Norðurland

Tölublað

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 1

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir. 39. blað. Akureyri, 20. apríl 1907. VI. ár. YerksmiðjufélaQÍð á Akureyri. Þeir menn á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, sem ætla sér að taka hluti í fjelaginu í peim tilgangi aðallega að koma hér upp fullkominni klœðaverksmiðju, ættu að gefa sig fram sem allra fyrst, ekki síðar en um miðjan n. m. við einhvern af oss undir- rituðum, sem gefum allar upplýsingar um félagið og fyrirætlanir pess. Akureyri 15. apríl 1907. Sfefán Stefánsson. Fr. Kristjánssor]. Sigtryggur Jónssor). •jjjj Aðalf undur Rœktunarfélags Norðurlands verður haldinn á Blönduósi í vor og hefst fimtudaginn 20. júní kl. 12 á hádegi. Par verður skýrt frá starfsemi félagsins síðastl. ár, lagður fram ársreikningur pess endurskoðaður og rætt um framkvæmdir pess framvegis. Ýmsir hafa lofað að halda fyrirlestra á fundinum. Búfjársýning fyrir Húnavatnssýslu verður haldinn einn fundardaginn. Fulltrúum verður séð fyrir fæði og húsnæði meðan á fundinum stendur. Akureyri, 20. apríl 1907. STEFÁN STEFÁNSSON, p. t. formaður. Ingólfsmyndin. Tvær fréttir bárust samtímis út um landið úr höfuðstað vorum. Önnur var sú, að von sé á að standmynd Kristjáns konungs 9. kom- ist upp í höfuðstaðnum von bráðar, þrátt fyrir algert afskiftaleysi íslenzku þjóðarinnar af því máli, meginhluta þjóðarinnar af öllum flokkum. Svo er frá skýrt Mað nokkrir dansk- íslenzkir eða aldanskir kaupmenn í Khöfn, þeir er auðgast hafa á verzl- un hér, muni leggja drjúgum til þessarar konungsmyndar og muni hún komast upp fyrir þeirra fulltingi aðallega, að viðbættu tillagi fésterkra manna í áskorunarnefndinni sjálfri". Hin fregnin berst í auglýsingu frá nefnd þeirri, er hefir með hönd- um samskotin til Ingólfslíkneskisins fyrirhugaða. Nefndin hafði upphaf- lega ætlað Reykvíkingum einum þann heiður að reisa líkneski þeim landnátnsmanninum, er fyrstur setti saman bú hér á landi og frægastur var þeirra allra. Ingólfur reisti bæ sinn á Arnarhól og var því ekki að eins frumbyggi landsins, heldur líka frumbyggi höfuðstaðarins og því vildu þeir menn, er stofnuðu til sam- skotanna, að Reykjavíkurbúar væru einir um það, að koina þessari Ing- ólfsmynd upp. Nú eru þeir orðnir annars hugar; þeir kannast við að sú ósk sé réttmæt, að allir lands- menn í sameiningu reisi myndina. Því miður mun sú skýring á þess- ari viðurkenningu nefndarinnar vera „réttmæt", að auðsætt sé, að ekki muni takast að safna í Reykjavík því fé, sem til þess þarf að koma myndinni upp og hefði víst verið réttara að kann- ast við það blátt áfram. Þjóðin get- ur varla furðað sig á þeirri fregn, eftir að hún hefir haft fréttir af því, að ríkustu kaupmenn höfuðstaðar vors, mennimir sem mest hafa grætt á þessu landi, eru svo nþjóðlegir", að þeir neita því opinberlega að þeir vilji sýna íslenzkan fána á hús- um sínum, en halda dauðahaldi um danska fánann. Eins og þeir menn séu ekki líka líklegri til þess að vilja reisa sér standmynd af dönsk- um konungi, en af ættföður íslend- inga. Strax þegar samskotin voru hafin til Ingólfsmyndarinnar, var samskot- unum til konungsmyndarinnar hleypt af stokkunum. Annaðhvort var það gert af litlum góðvildarhug til Ing- ólfsmyndarinnar, eða forgöngumenn konungsmyndarinnar hafa þózt vita það fyrir, að fáir mundu leggja fram fé til þeirra beggja. Slík hugsun var líka eðlileg. Ingólfssamskotin eru eitt af þeim ^ ðfaranótt hins 14. þ. m. þóknaðist algóðum guði X að burtkalla minn hjart- kæra son, Magnús Þórarinsson. Jarðarför hans er ákveðið að fari fram 24. þ. m., kl. 12 frá kirkjunni. Hansína Steinþórsdóttir. EQ undirritaður kalla mig og skrifa hér eftir S N Æ D A L. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem einhver skifti hafa við mig. 11. apr. 1907. Benedikt Sigurgeirsson. (frá Húsavík). J'ánamálið. Á fundi sem haldinn var í Aðal- dœlahreppi í f. m. af öllum þorra kjósenda þar, var svohljóðandi tillaga samþykt: vFundurinn álitur sjálfsagt að ís- lendingctr sem sérstök þjöð, eignist sérstakan fána og af öllum þeim tillögum, sem hingaðtil hafa komið fram um gerð hans, aðhyllist fundur- inn helzt tillögu Stúdentafélagsins.“ X Qóður afli er sagður að vestan. Af skipum héð- an af Eyjafirði hafði Samson fengið mest, nál. 11 þús. fiskjar. NÝBRENT og MALAÐ KAFFI fæst daglega hjá Otto Tulinius. 4 skýringar bak við fjaliháan bókahlaða; annar hafði látið höfuðið hníga fram á handleggina og svaf í kyr- þey; einn sat við gluggann og starði á eplin fjögur, sem skólastjóri átti; hann reyndi að sjá það í hugan- um, hve mörg epli kynnu að geta verið hinumegin á trénu, sem hann gat ekki séð og líka hvort það mundi vera tiltækilegt að klifrast yfir múrinn einhvern tíma að kvöldlagi þegar skuggsýnt færi að verða. Tveir höfðu í félagi stóran uppdrátt af Norðurálfu, og um hann sigldu þeir á skipum úr smáspónum, sem þeir skáru undir borðinu. Grenjandi suðvestan stormur blés í Ermarsundi, svo bæði »Freyja« og »Flugan« urðu að sigla norðan við Skotland. En suður við Njörfasund lá annar í leyni með langan blýantsklofning, sem hann hafði drepið ofan í blekbyttuna; það átti að vera sjó- ræningjaskip frá Alzír. »Fleiri bæir, — fleiri bæir!« »Namur« — sagði Þorleifur alt í einu. Allir í bekknum litu steinhissa við, og einn af þeim, er sátu á næstnæðsta bekk, var svo ónærgxtinn, að hann stakk höfðinu alveg undir borðið hjá Þorleifi til að vita, hvort hann hefði ekki landafræðina á hnjánum. »Namúr, — ekki Namur,« sagði kennarinn gremjulega og leit í bókina fyrir framan sig, »nei, hún kemur ekki enn þá. Það er — við skulum sjá, — það eru þrír bæir áður en þessi kemur, sem þú nefndir; hvaða bæir eru það, — nú, hvaða þrír bæir eru það?« En nú var því lokið, sem Þorleifur vissi og hann féll f nokkurs konar þverúðardvala án þess að gefa því gaum, þó kennarinn blési hvað eftir annað í fjöðurstaf og segði: »hvaða þrfr bæir eru það«? Marfus litli hlaut að hafa lokið hinu dularfulla starfi I. Maríus litli sat háttprúður og hljóður á bekknum. Módökku augun hans, sem voru alt of stór, gerðu svipinn óttablandinn á Iitla föla andlitinu; og þegar hann var spurður einhvers, sem hann átti ekki von á, dreyrroðnaði hann og stamaði. Maríus litli sat á næstneðsta bekknum dálítið boginn í baki, því þúr var engin bakfjöl og stranglega fyrir- boðið að halla sér aftur á bak að næsta borði. í þetta sinn var landafræði, frá klukkan ellefu til tólf, heitan dag í ágústmánuði að enduðu leyfi. Sólin skein yfir garði skólastjóra og litla eplatrénu hans; á því voru fjögur stór epli. Bláu gluggatjöldin voru fyrir insta glugganum, en í næsta glugga hafði Abraham útbúið sólskífu af hagleik miklum með bleklínum í gluggakistunni. Nú sendi hann hraðskeyti um það til allra, sem spurt höfðu í bekknum, að klukkan væri meir en hálfgengin tólf. »Fleiri bæir —« sagði kennarinn uppi á kennara- palli og blés f fjaðrapenna. Það var sérgáfa hans að skera fjaðrapenna, og í öllum þeim bekkjum, þar sem hann kendi, var ofurlítið snoturt pennasafn, sem enginn notaði nema skólastjóri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.