráðaneyti, cins og í Kanada. Sum- ir ráðherrarnir hefðu þá viljað sinna því, en Alberti, sem mestu réði, hefði þvertekið fyrir það, og svo hefði niður- staðan orðið sú, sem kunnugt væri, — án þess að endurskoða stöðulögin og í rauninni á móti þeim. En það væri ekki Islendinga að gæta þess, að þau væru haldin. X Ofsaveður. — Hús fjúka. Ofviðri mikið fór hér yfir héraðið 12. þ. m. af vestanátt. Hafa sumir líkt því við sepémberveðrið mikla árið 1900. cn þó mun það ekki hafa verið jafnmikið, sízt allstaðar. Töluverðan skaða gerði veður þetta. En mest kveður þó að þeim skað- anum, að Holfskirkja í Fljótum fauk í veðri þessu. Kirkja þessi var bygð fyrir fám árum og mun hafa verið vandaðasta og álitlegasta kirkjan þar vestur frá. Húsið var bygt undir umsjón herra kaupm. E. B.Guðmundssonar áHaganessvík.Hafði hann gert sér mjög ant um að sem vandlegast væri gengið frá kirkjubyggingunni, látið festa hana niður á öllum hornum með sterkum járnfestum og fylla milli útveggja með smágrjóti, jafnt efri brún á gluggum. Væntanlega hefir eitthvað bilað við for- kirkjuna og turninn upp af henni og veðr- ið svo komist inn í kirkjuna sjálfa og lyft henni upp. Járnböndin á hornum kirkjunn- ar biluðu á þann hátt að kengir drógust út úr báðum stoðum á suðurhlið, en járn- festar slitnuðu á báðum hornum á norður- hlið. Aðalfestan að neðan við öll horn kirkjunnar hafði ekkert rótast. Önnur hlið kirkjunnar er að sögn mikið til heil og aflviðina má nota, orgelið hafði ekki verið mikið skemt, altarisbríkin var ófundin. Húsið hafði kostað um 6000 kr. og er tjónið því mikið fyrir sóknina. A sama bæ sleit opið fjárhús og svifti ofan af, en í Siglufirði fauk 20 hesta hey. í þessu veðri fauk þinghús Arnarnes- hrepps. Hafði það nýlega verið flutt af Hjalteyri út í Arnarnesvík. Á Kjarna í Arnarneshreppi fauk þak af hlöðu, en á Hömrum í Hrafnagilshreppi fauk timbur- hús, sem ekki hafði verið fullsmíðað. X Vesfuríslendingar og hraðskeytamálið. Norðurland flutti í sumar ummæli eins merks landa vors í Vesturheimi um hrað- skeytamálið, og eins og kunnugt er, fóru þau mjög eindregið í jrá átt, að vér heíðum heldur átt að kjósa loftskeytin. Að sjálf- sögðu eru ummæli Vesturíslendinga um þetta efni mjög eftirtektaverð fyrir oss. Þeir Iifa ineð einni af mestu frarrifaraþjóð- um heimsins og hafa miklu betri tök á því, að mynda sér glögga hugmynd um kosti og ókosti loftskeyta og ritsíma, en vér, þar sem þeir lifa í því landi, sem alsett er með ritsíniaþráðum, en þar sem loftskeytin jafn- framt eru að ryðja sér mjög til rúms, þrátt fyrir það, að ritsímaþræðirnir voru áður fyrir, þvínær hvarvetna. En þó eru þau ekki síður eftirtektaverð fyrir oss fyrir það, að ekki verður Vesturíslendinguin brugðið um hlutdrægni og flokkaríg í þessu máli; þeir hljóta að dæma eingöngu eftir sann- færingu sinni og engu öðru. í síðustu blöðum sem hingað komu af Heimskringlu standa tvær greinar um þetta hraðskeytamál vort. Er hin fyrri eftir frétta- ritara blaðsins í Minnesota herra