Norðurland

Tölublað

Norðurland - 08.12.1906, Blaðsíða 2

Norðurland - 08.12.1906, Blaðsíða 2
Nl. ekki verið nákvæmlega rétt hjá hr. S. F., því á næstliðnu vori, þá er mið- grein hans var prentuð, talar hann um gullöldina sem ókomna. Þar segir hann: »Heldurðu að ’gullöldin1 komi fyrirhafnarlaust án þess að nokkur greiði götu hennar?* Ef gullöldin er komin — sem ekki þarf að efa, fyrst hr. S. F. segir það — þá hefir hún komið á tímabilinu frá 11. maí, er miðgrein hans var prentuð, til 24 á- gúst í sumar, er hin sfðasta grein hr. S. F. var prentuð. Mun það tímabil verða frægt eftirleiðis í siðmenningar- sögu veraldar þessarar og koma gull- aldarinnar tengd með innilegri virð- ingu og þakklæti við nafn hr. S. F., því á því tímabili tók hann upp á sig þá »fyrirhöfn« að greiða götu hennar með því að rita stjórnmáladeilugrein, þar sem hann bregður andstæðingum sínum um, að þeir láti gjörðir sínar stjórnast af »óvild og valdafíkn« og að þeir fylli hvern blaðadálkinn eftir annan með »óþverralegum fúkyrðum, hártogunum, rangfærslum og ósann- indum.« Hr. S. F. er altaf að reyna að vafla það, að hann hafi brugðið Þjóðræðis- mönnum um landráð og furðar mig satt að segja á því, því það stendur jafnskýrt og stöðugt, sem hver ann- ar stafur á bók, að hann taldi aðgjörðir Þjóðræðisfélagsins samskonar og að- ferðir Sturlungaaldarmanna, er þeir leituðu styrks Noregskonungs hver gegn öðrum. Fyrst reyndi hr. S. F. að koma sér undan ábyrgð fjölmæl- anna með því að telja það efasamt, að aðferð Sturlungaaldarmanna hefði landráð verið. Nú er hann snúinn af þeirri götu, því hann heflr séð að hún var einkis kvikindis vegur, heldur ó- færa ein, og leggur nú út á aðra braut, þá nefnilega, að landráð sé sð svíkja land sitt af ásettu ráði. Nú hafi að- gjörðir Þjóðræðisfélagsins verið sprottn- ar af vanhyggju og fljótfærni, en ekki af ásettu ráði og sé því ekki land- ráð. En þessi vegur er hinn sami breiði botnleysunnar vegur og hinn fyrri og það af tveim ástæðum. Fyrst og fremst af því, að þótt hann sé far- inn, þá verða ekki aftur tekin þau hin töluðu orð, að aðgjörðir Þjóðræðis- félagsins hafi samskonar verið og við- leitni Sturlungaaldarmanna og í öðru lagi sökum þess, að þessi þýðing orðs- ins landráð er vitleysa ein; því auð- vitað má hugsa sér þau framin óvilj- andi sem viljandi. Hitt skal eg viðurkenna að eg álít að landráðabrigsl hr. S. F. til Þjóð- ræðismanna hafi verið óviljaverk, sprott- ið af vanhyggju hans; að hann í raun- inni hafi ætlað að segja eitthvað ann- að en hann sagði. En hvað um það? Það er til gömul lögmálsgrein, öllum mannlegum lögum eldri og gengur jafnt yfir menn sem málleysingja, því hún er náttúrulögmál. Kveður hún svo á, að þeim verði að svíða sem undir míga, eða með öðrum orðum: menn verði að taka afleiðingum orða sinna og gjörða, og það jafnt hvort þau eru viljandi eða óviljandi og að því mun hr. S. F. verða hér. Það er annars eftirtektavert hve hugsanir hr. S. F. eru glypjulegar í þessum ritgjörðum hans, hve þær svíkja og láta undan öllum átökum eins og vindblaðra, sem Iítilsháttar gat hefir verið stungið á. Því til sönnunar og skýringar skulum vér taka skilgrein- 58 ingu hans á orðinu landráð. Hún er þann veg að landráð sé að svíkja land sitt vísvitandi. Skulum vér nú taka þetta vitsmunagull hr. S. F. og prófa það í ofurlitlum eldi og sjá hve skírt það reynist. Vér skulum hugsa oss að einhver byggingameistari taki að sér að reisa stórhýsi eitthvert fyrir landið eða þjóð- ina. Er við hann gjörður nákvæmur samningur og skal byggingin eftir hon- um vera hin vandaðasta og traustasta. En í stað þess, að reisa húsið á bjarg- traustum grundvelli reisir hann það á sandi og í stað þess, að vanda hvern stein og líma sem grandgæfilegast, hroðar hann öllu af, sem mest má verða og afleiðingin verður sú, að hús- ið stendur bæði stutt og illa. Enginn efi er á því, að maður þessi hefir svik- ið landið af ásettu ráði