Norðurland

Issue

Norðurland - 09.03.1907, Page 2

Norðurland - 09.03.1907, Page 2
Nl. i io mundu sumir vilja segja, en á því verður enginn munur; ef lögin ættu ekki eiginlega við ríkið, »Staten«, skipuðu þau meðal annars ekki fyrir um ríkisráðið, »Statsraadet«). Þess vegna hafa ýmsir danskir stjórn- málamenn haldið því fram, að þar sem ísland sé innlimað (o: hluti af danska ríkinu), þá hljóti Orvl. að gilda þar eins og annars staðar í ríkinu. F*eir hafa frá sínu sjónar- miði haft mikið til síns máls, enda þótt íslendingar ættu engan hlut að samningu eða samþykt þeirra laga. Aðrir Danir og þar á meðal dönsku stjórnirnar hafa ekki viljað berja það blákalt fram, þvert ofan í eindregin andmæli íslendinga, að Orvl. beinlinis giltu á íslandi; þeir skoða það að því leyti sem íviln- un og undanþágu, að íslendingar hafa sérstaka stjórnarskrá um mörg mál, er ísland varða. En frá ríkis- ráðinu — miðstjórn ríkisins — er hinu innlimaða landi, íslandi, eng- in undanþága veitt — og getur heldur ekki orðið; það verður að hlíta þeim allsherjarákvæðum ríkis- heildarinnar, sem Orvl. hafa skorð- að. Óbeinlínis, ef ekki öðruvísi. Þar kemur fram sú »stjórnarfars- lega nauðsyn*-. Orundvl. ákveða, að öll lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skuli koma í ríkisráð, berast þar upp fyrir konungi; þar eiga allir ráð- gjafar danska ríkisins sæti. Eftir stjórnarfari og stjórnarskipun danska ríkisins — Grundvallarlög. — er það engum efa háð, að lög ríkishlut- ans íslands var og nauðsynlegt að bera upp fyrir konungi í ríkis- ráðinu og ráðgjafi íslands hlaut því þar að sitja, ásamt hinum ráð- gjöfunum. En nú var búið að veita íslendingum sérstaka stjórnarskrá, sem hjá þeim átti að miklu leyti að koma í stað grundvallarlaga ríkis- ins, og ráðgjafi íslands (hinn nýi, sérstaki, 1Q03) átti einmitt að fara með þau mál, og eingöngu þau mál, er stjórnarskráin fjallaði um — svonefnd sérmál íslands. Hann skyldi því skipaður eftir stjórnar- skránni, en stæði ekkert í henni um það, að hann skyldi vera í ríkisráðinu, mundu íslendingar (á- lyktuðu Danir) hyggja sig leysta úr ríkistengslum, þar sem þeir einn- ig aldrei hafa viljað kannast við Grvl. En það var auðvitað ekki tilætlunin að gefa íslendingum undir fótinn með það, að skoða sig sem sérstakt ríki. Smella varð því á- kvæði um ríkisráðssetuna inn í stjórnarskrána, til þess að losna við allan kur. Og Albjartur ráðgjafi ginti Is- lendinga til að gleypa þá óheilla- flugu. það var »stjórnarfarsleg nauðsyn*, nauðsynlegt samkvæmt stjórnartil- högun ríkisins, og eftir 1903 einn- ig viðurkent nauðsynlegt í sérmála- stjórnarskipun íslands! Með þessu ákvæði hafa íslend- ingar viðurkent, að þeir væru inn- limaðir í danska ríkið — fyr ekki; á meðan það stendur í stjórnar- skránni halda þeir áfram að viður- kenna það í stjórnarlögum sínum — lengur ekki. Niðurstaðan verður: Ef ísland er innlimað (o: hluti hins danska ríkis), en líka einungis þá, þýðir ekki neitt að fara fram á að fá þessu breytt. Svar við spurningu J. Ól.: »Hvað á að koma í staðinn?« er á þessum grundvelli: Ekkert — við höfum þetta eins og það er eða eitthvað þvi um likt! — Athugum nú hins vegar málið með þeirri undirstöðu, að ísland sé sérstakt ríki. Hvað kemur þá í Ijós? Allir íslenzkir stjórnmálamenn, fyr- ir 1903, er heimtað hafa sjálfstæði landsins, hafa í raun réttri barist á þeim grundvelli, að ísland væri sérstakt ríki. Peir hafa ekki nefnt nafnið, ekki krufið það til mergjar, hvað ísland væri. En barátta þeirra hefði ella verið tilgangslaus; mark- leysa ein að gera háar sjálfstæðis- kröfur, ef þeir hefðu álitið landið innlimað í danska ríkið. Enda hefir því hreint og beint ávalt verið mót- mælt af