Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 09.03.1907, Side 1

Norðurland - 09.03.1907, Side 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson. læknir. 31. blað. t Sigríður Ólína Möl/er. F. 11. mai 1885. D. 1. marz 1907. Dáin — horfin — svona ung og œskurjóð. Sigriðar Möller var fœdd að Við- vík á Skagaströnd i Húnavatnssýslu, dóttir O. Möllers kaupmanns og konu hans Ingibjargar Gisladóttur Möller. Hún ólst upp með foreldrum sín- um, fyrst á Skagaströnd og svo á Neðrimýrum á Laxárdal, þar sem faðir hennar hafði bú, jafnframt því sem hann stundaði verzlun á Blönduós. Árið 1897 flutti hún á- samt foreldrum sínum norður á Hjalteyri við Eyjafjörð, er faðir hennar byrjaði þar verzlun og átti þar heimili upp frá þvi. Sigríðursál. mentaðist vel í heima- húsum og var auk þess einn vetur við nám á Akureyri og veturinn 1905—6 i Reykjavík. Var hún orð- in mjög vel mentuð tit munns og handa og auk þess vel að sér í söng og hljóðfœralist. Síðari hluta vetrarins, sem hún dvaldi i Reykjavík, veiktist hún og hafði þá tekið veiki þá, er margar efnilegustu dœtur landsins falla nú fyrir, berklaveikina í lungum. Hún fekk þó nokkurn bata í bráð og sýndist vera á batavegi er hún kom heim til foreldra sinna. En nokkur- um vikum síðar veiktist hún og lá rúmföst frá þvi í ágústm. til 1. þ. m. að hún andaðist. Sigriður sál. var gœdd óvenjulega góðum og liprutn gáfum og var auk þess þrekmikil og fastlynd. Hún var tíguleg og myndarleg í allri fram- göngu og bauð af sér þann þokka, að öllum hlaut að þykja vœnt um hana, jajnframt því sem þeir báru virðingu fyrir henni. Hún var því yndi foreldra sinna og œttmenna. — Leguna bar hún með dœmafáu þreki og stillingu, talaði ekki eitt einasta œðruorð alla leguna, heldur hugg- aði þvert á móti oft þá er stund- uðu hana og leið hún þó oft mikið. Að siðustu fekk hún hœgt og rólegt andlát við brjóst móður sinnar, i viðurvist margra nánustu ættmenna sinna. br. Veðurathuganir Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Sigtr. Þorsteinsson 1907. febr. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur h.; (C)ásólar- hringnum. | e jð Hiti (C.) * 3*0 ro & <u j- > s 03 B * cn Úrkoma | Fd. 15. 73.9 - 8.o vsv 1 3 - 9.o Ld. 16. 74.3 - 6.5 0 1 -15.o Sd. 17. 74.7 - 4.5 sv 1 2 -12.i Md 18. 72.7 - 6.6 N 2 10 s - 9.9 Þd. 19. 74.3 - 9.9 N 2 10 s - 9.9 Md 20. 76.3 -11.0 N 2 10 s -13.o Fd. 21. 76.4 — 5.5 0 10 -18.o Fd. 22. 76.2 - 5.5 SV 1 5 -20.8 I.d. 23. 74.6 3.0 sv 2 9 -12.7 Sd. 24. 74.3 6.5 sv 2 10 R — 4.2 Md 25. 74.5 — 1 .0 vsv 2 10 S - 4.4 Þd. 26. 75.8 - 3.0 0 7 - 4.6 Md 27. 76.i 2.o 0 10 - 8.5 Fd. 28. 75.5 6.4 0 8 - 6.6 Akureyri, 9. Prófsteinninn. — r r Ríkisráðið. í »Handbók fyrir hvern mann 11« er grein eftir J. Ol. með yfirskrift »Prófsteinninn«; hún er um ríkis- ráðið. Og þar sem eg tel mig meðal þeirra manna, er ekki vilja fallast á ríkisráðssetu ráðgjafa ís- lands, ætla eg að leggja hér örfá orð í belg. Orsökin til þess, að J. Ól. sezt niður og fer að rita um prófstein- inn, er auðsjáanlega sú, að »Lög- rétta« tók sér fyrir hendur að skora á þá, er væri henni og »heimastjórn- inni« ósamþykkir um ríkisráðsatrið- ið, að láta hið skjótasta uppi álit sitt og segja til, hvað þeir vildu vera láta. Sjáum til: »Lögr.