Norðurland


Norðurland - 28.07.1906, Qupperneq 2

Norðurland - 28.07.1906, Qupperneq 2
Nl. 184 sagt að fara, en aftur voru aðrir af báðum þeim flokkum, sem töldu rétt- ast að Heimastjórnarmennirnir færu einir Þenna skoðanamun er blöðunum sízt fremur um að kenna en þjóðinni, en sá er mergurinn málsins, að þessi Hafn- arför kemur í rauninni landsmálastefn- unum ekkert við. Menn gátu verið Skiln- aðarmenn, Landvarnarmenn og Þjóð- ræðismenn og þó haft ótrú á för þessari, en þessir sömu menn gátu líka haft töluverða trú á henni. Meira að segja er ekkert því til fyrirstöðu að Heima- stjórnarmennirnir gætu litið mjög mis- jöfnum augum á förina, eins og þeir líka vitanlega gerðu, þó allur flokkur- inn fylgdi foringja sínum orðalítið og þarf engan að undra það, sem kunnur er auðsveipni flokksins á síðasta þingi. Þá finnur það heldur ekki náð fyrir augum Dagfara, að blöð Þjóðræðis- flokksins voru sammála um það síðast- liðið haust, að brýna nauðsyn bæri til þess að efla vald þjóðarinnar yfir land- inu, ekki aðeins út á við gagnvart Dönum, heldur líka inn á við gagn- vart stjórn og þingi. Helzt lítur út fyrir að blaðinu finnist það vera stefnuleysi, ef ekki er einlægt verið að höggva í sama farið, berjast fyrir sömu og einu hugsjóninni, eins og Landvarnarblöðin munu þykjast gera. En aðgætandi er, að það mega þau blöð vel gera, sem hafa aðeins fámennan flokk að baki sér, hin mega það ekki. Stefnuskrá Þjóð- ræðisflokksins er órituð ennþá, en það verðum vér að telja gleðilegt, að útlit er fyrir að þegar hún verður samin, verði enginn ágreiningur um þetta atriði. Aukning á valdi þjóðarinnai inn á við hefir ekki enn þá fundið náð fyrir augum Dagfara. Það kemur víst af því, að áhuginn á aukning valdsins út á við er svo mikill, að Dagfari hefir ekki rúm fyrir meira. Ekki tjáir að fást um það, og sízt viljum vér lasta kapp blaðsins í sjálfstæðisáttina. Hitt ber fremur að lasta, ef þröngsýnið er svo mikið að telja engan hafa áhuga á málinu nema sjálfan sig. Satt að segja ætlum vér að langt sé um liðið síðan jafnmikjll vorgróður hefir verið hugum manna hér í landi í þá átt eins og undanfarinn vetur. Hafi þjóð- lífsskútan siglt stundum afturábak undanfarin ár, hefir hún áreiðanlega kafað heldur áfram í áttina síðastliðið ár. Því miður getum vér minna þakk- að oss þetta sjálfum en rás viðburð- anna í heiminum. Það er að vísu satt, að töluverður munur hefir verið á því, sem vakað hefir fyrir stjórnarandstæð- ingum í sérveldisáttina. Sumir hafa ekki viljað láta sér minna nægja, en algerðan skilnað við Dani, aðrir háfa talið nóg ef vér yrðum viðurkendir sem sérstakt ríki, sumir hafa talið málum vorum borgið ef ráðgjafinn næðist út úr ríkisráðinu og enn aðrir hafa talið líklegt að vér gætum sætt oss við frjálslegt landstjórafyrirkomu- lag. Skoðanamunurinn hefir verið engu minni í Landvarnarflokknum, en Þjóð- ræðisflokknum og ættu Landvarnar- blöðin að aðgæta það, en þrátt fyrir þetta vakir þó sama grundvallarhugs- unin fyrir öllum, aukning á yfirráðum vorum yfir landi voru. Hér er að eins um efnismun en ekki um eðlismun að ræða. Sá mismunur kom aftur skýrt fram á síðasta þingi er stjórnarliðar vildu sætta sig við undirskrift for- sætisráðherrans og fela Dönum yfir- ráðin yfir ritsímasambandi voru. Það væri að vísu miklu gleðilegra, ef vér gætum allir nú þegar unnið sem einn maður, að ákveðnu og veg- legu markmiði, en gæta verðum vér þess að rasa ekki fyrir ráð fram og ætíð getur verið nokkur hætta á því fyrir jafnmikla smælingja og vér erum. Þessvegna þarf vandlega að athuga allar þær stefnur sem stungið er upp á og bera þær vandlega saman. Enn þá eru tvö ár til næstu kosninga. Á