hálfu íslendinga, að svo væri, að minsta kosti alt fram að síðustu árum. En hvað er ísland þá? Vitaskuld sérstakt ríki. því höldum við fram. Frá því sjónarmiði h'tum við á ríkis- ráðsatriðið. Við höfum heimild til þess, nokk- urnveginn óáreitta frá Dana hálfu (»ívilnun«, segja þeir), að fara með stjórnarskrá okkar eins og okkur þóknast. Við eigum þess vegna að róa að því öllum árum, að ryðja sem fyrst burt úr stjórnarskránni þessu skaðræðisákvæði, innlimunar- ákvæðinu, ríkisráðssetu íslandsráð- gjafans; við höfuni það í okkar valdi að hætta að viðurkenna inn- limunina í stjórnarskránni, og það verðum við að gera. Pví að á með- an ákvæðið situr þar, stöndum við illa að vígi í því að efla sjálfstæði okkar. Við getum, ef í það fer, notað >stjórnarskrána« sem vopn til þess að ná okkar rétti, þeim, að Danir viðurkenni ísland sérstakt ríki. F*ess verðum við að krefjast. Það getur ekkert samningamál orðið — það er frumkrafa, sem annaðhvort verður að fullnægja eða neita. Sérríkið er hið eina örugga sjálf- stæðisvígi; þar, og annars staðar ekki, er von sigurs. En að málefni hins sérstaka ís- lenzka ríkis eiga ekki að koma í ríkisráð Dana — það liggur í hlut- arins eðli og um það getur engum óbrjáluðum manni blandast hugur. Þau eiga ekki meira erindi þangað en t. d. dönsk mál í þýzkt ríkisráð. Einir eigum við íslendingar að ráða öllum okkar málum — með kon- ungi; hitt er annað, að þau mál, sem við treystumst ekki sjálfir að hafa með höndum, getum við með frjálsum samningum falið Dönum að annast um. Og auðvitað verð- um við að sætta okkur við afleið- ingarnar af okkar ráðum og bera ábyrgð á okkar athöfnum. Ef landið væri innlimað, bæri stjórn danska ríkisins ábyrgðina gagnvart öðrum ríkjum og yrði því eðlilega að hafa tilsjón með því, er við hefðumst að. Sem sérstakt ríki höfum við rétt til sjálfstæðis, en jafnframt hvílir á okkur skylda til aðgæzlu um það, að við gerum ekki á hluta annara — sem í alvöru talað er lítt hugsanlegt. Til þess höfum við líka ráðgjafann (eða hvað sem við nú nefnum okkar æðsta innan- lands stjórnanda), að hann viti öðr- um fremur deili á því, hvað langt við megum fara, og segi til áður en lög eru samþykt. »Prófsteins«-spurningunni ber því að svara frá þessu sjónarmiði svo: Ráðgjafi (stjórnandi) íslands ber málin upp fyrir konungi — einum — á þeim stað, er konungur hefir að- setur. Hvernig staðnum að öðru leyti er háttað, hvort húsrúmið er gam- alt eða nýtt, skiftir víst ekki miklu! Eins og menn sjá, hefir J. Ól. (með »Lögr.« að leiðarstjörnu) ekki >prófað« jarðveginn nógu ræki- lega. Undir spurningu hans liggja sem sé aðrar, er fyrst átti að bera upp: Hvað er ísland? Innlimað eða sérstakt ríki? Og hverir eru inn- limunarmennoghverirsérríkismenn? Peir er segja: »Kyr í ríkisráðinu* eða hinir er segja: »Út úr ríkisráð- inu«? Pessar spurningar verða hinn eiginlegi prófsteinn í »deilumálum dagsins«! Vill J. Ól. spreyta sig á þeim? G. Sv. 5» Heilbrigðismál í Akureyrarhéraði. Eftir skýrslu héraðslæknis 1906. Arið 1906 var tiltölulega kvillasamt hér í héraðinu. Fyrstu mánuði ársins gekk allþungt kvef, allan síðari helm- ing þess skarlatsótt, og auk þess gerði taugaveiki, barnaveilci og misl- ingar vart við sig. Þrátt fyrir þetta hefir þó manndauði verið lítill. Lungna- bólga, sem hvað flestum verður að banameini, hefir lítt látið til sín taka. Mislingar bárust hingað frá Fær- eyjum í júlímánuði. Þeir fluttust á 2 staði, en læknir fekk fljótt að vita um þá. Við einfalda samgönguvarúð stöðvaðist veikin og er þetta ljóst dæmi þess, hve auðvelt er að stöðva veiki þessa, ef hirt er um að segja til hennar. Skarlatssóttin, sem tvisvar sinnum hefir verði bæld niður hér í héraðinu, fór nú um