Norðurland

Tölublað

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 3

Norðurland - 20.04.1907, Blaðsíða 3
135 Nl. að því, að ráða fram úr deilumálum ríkj- anna á friðsamlegan hátt, með gerðar- dómum, til þess að draga úr hinum ógurlega kostnaði, er nú hvílir á þjóð- unum. Eg hefði talið mig breyta rangt, ef eg hefði ekki gert þessa tilraun til þess að styðja þessa stefnu.* Þeir sem vilja tala kjarkinn úr oss íslendingum, brýna það ætíð fyrir oss, að hnefarétturinn ráði lögum og lofum milli þjóðanna og að öflugur her sé einkaskilyrði fyrir oss íslendinga til þess að verða sjálfstæð þjóð. Annar andi er þó í þessari ensku þingræðu og því ekki ástæðulaust að veita henni athygli. Loftskeyti í Marokko. Sigurför loftskeyta-aðferðanna heldur áfram um heiminn og mega meirihluta- þingmenn vorir og stjórn halda að heimurinn sé orðinn geggjaður. Síð- ustu fregnir fullyrða að Frakkar séu orðnir það ringlaðir í ríminu, að þeir ætli að tengja saman helztu staði í Marokko með loftskeytasamböndum. Borg í myrkri. 1250 starfsmenn við rafmagnsstöðv- ar Parísarborgar hættu skyndilega vinnu sinni í f. m. og kröfðust þess að kjör þeirra væru bætt. Eins og nærri má geta olli þetta hinum mestu vandræð- um. Allsstaðar varð níðamyrkur þar sem rafmagn var notað til lýsingar og allar vélar, er knúðar voru áfram með rafmagni, stöðvuðust. Leikhúsin gátu ekki haldið uppi leikjum; stærstu gistihúsin urðu að grípa til þess að stinga kertaljósum í flöskustúta og jafnvel sjálfur forseti Frakklands varð að láta sér nægja kertaljós; lögreglu- þjónarnir gengu með blys um göturnar og áttu fult í fangi með að halda alls- konar óþjóðalýð í skefjum. Lagfæring komst þó á þetta fljótlega aftur, enda mæltist verkfallið fremur illa fyrir hjá blöðum og alþýðu manna. Kosningarréttur kvenna. í hinni nýju stjórnarskrá Finna er konum gefinn kosningarréttur til þings. Við nýafstaðnar þingkosningar þar í landi kom það í ljós að kvenfólkið not- aði rétt sinn rækilega. Fyrsta daginn sem kosið var í Helsingfors voru t. d. 60 °/o kjósenda konur. Stórfeld rafmagnsframleiðsla. »Verdens Gang« getur þess 14- f- m. að Danir séu í þann veginn að setja á stofn hjá sér stórkostlega fram- leiðslu á rafmagni, er sjái öllu Sjálandi fyrir nauðsynlegum rafmagnsstraum. Verður rafmagnið leitt eftir málmþráð- um á staurum með svipuðu fyrirkomu- lagi og er á landsímanum. Geta þá þorp og bæir víðsvegar um alt Sjá- land fengið rafmagn til ljósa og annara nauðsynjar með tiltölulega vægu verði. Matarleifar og svínarœkt. Sex bæir í Svíþjóð nota allar þær matarleifar er til falla handa svínum. Öllu matarkyns er safnað í sérstaka kassa, en gerlum í því eytt með vatns- gufu. 14000 íbúar í Eskiltuna fóðra með þessu 250—300 sv/n- Telst svo til að ef allir bæir í Svíþjóð nýttu þannig ónýtar matarleifar yki það kjöt- framleiðslu landsins um 4 miljónir punda af svínakjöti á ári. Á þýzka- landi hefir reynst bezt að blanda 10— 15 % af úrsældingi (Klid) saman við slíkar matarleifar og nægir þá matar- úrgangur frá 10 meðalfjölskyldum til þess að fóðra með 2 svín. Metramálið á enn þá örðugt uppdráttar á Eng- landi. Lagafrumvarp um að lögleiða það þar í landi var felt nýlega í þing- inu með 150 atkvæðum gegn 118. Skautaferðir. Norskir skautamenn héldu kapphlaup 10 f. m. hjá Hatnrí. 