Norðurland

Tölublað

Norðurland - 29.09.1906, Blaðsíða 1

Norðurland - 29.09.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 4. blað. Akureyri, 29. september 1906. VI. ár. Ritsíminn. Þegar þetta blað Norðurlands kemur út stendur til að búið verði að opna ritsímasambandið frá Reykja- vík til Seyðisfjarðar og þaðan til útlanda. Eru þá þrír kaupstaðir landsins og nokkurir helztu verzlunarstað- irnir komnir í hraðskeytasamband * við umheiminn, auk þess sem sam- band er fengið milli þessara staða innbyrðis. Óneitanlega er þetta merkisat- burður, einn af merkustu viðburð- unuin í sögu þjóðar vorrar, síðan vér fengum fjárforræði. Hér er ekki rúm né staður til þess að rita sögu þessa merka máls, þó hún sé að mörgu fróðleg. Rúm 50 ár eru nú liðin síðan fyrst var gefið einkaleyfi til síma- lagningar hingað til lands. Það leyfi fekk Shaffner herforingi í Banda- ríkjunum. Eftirtektavert er það fyrir oss ís- lendinga, að það sem fyrir honum vakti og mörgum öðrum leyfishöf- um eftir hann, þar á meðal Mikla norræna ritsímafélaginu, var ekki það að koma íslandi í samband við umheiminn, heldur hitt að nota landið sem millistöð á leiðinni til Kanada. Hugsunin nákvæmlega sú sama sem hjá Marconifélaginu nú. Fyrir 50 árum síðan var ísland tal- ið jafnþýðingarmikið fyrir ritsíma- sambandið, eins og það er nú fyrir loftskeytin, þó síðasta þing ekki vildi færa sér þá þýðingu í nyt. Sjálfra vor vegna mættum vér víst óska þess að þessi þýðing landsins fyrir loftskeytin mætti standa sem lengst, en sjálfsagt er því varlega treystandi. Fyrir 15 árum síðan komst hrað- skeytamálið fyrst inn á löggjafar- þing þjóðar vorrar. Flutningsmenn þess voru þeir Skúli Thoroddsen og Jens Pálsson. Það sem sérstak- lega vakti fyrir þeim var það, hve það væri ónógt að fá hraðskeyta- samband við umheiminn, ef ekki kæmist á jafnframt samband innan- lands. Smátt og smátt þokast málið áfram. Rannsókn er gerð að tilhlut- un Mikla norræna ritsímafélagsins á landlínunni milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, þingið Iofar ákveðnum styrk til 20 ára og jafnframt snúast hugir manna að því að rétt sé að leggja þráðinn upp til Austurlands- ins í stað Reykjavíkur. Að því er vér vitum bezt var það dr. Valtýr Quðmundsson, sem fyrst kom það til hugar að leggja þráðinn til Austurlandsins og bar það mál upp við M. n. r. Félagið tók því máli vel og bauð að leggja 300,000 kr. til landsímans, ef það mætti leggja símann þangað í stað R.víkur; kostnaðarmunurinn svona mikill á því að leggja símann til Austurlands í stað Suðurlands, eða ef til vill nokkuru meiri, auk þess sem félagið gat gert sér miklu meiri vonir um tekjur af samband- inu, ef vissa væri fyrir því, að síma- samband kæmist yfir alt land, en ef það næði að eins til höfuðstað- arins. Reyndar fekk dr. Valtýr mikla ó- þökk hjá ýmsum fyrir þessi afskifti sín af málinu, einkum hjá þeim mönnum, er til þess urðu síðar að verja þessa ráðagerð sem kappsamlegast, þó ástæður og atvik væru breytt orðin og mjög í þá átt að ráðlegt væri að hugsa til annarar hraðskeyta- aðferðar, að minsta kosti yfir hafið. Annaðhvort viidu þeir hafa sæsím- ann til Reykjavíkur eða í grend við hana, eða þá að öðrum kosti bíða eftir loftskeytasambandinu, sem eng- inn mun þá hafa treyst sér til að spá um, hve lengi þyrfti að verða. Ekkert skal hér um það dæmt, hve mikil alvara þeim hafi verið með loftskeytasambandið heldur. En ekki verður sagt að kapp þeirra