því ^tímabili fáum vér engu verulegu breytt í sjálfstæðisáttina; stjórnarflokk- urinn sér væntanlega um það. Þeim tíma getum vér naumast varið betur, en til þess að ræða innbyrðis um hve langt vér treystum oss að halda út á Skáldstyrkurinn og rógburður Norðra. Eins og kunnugt er af Norðurlandi 14. þ. m. gerði Stefán Stefánsson al- þingismaður frá Möðruvöllum glögga grein fyrir því, hve ósanninda brigzl- yrði Norðra út af umsókn Guðmundar skálds Friðjónssonar um landssjóðs- styrk handa nokkurum skáldum í Þing- eyjarsýslu væru alsendis ástæðulaus í sinn garð. »Ritstjórinn« hafði reyndar ekki sjálf- ur kannast við brigzlyrðin um Stefán, heldur látið standa undir þeim nafnið »Skagfirðingur«. Þessi svonefndi »Skagfirðingur« átti svo sem ekki að vinna minna en það, að gera annaðhvort Guðmund eða Stefán að ósannindamanni í þessu máli. En nú hefir »ritstjóranum« þótt ráð- legast að renna niður brigzlyrðunum um Stefán. Ef til vill þykir þetta benda á, að maðurinn sé heldur á betrunarvegi. En ósköp er víst framförin lítil. Ekki er þessi sómapiltur fyr búinn að renna niður ósannindunum um Stefán, en þau vella upp úr honum aftur og er strokunni þá beint á Guðmund Frið- jónsson. En hvers á Guðmundur að gjalda? Ummæli hans voru þessi: »Eg vissi það síðast til umsóknarinnar, að hún komst í hendur eins »heima«stjórnar- mannsins á alþingi og að hann stakk henni undir stólinn sinn.« Eins og menn muna sannaði grein Stefáns einmitt þessi ummæli Guðmundar. Og kunnugt brautina að fullu sjálfstæði og skýra málin fyrir þjóðinni, tala um þau æs- ingalaust og án þess nokkuru sé stungið undir stólinn, sern þjóðin þarf að vita og skilja. Þar höfum vér allir ærið verk að vinna, bæði Landvarnarmenn og Þjóðræðismenn og það hvort sem vér viljum vinna saman í einum flokki eða tveimur. Landvarnarmenn hafa þar mörgum nýtum manni á að skipa. Með þessu hlúum vér bezt að þeim vorgróðri, sem þegar er sprottinn. Landvarnarblöðin mega ekki troða hann niður með óhreinum fótum á- stæðulausrar deilusýki. % er oss það, að Stefán bar grein sína undir Pétur á Gautlöndum, áður en hún var fullprentuð og hafði hann ekkert að athuga við frásögn Stefáns. Óneitanlega ætti ósannindamaðurinn í þessu máli að verða auðfundinn hér- eftir. Hæg heimatökinn fyrir »ritstjóra« Norðra Sterlinz heitir nýtt skip er Thorefélagið hefir keypt og á það að hefja göngu sína milli /?vík- ur og Hafnar nú í haust. Skip þetta var smíðað fyrir 5 árum og hefir ál. farrými rúm fyrir 120 farþega, er 1034 smálestir og fer 13 mílur á vöku. 111 sumarveðrátta. Skrifað er úr Húnavatnssýslu 17. þ. m.: »Bleytuhríð hefir verið hér i þrjá sólar- hringa, hálsarnir og fjöllin alhvít, grátt ofan í á og engum manni fært úti að vera fyrir illviðri og kulda.« Úr Skagafirði eru sagðar sömu fréttir af tíðarfarinu. Sannfrétt er líka að eitthvað af fé hafði króknað og jafnvel fent á Reykjaheiði i Þingeyjarsýslu í þessu sama hreti og mjög hætt við að það hafi víða orðið á heiðum hér norðanlands. — Fyrri hluta þessarar viku hefir hér veríð kalsatið með úrkomu, en brá til landáttar á fimtud. og í gær þornaði upp. Töðurnar liggja blautar á túnunum, en hafa víst enn ekki skemst til mikilla muna vegna kuldanna. fslands bankl. Hlutafé bankans verður aukið um 1 miljón kr. frá næsta nýári. % Heiðvirð biaðamenska. Vér höfum leitað upplýsinga hjá manni þeim, er færði oss þá frétt að Botnia ætti ekki að koma hingað til þess að sækja þingmennina, um hvernig á því stæði að oss hefði alls ekki verið skýrt frá því að Klemens Jónsson land- ritari hafði fengið þá ráðstöfun gerða, að ráðherrann skyldi ráða fyrir ferð skipsins o. s. frv. Ástæðan var ofur