S. M. S. Askdal, og fer grein hans svo hörðum orðum um ráðherra vorn og ritsímasamn- inginn, að ekkert það, senr um þá hefir verið ritað hér á landi, keinst í nokkurn samjöfnuð við það; svo er gremjan mikil yfir samningnum. Síðari greinin er eftir ritstjóra blaðsins sjálfan, og skýrir hann þar frá því, að grein Askdals flytji „skoðun mikils ineiri hluta allra Vesturíslendinga". Uin loftskeytasendingar segir greinin að þær séu „alt eins áreiðanlegar og sím- skeyti, ef ekki áreiðanlegri, og miklu ódýr- ari." Ef sendi- eða viðtökutól Ioftskeyta bili, sé fljótlega hægt að gera við það, en bilun sæsíma hafi ærinn tilkostnað í för með sér og lengi geti staðið á þeirri viðgerð. Qrein ritstjórans endar á þeirri spá, að Hannes Hafstein hljóti að falla við næstu kosning- ar, af því hann og fylgismenn hans hafi „sýnt sig óhæfa til þess að hafa með hönd- um þýðingarmikil stjórnmál". X JVemendur gagnfræðaskólans á Akureyrl. Skólaröð við síðasfa próf. Nöfn sýslnanna, sem nemendur eru úr, eru skammstöfuð aftan við nemendanöfnin. II. bekkur. 1. Elinborg Björnsdóttir, Sk. 2. Jónína Valtýsdóttir, N.-M. 3. Hans Einarsson, E. 4. Kristján Jakobsson, S.-Þ. 5. Anna Sigurðardóttir, Sf. 6. Jón Ólafsson, Barðstr. 7. Þorsteinn Stefánsson, E. 8. Vilhelm Jakobsson, N.-Þ. 9. Jón Geir Jónsson, S.-Þ. 10. Jón Siggeirsson, E. 11. Tryggvi Árnason, E. 12. Gísli R. Bjarnason, E. 13. Jóhannes Jónasson, S.-Þ. 14. Páll Guttormsson, S.-M. 15. Þorsteinn G. Sigurðsson, E. 16. EgiII Þorláksson, S.-Þ. 17. Pálmi Kristjánsson, E. I. bekkur. 1. Tryggvi Indriðason, N.-Þ. 2. Sigfús Hallgrímsson, S.-Þ. 3. Vilmundur Jónsson, Sf. 4. Valdemar Pálsson, E. 5. Páll Guðmundsson, H. 6. Friðbjörn Aðalsteinsson, A. 7. Árni Hallgrímsson, Sk. 8. Halldór Stefánsson, E. 9. Árni Jónsson, A. 10. Halldór Albertsson, A. 11. Guðmundur Benediktsson, E. 12. Sigurður Baldvinsson, N.-M. 13. Halldór Jónsson, Sk. 14. Pétur Siggeirsson, N.-Þ. 15. Margrét Friðriksdóttir, A. ió. Guðmundur Eyjólfsson, Barðstr. 17. Bernharð Stefánsson, E. 18. Hjalti Ólafsson, S.-Þ. 19. Jósef Jónsson, H. 20. Hannes Kristjánsson, E. 21. Kristbjörg Jónatansdóttir, A. 22. Ragnar Sigtryggsson, S.-Þ. 23. Rútur Jónsson, S.-Þ. 24. Aðalsteinn Magnússon, E. 25. Þorsteinn Jónsson, N.-M. 26. Stefán Stefánsson, Sk. 27. Steindór Benjamínsson, ísafjs. 28. Jón Kristjánsson, A. 29. Sigurjón Jónsson, S.-Þ. 30. Loftur Einarsson, N.-M. 31. Ásgeir Magnússon, H. 32. Guðný Magnúsdóttir, Strandas. 33. Sveinn Þórðarson, S.-Þ. 34. Hólmfríður Jónsdóttir, A. 35. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Sk. 36. Guðni Stefánsson, Sk. 37. Helgi Jónatansson, Sk. 38. Björn Magnússon, H. 39. Eiríkur Hjartarson, A. 40. Friðþjófur Nielsen, ísafj. 41. Sigurður Kristjánsson, S.-Þ. 42. Vilhelm Erlendsson, Sk. 43. Snæbjörn Þórðarson, S.-Þ. 44. Helgi Gunnlaugsson, Sk. 45. Ásgeir Þorláksson, E. X Verzlunin á Grænlandi einokunin sem þar er enn, kostaði rfkissjóð Dana um 250 þús. kr. síðast- liðið ár.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.