Norðurland - 08.12.1906, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
Akureyri, 8. desember 1906.
VI. ár.
líppboðsauglýsing.
Eftir beiðni herra verzlunarstjóra Sig. Johansens á Vopnafirði verður
opinbert uppboð haldið hér á skrifstofunni laugardaginn 22. desember
næstkomandi á hádegi og par selt hæstbjóðendum, ef viðunanleg boð fást:
1. Svo nefnd „Norska búð" 20 al. á lengd 14 á breidd IU/2 á hæð
ásamt vörugeymsluhúsi 40 al. á lengd 8 á breidd 7 á hæð og bryggju,
fiskireitum og lóðarréttindum. Virt til húsaskatts kr. QOOO.OO.
2. Vörugeymsluhús nefnd „Liverpool" 26 al. á lengd 13'/2 á breidd
IOQ2 á hæð með lóðarréttindum. Virt til hú askatts kr. 3500.00.
3. íbúðarhús, kallað „Læknishús" 16 al. á lengd 12 á breidd 11 á hæð, með
10 herbergjum og 2 eldhúsum og lóð. Virt til húsaskatts kr. 6,500.00.
4. íbúðarhús, kallað „Lárusarhús" 15 al. á lengd 12 á breidd 11 á hæð,
með 12 herbergjum eldhúsi og lóð. Virt til húsaskatts kr. 6000.00.
5. íbúðarhús, kallað „Skósmíðahús" 12 al. á lengd 10 á breidd Q'/2 á
hæð með 8 herbergjum, eldhúsi og Ióð. Virt til húsaskatts kr. 3500,00.
6. Svonefnt „Sólvangstún", ágætt byggingastæði.
7. Leiguréttur til svonefnds „Teitstúns".
8. 27 hlutabréf í íshúsinu á Hánefsstaðaeyrum.
9. 8 hlutabréf í Gránufélaginu.
Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni vikuna á undan upp-
boðinu.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 15. nóvbr. 1906.
Jóh. Jóhannesson.
16. blað.
*
Avarp blaðamannanna
og ríkisráðsseta ráðgjafans.
Eins og kunnugt er hefir það verið
allmikið ágreiningsefni á landi hér,
hvort ráðgjafi vor ætti að sitja f dönsku
ríkisráði og bera þar upp mál vor.
Sérstaklega hefir málið verið ágrein-
ingsefni hin síðari árin og til þess að
afstýra því, ef unt væri, að málin væru
borin þar upp, hefir jafnvel verið
stofnaður sérstakur stjórnmálaflokkur í
landinu. Kunnugt er það líka að síð-
an brögð dönsku stjórnarinnar í undir-
skriftarmálinu urðu kunn, hafa hugir
Þjóðræðismanna hneigst að því, að
nauðsyn bæri til að fá breytingu á
afstöðu ráðgjafa vors til ríkisráðs Dana
og helzt að ná honum þaðan með
öllu. Síðan 1903 hefir mönnum skil-
ist það æ betur og betur að hér ræðir
um grundvallaratriði í stjórnháttum
vorum. Sé ísland innlimaður hluti
Danmerkur, svo sem stöðulögin frá
1871 ætlast til, þá er það líka rétt
að ráðgjafi íslands sitji í ríkisráði
Dana. Til eins ríkis svarar eitt ríkis-
ráð. En nú eru Iög þessi valdboðin
hér á landi; vér íslendingar höfum
aldrei samþykt þau og þing þjóðar
vorrar hefir mótmælt þeim. Vér lítum
á þessi lög sem ólög, er vér höfum
orðið að þola af Dönum og sú hugsun
virðist jafnvel ekki fjarri huga sumra
Dana sjálfra. F*eir eru því farnir að
tala um breytingu á lögunum og kon-
ungur vor hefir lýst yfir því að hann
vilji verða við kröfum vorum. Pað er
að vísu enn á huldu á hverjum grund-
velli Danir vilja semja við oss, en
fáist þeir til þess að viðurkenna sjálf-
stæði vora og semja við oss sem ó-
háða samningsaðila, þá leiðir af sjálfu
sér að mál vor verða þá ekki framar
borin upp í dönsku ríkisráði. Ríkin
væru þá orðin tvö og gæti eitt ríkis-
ráð ekki hlutast til um mál þeirra
beggja. Ef vér gengjum þá inn á þá
skipun mála vorra, að lög vor skyldu
vera borin upp í dönsku ríkisráði, af-
hentum vér aftur rétt vorn um Ieið
og vér hefðum fengið hann í hendur.