« farin að innblása J. ÓU Pað er óefað »tólf-kónga-vitið«, sem þarna hefir gersamlega hrifið J. Ól. En hver er nú þessi »prófsteinn«? Það er (segir J. Ól.) spurningin: »Hvað á að koma í staðinn?« í staðinn fyrir það, að mál íslands séu — eins og þau eru nú — borin upp í ríkisráði Dana. Þar sem því hefir víst alls ekki verið andmælt, að íslands-ráðgjaf- inn eigi að bera upp fyrir konungi hin íslenzku lög, mætti J. Ól. í sjálfu sér nægja svarið blátt áfram: Þegar við viljum ekki, að mál okk- ar séu borin upp fyrir konungi i ríkisráðinu danska, þá gefur það að skilja, að við ætlumst til, að þau verði borin upp fyrir honum utan ríkisráðsins. En þetta finst J. Ól. líklega um of látlaust. Það virðist svo sem sumir menn hafi þá undarlegu ástríðu að vilja gera alt, er þeir fjalla um og fást við, sem allra flóknast og marg- brotnast. Pað er ekki svo einfalt mál til, að þeir reyni ekki að finna einhverja króka eður kyma, er þeir geti teygt það inn í. Peir gera það til þess að telja sjálfum sér trú um, að málin séu alls ekki svo Ijós og greið, sem aðrir hafa sýnt og sannað að væri, því að þeir virðast ekki vilja fylgja öðrum í réttum skýringum; — og ósk þeirra er um fram alt að fá lýðinn til að aðhyllast þá sjálfa og þeirra kenn- ingar. Peir hafa sjaldnast opin augu fyrir því, hversu illan dilk blekk- ingar draga á eftir sér og hversu skammvinna gleði þær veita. Hugsum okkur mann, sem á hús; hann verður að búa í því, af því að hann á ekki annað reist. En honum líður illa í húsinu, því að hann veit, að það er næsta ótrygt; hann getur búist við því, að það hripleki, ef skúr kemur úr lofti, að um það næði, ef stormar geysa. Viðirnir eru fúnir, svo að aitaf get- ur það hrunið yfir hann og hans búslóð. Petta finnur eigandinn og marz 1907. er því aldrei öruggur, þótt góðviðri sé; altaf geta veður breyzt. Pess vegna vill hann reisa sér nýtt hús traustara, svo að hann geti búið þar óhultur að sínu. Hann er svo við álnir, að hann getur komið upp nýju húsi, en sjálfur er hann ekki smiður. Hann heitir því á hagleiksmenn- ina að koma sér að liði og ráða bót á þessu híbýlaóstandi. En hvað gera þeir? Peir vilja ekki duga manninum, þótt sanni næst sé, að þeir hafi sið- ferðislega skyldu til þess. Peir vilja ýmist eyða öllu umtali um húsa- kynnin, ýmist fresta allri framkvæmd í þeim efnum. Eða þeir reyna að flækja ástæður hans, segja honum að húsið hans sé afbragðshús, hann fái ekki annað betra; honum sýn- ist það aðeins vera fúið — hann hafi ekki meira vit á trjáviðum en það! Engin hætta sé á leka eða gjóstri, ef hann einungis biðji »for- sjónina« um »gott veður«. Hann megi í rauninni verða feginn, þótt þiljurnar kunni að vera gisnar: því meiri líkindi séu til þess, að geislar hinnar »náðugu« sólar nái að skína inn í húsið og verma hann sjálfan! Nei, það sé ekkert nema barna- skapur að vilja fá sér nýtt hús, segja þeir; það verði lang ódýrast og honum sjálfum fyrir beztu að sætta sig við það gamla. Hvort hann muni líka ekki, að »kaup- maðurinn« hafi gefið honum »af- slátt« á efninu í húsið hans — hann skuli nú ekki fara að ónáða verzl- unina aftur með nýju kvabbi. Pað sennilegasta sé einnig, ef hann haldi trygð við »kaupmanninn«, að hann sendi honum þá einn