á því að ófrægja loftskeytasamböndin á síðastá þingi bendi neitt eindregið í þá átt, að þeim hafi getað verið mjög mikið áhugamál að fá þau mörgum árum áður, þegar enginn hér vissi að hverju gagni þau mættu verða. . En tímarnir breytast og menn- irnir með þeim. Strax þegar ráðherra vor var tekinn við stjórninni var hann ein- dregið á því að lending sæsímans á Austfjörðum sé skjótasti og ó- dýrasti vegurinn til þess að koma sambandinu á, eins og bréf hans frá 30. júní 1904 til danska sam- göngumálaráðherrans ber augljós- lega með sér. Samningur sá, er ráðherrann gerði fyrir íslands hönd við M. n. r. er kunnur Iesendum Nls. og deilan um hann er mönnum Iíklega í fersku minni. Margt var við hann að athuga. Mönnum þótti hrapað að honum að óþörfu og landið bundið með fjárframlögum að fjár- veitingarvaldinu fornspurðu, jafn- framt því sem samningurinn veitti Dönum óþarflega mikil yfirráð yfir sambandinu. En mestu réði það þó um óánægjuna, að mönnum var kunnugt um að hægt væri að fá fulltryggilegt loftskeytasamband yfir hafið, er að öllu leyti gat komið í stað ritsímans, samband sem vér gátum átt full ráð á sjálfir. Að létt mundi hafa veitt að fá þetta sam- band fyrir tiltölulega lítið fé, ef laglega hefði verið að farið, benda fréttir þær er vér fluttum í síðasta blaði, um væntanlega Marconistöð hér á landi. Ekki fá þeir nú of fjár frá íslandi fyrir hana og þó keppist félagið eftir leyfi til að setja hana á stofn, af því lega landsins er því svo þýðingarmikil fyrir sam- bandið við Vesturheim. Vér tökum þetta fram hér, af því sumir miður góðgjarnir menn hafa verið að halda því að þjóð- inni, að minni hlutinn á síðasta þingi hafi verið andvígur hrað- skeytasambandi yfir höfuð, hafa lát- ið það í veðri vaka að mótspyrnan gegn ritsímasamningnum hafi verið sprottin af íhaldssemi. Sú kenning er andstæð öllum sannindum og mikla einurð þarf til þess að bera hana fram, þar sem öllum er kunn- ugt að minni hlutinn gerði ráð fyrir hraðskeytasambandi, engu síður en meiri hlutinn.,1 rauninni gegnir það furðu og er það gleðilegur vottur um þroska þjóðarinnar, hve lítil mótspyrnan hefir verið hjá henni, gegn hraðskeytunum, jafnvel þó vissa sé fyrir því, að það eru einkum sérstakar stéttir manna og það ekki þær fjölmennustu, er aðallega hafa þeirra not; auk þess sem bersýni- legt er, að sá mikli kostnaður, sem leiðir af sambandinu, hlýtur að hafa í för með sér nýjar byrðar fyrir þjóðina, ef hún á ekki að öðru leyti að tefjast stórkostlega á fram- farabrautinni. En nú er þá sambandið komið á, og þó margir hafi verið sár- óánægðir yfir hvernig það komst á, er eflaust enginn sá íslendingur, sem ekki óski þess af heilum hug, að það megi verða landinu til sem allra mestr- ar blessunar. Vonin um að svo verði þó, er það eina, sem sætt getur menn við það, hve óviturlegar aðfarirnar voru við undirbúning málsins. Sjálfsagt getur símasambandið haft afarmikla þýðingu fyrir oss íslend- inga og orðið oss til mikillar bless- unar, ef vér sýnum oss hæfa til að færa oss það í nyt sem vera ber. En eins verðum vér að gæta og íhuga það vel. Síminn hefir, ef svo má segja, ekki að eins flutt oss nær umheim- inum, en hann hefir, og jafnvel miklu fremur, flutt umheiminn nær oss. Nú þegar síminn er fenginn veitir útlendingum miklu hægar en áður að reka atvinnu hér við land, nota sér þær auðsuppsprettur, sem hér eru kringum strendur landsins, einmitt þær auðsuppspretturnar, sem nú sem stendur