og því sam- kvæmt skilgreiningu hr. S. F. framið hin skýlausustu landráð, en þó mun flestum auðsætt að hann hefir alls ekki gjört sig sekan í þeim. Því hefir verið haldið fram af hr. S. F. og flokksbræðrum hans, að á- skoranir Þjóðræðisfélagsins um að fresta samþykkt ritsímalaganna hafi stefnt að því að skerða vald þingsins; en það er misskilningur einn og blekk- ing, því það mundi auðvitað hafa orð ið þingið, sem úrslitunum hefði ráðið að lokum, en vel að merkja þing, sem trygging var fyrir að væri í samræmi við óskir og kröfur þjóðarinnar í þessu mikilsverða máli. Með öðrum orðum: hefði áskorununum verið sint, þá hefði ekki einasta þingræðinu verið borgið heldur þjóðræðinu einnig, að svo miklu leyti, sem því getur verið borgið með hinu núverandi stjórnarfyrirkomulagi. En svo fór, sem kunnugt er: meiri- hluti þings og stjórnin kaus þann kost- inn að beita kúgun og ofboldi við óskir og vilja þjóðarinnar, jafn ótví- ræðlega og hann hafði þó komið fram á þingmálafundum og í áskorunum Þjóðræðisfélagsins og má ætla að sá kinnhestur verði ekki með öllu gleymd- ur þá er íslenzkir kjósendur ganga til þingmannakosninga næst. Ritað í nóv. 1906. /óhannes Porkelsson. X „Times“ og sjálfstœðismálið. Um síðustu helgi var hér birt sím- skeyti nokkurt og var fréttaritari »Ti- mes« þar borinn fyrir því er hér segir: Þolinmæði Dana er þrotin við sínýjar æsingakiöfur íslendinga. Engin stjórn reynir samninga á þeim grundvelli að ísland sé fríríki samtengt Danmörku. Þetta símskeyti var sent hingað af Jóni Ólafssyni ritstjóra, til Norðra. Vér spurðum oss fyrir um þessa fregn í Reykjavík og skildist svo sem lítið mark væri á henni tekið. Aftur hafði það verið símritað frá Höfn til annara blaða þar, að frétta- ritari »Times« hefði sagt að það væri samningaskilyrði af hálfu Dana, við ís- lendinga, að íslendingar gengju í her- þjónustu í Danmörku, en danska stjórn- in hefði mótmælt því. Sé því svo að þetta hraðskeyti frá J. Ó. sé annað og meira en íslenzkt smíði virðist auðsætt að þessi frétta- ritari »Times« er ekki kunnugur huga stjórnarínnar dönsku, úr því hún neyð- ist til að mótmæla því sem hann fer með og er því ekkert mark á því tak- andi. X Viðbúna;'ur gegn Ijúsbruna. Síðan húsbruninn varð hér í haust, hefi eg altaf vonast eftir því, að blöð- in tækju slökkvilið og slökkviáhöld þessa bæjar til umræðu og bentu á það sem hvorutveggja virðist ábóta- vant í, en því miður hefir mér ekki orðið að þeirri von minni. Eg finn mig því knúðann til að vekja máls á þessu í þeirri von að fieiri taki í sama strenginn. Mér blandast ekki hugur um að fleiri eða færri af húsum þeim, sem brunnu þ. 18. okt., hefðu sloppið ó- brunnin, ef allur viðbúnaður gegn brunanum hefði verið betri en raun varð á. Eg skal leyfa mér að benda á það, aem mér aðallega virtist vanta til þess að varna útbreiðslu eldsins. 1. Að sprauturnar væru í fullkomnu lagi. 2. Að þeim hefði fylgt segldúksfeldir og hæfilegir kaðlar til þess að breiða fyrir gafla á húsum þeim, sem verja þurfti, því öllum mun ljóst hversu ómetanlegt gagn þeir gera við slík tækifæri. Þeir eiga að vera með járn- hringjum á þremur hliðum, sem kaðl- arnir eru dregnir í og eru feldirn- ir þandir með þeim yfir gaflana. Feldir þessir og hæfilegir kaðlar þurfa að fylgja slökkviáhöldunum. 3. Nokkurir léttir en þó hæfilega- sterkir stigar þyrftu einnig að vera til taks, því að útvega stigana hjá hinum og þessum, þegar á þeim þarf að halda, tekur altof langan tíma, auk þess sem ekki er á það treyst- andi að menn eigi þá, sem hæfilegir séu. 4. Þá þurfa að fylgja slökkviáhöld- unum feldir úr voðfeldu en sterku efni með handföngum alt í kring, svo hægt sé að þenja þá sundur og halda þeim uppi fyrir þá, sem þurfa að kasta sér út um glugga þeirra húsa, sem eru að brenna, af því eldurinn varnar þeim útgöngu um dyr hússins. 