Norðurland


Norðurland - 30.12.1905, Page 3

Norðurland - 30.12.1905, Page 3
65 Nl. Mig langar til, herra ritstjóri, að hiðja yður að láta Norðurland færa Austfirðingum hugheilar þakkir mínar og söngflokks míns fyrir þá frábæru gestrisni er þeir sýndu oss á ferð okkar heim aftur til íslands. Við kom- um á tvær hafnir, Eskifjörð og Seyðis- fjörð og var okkur fagnað á báðum þessum stöðum með veitingum og skemtunum langt fram á nótt. Þektum við þai þó örfáa; fæstir okkar höfðu komið þar íyr. Ennþá og aftur þakkir til Eskfirð- inga og Seyðfirðinga fyrir viðtökurnar. Akureyri 29. des. 1905. Magnús Einarsson. \ þórarinn Tulinius hefir boðist til að taka að sér flutn- inga til Grænlands fyrir dönsku stjórn- ina og væri það vel farið ef af því gæti orðið. Mundi margur íslendingur hafa gaman af að skjótast þangað á skipum hans og ekki er heldur ósenni- legt að nokkur auðs von gæti verið fyrir oss íslendinga þar uppi í Græn- landi. Verður ef til vill drepið á það síðar hér í blaðinu. Minningarritið um 70 ára afmæli Matthíasar Joch- umssonar hafði Davíð Östlund gefið út í 15 hundruð eintökum, en fyrir- sjáanlegt þykir að upplagið muni ekki nægja og er því þegar farið að gefa út 2. útgáfu og eru prentuð af henni IOOO eintök. Húsbruni. Vörugeymsluhús Jakobs kaupmanns Björnssonar á Svalbarðseyri brann að kvöldi hins 27. þ. m. Einhverju litlu af vörum var bjargað. Hús og vörur munu hafa verið vátrygð, en auk þess hatði verið í húsinu ýmislegt óvátrygt t. d. skipasegl o. fl. o. fl. Thorefélagið hafði rétt um það leyti sem Mjölnir fór frá útlöndum keypt nýtt skip til íslandsferðanna, miklu stærra en skip þau, er félagið hefir áður haft í förum. Um síra þlaffhías Jochumsson hefir fagurfræðingurinn Otto Borch- senius ritað í danska blaðið Danne- brog mikla lofsgrein á 70 ára afmæli skáldsins. Jólabl'að. Vér höfum verið beðnir að geta þess að Akademisk Foreningsblad í Khöfn sem flytur smágreinar fyrir íslendingafélag í Höfn hefir gefið út sérstakt Jólablað á ís- lenzku og er það væntanlegt hingað með fyrstu ferð. Mjölnir • kom hingað á aðfangadag jóla. Með skipinu var hingað verzlunarfulltrúi A. Johnsen. Skarlafssóft hefir enn á ný komið upp í tveimur húsum á Oddeyri (Jónatans múrara og Bjarna Hjaltalíns). Er auðsætt að veikin hefir víðar komið en kunnugt er. Öllum ætti að vera það Ijóst hver ábyrgðarhluti það er að dylja veikina og gera þannig ómögulegt að útrýma henni. Mótorbáfarnir. Þeim fjölgar hér víst mikið næsta ár. Af Hjalteyri er oss skrifað að 2—3 bátar verði keyptir i Arnarneshreppi og 4—5 á Svarfaðardal. í Grýtubakkahreppi mun vera von á 1—2. Otto jVlönstfíds ágæta smjörlíki c2-~ Og MÖRK CARLSBERQ Skattefri fæst í stór- og smákaupum í verzlun JÓSEFS JÓNSSONAR á Oddeyri. Keyrslu- áhöld allskonar, svo sem vagna, kerrur, sleða, aktýgi o. fl. í ótal tegundum, einnig -sEú stey’pf smíði allskona og ennfremur net, nœtur, línur, bála og alt, sem að sjávarút- veg lítur, pantar frá áreiðanlegum verksmiðjum JÓH. JÓSEFSSCN, Oddeyri, sem hefir myndir og verðlista til sýnis. Kaupmenn, sem panta mikið, fá háan afslátt. REIKNINQUR yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins á Sauð- árkróki frá 1. júní 1904 til 1. júní 1905. Tekjur. Kr. 1. Peningar í sjóði frá fyrra ári . 