eru mestar og jafn- framt auðtækastar. Mikið hefir verið um útlending- ana áður hér við land, en meira verður það, þegar þeir geta notað ritsímasamband. Þetta er alvarlegt íhugunarefni fyrir oss og það því fremur sem einmitt nú er að vakna mikill áhugi á því í Danmörku, að notfæra Iandhelgisréttinn hér við land til hagsmuna fyrir Dani. Eigum vér íslendingar ekki al- gjörlega að verða afskiftir að þeim gæðum, sem land vort hefir að bjóða, verðum vér sjálfir, miklu fremur en áður, að leggja hart á oss til þess að afla þeirra. Því fleiri skip sem vér sjálfir eigum á fiski- miðum vorum, því færra verður þar Hjartanlega þökkum við öllum, sem með fégjöfum og fyrir- höfn hafa reist veglegan minn- isvarða á leiði síra Davíðs sál. Guð- mundssonar. Ekkjan og börnin. um útlendingana. Vér hljótum að geta staðið betur að vígi en þeir. Ritsímasambandið gerir til vor harðar kröfur. Qetum vér eða vilj- um vér ekki fullnægja þeim, stuðlar það til þess að gera oss að undir- lægjum annara þjóða, stuðlar til þess að afmá þjóðareinkenni vor, strika oss út úr tölu þjóðanna. En bresti oss ekki samtökin, dug og áræði, ef vér getum fullnægt þeim kröfum, sem sambandið gerir ti vor, gerir það oss líka að meiri mönnum og betri íslendingum. % Ný rit um náttúru íslands. GuSmundur O. Bdrðarson: Purpura lapillus L. i hævede Lae paa Nord- kysten af Island. (Vi- densk. Meddel. fra den naturh. Foren.i Kbhvn. 1906.) Það er allnýstárlegt að sjá ritgerðir strangvísindalegs efnis í útlendum vís- indaritum eftir íslenzka bændur, ekki sízt náttúrufræði. — í ritgerð þessari skýrir höfundurinn, sem er ungur bóndi vestur í Strandasýslu, frá því, hvar hann hafi fundið sækuðungs tegund þá, sem nefnd er f fyrirsögninni, í jarðlögum ofan sjávarmáls, innan til við Húnaflóa vestanverðan. Þar hefir víða fundist mikið af ýmsum skeljum í sand- og malarlögum 3 — 54 fet yfir sjávarmál og alllangt frá sjó. Bein úr hvölum, selum, fuglum og fiskum hafa og víða fundist þar f jörðu, rétt undir grassverðinum og afarmikið af reka- við þó nokkuð hátt yfir sjávarmál. Er þetta órækur vottur um það, að landið hefir risið úr sjó síðan ísöld leið. — Menjar þessar hefir höfundurinn rann- sakað undanfarin ár, en söfn hans hafa enn ekki verið athuguð af sér- fræðingum, en vafalaust er ýmislegt á þeim að græða. Sérstaklega hljóta dýraleyfar þessar að gefa mikilsverðar bendingar um loftslags- og sjávarhita- breytingar hér norðanlands á tímabili því, sem hér er um að ræða. Höf- undur hefir t. d. veitt þvf eftirtekt, að Purpura lapillus, sem mikið er af í sancllögum frá 3 — 54 fetum yfir sjávar- mál, lifir nú ekki við strendurnar þar vestra og hefir ekki fundist hér fyrir Norðurlandi. Aftur á móti er hann al- gengur fyrir Suðvesturlandi. Af þessu dregur höfundur þá ályktun, sem virð- ist liggja beint við, að þegar lög þau mynduðust, sem kuðungur þessi finst í, þá hafi sjóhitinn í Húnaflóa verið líkur því sem hann er nú fyrir sun'nan og vestan land og samtímis hafi landið smámsaman risið úr sjó að minsta kosti um 50 fet þar sem kuð- unginn sé nú að finna 3 — 54 fet yfir sjávarmáli. Vonandi er að höfundurinn geti haldið áfram þessum og öðrum náttúruathug- unum sínum. Hann hefir frá blautu barnsbeini haft opið auga fyrir nátt- úrunni og lifandi áhuga á að kynnast henni sem bezt, svo það væri stór- skaði, ef annarleg störf neyddu hann til að snúa bakinu við henni. St. St.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.