Ekkert gat verið eðlilegra en að
bessi hugsun væri tekin fram í ávarpi
blaðamannanna tii þjóðarinnar. Hún
er tekin þar fram sem bending til
hennar um að þeir sem undir ávarp-
ið rituðu væru orðnir sammála í þessu
þýðingarmikla atriði og hún bendir
jafnframt á þá réttarstöðu, sem jvér
ætlum landi voru framvegis.
Að vísu er það rétt að frá stjórn-
fræðislegu sjónarmiði átti ekki að vera
brýn þörf á því að taka þetta fram
um ríkisráðssetuna. Orðin: »ísland skal
vera frjálst sambandsland Danmerkur«
benda fullkomlega á þetta sama. En
aðgætandi er að hér er ekki verið að
ræða við stjórnfræðinga. Ávarpið er
til íslenzku þjóðarinnar og gagnvart
henni var nauðsynlegt að taka þetta
fram. Það gefur skýringu á því hvernig
þessu »frjálsa sambandi« eigi að vera
fyrir komið, hvernig það sé hugsað.
Hefði ekkert verið um það sagt, gat
þjóðin litið svo á, sem alla eindrægni
vantaði í aðalatriðum málsins. Ekkert
gat verið fjarstæðara hreinskilinni fram-
komu við þjóðina, en að láta þessa
atriðis ógetið af því það hefir verið
gamalt deiluefni, eða »bitbein« eins
og Norðri kemst — reyndar mjög ó-
heppilega — að orði.
Pað sem sagt er hér að framan höf-
um vér tekið fram af því, að ummæli
blaðamannaávarpsins um ríkisráðsset-
una hafa orðið fyrir undarlegum mis-
skilningi. I símskeyti sem heimastjórn-
arfélagið á Akureyri hefir sent til Austra
og einhverra blaða í Reykjavík, en ekki
hefir verið birt hér á Akureyri, er það
talið óheppilegt »og vottur um póli-
tískt þroskaleysi að vilja setja inn í
sambandslögin að sérmál vor mætti
ekki bera upp í ríkisráðinu og skorað
á >blaðstjórana að fella það úr undir-
stöðuatriðunum.« í sama strenginn tek-
ur svo Austri, nema hvað misskilning-
urinn verður heldur víðtækari hjá hon-
um. Ekki er oss ljóst hvað það er
sem valdið hefir hneyksluninni, nema
ef það væri þessi orð G. G. í
Norðra: »í sambandslögum á slíkt ekki
heima.« En hvernig sem á þeim um-
mælum stendur, þá er það víst að á-
varp blaðamannanna hefir ekki gefið
neitt tilefni til þeirra. Vér getum meira
að segja frætt bæði félagið og Austra
á því, að enginn þeirra manna er rit-
aði undir ávarpið ætlaðist til þess, að
því er vér frekast vitum, að ákvæðið
um ríkisráðssetuna yrði tekið upp í
væntanlegan sambandssáttmála. Um-
mælin um ríkisráðssetuna eru að eins
skýring til þjóðarinnar og ekkert annað.
Vér vonum því að að minsta kosti
heimastjórnarfélagið hér á Akureyri sjái
það, að sé hér um þroskaleysi að ræða,
þá sé það ekki hjá blaðamönnunum.
Jafnframt er oss það gleðiefni að
geta þess um félagið að það vottar
blaðamönnunum þakklæti sitt fyrir á-
varpið og finnur ekki annað að efni
þess, en það hefir gert hvað ríkisráðs-
setuna snertir. Sú ástæða ætti hér eftir
að vera algerlega úr sögunni. Skýrir
menn geta ekki lengur sett 'hana fyrir
sig, eftir að þeim hefir verið bent á
í hverju misskilningurinn er fólginn.
Og vér vildum óska þess af heilum
hug að félagið geti hér eftir veitt á-
varpinu fullkomið fylgi sitt og að
það vilji stefna að því göfuga mark-
miði sem það bendir á. Málið er svo
þýðingarmikið. Heill þjóðar vorrar er
í hættu ef vér getum ekki allir tekið
undir sama endann á trénu. Sé ekki
annað en þetta hálmstrá á veginum,
vonar Norðurland að það hafi tekið
það burtu. En skyldi félagið, mót von
vorri, hreyfa einhverjum nýjum at-
hugasemdum, væri Nl. ánægja að því
ef það gæti orðið því að liði með
einhverjar skýringar.
