Norðurland

Tölublað

Norðurland - 08.12.1906, Blaðsíða 3

Norðurland - 08.12.1906, Blaðsíða 3
59 Nl. « Húsavik 28. nóv. 1906. Frá fréttaritara. arstjórnarinnar. Til þeirra lagði bæj- arstjórnin sjálf drýgstan skerfinn. Templarastúkan »Þingey« hérí þorp- inu hefir bygt sér nýtt hús. Fór vígsla þess fram 18. þ. m. Voru þar saman komnir flestir félagar stúkunnar og nokkrir úr bindindisflokknum, er boðn- ir voru sem heiðursgestir. Húsið er snoturt og því haganlega sundurskift, en hætt er við að það reynist of lítið til frambúðar, því stúkan vex óðum, en sem stendur eru félagar hennar um 70. Vígslusamkoma þessi fór skemtilega og prúðmannlega fram, ræðuhöld og söngur á víxl, spil og dans. Kvæði var og flutt á samkom- unni. Bjarni sál. Bjarnarson, fyrrum sölu- stjóri var jarðsunginn 24. þ. m. og var óvanalega mikill mannfjöldi sam- an kominn, bæði héðan úr þorpinu og víðsvegar að og bar það auðsæan vott um hvílíkum merkismanni þorp þetta og hérað átti á bak að sjá. Húskveðjur héldu þelr prestarnir síra Jón Arason og Ásmundur Gfslason, en líkræðu í kirkjunni flutti síra Jón. Að endaðri líkræðu flutti Guðm. Frið- jónsson einkennilegt eg kjarnyrt kvæði. Húsbruni. Aðfaranótt hins 26. þ. m. brann hér til kaldra kola mynda- skúr Eiríks Þorbergssonar með öllu innihaldi; veður var kyrt og húsið afskekt, svo engu öðru húsi var hætta búin af brunanum. í húsinu voru mynda- áhöld, lítið eitt af varningi o. fl. Sagt er að skúrinn — líklega með því sem í honum var — hafi verið vátrygður fyrir 2,500 kr. Skólar. Fyrsta þ. m. tóku tveir skólar til starfa hér í þorpinu, barna- skólinn og lýðskóli. A barnaskólanum eru 40—50 börn. Ahugi þorpsbúa á skólakenslunni sýnist óðum aukast, sem betur fer. Lýðskólastofnuninni hafa þeir geng- ist fyrir Benedikt Bjarnason frá Garði í Kelduhverfi og Sigurður Sigfússon sölustjóri. Nemendurnir eru 18 og kennir Benedikt þeim. Gera menn sér beztu vonir um góðan árangur af þeirri kenslu, því kennarinn mun vera búinn góðum hæfilegleikum og hefir lifandi áhuga á alþýðumentamálum. Örðsending frá hans hátign komnginum flutti ráðherra 3. þ. m. til bæjarstjórn- arinnar hérút af brunatjóninu 18 okt,— Hafði konungur látið ritara sinn skýra ráðherranum frá því, að hann hefði f fyrstu haft í hug að veita kaupstaðn- um aðstoð með gjöfum, til að fyrra fólk vandræðum eða neyð, er fyrir tjóni hefði orðið. En þar sem það hefði verið tekið fram í símaskeyti ráðherrans, að bæjarstjórnin ætlaði eigi að leita sam- skota utan kaupstaðarins, þá hefði hann að svo stöddu eigi sent neinar gjafir. Hinsvegar væri sér það mjög Ijúft, að veita kaupstaðnum hjálp, ef hér væri brýn þörf þess og sér væri gefin um það vísbending. Bæjarstjórnin hefir falið ráðherra að flytja hans Hátign þa'kklætisorð kaup- staðarins fyrir þessa orðsending og fyrir þann sérstaklega velvildarhug og hjálpfýsi við bágstadda