góðan veður- dag pappaslæðu yfir eitthvað af kof- anum! Pað sé ókleift að reisa hús á þess- um stað öðruvísi úr garði gert en þetta, er hann eigi; það væri »hí- býlisleg nauðsyn« að hafa það svona, hefði »kaupmaðurinn« sagt, þegar hann afhenti viðinn í það. Nýlega hefði og staðið í bréfi þaðan, að engin hœtta væri að búa í slíkum húsum — — — Er þetta nú viturlegt mál eður hyggilegt? Ætli það miði til heilla húseiganda? Hvað virðist mönnum? Væri ekki drengilegra og smið- unum sæmra að reyna að horfast í augu við sannleikann, segja mann- inum — í staðinn fyrir að leiða hann út á villigötu — eins og er, að húsið hans sé lítt viðunandi? Segja við hann: »Par eð þetta hús þitt ber- sýnilega er gallagripur og úr því að þú hyggur þig færan um að koma þér upp öðru, þá er hið eina rétta og sjálfsagða, að þú felir okkur að reisa þér nýtt hús, sem þú getir haft traust á. Góðan efnivið vonum við að geta fengið, ef við leitum fyrir okkur og beitum hagsýni, og | VI. ár. ttingjum og vinum til- kynnist hér með að í gærkvöldi um kl. 7 þóknaðist guði vorum að burt kalla frá okkur til sín,— okkar hjartkæru elsku dóttur, systur, og mágkonu Sigríði Ótínu M'öll- er— eftir langa og stranga legu, sem hún bar með miklu þreki og rósemi. Hjalteyri 2. marz 1907. O. Möller. Ingibjörg Möller. Sigurlaug Möller. Anna Möller. Haraldur Möller. Ludvig Möller. Maria Möller. gerð hússins högum við eftir því, sem þér og okkur virðist hagkvæm- ast og að öðru leyti eru líkindi til, að vel megi gegna. Undir eins og þú getur fluzt inn í nýja húsið, rífum við það gamla niður í grunn!« — Ætli það sé nú ekki líkt á komið um stjórnarskrá þá, er við eigum nú við að búa, — »íbúðar- hús þjóðfélagsins« —, og um húsið mannsins, sem að dæmi var haft hér að framan? Og líkt og húsasmiðunum er þeim forvígismönnum og fulltrúum þjóð- arinnar farið, er eigi vilja sjá gall- ana á stjórnarskrá okkar, en stað- hæfa, með ýmsum útúrdúrum og vífilengjum, frammi fyrir almenn- ingi, að hún sé hin bezta, enda enginn kostur að fá annað í stað- inn, þótt þjóðinni þætti undir illu að búa og sæi aðra tilhögun hent- ugri sér og landinu. Enginn vafi getur á því leikið, að höfuðgalli stjórnarskrárinnar (frá 1903) er ákvæðið um það, að ráð- gjafinn eigi að bera íslands-málin upp fyrir konungi í ríkisráðinu danska — rikisráðsákvæðið. Pað var því ekki það fráleitasta, sem J. Ól. (með »Lögr«. að fyrirmyndjjgat gert, er hann eggjar menn lögeggjan að leggja prófstein að þessum málm- blendingi, þrátt fyrir það, að síð- ustu árin hefir mest um þetta at- riði verið rætt og ritað, þegar stjórn- mál hefir borið á góma. Tvent kemur hér til mála, — að eins tvent. Annaðhvort er ísland einn hluti danska ríkisins eða það er sérstakt ríki. Ef það er hluti af hinu danska ríki, þá er það sama sem limur af hinum danska ríkislíkama: Pað er IN N LIM A Ð. Pá er það eðli- legt og sjálfsagt, að þeim megin- reglum, sem farið er eftir um til- högun miðstjórnar ríkisins, sé fylgt einnig að því er ísland snertir. Miðstjórn danska ríkisins getur ríkisráðið kallast. Pessu ríkisráði er skipað samkvæmt lögum — Grund- vallarlögunum. Grundvallarlögin eru gefin fyrir hið danska ríki (Danaríki

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.