*
Askoranir ^ csi
Pjóðræðisfélagsins.
111.
Herra Sigurjón Friðjónsson ritar
grein til mín í »Norðra« (I. 36.) og
ætla eg að gjöra svolitlar athuga-
semdir við hana.
Herra S. F. byrjar grein sína með
því, að bera það af sér, að hann hafi
sett á sig monthnykk þá er hann bauð
mér út í »aðra bröndótta* í annari
grein sinni; þar næst talar hann um
að eg hafi misskilið sig og »ekki gætt
þess að taka með í reikninginn að
skilningur minn sé dálítið takmarkað-
ur.« Eins og sjá má, heldur hr. S. F.
hér fram þeirri staðhæfingu, að til þess
að skilja orð sín rétt þurfi ótakmark-
aðan skilning. Verður að álíta, að sú
staðhæfing sé laus við alt mont og
einkar lítillátleg og hæversk. En sé
hún rétt, þá leiðir af henni, að heppi-
legra væri kanske lyrir hann að geyma
sér umræður almennra málefna þang-
að til hann kemur í samneyti hinna
sælu og eilífu guða, því skilningur vor
mannskepnanna hefir, því miður, þann
óþægilega ágalla, að hann er »dálítið
takmarkaður«.
Úr hinni vitskertu og tilhæfulausu
staðhæfingu hr. S. F., að Þjóðræðis-
félagið hafi með áskorunum sínum leit-
að tilstyrks útlends valds gegn hinu
æðsta innlenda valdi, er nú í hinni
síðustu grein hans að verða harla lítið
og nærri því ekki neitt. Má með sanni
segja, að hér hafi gerst hin gamla
saga, er mælt er að í fyrndinni hefði
farið fram, þá er fjöllin tóku léttasótt-
ina og gátu svo af sér, eftir miklar
og ógurlegar hríðir, hið minsta og
lítilmótlegasta spendýrs-kvikindi jarð-
arinnar — músina. Úr þessari aðal-
••••••••••••••••••••
ásökun hr. S. F., er með miklum remb-
ingi var flutt, er nú í hinni síðustu
grein hans orðin sú hin auvirðilega
og mjóslegna mús, að það sé gagn-
stætt allri málvenju, að kalla það inn-
lent er öldum saman hafi utanlands
verið. Á þessu hálmstrái hygst hann
að fleyta sér til lands. En jafnvel það
er hægt að hrifsa af honum, ef hirt
er um og sýna honum fram á, að þar veit
hann ekki rétt, heldur hyggur rangt,
með því að minna hann á, að t. d.
deild hins íslenzka bókmentafélags í
Kaupmannahöfn mun æfinlega hafa
verið álitin og kölluð íslenzk og inn-
lend eign og stofnun og er þó orðið
hátt upp í öld er hún hefir haft að-
setur sitt erlendis, og engar líkur eru
til að sú málvenja muni breytast, þótt
hún haldi þar áfram framvegis.
Hr. S. F. hafði haldið þvf fram í
hinni fyrstu ritgjörð sinni, að Þjóð-
ræðisfélagið hefði unnið á bak við mót-
stöðuflokkinn (eg hefi fært sönnur á
að það sé tilhæfulaust, að því er á-
skoranirnar snertir) og að sú aðferð
sé landráðum verri, (að slíkt sé land-
ráðum verra hefi eg sýnt fram á að
er fjarstæða). En þótt það hefði hag-
að starfi sínu á svipaðan hátt og hr.
S. F. segir, þá hélt eg því fram, að
slíkt væri ekki annað en það sem Iengi
hefði viðgengist um allan heim; upp-
af þeirri gullöld stjórnmáladeilanna að
æstir og andvígir þingmálaflokkar ráðg-
ist um hver við annan og opinberi
hverir öði „m tyrirætlanir sínar — upp-
af þeirri gullöld væri víst harla lítið
og ekki neitt farið að bjarma enn, og
eg væri hræddur um, að það yrði kan-
ske ekki á holdsvistardögum okkar
Sigurjóns á Sandi. Þessu mótmælir
hr. S. F. f seinustu grein sinni og
segist telja, að uppaf henni hafi bjarm-
að »þegar fyrir löngu*. Þetta getur