menn, sem þessi Jkonunglega orðsending lýsir. Að því er ástandið hér snertir hefir Ibæjarstjórnin falið ráðherra að skýra kcwmngi frá að hún telji ástandið hér ekki svo, þó margur eigi um sárt að binda, að ástæða sé til að notu sér gjafmildi hans hátignar konungsins að þessu sinni. * * * Bæjarstjórninni hefir farist drengi- lega í þessu máli og á hún þökk skilið fyrir framkomu sína, því hún er bæjar- iélaginu til sóma út á við, sýnir að Akureyringar vilja ekki beiðast gjafa fyr en í fulla hnefana. Því miður verð- ur ekki sagt hið sama um undirtektir bæjarmanna undir samskotaleitun bæj- VeOurathuzanfr Möðruvöllum f Hörgírdal. Eftir Slgtr. Þorsteinsson 1906. Nóv. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum.| Loftvog (þuml.) Hiti (C.) 3 lO $£ Skýmagn Úrkoma | Fd. 16. 74.3 — 2.7 0 10 s — 7.o Ld. 17. 75.o — 3.7 NAU 1 10 s — 7.5 Sd. 18. 76.9 — 6.o N 2 10 s — 9.o Md.19. 75.8 -10.5 0 1 — 11.0 Þd. 20. 75.2 — 13.2 0 0 —17.0 Md.21. 75.i — 7.7 0 2 — 16.8 Fd. 22. 74.3 1.0 0 10 —13.o Fd. 23. 74.o 3.9 sv 1 5 — 3.o Ld. 24. 74.6 2.8 0 6 — 2.o Sd. 25. 76.4 — 7.6 0 0 - 8.4 Md.26. 74.9 — 2.7 0 10 —10.o Þd. 27. 74.9 4.o 0 9 — 6.2 Md.28. 73.5 2.5 vsv 2 10 — 2.0 Fd. 29. 74.i — 0.6 NAU 1 10 s — 2.i Fd. 30. 75.6 — 3.8 0 10 — 4.o Ld. 1. 75.8 — 5.4 0 10 — 8.o Sd. 2. 74.o — 2.0 0 10 s — 6.7 Md. 3. 75.2 — 9.7 0 2 — 9.7 Þd. 4. 73.9 — 5.5 0 10 s —14.8 Md. 5. 76.o 0.7 0 10 s - 7.0 Fd. 6. 74.8 7.0 svs 3 8 — 7.o \ Pánamálið. Vér leyfum oss að benda mönnum á áskorun Verzlunarmannafélagsins hér í blaðinu um að sækja fund um þetta mál. Vonandi senda öll félög bæjar- ins fulltrúa á hann. Málið er stórmál fyrir þjóð vora og vonandi tekst fljót- lega að komast að fastri niðurstöðu, að minsta kosti í öllum kaupstöðum landsins. Nl. mun ræða þetta mál síð- ar ítarlegar. Skarfatssóttin. Síðan 1. þ. m. hafa 28 nýir sjúk- lingar bæzt við hér í bænum. Er nú sóttvörnum beitt gegn 60 manns í 26 húsum. Sýkin er yfirleitt væg. Eng- ir hafa enn dáið. Mannalát. Tvær merkar konur eru nýlega dán- ar í Húnavatnssýslu: Puríður Sigfús- dóttir prests Jónssonar frá Undornfelli og Helg'j Sigurgeirsdóttir (Þingeyings), kona Björns bónda Eysteinssonar í Grímstungu. Verzlunarsamsteypan. Tulinius stórkaupm. hefir borið á nióti því, að Auslurasíufélagið væri í sambandi við sig um verzlunarkaupin á Norður- og Austurlandi, heldur væri að ræða um stækk- un á Thorefélaginu til samkepni við Sam einaða gufuskipafélagið. Álasundsfriöfin. Engin tilkynning er ennþá komin hingað til bæjarstjórnarinnar um hana, sem þó er mjög undarlegt sé fregnin annað en flugu- fregn. F | _ c 1, saltað og reykt, í 1 tJ o Kjötbúðinni. FISK niðursoðinn: Fiskb ollur, • |p Fiskikarbonade. Humar, ^ Ostrur, Ansjósur, Sardínur, Sild i KJÖTBÚÐINNI. V//////////////////////////S///////////////////////////////////////////////////////////////////.V/#///) r Avextir "'ðursoðnir, hvergi eins • •- •••• ódýrir og í Kjötbúðinni. Dan-motor auglýsinguna Frá landssímasíöðinni. Grœnkál n'ðurs°ðið, Asparges, Spinat, Grænar baunir, Capres í Kjöíbúðinni. Til varastarfsmanna við Akur- eyrar gæzluhring geta orðið teknar tvær stúlkur til kenslu í verklegri telegrafi og telefoni. Kenslan fer fram á Akureyri, verð- ur ókeypis og byrjar eftir nánari á- kvörðunum. Umsækjendur verða að vera milli 17 — 23 ára að aldri, að vera heilsugóðar, að hafa góða hæfileika til starfsins, og á umsóknin að gefa upplýs- ingar í því efni, að skrifa greinilega og góða rithönd, að kunna dönsku; nokkur kunnátta í ensku og þýzku er einnig æskileg. Eftirtekt skal vakin á, að umsækj- endur fá engin laun meðan á kenslu- tímabilinu stendur, og síðar aðeins fyrir þann tíma, er þær starfa, og þá að líkindum 2 krónur fyrir hvert starfs- tímabil (vanalega 6V2 klukkustund). Stöðugri atvinnu er ekki tekin á- byrgð á. Umsóknir um þetta séu stílaðar til Landsímastjórans í Reýkjavík. Þeim skal fylgja læknisvottorð og fæðingar- skírteini og afhendist sem fyrst undir- rituðum, er gefur nánari upplýsingar þeim er óska. Akureyri 6. desember 1906. Paul Smith. Rjúpur, Prjónles °e ~3S Ull eru teknar háu verði upp í skuldir og keyptar fyrir vörur og peninga í verzlun. Sn. Jónssonar. 1VL4RGARINÍ bezta í bænum í Kjötbúðinni. • i X Ai- klæðitj i • svörtu í Gudm. Efterfl. ( 1 verzlun, 1 > #!• sem þótt hafa framúr- skarandi góð og ódýr, ( 1 1 verða seld meðan til ( 1 eru með < ( > > 20 pct. afslætti. ( 1 ’ 1 1 1 1 •• n— r yVskorun. Samkvæmt ósk Stúdentafélags- ins í Reykjavík hefir Verzlunar- mannafélagið hér í bænum tekið fánamálið á dagskrá sína, og hef- ir pað, í samráði við ýms félög hér í bænum, afráðið að halda fund á sunnudaginn kemur, p. 9. p. m., kl. 4 e. h., hjá veitinga- manni Boga Daníelssyni, og mæti joar 3 kjörnir fulltrúar úr hverju pví félagi í bænum, sem þátt vill taka í umræðum um petta mál. í stjórn verzlunarmannafélagsins Otto Tulinius. M. B. Blöndal. Vigfús Sigfússon. Gránufélagsverzlui) á Oddeyri. kaupir í haust og vetur allskonar PRJÓNASAUM háu verði, bæði upp í skuldir og gegn vörum með peningaverði og enn- fremur fyrir peninga eftir nánara samkomulagi. Sérstaklega óska eg eftir að fá vetlinga og gráa hálf- og heilsokka. Oddeyri í nóvember 1906. RAGNAR ÓLAFSSON. Kjörþing fyrir Akureyrarkaupstað verður haldið fimtudag 3. janúar 1907, kl. 11 f. h. í Ooodtemplara-húsinu og verða par kosnir 4 full- trúar í bæjarstjórn til næstu priggja ára, samkvæmt lögum 8. okt. 1883, sbr. lög 10. nóv. 1903. Lista yfir fulltrúaefni ber að afhenda oddvita kjörstjórnar eigi síðar en 31. p. m. fyrir hádegi. Kjörskrá verður framlögð til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta 8.— 22. p. m. Bæjarfógetinn á Akureyri, 7. des. 1906. Guðl. Guðmundsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.