2—3 þúsundir manna horfðu á íþróttamennina. Fljót- asti skautamaðurinn fór 5000 metra á 9 mín. 36 sek. Frá Rússlandi. Stjórn Rússa vill að sögn auka tekjur ríkisins með tekjuskatti og erfðafjár- skatti, og er það sjálfsagt viturlega ráðið, því hóflausir tollar koma þyngst niður á fátækri alþýðu. Óöld er þar enn mikil í landi. í fyrra mánuði var þar rænt 50 þús. rúblum úr skrifstofu háskólans í Moskva. Vopnaðir menn brutust inn í skrifstof- una og ræntu fjárhirzluna. X Neðanmálssaga Norðurlands. Norðurland hefir um nokkurn tíma ekki þózt mega sjá af rúmi í blaðinu fyrir neðanmálssögu. En fyrir áskorun margra kaupenda blaðsins byrjar hér ný neðanmálssaga og höfum vér valið til þess hina frægu sögu norska skáldsins Alexanders L. Kiellands, er hann nefndi »Gifl*. Er sú saga talin ein af hinum beztu sögum hans. Sagan er töluvert löng — 186 bls. þéttprentaðar í stóru 8 bl. broti á frummálinu og mun því verða kapp- kostað að láta hana ekki falla úr neinu blaði meðan hún er að koma út. Vér ráðum þeim kaupendum blaðs- ins, er ekki halda blaðinu saman, til þess að klippa hana út úr blaðinu, því ekki getum vér látið þá fá sög- una sérprentaða, nema þá fyrir sér- staka borgun. Bókmentum vorum er gróði að slíkri sögu sem þessi er, enda ætti »eldhúsrómanna«-öldin í blöðum vor- um að vera undir lok liðin. X Verksmiðjufélagið. Hluthafar eru nú orðnir um 40 í klæðaverksmiðjunni nýju; þar af er helmingur Akureyringar og hinir flest- ir í Eyjafjarðarsýslu. Eldri hluthafar eru hver með 35 hluti (hver hlutur 100 kr.). Af nýju hluthöfunum eru 4 með 10 hluti, 5 með 5 hluti og hinir svo með einn til þrjá hluti hver. Undir- tektir eru hinar beztu, því þeir menn, sem nokkuð hafa kynt sér félagið og fyrirætlanir þess, hafa hina beztu trú á fyrirtækinu. En eðlilegt er það, að margir hér við fjörðinn hafi fé síður handbært nú en endranær, sökum hinn- ar afarmiklu aukningar á skipastólnum sérstaklega mótorbátum þetta og næst liðið ár. Um leið og iðnaðarfyrirtæki þetta ætti að verða arðvænlegt hluthöfum, þá er það líka þjóðleg stofnun, sem miðar til þess að stýfla einn af hin- um mörgu, þungu útstraumum úr landi voru, eins og áður hefir verið bent hér á í blaðinu. Margir góðir drengir og sannir íslendingar líta fullt eins mikið á þessa hlið málsins eins og ábatavonina. Flestir munu þeir, er gleðjast yfir því og telja sér það hinn mesta sæmdarauka að geta unnið fósturjörðu sinni, sem mest gagn. Og þegar menn geta það ekki að eins sér að kostn- aðarlausu, heldur geta átt von á bein- um fjárhagslegum hagnaði af því, þá er engin furða þótt menn hiki sér ekki við að leggja nokkuð af mörkum í fyrirtæki, sem svo eru vaxin. Vér leyfum oss að benda á auglýs- ingu á öðrum stað hér f blaðinu frá stjórn Verksmiðjufélagsins. Fáist ekki nægilegt stofn og