2. Borgað af lánum: 1355-23 a. Fasteignarveðslán 1460.00 b. Sjálfsskuldarábyrgð- arlán 2307.00 3767.00 3. Innlögísjóðinnáárinu 11532.21 Vextir af innlögum lagðar við höfuðstól 1613.62 I3I45-S3 4. Vextir af lánum 2635.88 5. Ymsar tekjur 22.00 20925.94 Gjöld. 1. Lánað á reikningstímabilinu; a. Gegn fasteignarveði 3290.00 b. Gegn sjálfskuldar- ábyrgð.............9200.00 12490.00 2. Útborgað af innlögum samlagsmanna .... 3284.43 Hér við bætast dag- vextir 5°-45 3334-88 3. Kostnaður við sjóðinn: a. Laun 175.00 b. Annar kostnaður . . 63.26 238.26 4. Vextir: a. Afinnlögum 1613.62 b. af bankaláni . . . . 5-56 1619.18 5. Borguð skuld til landsbankans 1000.00 6. í sjóði 1. júní 1905 . . 2243.62 20925.94 Jafnaarreikningur sparisjóðsins á Sauðárkróki 1. júní 1905. Aktiva. 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. Fasteignarveðskulda- bréf..............18255.00 b. Sjálfskuldarábyrgð- arbréf............32070.00 c. Skuldabréffyrirláni gegn annari trygg- mgu 100.00 50425.00 2. Útistandandi vextir áfallnir í lok reikningstímabilsins 135.86 3. í sjóði 2243.62 52804.48 Passiva. 1. Innlög 263 samlagsmanna . . . 47547-33 2. Til jafnaðar móti tölulið 2. i Ak- tiva 13586. 3. Varasjóður 5I21-29 52804.48 Sauðárkiók 1. ágúst 1905. Árni Björnsson, p. t. formaður. Stephán Jónsson, p. t. gjaldkeri. Reikning þennan höfum við undirritaðir endurskoðað og ekkert fundið við hann að athuga. P. V. Bjarnason. Sig. Pálsson. P'ólkaksturssleða^ mjög FALLEGA, ÓDÝRA og HENT- UGA hér á íslandi, selur JÓH. JÓSEFSSOjÝ Oddeyri. E 3 c 12 OJ '03 3 IO >> _kO ’C Waldemar OPefersens ekta Kína-Lífs-Elixír með mynd þeirri, sem hér er sýnd, á flöskunni og innsiglinu í grænu lakki á tappanum, fæst hvarvetna, flaskan á 2 kr. The North British Ropeworky Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur, færi, Manila Cocos og tjörukaðal, alt úr bezta efni og sérlega vandað. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, sem þér verzlið við, því þá fáið þér það sem bezt er. Hús til sölu. Gott ÍBÚÐARHÚS og nýtt geymsluhús með stórri lóð er til sölu á Oddeyri. Allar upplýsingar pessu við- víkjandi gefur JÓli. JÓSEFSSON; Oddeyri. Ólafsdalsskólinri veitir nokkurum nemendum viðtöku á næsta vori, með líkum kjörum og áður nefl. 1. Skólatíminn er 2 ár. Hann byrjar og endar snemma í maímánuði. 2. Nemendur verða að vera: siðprúðir, heilsuhraustir, nokkurnvegin þroskaðir og vanir allri algengri sveitavinnu. Þeir verða að vera vel lesandi, skrifa læsi- lega, og kunna 4 höfuðgreinar reiknings í heila og brotum. 