það þrátt fyrir allar ráð- stafanir. Hún fluttist inn 1' Akureyrar- læknishérað utan úr Siglufjarðarhéraði. Veikin var mjög væg og oft óglögg, fjöldi manna fekk lítið sem ekkert útþot en fleiri flögnuð litið eða ekkert. Mátti heita að á flestum stæði kvilli þessi ekki yfir nema 1 — 2 sólarhringa, en stöku sjúklingar lögðust þungt með öllum einkennum þungrar skarlatssótt- ar. Það er hafið yfir allan efa að sótt- vörnin varð að engu fyrir þá sök eina hve væg og óljós veikin var; menn höfðu engan beig af henni, vanræktu að segja til hennar og þektu oft og einatt ekki sjúkdóminn. Sóttvörnin varð flestum bagalegri en sjálf sóttin og þessvegna var sóttvörnin vanrækt af fjölda manna. Það átti og þátt í þessu, að margir hugðu veikina rauða hunda sökum þess hve létt hún var á flest- um. En eigi að siður er það hafið yfir allan efa að eingöngu var að ræða um skarlatssótt. Rauðhundar hafa alls ekki gert vart við sig hér í héraðinu. Það er tvent sem læra má af skarlatssótt- inni hér í þetta sinn: Hve árangur sóttvarnar er algerlega kominn, undir alþýðu og hve varúðarvert það getur orðið að binda sóttvarnir við ein- strengingslegan lagabókstaf og ákveð- ið sjúkdómsnafn. Berklaveiki er mjög almenn hér í héraðinu og sýnist ekki fara þverrandi. Alls hafa verið skrásettir á þessu ári 39 nýir sjúklingar, en heimilisfastir í þessu héraði eru þó aðeins 25 og hafa 13 þeirra veikina í lungunum. Alls eru í héraðinu um 30 sjúklingar með berkla- veiki í lungum, en 30—40 með berkla- veiki í öðrum líkamspörtum. Holdsveiki fer óðum þverrandi og eru góðar horfur á því að hún upp- rætist hér innan skamms. Þó eru hér sem stendur 8 holdsveikir menn í hér- aðinu, en fiestir þeirra með slétta holds- veiki og við sæmilega heilsu. Sjúkrahúsið. Aðsókn að því hefir verið í meðal- lagi, sjúklingatala 151 og tala Iegu- daga 3234. Af sjúklingunum er talið að 84 hafi fengið fulla lækningu, 12 ófullkomnari lækningu, 18 nokkurn bata en 26 engan, 12 dóu. Af þeim sem dóu voru 9 aðfram komnir, eða með algerlega ólæknandi sjúkdóma er þeir komu á sjúkrahúsið. 46 stærri skurðir hafa verið gerðir á áiinu og voru 13 þeirra holskurðir. Þrátt fyrir aðsóknina að sjúkrahús- inu hefir það komið í ljós, að það getur ekki borið sig með þeim tekjum, sem það hefir. Tekjuhallinn er þetta árið á 2. þúsund krónur og stafar hann að mestu af aðgerðum og endurbótum á húsunum. Er það viðbúið að annað- hvort verði sjúkrahúsið að fá frekari styrk frá héruðunum eða landssjóði, eða hækka verði daggjald sjúkling- anna lítið eitt. J'ugladráp og friðun. Eftir Guðmund Friðjónsson. I. Löndin þurfa að hafa tvent til að bera, svo að þau geti heitið byggileg. Þau þurfa að vera gagn-auðug og fögur. Hvorugt þetta má vanta, ef hugir mannanna eiga að laðast að löndun- um. Hver maður verður að hafa nœr- ing sína, og augnayndi þar að auk, ef hann á að geta unað hag sfnum. Náttúran leggur þessi gæði til þeim löndum, sem bygð eru, ýmist af skorn- um skamti, eða í ríkulegum mæli, og geta mennirnir bæði aukið þau og rýrt. Eitt af mörgu sem gerir landið okkar byggilegt, er fuglaríki þess. Fuglarnir eru til arðs og unaðar fjölda manna. Fuglabjörg. Fuglabjörg og veiði við þau, eru gullnámur þeim mönnum, sem ná til þeirra. Vörp í úteyjum eru kölluð cggver í fornum sögum og má vera, að þar séu æðarvörp talin með. Fornmenn deildu oft um eggverin, og börðust um þau, með fullum fjand- skap, svo mikils þótti þeim um þau vert. Ólafur konungur Haraldsson vildi sölsa Grímsey undir sig og þóttist mundi geta fætt þar her manns. Þess gat Einar Þveræingur sér til um hug konungs. Hann mun hafa litið girndar- auga sínu til bjargsins einkanlega.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.