veltufé innanhéraðs, mun stjórnin hugsa sér að leita hlut- töku hjá öðrum Norðlingum og Aust- firðingum. Myndarlegt væri fyrir oss hér, ef ekki þyrfti til þess að koma. % Hraðskeyti til Nls. Reykjavík 20/4 ’07 kl. IO30 f. m. Campbell Bannerman setti nýlendna- þingið i Lundúnum 15. þ. m. með rœðu. Par voru allir yfirráðgjafarnir úr nýlendunum. Botha vottaði hollustu 7ransvaalsbúa á hollenzku. Landskjálfti i Mexíco, Margt fólk týnt lífi og margir sárir. Umbótaflokksmenn hafa tilnefnt í millilandanefndina þá A. Thomsen fólksþingsf orseta og A. Nielsen endur- skoðanda ríkisreikninganna — 34 ríkis- þingsmenn hafa gefið sig fram til ís- landsferðarinnar. Peir eiga að vera 23 úr fólksþinginu og 17 úr landsþing- inu. Meðal fólksþingsmannanna eru A. Thomsen forseti og A. Nielsen ríkisreikninga-endurskoðandi, Bluhme kommandör,Blem ogZahle. Meðallands- þingsmanna Bramsen, fyrrum ráðgjafi, Alfred Hage, Goos (fyrrum íslands- ráðgjafi) og Madsen Mygdal rikis- reikninga - endurskoðandi. Skrifstofu- stjóri ríkisþingsins verður með. fafn- aðarmenn cetla ekki að verða með i íslandsförinni, en Knudsen hafa þeir tilnefnt i millilandanefndina. íslenzkt fiskiveiðafélag, stofnað i fyrra i Gautaborg, heldur áfram þetta ár. — Sœnskir útgerðarmenn til ís- lands-fiskiveiða sœkja um 50 þús. kr. úr ríkissjóði. Möller lögsœkir Pórarinn Tulinius. Konungshjónin fara kynnisför til Kristjaniu í lok mánaðarins. Rlkisþinginu danska var slitið 18. þ. m. Sveitarstjórnarlagafrumvarpið og tolllagafrumvarpið voru óútrœdd. Hafstein ráðgjafi og fón Magnús- son skrifstofustjóri komu til Khafnar á þriðjudaginn. Hafstein var i konungs- boði þ. 17. Sameinaða gufuskipafélagið œtlar að senda nýtizku-gufuskip með 100 farþegarúm til íslands um leið og konungsskipið Birma fer frá Khöfn. X Nefndarkosningar til bæjarstjórnar. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn var voru þessar nefndir skipaðar. 1. Fjárhagsnefnd: Bæjarfógetinn,OttoTuI- inius, Friðrik Kristjánsson. 2. Fátœkranefnd: Bæjarfógetinn, Björn Jónsson, Friðrik Kristjánsson. 3. Eyrarlandsnefnd: Stefán Stefánsson, Júlíus Sigurðsson, Sveinn Sigurjónsson. 4. Vatnsleiðslunefnd: Friðrik Kristjánsson, Stefán Stefánsson, Sveinn Sigurjónsson. 5. Veganefnd: Sigurður Hjörleifsson, Odd- ur Björnsson, Björn Jónsson. 6. Skólanefnd: Bæjarfógetinn, Stefán Stef- ánsson, Geir Sæmundsson. 7. Heilbrigðisnefnd: SigurðurHjörleifsson, ásamt héraðslækni og bæjarfógeta. 8. Sóttvarnarnefnd: Otto Tulinius, ásamt héraðslækni og bæjarfógeta. 9. Byggingarnefnd: Stefán Stefánsson, Júlíus Sigurðsson og utan bæjarstjórnar Sigtryggur Jónsson og Anton Jónsson. 10. Kjörstjórn: Oddur Björnsson og Björn Jónsson ásamt bæjarfógeta. 11. Talsimanefnd: Bæjarfógetinn, Stefán Stefánsson, Otto Tulinius. 12. Spitalanefnd: Sigurður Hjörleifsson og Kristján Sigurðsson ásarnt héraðslækni. 13. Skattanefnd: Júlíus Sigurðsson, Oddur Björnsson, ásamt bæjarfógeta, til vara Sig. Hjörleifsson. 14. Yfirskattanefnd: Jónas Gunnlaugsson dbr., Sigurður Sigurðsson járnsmiður, Stephán Stephensen, til vara Davíð Sig- urðsson. 