einföld. Maðurinn hafði fengið 2 bréf með nokkurra daga millibili. í fyrra bréfinu er fullyrt að skipið eigi ekki að koma og þá fregn segir hann Norðurlandi og er hún prent- uð þar samdægurs, en í seinna bréf- inu er skýrt frá þeim ráðstöfunum er landritarinn hafði fengið gerðar. Þetta síðara bréfsýndi hann »ritstjóra«Norðra, sama daginn sem hann fékk það og lét þess jafnframt viðgetið að bréfið hefði komið þann sama dag, en rit- stjóra NIs. gat hann ekki skýrt frá því vegna annríkis. Þegar Norðri hafði fengið þessar upplýsingar lætur hann sér sæma að drótta því að Norðurlandi, að það sé að gamni sínu að gefa mönnum rang- ar hugmyndir um þetta mál, spyr hvers- vegna Norðurland hafi ekki viljað segja söguna eins og hún var. Norðri hefði líkleg gert réttara í því, að tala minna um það í upphafi vega sinna, hve mjög honum lægi á hjarta að efla heiðvirða blaðamensku; úr því efndirnar eru á því eins og allir vita. í enda greinar sinnar um þetta legg- ur Norðri þessa spurningu fyrir Norður- land: »Er svo fjarskaleg nautn í því að fara með rangt mál og sleppa ekki tækifærinu að blekkja lesendurna?* Vér leggjum spurninguna aftur fyrir Norðra. V Málsókn. Að þessu hefir mér ekki þótt þörf á því að láta mann þann, er kallar sig ritstjóra Norðra, bera lagaábyrgð á illyrðum sínum og óþverra orðbragði í minn garð. Mér þótti það satt að segja óþarfa viðhöfn við »ritstjóra Gjallarhorns.« En heldur þykir mér þetta takandi í mál nú, er hann er kall- aður ritstjóri að blaði, sem gefið er út af nokkurum alþingismönnum. Verð- ur því í þetta sinn brugðið út af venj- unni og »ritstjórinn« látinn sæta ábyrgð fyrir grein í 31. bl. Norðra, sem hann hefir kallað: »Stagkálfsnuddið í Nl.« Sigurður Hjörleifsson. Verðlaunasclíma á að fara hér fram þriðjudaginn 21. ág. næstkomandi. Eru verðlaunin silfurbúið leðurbelti, sem á að vera í vörzlum þess manns, sem vinnur kappglímur í hvert skifti. Er það félagið »Grettir,« sem til glímunnar stofnar. Forinaður þess félags er hóteleig- andi Vigfús Sigfússon. Skipkomur. „Esbjœrg“ aukaskip Sam. gufuskipafél. kom hingað frá Rvík. 21. þ. m. Með skip- inu voru þessir farþegar: Pálmi Pálsson kennari við Reykjavíkurskóla með frú sinni og syni, ungfrú Sigríður Möller frá Hjalt- eyri, Guðbjörn Björnsson timburmeistari og Jón Jónsson verzlunarerindreki. — Skip- ið tók hér mikið af hrossum vestan úr sýsl- um, er stórkaupm. Sörensen hefir umboðs- sölu á. Skipið fór aftur 24. þ. m. og tók Sigtryggur Jónsson kaupmaður og timbur- meistari sér far með því til útlanda. „Stettin" norska milliferðaskipið kom 22. þ, m. frá Noregi. Með því komu frá Siglu- v. ' • • 1—------- Kláðamaurinn. Félagsmaurinn. Vér gátum þess í 37. bl. þ. á. að maura þeirra, er myndir þessar eru af, mundi síðar getið í Norðurlandi. Þóttumst vér að svo stöddu ekki geta gert það á annan hátt betur, en að láta búa til myndir af þeim, og er reyndar all- merkilegt að það hefir ekki verið gert áður, að því er kláðamaurinn snertir, í því skyni að útbreiða þekkingu meðal alþýðu á þessu kvikindi, er orðið hefir landbúnaði vorum til svo mikils tjóns. Félagsmaurar (Symbiotes) eru auðþektir frá kláðamaurunum á því að haus þeirra er snubbóttari og að þeir hafa ekki hreyfanlegan beittan brodd, Fæturnir og sogskálarnar eru einnig frábrugðnar og svo eru þeir miklu minni en kláða- maurarnir, en aftur miklu lífseigari, er þeir eru teknir af skepnunni, er þeir lifa á. Aldrei hefir orðið vart við útslátt á fé eftir félagsmaurana, enda stinga þeir ekki niður í húðina eins og kláðamaurinn gerir, en lifa á húðflösinni. Þeir geta því ekki orðið orsök til fjárkláða.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.