5. Brunaliðið þarf að vera vel æft bæði hvað störf, stjórn og hlýðni snertir. Þeir, sem stjórna eiga, þurfa að hafa ótakmarkað vald og sé stjórn- endum sýnd óhlýðni á það að valda ábyrgð. Aðalskilyrðið er að samin sé reglugjörð fyrir brunaliðið og að hver liðsmaður hafi sitt einkenni — helzt húfur —, svo hver einstakur viti hverj- um skipa ber hvert verk út af fyrir sig. Annars fer alt í handaskolum. Nauðsynlegt er að endurtaka oft æf- ingarnar. Það er ekki tilgangur minn, að gefa allar þær reglur sem þörf er á, kenni mig heldur ekki mann til þess og svo er það fyrir utan verkahring minn, en eg vildi að eins vekja máls á þessu afarnytsama málefni, í þeirri von að aðrir taki til máls og alvarlegra fram- kvæmda. Læt eg hér staðar numið, en bið alla góða menn og framtaks- sama að leggjast á eitt með að hrynda málinu áfram með sem mestum hraða að hægt er, svo viðbúnaður verði í sem allra beztu lagi ef eldsvoða kynni að bera að höndum, en sérstaklega beini eg þó ósk þessari til hinnar heiðruðu bæjarstjórnar Akureyrarkaup- staðar. Akureyri 4- des. 1906. Jóhannes Stefánsson. X Talsímafréttir. 1. Frá Seyðisfirði. Bæjarstjórn kaupstaðarins hefirsam- þykt að taka að sér bókasafn Austur- amtsins með þeim skilyrðum er amts- ráðið hafði sett. Bæjarstjórnin hefir samþykt 400 kr. fjárveitingu til talsimalagningar út á Vestdalseyri. Áður hafði hún veitt 1000 kr. til talsímalagningar til Mjóafjarð- ar. Hvorttveggja upphæðina á að taka að láni. 2. Frá Reykjavík. Fundurínn um fánamálið, sem getið var um i siðasta btaði, var haldinn 29. f. m. Bjarni Jónsson frá Vogi og Guðmundur Finnbogason fluttu rœður og þótti báðum segjast ágætlega. Aðrir töluðu ekki og engum mótmælum var hreyft gegn fánauppástungu stúdenta- félagsins. — Fundurinn haldinn í sal Iðnaðarmannahússins, sem reyndist alt- of litill, þvi fjöldi manna varð frá að hverfa. Málinu tekið með óvenjumikl- um samhuga og fögnuði. Fáir em- bœttismenn bœjarins sóttu fundinn. „Lögrétta“ hefir i vikunni sem leið látið uppi nánari skýringu á því sem fyrir henni vakir um rikisráðssetumálið. Vill hún að ráðgjafi íslands sé ekki i rikisráði Dana, beri ekki ábyrgð fyrir ríkisþinginu né sé undir grundvallar- lögum Dana; hann sé og skipaður með undirskrift íslenzks ráðherra, en ekki forsætisráðherra Dana, en þó skuli hann bera islenzk mál upp fyr- ir konungi að ríkisráði Dana við- stöddu (!). Uppástungunni sýnist hafa verið tekið fálega af flesium blöðun- um i Rvik. X t Húsfrú Steinunn H. Friðfinnsdóttir í Skriöu lézt að heimili sínu þ. 29. f. m. 69 ára að aldri. Hafði hún verið mjög heilsulítil síðustu árin og oft rúmföst tímum saman, en nú upp á síðkastið var hún á fótum og það fram á kvöld daginn fyrir andlátið. Þá sýktist hún snögglega. — Hún var gift Jóni bónda Jónssyni í Skriðu og bjuggu þau hjón þar lengi sæmdarbúi. Þau áttu mörg börn og eru þessi á lífi: Ánú bóndi í Lönguhlíð, Friðfinnur bóndi í Skriðu, Guðmundur bóndi í Þríhyrningi, Frið- björg kona Magnúsar bónda Friðfinns- sonar í Dagverðartungu, Steinunn kona Friðfinns Pálssonar bónda í Skriðu og Margrét ógift. — Steinunn sál. var mesta sómakona eins og hún átti kyn til, sonardóttir hins þjóðkunna merkis- manns Þorláks dbrm. Hallgrímssonar í Skriðu. Gestrisni Steinunnar sál. og góðvild til allra, hvers sem í hlut átti, var viðbrugðið. Hún var greind að náttúrufari og fróðleiksgjörn, þrifnað- arkona hin mesta og vel verki farin. Hún var glaðlynd og skrafreif, en þó orðvör og langglöðust þegar góða gesti bar að garði og þá sem flesta. Var þá ekkert sparað til þess að gjöra þeim komuna sem ánægjulegasta. Það tíðkaðist um langt skeið sumar eftir sumar, að fólk reið svo tugum skifti utan úr sveitinni fram að Skriðu ein- hvern sunnudag seint f ágústmánuði og hafði með sér ýms föng til mann- fagnaðar, en drýgstan skerf lögðu þau fram Skriðuhjónin. Munu margir minn- ast þeirra stunda með óblandinni gleði, en jafnframt sakna gömlu heiðurshjón- anna í Skriðu. # # X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.