15. Styrktarsjóðsnefnd: Sveinn Sigurjóns- son, Oddur Björnsson, Björn Jónsson. X Eftirmœli. Þess var getið í NI. fyrir nærfelt 2 ár- um, að Helga yfirsetukona Indriðadóttir í Gilhaga í Skagafirði hefði druknað á heim- leið frá ljósmóðurstörfum. Skal hér nú minnast hinna helztu æfiatriða konu þess- arar. Hún var fædd á Ölduhrygg, fremsta bæ í Svartárdal í Skagafirði 27. dag júlímán. 1857. Foreldrar hennar voru Indriði bóndi Árnason, merkur bóndi og nýtur, og hreppstjóri í Lýtingsstaðahreppi um tíma og Sigurlaug ísleifsdóttir kona hans; gegndi hún lengi ljósmóðurstörfum þar í sveit, og þótti heppin, þótt ekki væri hún lærð. Helga ólst upp með foreldrum sínurn, fyrst í Ölduhrygg og síðan undir írafelli, til fullorðinsára. Bar snemma á góðri greind hennar, og var hún þá oft á þeim árum með köflum í Goðdölum, og nam hannyrðir og fleira af frú Guðlaugu Eyjólfsdóttur, fyrri konu Hjörleifs prests Einarssonar, er þá var í Goðdölum, og þá var talin bera af flestum _ konum í Skagafirði í þeim greinum. Árið 1878 nam hún Ijósmóðurfræði í Reykjavík, og tók síðan við þeim störfum heima í hér- aði árið 1880, og hafði þau á hendi til dauðadags. Árið 1883 giftist hún Magnúsi Jónssyni frá Árnastöðum í sömu sveit. Reistu þau bú í Gilhaga, og bjuggu þar rausnarbúi. Þau voru saman 22 ár, og eignuðust 10 börn saman; lifa 9 þeirra, og eru sum upp komin. Áð kveldi hins 20. dags maímán. 1905 var hún á heim- Ieið frá Ijósmóðurstörfum, og átti þá yfir Svartá að sækja; áin var ill yfirferðar, en hafði vaxið mikið um daginn, en var þó reið fyrir kunnuga. En fylgdarmaður hennar var ekki svo kunnugur sem skyldi, og fór vaðið eigi alveg rétt, og lenti út í snardýpisál. Druknaði hún þar af honum, en hann komst með illan leik til sama lands aftur. Maður hennar, foréldrar og börn horfðu að heiman á þessa hörmu- legu sjón, en gátu ekki að gert. Jarðar- för hennar fór fram að Goðdölum 6. júní. Helga sál. var kona fríð sýnum, og bauð af sér hinn bezta þokka; hún var alvöru- kona, en þó glaðlynd og fjörgandi á heim- ili, og ætíð hin skemtilegasta. Dugnaðar- kona var hún hin mesta, átti um stórt bú að sjá á erfiðri jörðu með fjölda fólks og fjölda bama, og fór það alt með prýði úr hendi, enda var hún hin bezta eiginkona og móðir. Ljósmóðurstörf sín rækti hún með einstakri alúð og samvizkusemi. Orð er á því gert, hvað hún hafi verið góð- söm og hjálpsöm við fátæka, og eigi mun hún hafa haft nærkonustörfin sér að gróða- vegi, enda vissi hún vel stöðu sína og þýðingu hennar. Má nærri geta, að mikl- um óhug hafi slegið yfir héraðið þegar þetta sviplega fráfall hennar fréttist. Hvert álit hún hefir haft meðal kvenna, og sérstaklega mæðra sveitarinnar má sjá á því, að þær hafa reist fallegan minnis- varða á leiði hennar. c, , Messað verður hér í kirkjunni á morgun kl. 12 á hádegi. CK!heldur AÐALFUND sinn síðasta v3fV jdlLl LMJ vetrardag (næsta miðvikudagskvöld). . t- CT3 )£> dOL j* w c3 u mr Andarnefjulýsi fæst á Apótekinu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.