3. Nemendur gefa ekkert með sér. Þeir leggia sór til nægilegan íverufatnað og hlífðarföt. Bækur og ritföng fá þeir keypt á skólanum. 4. Yfir sumartímann, eða .frá 14. maí til 30. október, bæði árin, vinna nemendur að heyvinnu í 8 vikur, og að öðrum stör/um í 16. vikur og þá einkum að þessu: a. Að beita hestum fyrir kerru og ýms jarðyrkjuverkfæri. b. Að slétta þúfur. c. Að plægja þýft og slétt land, flög og grasgróna jörð. d. Að brúka ýmskonar herfi, hestareku og valtara. e. Að sá höfrum, byggi, sinapi og gras- fræi. f. Að rækta jarðepli og rófur. g. Að hagnýta hverskonar innlendan á- burð, sem fæst í sveitum. h. Að hagnýta verzlunaráburð, bæði fyr- ir sáðjurtir og á graslendi. i. Að gera skurði til áveizlu og fram- ræslu, bæði opna og lokaða k. Að verka súrhey og sæthey. l. Að mæla flatarmál lands og halla- breytingar. 5. Að vetrinum, frá 1. nóvember til 20. aprílm. bæði árin —-að undanteknu jóla- . leyfi — er nemendum daglega ætlað 4 stundir til vinnu, og 8 stundir til bókiðna. Vinnan er einkum aðstoð við smíðar, og ýms útivinna eftir ástæðum. Sum verkfæri smíða nemendur að mestu leyti. Bðknámið er: 1. Náttúrufrœði. Það nauðsynlegasta í efna- fræði eðlisfræði, dýrafræði, og grasafræði. 2. Jarðrœktarfrœði, Hið helzta um vöxt og viðgang jurtanna, jarðveg, áburð, fram- ræzlu, áveizlu, verkfæri og ræktun sáð- jurta. 3 Húsdýrafrœði. Hið helzta um bygging og lífseðlisháttu húsdýranna, um meðferð þeirra og kynbætur. 4. Hagfrœði. Um ýmsa tilhögun í búskap og um búreikninga. 5. Almennur reikningur. Þar með flatarmáls- og rúmálsreikningur. 6. Leiðarvísir í einföldum landmœlingtim og hallamœlingum. 7. Teikning. Að gjöra uppdrætti eftir móti af litlum landspildum, og einföldum verkfærum. Kennslan fer yfir höfuð mest fram í samræðum með hliðsjón af kenslubókum á íslenzku og dönsku og handritum sem nemendur eru látnir kynna sér jafnframt. Aðaláherzlar, er lögð á þau atriði í hverri grein, sem einkum snerta dagleg störf manna hér á landi. Nemendum verður hér eftir kent að ákveða fitumagn mjólk- ur, því áhöld til þess hafa nú verið útveg- uð. Nokkur kensluáhöld eru til við skól- ann, einkum í efnafræði og dýrafræði. Skól- anum fylgir bókasafn af almennum fræði- og skemtibókum, sem nemendur nota og hafa umsjón yfir. Við skólann er til ágætt bóka- safn um búnaðarmálefni, sem nemendur geta átt aðgang að ef þeir óska. Á skólanum eru nú 9 nemendur, 3 í eldri deild og 6 í yngri deild. Þeir sem óska að verða teknir á skólann • á næsta vori, geri mér aðvart um það sem fyrst. Ólafsdal í nóvember 1905. C. Bjarnasón. ndirritaður býðst til að taka að sér umboðssölu á SÖltllðU kinda- kjöti og öðrum íslenzkum afurðum. Sunnar 6. 2)ue konsúll Cristiansand S., Norge. Teleg. Adr. >Due« Viðskiftameðmæli: íslands banki í Reykjavík. Söndenfjeldske Privatbank, Christiansand S.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.